Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Bætiefni á betra verði! Sterkt ginseng eykur starfsþrek 1 á dag! Gerið verðsamanburð! Ragnhildur Anna Jóns-dóttir, eigandi tísku-verslananna Noa-Noa ogNext í Kringlunni, byrj- ar á því að teygja sig í marengs- botna í hillunni framan við kassana áður en við göngum inn í sjálfa Bónusverslunina í Skútuvogi. Hún á að sjá um eftirréttinn í helg- arferð í sumarbústaðinn sem stend- ur fyrir dyrum. „Oft brýt ég botn- ana niður og bæti jarðarberjum eða öðrum ávöxtum út í og auðvit- að er rjómi með,“ segir hún. „Við erum fjögur í heimili, Sverrir mað- urinn minn, unglingurinn Margrét dóttir okkar og Andri sem er sjö ára gutti. Þessa dagana verður að vera til „nesti“ á heimilinu fyrir strákinn. Hann er hrifinn af smá- brauðum, skonsum og ostaslaufum. Allt úr hvítu hveiti.“ Ragnhildi finnst skemmtilegt að rifja upp gömul kynni við versl- unina í Skútuvogi en þangað segir hún að þau hjónin hafi leitað með innkaupin fyrir um fimmtán árum þegar verslunin var opnuð og þau voru fátækir námsmenn. Þá eyddu þau föstudags síðdegi í búðinni og mjökuðust áfram í röðinni. „Þá varð maður að spara,“ segir hún. En nú eru þau flutt í hverfið og verslunin er þeirra hverfisverslun. „Reyndar hleyp ég oft yfir í 11-11, hún er nær mér en ég reyni að vera hagsýn húsmóðir.“ Ragnhildur teygir sig í jarð- arberin í eftirréttinn og í súkku- laðikex í kexhillunum, fyrir sjálfa sig til helgarinnar. „Það er nammi- dagur hjá mér á laugardag og af því að ég er að fara í sumarbústað- inn þá kaupi ég tvo pakka af súkkulaðikexi og einn stóran krem- kexpakka fyrir börnin,“ segir hún. „Það hafa kannski ekki margir staldrað við kexhillurnar í svona leiðangri, er það?“ Hollur skyndibiti „Ég heyri ekki þessa spurningu,“ segir hún þegar hún er spurð hvort hún eldi á hverjum degi. „Ég heyri hana mjög illa, en nei, ég er ekki dugleg í þeirri deild. Ég las reynd- ar hjá ykkur um einhvern sem fór í Fylgifiska og sagði að þar væri hægt að fá hollan nánast tilbúinn skyndibita. Það er voðalega gott og þangað er ég farin að fara þegar ég er með fisk. Maðurinn minn aft- ur á móti er ofboðslega duglegur og eldar ekki sjaldnar en ég. Við erum reyndar svo nýflutt að ég er lítið farin að elda en ég elda þegar ég hef tíma og finnst gaman að halda matarboð. Nú erum við kom- in í stærra húsnæði með góða borð- stofu og almennilegt borðstofuborð en þar sem við bjuggum áður kom- ust þrír að borðinu.“ Sérdeilis matvönd Raghildur staldrar við morg- unkornið og segist vilja vera góð mamma og kaupa Weetos. Hér áð- ur fyrr hafi Cherioos verið aðal morgunmaturinn og Cocopuffs um helgar en nú sé það Weetos, sem er svona millivegurinn. „Reyndar hleypur unglingurinn alltaf út á morgnana án þess að borða og litli gaurinn er hálfsofandi og vill ekkert borða fyrr en í nest- istímanum í skólanum enda er nestið borðað snemma,“ segir hún. „Ég á alveg sérdeilis matvönd börn. Þau eru ekki mjög tilkippileg hvað mat varðar. Ætli það sé ekki einna helst jólamaturinn, hamborg- arhryggurinn, sem allir eru ánægð- ir með. Einu sinni stakk ég upp á því að breyta til og hafa eitthvað annað en það féll í grýttan jarðveg. Þannig að þetta er sá matur sem allir setjast niður við að borða. En svona hversdags er það sennilega fiskur sem allir vilja. Strákurinn vill til dæmis fá þjóðlegan íslensk- an mat. Hann vill grjónagraut með lifrarpylsu, soðna ýsu eða kjötboll- ur í brúnni sósu. En mamma hans er ekkert sérlega dugleg við að elda þennan mat. Þegar við stóðum í flutningunum og ég var bara með örbylgjuofn fannst honum best að fá tilbúinn mat frá 1944, ann- aðhvort grjónagraut eða kjötbollur í brúnni sósu. Einu sinni keypti ég báða pakkana og ætlaði að eiga en hann borðaði kjötbollurnar í aðal- rétt og grjónagraut í eftirmat. Ég horfði á hann alveg gáttuð að sjá hvað þessi litli maður gat borðað. Unglingurinn aftur á móti fer oft út á kvöldin og hennar matur er „sérhæfðari“ án þess að ég tiltaki hvað það er.“ Kann ekki að elda súpukjöt Ragnhildur segist hvorki kunna né vera nógu myndarleg til að geta boðið upp á súpukjöt eða saltkjöt og baunir. „Ég kann ekki að elda þann mat,“ segir hún. „Ég fór út að borða í hádeginu fyrir skömmu með svilkonu minni og ég fékk mér kjötsúpu. Ég hélt hún ætlaði seint að hætta að hlæja, henni fannst það svo skondið en mér finnst kjöt- súpa afskaplega góður matur.“ Raghildur viðurkennir að nokkur munur sé á matseðli heimilisins eft- ir árstíðum. „Ætli við séum ekki að fara inn í haustið núna,“ segir hún. „Ég var með vinkonur mínar í mat í ágúst og þá bauð ég upp á salat. Nú á ég von á þeim aftur til að skoða nýju íbúðina og þá finnst mér rétt að bjóða upp á eitthvað vetrarlegt og heitt.“  HVAÐ ER Í MATINN? | Ragnhildur Anna Jónsdóttir er ekkert sérlega dugleg að elda hefðbundinn mat Allir ánægðir með fisk Morgunblaðið/Sverrir Ragnhildur: Segir að hamborgarhrygginn séu allir ánægðir með. „Ég er ekki dugleg að elda svona dags daglega en ég hef gaman af því að halda matarboð,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir. krgu@mbl.is BÓNUS Gildir 30. sept.–3. okt. verð nú verð áður mælie. verð MH smjörlíki 500 gr.............................. 99 119 198 kr. kg Smyrja 300 gr. .................................... 98 113 326 kr. kg. Finn crisp hrökkbrauð 200 gr. ............... 99 nýtt 495 kr. kg. Sjófryst ýsa roðlaus .............................. 499 599 499 kr. kg. Bónus kanillengja 350 gr...................... 159 nýtt 454 kr. kg. Ali svína purusteik ................................ 359 399 359 kr. kg. Lambalifur frosin .................................. 199 nýtt 199 kr. kg. Lambahjörtu frosin ............................... 179 199 179 kr. kg Lambasvið frosin ................................. 275 399 275 kr. kg. Sveitabjúgu frá Kjarnafæði .................... 299 nýtt 299 kr. kg. 11-11 Gildir til 3. okt. m. birgðir end verð nú verð áður mælie. verð Móa kjúklingaleggir steiktir ................... 799 1.178 799 kr. kg Móa partí bollur ................................... 799 1.178 799 kr. kg Salathúsið hrásalat 350 gr. .................. 169 219 483 kr. kg AB mjólk bragðbætt 1/2 ltr................... 119 165 238 kr. ltr Axa múslí 3 tegundir 375 gr. ................. 189 259 504 kr. kg Skólaostur 26%................................... 847 997 847 kr. kg Létt og laggott m/ólífuolíu 400 gr.......... 169 198 422 kr. kg Kexsmiðjan vínarbrauð 3 teg. 350 gr. .... 299 389 854 kr. kg Perur .................................................. 99 279 99 kr. kg Emmess hversdagsís vanilla/súkkulaði .. 199 299 199 kr. ltr FJARÐARKAUP Gildir 30. sept.–2. okt. verð nú verð áður mælie.verð FK Bayonneskinka................................ 698 1.198 698 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði .................... 698 898 698 kr. kg FK Rauðvínslæri................................... 899 1.499 899 kr. kg Folaldagúllas úr kjötborði ..................... 898 1.098 898 kr. kg Appelsínur .......................................... 99 148 99 kr. kg Bananar.............................................. 99 159 99 kr. kg Epli..................................................... 99 158 99 kr. kg Gevalia kaffi 550 gr.............................. 289 nýtt 530 kr. kg Kjarna jarðarberjagrautur 1l .................. 165 239 165 kr. ltr Smyrja 300 gr ..................................... 119 149 396 kr. kg HAGKAUP Gildir 30. sept.–3. okt. verð nú verð áður mælie.verð Svínakótilettur m/beini......................... 779 1.298 779 kr. kg Svínahnakki m/beini............................ 659 1.098 659 kr. kg Svínalundir .......................................... 1.469 2.098 1.469 kr. kg Óðals hamborgarhryggur ...................... 799 1.198 799 kr. kg Kjötborð, svínabógur ............................ 399 598 399 kr. kg Kjötborð, svínalæri............................... 399 598 399 kr. kg Kjötborð, svínasíða .............................. 249 398 249 kr. kg Freschetta, brickoven pizzur 3. teg. ........ 499 609 1.218 kr. kg KRÓNAN Gildir til 5. okt. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð Móa Kjúklingakjöt fullsteikt skorið ......... 1.049 1.499 1.049 kr. kg Móa Kjúklingabringur magnpk............... 1.499 2.295 1.499 kr. kg Bautabúrs nauta-lamba hakk ............... 599 833 599 kr. kg Iceberg / jöklasalat.............................. 119 179 119 kr. kg Sveppir Náttúra box 250 gr. .................. 149 198 596 kr. kg Tómatar .............................................. 69 219 69 kr. kg Maxwell House kaffi 500 gr. .................. 289 319 578 kr. kg Myllu Tebollur m/súkkulaði, m/rúsínum. 149 185 542 kr. kg Pepsi Max 2 ltr..................................... 129 179 64,5 kr. ltr Pepsi 2 ltr ........................................... 129 179 64,5 kr. ltr NETTÓ Gildir 30. sept.–6. okt. m. birgðir endast verð nú verð áður mælie. verð Nettó brauðskinka pakki....................... 599 998 599 kr. kg Nettó hangiálegg ................................. 1.649 2.749 1.649 kr. kg Lambasvið .......................................... 299 499 299 kr. kg Nettó lambalæri villikrydduð ................. 839 1.679 839 kr. kg Ísfugl 1/1 ferskur kjúklingur.................. 379 689 379 kr. kg Ísfugl Fersk kjúkl.læri magnbakki........... 347 579 347 kr. kg Vínber rauð kg ..................................... 299 339 299 kr. kg Frón mjólkurkex 400 gr......................... 99 136 248 kr. kg Maxwell house kaffi 500 gr. .................. 249 279 498 kr. kg Lays Snakk 200 gr. 4 tegundir ............... 199 239 995 kr. kg NÓATÚN Gildir 30. sept. – 6. okt. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð Bautabúrs grísahakk ............................ 398 497 398 kr. kg Svínabógur .......................................... 399 599 399 kr. kg Svínasnitsel ........................................ 799 1.349 799 kr. kg Naggalínan Cordon Bleu/grísasnitsel .... 399 492 399 kr. kg Oetker pizza salami 320 gr. .................. 299 449 934 kr. kg Náttúra appelsínusafi 1ltr., 3 fyrir 2 ....... 278 417 92 kr. ltr Vilko vöfflumix 500 gr........................... 299 379 598 kr. kg Nóatúns samlokubrauð gróft 770 gr. ..... 119 198 154 kr. kg Kiwi .................................................... 199 269 199 kr. kg Nóvemberkaktus .................................. 499 579 499 kr. stk SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 30. sept.–4. okt. verð nú verð áður mælie. verð Kjötborð lambahryggur ......................... 899 1.148 899 kr. kg Kjötborð lambalæri nýtt ........................ 799 1.089 799 kr. kg Kjötborð svínahnakki úrb. ..................... 799 1.230 799 kr. kg Borgarnes londonlamb ......................... 861 1.230 861 kr. kg Þykkvab. plokkfiskur 600 g ................... 499 649 499 kr. kg Appelsínur kg ...................................... 99 168 99 kr. kg Epli Jónagold kg .................................. 129 184 129 kr. kg Epli rauð kg ......................................... 129 192 129 kr. kg MS létt drykk. 250 ml........................... 69 78 276 kr. kg Ísfugl bland.bitar ferskv.magnp. ............ 382 589 382 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir til 5. okt. verð nú verð áður mælie. verð Kjúklingabirgur, skinnlausar .................. 1.499 2.295 1.499 kr. kg Bayonneskinka .................................... 839 1.198 839 kr. kg McCain franskar crinkle cut 1 kg ........... 299 359 299 kr. kg Kjarna jarðarberjagrautur 1 ltr. .............. 196 245 196 kr. ltr. Kjarna blandaður ávaxtagrautur 1 ltr. ..... 169 212 169 kr. ltr. Mikado túnfiskur í olíu 185 gr. .............. 79 98 427 kr. kg Mikado túnfiskur í vatni 185 gr.............. 79 98 427 kr. kg Helwa chocosticks 150 gr. kex .............. 98 158 653 kr. kg Toblerone milk 200 gr........................... 239 281 1.195 kr. kg ÞÍN VERSLUN Gildir 30. sept.–6. okt. verð nú verð áður mælie. verð Dönsk grísabógsteik............................. 592 789 592 kr. kg London lamb....................................... 1.054 1.318 1.054 kr. kg Tilda Basmati grjón 500 gr.................... 198 259 396 kr. kg Tilda sósur 6 teg. 350 gr....................... 289 359 809 kr. kg McCain kartöflubátar 750 gr. ................ 239 298 310 kr. kg Bisca Gracia kex 3 teg. 150 gr. ............. 119 158 714 kr. kg Marabou súkkulaði rúllur 78 gr.............. 89 115 1.068 kr. kg Hopla sprauturjómi 250 ml................... 169 199 676 kr. ltr. Verslanir bjóða ávexti og grænmeti á tilboðsverði  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.