Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Bikarúrslit. Norður ♠G9 ♥8543 A/AV ♦DG1082 ♣32 Vestur Austur ♠8732 ♠Á6 ♥92 ♥ÁKDG ♦ÁK53 ♦9764 ♣987 ♣DG10 Suður ♠KD1054 ♥1076 ♦– ♣ÁK654 Það er sjaldan slæmt þegar makker spilar út í lit þar sem mað- ur á fjóra efstu, en í þetta sinn var það bráðnauðsynlegt. Í bikarúrslita- leik Orkuveitu Reykjavíkur og Slát- urfélags Suðurlands hitti Sig- urbjörn Haraldsson á eina útspilið sem dugði til að bana dobluðum bút: Vestur Norður Austur Suður Sigurbjörn Sigurður Anton Hrólfur – – 2 lauf * 2 spaðar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Sigurbjörn og bróðir hans Anton voru í AV gegn Sigurði Vilhjálms- syni og Hrólfi Hjaltasyni. Opnun Antons á tveimur laufum sýndi kerfisbundið 17–19 punkta og jafna skiptingu og doblið í kjölfarið var meira til úttektar. Sigurbjörn ákvað hins vegar að freista gæfunnar í vörninni, því hann vissi að Toni bróðir átti minnst tvílit í spaða. Flestir hefðu hafið vörnina með tígulás, en Sigurbjörn valdi að koma út frá tvíspilinu í hjarta. Ant- on tók þar þrjá slagi og spilaði fjórða hjartanu. Hrólfur stakk frá með tíu og Sigurbjörn henti tveim- ur laufum í hjörtun. Hrólfur gat lít- ið annað gert en spilað ÁK í laufi, en Sigurbjörn trompaði og spilaði spaða. Anton tók á ásinn og spilaði enn spaða, sem tryggði honum sjötta slag varnarinnar á lauf. Hvað gerist ef út kemur tígulás? Sagnhafi trompar, tekur ÁK í laufi og stingur lauf. Trompar svo tígul smátt heima og aftur lauf í blind- um. Hvort sem austur yfirtrompar eða ekki, þá á sagnhafi nú átta slagi. „Takk fyrir útspilið, makker.“ (Betra er seint en aldrei.) BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 c6 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Rbd7 7. Dc2 Be7 8. e3 0-0 9. Bd3 He8 10. 0-0 Rf8 11. h3 Rg6 12. Re5 Rd7 13. Bxe7 Dxe7 14. Rxg6 hxg6 15. Hab1 Rf6 16. b4 g5 17. Hfe1 Be6 18. Bf5 Had8 19. f3 Hd6 20. a4 Bxf5 21. Dxf5 He6 22. Rd1 Rh5 23. g4 Rf4 24. Hf1 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti öldunga sem lauk fyrir skömmu á Ítalíu. Janis Klovans (2.456) hafði svart gegn Vlasta Mac- ek (2.230). 24. – Hxe3! og hvítur gafst upp enda fátt til varnar eftir 25. Rxe3 Dxe3+ 26. Kh1 De2. Klov- ans þessi er frá Lettlandi en hann var um langa hríð talinn öflugasti al- þjóðlegi meistari heims. Þegar hann var svo kominn vel á sjötugsaldur náði hann þremur áföngum að stór- meistaratitli og var útnefndur stór- meistari. Það er sjálfsagt einsdæmi að stórmeistaratignin hlotnast mönn- um með þessum hætti svo seint á lífsleiðinni. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Bækur Borgarbókasafn | Síðmorgunupplestur rit- höfunda kl. 10. Einnig á íslensku. Norræna húsið | Síðmorgunupplestur rit- höfunda kl. 11, kl. 12, og kl. 13, einnig á ís- lensku. Erindi kl. 14. Rithöfundaspjall kl. 15.30. Bókaáritanir kl. 19.30. Upplestur kl. 20. Menningardagskrá kl. 22. Leiklist Austurbær | Vodkakúrinn eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, frumsýndur kl. 20. Skemmtanir Broadway | Árlegt konukvöld Létt 96,7. Kaffi Sólon | Grænt kvöld, dj Andrés spilar. Tónlist Hitt húsið | Of Stars We Are, PAN og Dia- gon spila í Hinu húsinu kl. 20. Frítt inn. Höllin, Vestmannaeyjum | Hljómsveitin Icelandic Sound Company kl. 20.30. Norðurkjallari MH | Sveitirnar Mammút, Lada Sport og Tony the pony í MH kl. 21.15. Salurinn | Aukatónleikar Mannakorna. Tónlistarskóli Garðabæjar | Ástríður Alda Sigurðardóttir á hádegistónleikum kl. 12.15. Traffik | Kristbjörg Kari og Björn Árnason. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði, útskurður kl.13– 16.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8–14.30 böðun, kl. 9–16 vinnustofan opin, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl.13– 16 bókband, kl. 9–17 fótaaðgerð. Bridsdeild FEBK Gullsmára | Eldri borg- arar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu– og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–11 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað kl. 9, blöðin, rabb, kaffi á könnuni, videó krókur. Pútt og billjard salirnir opnir frá kl. 9 til 16, leikfimi kl. 11.20, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Stafganga kl. 11 undir leiðsögn Halldórs Hreinssonar, brids kl. 13, námskeið í framsögn kl. 16.15, félagsvist kl. 20. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gler- málun kl. 9, spænska 400 kl. 11, karla- leikfimi og málun kl. 13, trésmíði kl. 13.30, opið í Garðabergi kl. 13–17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgi- stund, sr. Svavar Stefánsson, frá hádegi spilasalurinn opinn, kl. 12.30 myndlist, kl. 12.30 fjölbreytt föndur, s.s. trémálun. Á morgun kl. 10.30 ganga um Elliðaárdalinn. Furugerði 1 | Kl. 9 aðstoð við böðun, handavinna, smíðar og útskurður, kl. 13, sagan. Á morgun, kvenfatasala kl. 13.30. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag- blöðin, almenn handavinna, bútasaumur, perlusaumur, kortagerð, hjúkr.fræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58, | Opin vinnustofa kl. 9–13, bútasaumur, boccia kl. 10–11, hann- yrðir kl. 13–16.30. félagsvist kl. 13.30, kaffi- veitingar, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Opin vinnustofa og námskeið í glerskurði kl. 9–16, leikfimi kl. 10–11, hárgreiðsla kl. 9–12, böðun kl. 9–16. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur verður í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58– 60 í dag og hefst kl. 16 með kaffi. Fund- urinn er í umsjá Valgerðar Gísladóttur. Norðurbrún 1 | Kl. 9 leirnámskeið, kl. 9 op- in vinnustofa, kl. 10 ganga, kl. 13 leir- námskeið, kl. 15 kaffi. Sviðaveisla kl. 18.30. Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Skák í kvöld kl. 19.30 í félags- heimilinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband og pennasaumur kl. 9, morgun- stund kl. 10.30, handmennt almenn kl. 9– 16, boccia kl. 10, glerskurður og bridge frjálst kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Opið hús kl. 13.30. Fundir Stokkseyringafélagið í Reykjavík | Aðal- fundur sunnud. 3. okt. í Sóltúni 20, kl. 15. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Áskirkja | Opið hús kl. 14 til 17 í dag. Sam- söngur undir stjórn organista. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Kl. 14–17. TTT– starfið, samvera kl. 17 til 18 í dag. Söngur og gleði. Öll tíu til tólf ára börn velkomin. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12 Nánari uppl á www.kirkja.is. 12 sporin. Kynningarfundur kl. 20. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi I.A.K. kl 11.15. Bænastund kl. 12.10. Grensáskirkja | Hversdagsmessur eru hvert fimmtudagskvöld í Grensáskirkju. Frá kl. 18.15 er hægt að fá léttan kvöldverð í safnaðarheimili kirkjunnar. Kl. 19 hefst guðsþjónusta með léttu sniði. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. KFUM og KFUK | Mót í Vindáshlíð fös. til sun. Nánari uppl. í s. 588 8899. Langholtskirkja | Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Spjall, heitt á könn- unni. Söngstund. Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrðarstund í há- degi. Að samveru lokinni býðst léttur máls- verður í safnaðarheimilinu. Kl. 17.30 KMS (Kristur, menning, sköpun fyrir 15–18 ára unglinga) Í samvinnu við Miðborgarstarf KFUM & K. o.fl. Uppl. í s. 588 9422. Neskirkja | Vetrarstarf eldri borgara hefst með Þingvallaferð lau. 2. okt. Lagt af stað frá Neskirkju kl. 13. Skráning í s. 511 1560. Víðistaðakirkja | Foreldrastund í dag kl. 13. Námskeið Heilsustofnun NLFÍ | Heilsustofnun NLFÍ heldur næsta námskeið gegn reykingum vikuna 17. til 23. okt. nk. Nánari upplýs- ingar hjá bee@hnlfi.is eða beidni@hnlfi.is. Hótel Holt | Námskeiðið Að njóta leiklistar fer af stað tíunda árið í röð, þriðjudagana 5. og 12. okt. nk. milli 20 og 22. Skráning er hjá Geirlaugu Þorvaldsdóttur, s. 8993746 eða á geirlaugth@yahoo.com. Fyrirlestrar Hátíðarsalur HÍ| Kl. 16 fjallar dr. Helga Jónsdóttir um rannsóknir á hjúkrun full- orðinna, langveikra sjúklinga. Íþróttir Gufunesbær | Fyrsta Íslandsmótið í folfi 2. okt. kl. 10. Keppt við Gufunesbæ. Staður og stund http.//www.mbl.is/sos 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 fantur, 8 gufa, 9 húsgögn, 10 ætt, 11 muldra, 13 tjóns, 15 fótaburðar, 18 ásjóna, 21 ástfólgin, 22 daufa, 23 súrefnið, 24 fljótráður maður. Lóðrétt | 2 stækju, 3 bar- efla, 4 í vafa, 5 endast til, 6 ferming, 7 höfuðfat, 12 dráttur, 14 glöð, 15 handtaka, 16 brúkið, 17 hávaði, 18 önug, 19 bleyðu, 20 nöldra. Lausn síðustu krossgátu Lárétt |1 þruma, 4 fólks, 7 urgur, 8 náðar, 9 agn, 11 lært, 13 ógeð, 14 óðals, 15 þröm, 17 afls, 20 man, 22 gedda, 23 eldur, 24 ræður, 25 teinn. Lóðrétt | 1 þrugl, 2 uggur, 3 akra, 4 fönn, 5 liðug, 6 sárin, 10 glata, 12 tóm, 13 ósa, 15 þægur, 16 önduð, 18 fæddi, 19 súran, 20 maur, 21 nekt.  DJASSHÁTÍÐ Reykjavíkur var sett í gær með tónlistarveislu að vanda, en eyrnakonfekt- ið rann vel niður hlustir viðstaddra. Eftir það héldu djassunnendur niður á Kaffi Reykja- vík, þar sem mikil djassdagskrá stendur yfir næstu daga. Í kvöld klukkan 20.30 leikur Latínjazzkvintett Rodriguez-bræðra á Hótel Borg, en klukkan 22.30 leikur sveitin Bin- ary Orchid á Kaffi Reykjavík. Þá eru einnig djassviðburðir á Café Rosenberg og Póst- barnum í kvöld kl. 23. Djasshátíðin í fullri sveiflu Morgunblaðið/Golli Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki gleyma að vinna vel og mikið til að styrkja heimilisstöðuna. Það er mikil- vægt fyrir þig að hafa akkeri í lífinu. Þér verður að líða vel með heimilið þitt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hagræddu eignum þínum nú, því þú munt líklega skipta um vinnu eða heim- ili. Þú ert að leggja lokahöndina á nýtt líf sem þú hefur verið að vinna að frá 1999. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Haltu áfram að íhuga vandlega hvað þú vilt gera í sambandi við tekjuöflun. Þú verður að hafa vissan tekju- og eigna- grunn til að byggja á. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Seinasta ár hefur verið allt annað líf. Jafnvel fatastíllinn þinn og sjálfsmyndin hafa breyst. Treystu þinni innri rödd. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur verið að brjóta niður margt í lífi þínu frá um 1990, en nú er kominn tími til að hætta því. Slappaðu af og leyfðu hlutunum að gerast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er tími til að breikka líf þitt og bæta við umhyggju fyrir öðrum. Athugaðu hvar þú getur orðið öðrum en sjálfum þér að liði. Hafðu áhrif á heiminn! Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er mjög áhrifaríkur tími í lífi þínu. Það er augljóst fyrir þér hvaða hlutir ganga upp, og hvað virkar ekki. Þú þarft kjark til að ákveða hverju skal halda og hvað skal burt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ferðalög og frekara nám geta hjálpað þér að koma einhverju til skila á næstu árum. Gerðu eins vel og þú getur núna. Það sem þú leggur núna af mörkum, mun skila árangri 2005–2006. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef fólk hefur hjálpað þér minna undan- farið, skaltu ekki hafa áhyggjur – það mun breytast á næsta ári. Þá munu fé- lagar og aðrir færa þér ýmislegt gott. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Mörg ykkar eru að endurskoða samstarf þessa dagana. Aðrir að ganga út úr fyrir- tækjum og félögum. Athugaðu hversu mikið frelsi þú þarft. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Annaðhvort er vinnan að gera útaf við þig eða þú ert að leita að nýrri vinnu á fullu. Hvort sem er þá fela atvinnumálin í sér mikla áskorun þessa dagana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Aukin ábyrgð á börnum mun kenna þér mikið núna. Þú ert að reyna að finna þína leið í lífinu og framtíðinni. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Eru bæði forvitin og fróð, ekkert fer fram hjá þeim. Þau eru frábært rannsóknar- fólk og hafa yndi af samræðum. Þau læra flest af reynslunni og trúa því að sann- leikurinn sé sagna bestur. Þau ljúka ýmsum áföngum á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.