Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 33 MINNINGAR sinni hafði afi tekið nokkra tugi mynda af okkur, en þegar hann ætl- aði að láta framkalla þær uppgötv- aði hann að hann hafði gleymt að setja filmu í myndavélina. Hann fræddi okkur um staðhætti og ör- nefni víðs vegar um land og sýndi okkur hvar hann hafði verið í vega- vinnu eða hvar þau amma höfðu verið. Það var alltaf gott leita til afa um ýmis ráð eða hjálp til dæmis í stærðfræði og hann sýndi að hún er miklu auðveldari en maður heldur. Hann hvatti okkur alltaf áfram í því sem við gerðum, hversu mikilvægt eða lítilvægt sem það var. Hann vildi líka allt fyrir okkur gera. Eitt sinn voru þeir frændur Pétur og Magnús í pössun hjá afa og hann eldaði handa þeim dýrindis hádeg- ismat. Sjálfur fór hann þó að borða á Dalbraut því hann sagðist aldrei nenna að elda sjálfur. Afi fylgdist vel með nýjungum en hann var af þeirri kynslóð sem upp- lifði mestar tækniframfarir. Það eru ekki margir á hans aldri sem hafa tileinkað sér tölvutækni eins og afi gerði. Það var ómetanlegt fyrir Kaju þegar hún bjó í útlöndum að geta skrifast á við hann í tölvupósti eða talað við hann á msn. Afi hélt sér vel og fór m.a. í sund og göngutúra á hverjum degi auk þess sem hann keyrði bíl nánast til síðasta dags. Í mörg ár voru mánu- dagskvöldin frátekin því þá fóru þeir nafnar að ganga í Heiðmörk ásamt Grétari og Þóri, vinnufélög- um úr Hitaveitunni. Við systkinin erum rík að hafa haft afa okkar svona lengi og mun- um við búa að því alla ævi. Jóhannes, Karen og Pétur Karl. Nú er Jóhannes Zoëga fallinn frá. Einn af öðrum tínast þeir burtu, menn og konur, sem ég vandist við á sokkabandsárum mínum og þótti vænt um. Hann átti til að vera smá stríðinn, en það kom þó ekki í veg fyrir að ég hændist að honum, af því að stríðnin var græskulaus og hlý: Til þess að lífga upp á augnablikið og færa okkur nær hvor öðrum. Jó- hannes var ríkulega gæddur þess- um eiginleikum innri hlýju og glettni. Hann var traustur og yf- irburðamaður á sínu sviði. Jóhannes var við nám í verkfræði í Þýskalandi og varð innlyksa þar á stríðsárunum. En Guðrún, móður- systir mín, beið hans í festum á meðan. Það þóttu því mikil og góð tíðindi þegar hann skilaði sér aftur heim. Mér finnst ég ennþá skynja þennan fögnuð og eftirvæntinguna sem ég fann hjá móður minni. Faðir minn sagði alltaf að það hefði verið það besta sem Guðrún gerði í sínu lífi að bíða eftir Jóhannesi. Móður minni tengjast líka bestu minningar mínar um Jóhannes og Guðrúnu, hversu vel þau reyndust Haraldi bróður mínum í veikindum hennar, litlum dreng og jafnaldra Tómasar. Sú vinátta og traust hélst til æviloka. Guðmundur G. Hagalín brá upp mynd af afa mínum, Benedikt Sveinssyni, þar sem hann stóð og horfði upp í heiðríkjuna. Hann sagði: Er falls ván at fornu tré. Jó- hannes hafði lifað langa ævi og bjarta og þó voru daprar stundir og erfiðleikar í lífi hans eins og ann- arra. En hann mætti þeim af ótrú- legu æðruleysi og drengskap. Í samskiptum þeirra Guðrúnar í veik- indum hennar ríkti fegurðin ein og kærleikurinn. Guð blessi minningu Jóhannesar Zoëga. Halldór Blöndal. Ég kveð Jóhannes föðurbróður minn með miklum söknuði. Hann hefur alla tíð verið einn af föstu punktunum í tilveru minni. Ég minnist heimsóknanna milli fjölskyldnanna, ferðalaganna og úti- leganna frá því að ég var barn. Seinna var svo farið árlega í nokk- urra daga veiðiferðir í Miðfjarðará í Miðfirði við Bakkaflóa, en Jóhannes hafði mjög gaman af stangveiðum og stundaði þær víða um land. Mikil gestrisni ríkti á heimili þeirra Jóhannesar og Guðrúnar Benediktsdóttur konu hans, sem lést árið 1996. Vorum við ættingj- arnir að austan alltaf velkomnir til lengri eða skemmri dvalar og naut ég þess oft og ekki síður núna á seinni árum. Jóhannes vildi gera vel við gesti sína og var snöggur að bera fram kaffi, eða mat ef svo bar undir. Stundum vissi maður ekki hvað hefði orðið af honum, en hann kom aftur að vörmu spori og hafði þá skroppið út í búð til að bæta við einni köku, eða kjöti á grillið. Jóhannes var mjög lipur og greið- vikinn og vildi allt fyrir mann gera. Ég held að varla sé hægt að hugsa sér betri frænda og er ég þakklát fyrir að hafa átt hann að. Ég var svo lánsöm að fá að hitta Jóhannes nokkrum sinnum á síðast- liðnum einum og hálfum mánuði. Í síðustu skiptin var hann kominn á sjúkrahús og var mjög veikur, en andlega hliðin var jafnheilbrigð og fyrr og alltaf stutt í gamanyrði. Kæra frændfólk, hugur minn er hjá ykkur. Steinunn R. Zoëga. Ég kallaði þau alltaf „frænku, og Jóhannes“, Guðrúnu móðursystur mína og Jóhannes Zoëga, eigin- mann hennar, en þau áttu stóran sess í lífi mínu og okkar systranna. Á kveðjustund koma góðar minn- ingar upp í hugann: Ferðir í „japp- anum“, eins og ég kallaði Willysinn hans, heimsóknir í Landsmiðjuna, útilegur, leikir og fleira. Samband þeirra hjóna var einstaklega sterkt og farsælt, sem marka má m.a. á því að á meðan Jóhannes lokaðist inni í Þýskalandi í stríðinu þar sem hann var við nám, sat frænka í festum heima í sjö ár. Guðrún systir mín fann staðgengil „Jóa kærastann hennar frænku,“ en það var og er stytta af fallegum, sviphreinum og stæltum ungum manni í lendaskýlu, en þeir sem voru heimagangar hjá afa og ömmu á Skólavörðustígnum muna sjálfsagt eftir þessari styttu. Og Jóhannes kom heim í lok stríðs- ins að vísu sviphreinn og fallegur, en ekki var hann stæltur enda hafði hann búið við þröngan kost í Þýska- landi á stríðsárunum, þótt hann hafi verið heppnari en margir aðrir vegna þess atlætis sem hann naut ásamt öðrum Íslendingum hjá Þor- björgu Jónsdóttur Schweizer, þeirri miklu heiðurskonu sem tók að sér hóp ungra Íslendinga á þessum erf- iðu tímum. Þegar heilsu frænku hrakaði stóð Jóhannes eins og klettur henni við hlið og var aðdáunarverð sú hlýja og ástúð sem þau sýndu hvort öðru þar til yfir lauk. Mér fannst Jóhann- es vera hluti af órjúfanlegri heild sem voru auk hans tvíburasysturn- ar Guðrún og Ólöf, móðir mín, ásamt Páli föður mínum. Nú er mamma ein eftir og syrgir kæran mág sinn. Þeir pabbi og Jóhannes voru miklir mátar, sem betur fer, því þær systur máttu helst ekki af hvor annarri sjá. Mikill samgangur var á milli heimilanna og það var fastur liður auk fjölskylduboðanna að vera saman til skiptis á heimilum hvor annarra á gamlárskvöld þar sem ekki mátti á milli sjá hvor þeirra félaga hafði betur í flugelda- skotum. Í Laugarásnum sló Kofoed- Hansen þó öllum við hvað ljósadýrð snerti og ekkert við því að gera nema njóta. – Þeir þykja oft sjálf- sagðir sem eru manni næstir, þess vegna verður tómleikinn og sökn- uðurinn kannski meiri þegar slíkir falla frá. Það er ljúft að eiga góðar minn- ingar um frænku og Jóhannes sem voru hvort öðru svo kær og rækt- uðu vel garðinn sinn hvort sem það voru blóm, börnin eða við systurn- ar. Anna Pálsdóttir. Kveðjur frá Orkuveitu Reykjavíkur Í dag kveðjum við hinstu kveðju mesta forustumann Hitaveitu Reykjavíkur um áratugaskeið og þann brautryðjanda sem mest og best stuðlaði að hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins og nágranna- sveitarfélaga. Jóhannes Zoëga tók við starfi hitaveitustjóra 1962 og gegndi því til ársloka 1987. Hann tók við Hitaveitu Reykja- víkur á tímamótum, en þegar hann lét af störfum var Hitaveitan stórt og öflugt fyrirtæki. Staða Hitaveitu Reykjavíkur var um tíma mjög erfið, vatnsskortur hrjáði starfsemina og einungis var hægt að tengja hluta Reykjavíkur hitaveitukerfinu. Sérstök hitaveitu- nefnd var starfandi til að leita leiða um úrbætur og var Jóhannes Zoëga þáverandi forstjóri Landssmiðjunn- ar formaður nefndarinnar árin 1958 til 1962. Jóhannes var þýskmenntaður verkfræðingur og hafði unnið við kennslu og rannsóknir á hitaaflvél- um við tækniháskólann í München að loknu námi árin 1942 – 1945. Jóhannes var mjög áhugasamur um uppbyggingu hitaveitunnar í Reykjavík og stuðlaði að lausnum með kaupum á öflugri jarðbor en áður var til hérlendis ásamt áætl- unum um mikla uppbyggingu hita- veitukerfisins. Slíkar framkvæmdir voru kostn- aðarsamar og tók Reykjavíkurborg lán hjá Alþjóðabankanum vegna þeirra. Jóhannes átti mikinn þátt í því að þessar framkvæmdir yrðu lánshæfar, en það var ekki sjálfsagt mál á þeim tíma. Lántökunni fylgdi skilyrði bank- ans um ákveðna arðsemi og að einn maður bæri ábyrgð á rekstri veit- unnar. Í framhaldi var Jóhannes ráðinn hitaveitustjóri og tók málin engum vettlingatökum. Umfangsmiklar boranir skiluðu það miklu vatni að hægt var að hita- veituvæða alla Reykjavík og gera auk þess samninga við Kópavog, Hafnarfjörð og Garðabæ um hita- veitu. Þetta þrekvirki hefur án efa verið ein mesta kjarabót sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa fengið og raunar alls landsins því gjaldeyr- irinn sem skapast á hverju ári við það að þurfa ekki að kaupa þau 370 þús. tonn af olíu sem færu í að hita upp höfuðborgarsvæðið kemur landsmönnum öllum til góða. Jörðin Nesjavellir ásamt jarð- hitaréttindum var keypt árið 1964 og háhitasvæðið þar rannsakað af kostgæfni. Þegar Jóhannes lét af störfum var bygging Nesjavalla- virkjunar komin í fullan gang og eins bygging Perlunnar á Öskuhlíð sem Jóhannesi var falið að sjá um og var hann verkefnisstjóri þeirra framkvæmdar þar til henni var lok- ið. Allar þessar framkvæmdir voru umdeildar á sínum tíma, eins og flest mannanna verk, en Jóhannes barðist ætíð fyrir því sem hann taldi réttast og sýndi þá fyrirhyggju sem einkenndi hann í öllum hans störf- um. Eftir að Jóhannes lét af störfum fylgdist hann vel með málefnum hitaveitunnar og sérstaklega var hann áhugasamur um háhitasvæðið á Nesjavöllum. Eins og jafnan var hann stórhuga um orkuvinnslu en vildi þó fara að öllu með gát enda horfði hann jafnan áratugi fram í tímann. Það var honum mikið gleði- efni að sjá hversu öflugt jarðhita- svæðið á Nesjavöllum er og hvað hans frumkvöðlastarf í orkumálum hefur skilað miklum árangri. Orkuveita Reykjavíkur þakkar innilega þann grundvöll sem Jó- hannes Zoëga skapaði okkur öllum til hagsbóta. Við vottum afkomendum Jóhann- esar, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Kveðja frá Verkfræðingafélagi Íslands Fallinn er frá heiðursmaðurinn Jóhannes Zoëga, verkfræðingur og fyrrverandi hitaveitustjóri í Reykjavík. Með honum er genginn maður sem hafði mikil og heilla- drjúg áhrif á orkumál borgarinnar og einnig víðar í þjóðfélaginu. Dugnaður og framsýni voru að- alsmerki Jóhannesar og á þeim 25 árum sem hann var hitaveitustjóri í Reykjavík óx Hitaveita Reykjavík- ur frá því að þjóna gömlum hverfum bæjarins yfir í að ná til alls höf- uðborgarsvæðisins. Nesjavallavirkjun er dæmi um verkfræðilegt áræði og stórhug Jó- hannesar Zoëga en að hans frum- kvæði var hafin borun eftir jarðgufu og byggt upp öflugt orkuver þar. Þá var hann einn af frumkvöðlum þeirrar stefnu að beina verkefnum Hitaveitunnar til utanaðkomandi aðila og nýta á þann hátt þekkingu og þjónustu verkfræðifyrirtækja og verktaka. Íslendingar eru frumkvöðlar og í fremstu röð í heiminum í dag á sviði jarðhitaverkfræði. Það er ekki síst að þakka starfi og stefnu Jóhann- esar Zoëga, fv. hitaveitustjóra. Jóhannes tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum verkfræðinga og var m.a. formaður félagsins 1976–1978. Hann var gerður að heiðursfélaga í Verkfræðingafélagi Íslands 1997. Félagið sér nú að baki einum af sín- um bestu félagsmönnum, manni sem félaginu var heiður af að hafa í sínum röðum. Að leiðarlokum eru Jóhannesi Zoëga færðar kærar þakkir fyrir framlag hans til sam- félagsins og Verkfræðingafélags Ís- lands. Börnum hans, tengdabörnum og öðrum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Steinar Friðgeirsson, formaður VFÍ. Kveðja frá Ferðafélagi Íslands Allt frá stofnun Ferðafélags Ís- lands hefur félagið notið þess að eiga ákveðinn félagskjarna meðlima sinna manna og kvenna er ávallt hafa verið reiðubúin til að leggja fé- laginu lið þegar þess var þörf. Einn þessara félaga var Jóhannes Zoëga. Jóhannes kom til starfa innan fé- lagsins uppúr 1960 og var ávallt reiðubúinn til allra starfa er til hans var leitað. Jóhannes tók til margra ára þátt í haustferðum félagsins við frágang sæluhúsanna sem voru að- allega hreingerningar og viðgerðir svo húsin væru í sem bestu ástandi eftir sumarið. Í þeim ferðum dró Jó- hannes ekki af sér og gekk í öll störf er til féllu af dugnaði. Mesta og ánægjulegasta verk hans var er hann virkjaði lindirnar í Land- mannalaugum en þar höfðu verið gerðar árangurslausar tilraunir til upphitunar skálans með hveravatni allt frá byggingu hans 1952. Þá átti hann stóran þátt í að koma hvera- hita til upphitunar á Hveravallas- kála. En þessi tvö verkefni höfðu staðið í mönnum. Jóhannes var ávallt til taks fyrir félagið er á reyndi meðan aðstæður hans leyfðu. Hann var skemmtileg- ur og vinsæll ferðafélagi og var hans saknað er hann þurfti að draga sig frá ferðalögum áður en hann óskaði sjálfur. Jóhannes var sæmdur gullmerki F.Í fyrir vel unnin störf í þágu fé- lagsins og var það fyllilega verð- skuldað. Nú þegar leiðir skilja eru honum færðar hugheilar þakkir fé- lagsins og öllu hans fólki óskað vel- farnaðar. F.h. Ferðafélags Íslands, Grétar Eiríksson.  Fleiri minningargreinar um Jóhannes Zoëga bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigríður, Jónas og Herdís Snæbjörnsbörn, Geir R. Tómasson, Sigfús A. Schopka, Karl Ómar Jónsson, Jón Óskarsson, Guðm. G. Þórarinsson, Stefán Jón og Viktor Smári. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Fannafold 140, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 21. september, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 1. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningar- sjóð Samtaka lungnasjúklinga. Eyjólfur Jónsson, Hjördís Eyjólfsdóttir, Oddur Friðriksson, Jón Eyjólfsson, Guðrún Hermannsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Magnús Þorsteinsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR (Bagga frá Þórshamri), Lindarbraut 13A, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstu- daginn 1. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Geirsson, Áslaug I. Valsdóttir, Þorsteinn Geirsson, Jóna Kristjánsdóttir, Sigurður Grétar Geirsson, Guðveig Nanna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.