Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF KAUPHLAUP! 30% afsláttur af nýjum vörum ÁÐUR NÚ BRJÓSTAHALDARI 3.790 2.653 NÁTTSERKIR 4.990 3.493 NÆRBUXUR 2.590 1.813 BOXER 3.190 2.233 NÁTTFÖT 5.990 4.193 G-STRENGUR 2.190 1.533 S M Á R A L I N D Sími 517 7007 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is HLYNUR, plexígler, ál, bakalit, kopar, skel og ryðfrítt stál eru meðal efna sem gullsmiðirnir nota sem eiga skartgripi á sýningunni sem stend- ur yfir í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Gull- smiðirnir sem koma frá Finnlandi, Ástralíu, Þýskalandi og Danmörku hafa allir sýnt verk sín áður hér á landi og víðs- vegar um heiminn. Að sögn Ófeigs Björnssonar gullsmiðs er mikill feng- ur í að fá slíka listamenn til að sýna verk sín hér á landi enda allir heims- þekktir í sínu fagi. Sýn- ingunni lýkur 6. október. Morgunblaðið/Golli Nælur: Eftir Jouni Jäppinen frá Finnlandi. Næla: Eftir Marlies Behm frá Þýskalandi. Næla: Hönnuð af Matti Mattsson frá Finnlandi. Hálsmen: Hannað af Harri Syrj- änen frá Finnlandi.  HÖNNUN | Sex erlendir gullsmiðir sýna verk sín Eyrnalokkar: Eftir Pamelu Wilson frá Ástralíu. Ál og ryðfrítt stál „HUGMYNDIN að Rökkri og rómantík spratt eiginlega þegar ég var að lesa ljóðin hennar ömmu, Guð- rúnar Jóhanns- dóttur,“ segir Guðrún Magnúsdóttir sem kynnti í síðustu viku nokkuð sem hún kall- ar Rökkur og róm- antík en hún rekur heildverslunina Berg- ís. Guðrún Jóhanns- dóttir, sem lést árið 1970, var á sínum tíma afkastamikið ljóðskáld, gaf út sex bækur og orti gjarnan um tilfinningar, sorg- ina og gleðina og trúin var henni líka hug- stætt yrkisefni. Ingibjörg, dóttir hennar, fann svo í eigum móður sinnar ýmis ljóð sem aldrei höfðu birst á prenti. Hún safnaði ljóðunum saman og valdi úr þeim í bókina Tilfinningar sem kom út fyrir nokkrum árum á vegum Soroptimistafélagsins á Seltjarn- arnesi til stuðnings foreldrum ein- hverfra barna. „Sú bók er uppsprettan að því sem við erum að gera með Rökkri og rómantík. Ljóðin hennar ömmu eiga einmitt erindi til fólks á þess- um tíma þegar hraði og streita ein- kennir líf okkar. Það er gott að gefa sér stund til að setjast niður með vini og lesa fallegt ljóð yfir kerta- ljósi og kaffibolla eða sýna samúð með fallegum orðum á prenti. Með ljóðunum höfum við svo val- ið í gjafaöskjur annað sem við á í hverju tilviki eins og til dæmis kerti og engil þegar um samúðarkveðju er að ræða og kaffi, kerti og kon- fekt þegar maður vill færa vini eitt- hvað fallegt og njóta þess með hon- um.“ Pakkarnir í Rökkri og rómantík verða tíu talsins og þar á meðal eru jólakveðja, vinarkveðja, ást- arkveðja, samúðarkveðja og kveðj- ur á ensku. „Þetta hefur verið mjög skemmti- leg undirbúningsvinna og öðruvísi en vinna mín dags daglega að því leyti að við erum að koma ljóðunum hennar ömmu á framfæri og þau lifa áfram, þrátt fyrir breytta tíma.“ Í rökkri og rómantík: Guðrún Magnúsdóttir, eig- andi Bergís, ásamt móður sinni og dóttur ljóð- skáldsins, Ingibjörgu Bergsveinsdóttur. Ljóð í gjafaöskju  FRUMLEGT | Kemur ljóðum ömmu sinnar á framfæri á nýstárlegan hátt Morgunblaðið/Golli NÝLEGA kynnti fyr- irtækið U.S: sportwear nýja og óvenjulega teg- und af skóm fyrir ung- linga. Skórnir sem um ræðir eru með silfurlit- uðum takka við hælinn og ef ýtt er á hann er hægt að lengja skó barnsins. Skótauið er þannig úr garði gert að það er með nokkurs konar harmonikku milli hæls og táar sem hægt er síðan að strekkja úr eftir því sem teygist úr fæti táningsins.  NÝTT Hagkvæmt: Ýtt er á takka og þá er hægt að teygja úr skónum. Reuters Hægt að stækka skóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.