Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 48
Kalli Bjarni hafði frækilegan sig-ur í fyrstu íslensku Stjörnuleit-inni („Idol“) sem lauk um miðj-an janúar á þessu ári. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi tekið þessari keppni opnum örmum og um nokkurra vikna skeið var hún á allra vörum. Eftir keppni gerði Kalli fólki það ljóst að hann hygðist nýta sér þetta tækifæri til fulln- ustu. Hann hafði verið að stússast í bönd- um á árum áður, hafði spilað lítið eitt á pöbbum og átti meira að segja nokkur frumsamin lög í fórum sínum. Kalli hefur líka að sönnu sætt lagi í framhaldinu og hefur verið giska áberandi síðan Stjörnuleitinni var slitið (sem byrjar á nýjan leik á morgun, föstudag, á Stöð 2). Hann hefur enda ekki unnið handtak síðan hann sigraði keppnina að eigin sögn, þ.e. hefur enga verklega vinnu stundað eins og hann orðar það brosandi. Kalli, sem heitir Karl Bjarni Guðmundsson fullu nafni og starfaði áður sem sjómaður í Grindavík, er staðráðinn í að gera tónlist- ina að atvinnu sinni og platan nýútkomna er fyrsta stóra varðan á þeirri leið. Enska eða íslenska Kalli segir það hafa verið einkar lær- dómsríkt að gera plötuna en upp- tökustjórnandi var Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. „Hann náði öllu úr mér. Ég bætti mig til muna í upptökuferlinu sem söngvari. Ég finn ekki fyrir neinni stöðnun, er enn á flugi upp á við og það er gott.“ Platan er tíu laga og inniheldur lög eftir Roland Hartwell (sem samdi sumarsmell Kalla, „Gleðitímar“, sem er meðal þeirra laga sem prýða plötuna), Þorvald Bjarna Þorvaldsson, Friðrik Karlsson, Vigni Snæ Vigfússon úr Íra- fári, Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson. Kalli á sjálfur tvö lög. Texta eiga Stefán Hilmarsson, Kristján Hreinsson, Friðrik Sturluson og Andrea Gylfadóttir en Kalli semur textana sjálfur við sín lög. Allir eru þeir á íslensku, eitt- hvað sem hann var síðastur til að samþykkja að eigin sögn. „Ég söng alltaf á ensku í gamla daga og var hræddur um að ég myndi ekki ná nógu mikilli tilfinningu á íslensku. Svo fór ég að gefa þessu meira tækifæri og þetta fór fyrst að ganga þeg- ar ég slakaði bara aðeins á. Þá fór þetta að rúlla.“ Hvernig er að stíga út úr stjörnuleitarímynd- inni og verða einfaldlega söngvarinn Kalli Bjarni? „Mér finnst þetta vera eðlilegt framhald og ég hef fulla trú á því að það eigi eftir að ganga eftir. Stjörnuleitin hefur ekki verið dragbítur á mig, það var jú hún sem gerði mér það kleift að komast þetta langt. Fólk sagði mig reyndar ruglaðan á sínum tíma að ætla að taka þátt í þessari „karókíkeppni“ eins og það var orðað!“ Þú tókst sannarlega áhættu með þessu var það ekki? Það var enginn ríkur pabbi til að bakka þig upp ef allt færi í handaskolum … „Ég hefði aldrei getað fyrirgefið mér að taka ekki þátt. Þetta var gríðarlega erfitt og ég ákvað að líta á þetta eins og Ólympíukeppni. Konan tók alfarið að sér heimilishaldið á meðan og var eins og klettur í brimsköflum. Við erum með þrjú börn á framfæri og á tímabili þurfi ég að láta skrifa hjá mér mjólkina í kaupfélaginu! Þetta var áhætta, svo sannarlega.“ 100% einbeiting Hvernig er að koma nánast blautur á bak við eyrun inn í þennan „bransa“? „Ég var dálítið hræddur í fyrstu við að að vera hent svona beint út í hringiðuna. Maður er í raun að svindla sér inn bakdyramegin. Ég var að tala við Vigga (Vigni í Írafári) sem spilaði í þrjú ár launalaust svo gott sem. En ég hef auð- vitað þurft að halda á spöðunum, það var í mínu valdi hvað ég gerði við þetta dæmi.“ Lög plötunnar eru mörg hver „stór“ og dramatísk, með hæðum og lægðum, og reyna rækilega á raddsvið Kalla. „Sérstaklega eru lögin hans Rolands þann- ig,“ segir Kalli. „Þau eru engan veginn hefð- bundin.“ Roland þessi er starfandi með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, leikur þar á fiðlu en hefur verið umsvifamikill í poppgeiranum að und- anförnu. Tvö lög Kalla heita „Þúsundfalt“ og „Til Kidda“. „Það sem mér fannst mikilvægast var að finna það að lögin mín fengju sömu meðferð og hin lögin,“ segir hann. „Það var ekki verið að gera mér greiða með því að hafa þau með eða að þetta væri einhver aumingjagóðmennska. Þau fóru inn á sínum forsendum. Síðara lagið, „Til Kidda“ fjallar um vin minn sem var með mér í hljómsveitastússinu í gamla daga. Hann náði því miður ekki að loka dyrum fortíðarinnar, sökk dýpra og dýpra og svipti sig að lokum lífi. Við félagarnir ræddum stundum um það okkar á milli að það væri gaman að gefa út plötu. Ég segi því á einum stað í textanum að nú vanti bara hann. Gítarsólóið í laginu er eftir Grétar Lárus Matthíasson vin minn og félaga en hann var með mér í gegnum alla Stjörnuleit- ina og er jafnframt í bandinu mínu.“ En hversu mikið varst þú innviklaður í vinn- una við plötuna? „Ég var með í öllum ákvarðanatökum. Ég, Eiður (Arnarson hjá Skífunni) og Þorvaldur tókum fund strax í upphafi þar sem ég spurði einfaldlega hversu mikið ég kæmi að þessu, enda hafði ég ekkert vit á þessum málum. Svo þegar öll spil voru uppi á borðum var auðveld- ara að einbeita sér 100% að því að landa þessu verkefni. Maður var grænn í byrjun en þetta gekk æ betur eftir því sem á leið. Það er líka þægilegt að vinna með Þorvaldi að því leytinu til að hann segir bara hreint út hvort hlutirnir ganga eða ekki.“ Engin pressa Að mörgu leyti er Kalli tákn fyrir „venju- lega“ Íslendinginn sem brýst áfram af einurð og dugnaði til metorða, hugmynd sem íslenska þjóðin er einkar upptekin af. Kalli er enda heimsfrægur á Íslandi og í miðju viðtali, sem fer fór fram á veitingahúsi í bænum, ryðjast krakkar að borðinu og biðja um eiginhand- aráritun. Kalli veitir þær góðfúslega og er sýni- lega vanur svona atgangi. En er ekki pressa að vera að gefa út sína fyrstu plötu, þegar orðinn þjóðþekktur? Kalli er ekki á því. „Það er bara gaman. Ég finn ekki fyrir óþægilegri pressu,“ svarar hann þess í stað glaðbeittur. Þú virðist keppnismaður mikill … „Já, en svoleiðis hefur það ekki alltaf verið. Það var maður með mér á sjó, Haraldur Leifs- son sem er fyrrum atvinnumaður í körfubolta. Hann þjálfaði mig í lyftingum og kenndi mér af- skaplega mikið um keppnisskap og viðhorf til þess. Eitt sinn nennti ég ekki að æfa og þá neit- aði hann að þjálfa mig það sem eftir lifði af túrnum. Það er þetta viðhorf, að ef maður ætlar að gera eitthvað þá gerir maður það upp í topp. Þetta tók ég t.d. með mér sem nesti í Stjörnu- leitina.“ Kalli Bjarni kemur þannig fyrir sem einkar ákveðinn maður, hann ætlar að fara alla leið, a.m.k. mun hann gera allt sem í hans valdi stendur til að koma sér þangað. „Ég ætla að gera þetta að minni atvinnu og þá er um að gera að hafa allar klær úti. Ég sé fyrir mér að vera með bandið mitt á stærri tón- leikum en svo ætla að ég halda úti tríó fyrir minni tónleika. Þetta er búið að vera bæði gam- an og erfitt. Þetta er miklu stærra dæmi en ég gerði mér grein fyrir í byrjun. En þetta er draumur sem er að rætast og mér finnst platan vera að ganga upp. Nú fer ég af stað með band- ið mitt til að fylgja þessu eftir því það er komið að því að standa á eigin fótum og skilja Stjörnu- leitina við sig.“ Tónlist | Kalli Bjarni gefur út sína fyrstu plötu í dag Hinn alíslenski drengur, Kalli Bjarni: „…á tímabili þurfti ég að láta skrifa hjá mér mjólkina í kaupfélaginu. Þetta var áhætta, svo sannarlega.“ Fyrsta „stóra“ plata haustsins, samnefnd skífa stjörnuleit- arkappans Kalla Bjarna kemur út í dag. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Kalla um þá rennireið sem síðasta ár hefur verið. U pp í to pp U pp í to pp arnart@mbl.is 48 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. b.i. 16 ára. S.V. Mbl.  HP. Kvikmynd- ir.com  Kvikmyndir.is  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 . Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i 14 ára. Sýnd kl. 8. B.i 16 ára.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið Tom Hanks Catherine Zeta Jonest ri Z t J s KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. TOM CRUISE JAMIE FOXX COLLATERAL Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat COLLATERAL TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ein steiktasta grínmynd ársins EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6.  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  H.I. Mbl.  Ó.Ó.H. DV S.G. Mbl. Ó.H.T. Rás 2  Sýnd kl. 10.40. Sýnd kl. 6. Before sunset

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.