Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 8
m8 FISKBÚÐIN HAFBERG – Fiskbúð sælkerans –i l FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44 - Sími 588 8686 Er tíminn á þrotum? Ferskir og safaríkir fiskréttir tilbúnir í ofninn á augabragði Humar - risahörpuskel - rækjur Ferskleiki og fagmennska í fyrirrúmi rs ir s f rí ir fis r ttir til ir í f i r i r - ris r s l - r j r rs l i i f s í f rirr i Velkomin!l i KÓKOSSÚPA MEÐ BLÓMKÁLI 1/2 dós kókos mjólk (400 ml) 1 dós niðursoðnir tómatar (400 ml) 100 g rauðar linsur 50 g engifer rifið eða fínt saxað 1 stk hvítlaukur gylltur 1 stk laukur skorinn í sneiðar 1 stk blómkál skorið í hæfilega bita salt og pipar 1 stk chili pipar - má sleppa timjan, lárviðarlauf, turmerik söxuð ítölsk steinselja ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA Hvítlaukur er gylltur í potti þar til hann er orðin mjúkur. Laukur er svitaður og engifer, chili, timjan og lárviðarlauf er sett út í. Tómatar eru maukaðir og settir í ásamt kókos og vatni. Linsum og hvít- lauk er bætt út í og soðið í u.þ.b. 20 mínútur. Smakkað til og blómkál sett út í í lokin. Veitingastaðurinn Á næstu grösum er fastur punktur hjá mörgum þeim sem kunna að meta matreiðslu þar sem grænmeti, baunir og ýmsar jurtir eru helstu hrá- efni. Stefna veitingastaðarins hefur verið að nota sem best hráefni, helst lífrænt ræktað og matreiða það á þann veg að næringarefni og vítamín glatist ekki. Ekki er notaður sykur eða ger og krydd eru höfð eins hrein og unnt er. Ómissandi er brauðið sem fylgir matnum, einstaklega bragðgott með hummus eða chutney sem boðið er upp á – prófið endilega fíkjumaukið sem er einstaklega ljúffengt. Matseðil vikunnar sem er ævinlega mjög girnilegur, má sjá á slóðinni www.anaestugrosum.is. Hægt er að taka mat með sér heim og veitingastaðurinn býður einnig upp á veisluþjónustu. Sæmundur Kristjánsson, veitingamaður á Á næstu grösum mun í vetur miðla af fróðleik sínum á tveimur námskeiðum sem haldin verða 19. október og 2. nóv- ember í Hússtjórnarskólanum. Farið verður í matreiðslu á grænmeti og baunum, hráefnið, hugtökin og aðferðirnar. Hvort námskeið er einn dagur og lýkur með sameiginlegu borðhaldi. (Skráning í s. 552 8410). Hér er uppskrift af gómsætri súpu sem Á næstu grösum bauð upp á einn laugardag í sumar á útimark- aðnum Mosskógum í Mosfellsdal. Hér hittir ramm- íslenskt blómkál fyrir suðræna kókoshnetu í súpu sem hitar að innan fyrir haustið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.