Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 11
m11 LAMBALÆRI MEÐ FERSKU KRYDDI OG KARTÖFLUM Lambalæri, hreinsað og þerrað 4-5 hvítlauksgeirar handfylli af rósmarín handfylli af timían handfylli af óregano ólífuolía Maldon sjávarsalt nýmalaður svartur pipar nýjar kartöflur, skipt í fjóra hluta Hreinsið og þerrið lærið og nudd- ið síðan olíu á það og kryddið vel með salti og pipar. Nuddið salt- inu vel og vandlega inn í kjötið. Skerið í kjötið og stingið hvítlauks- geirum ásamt rósmarín ofan í sár- in. Leggið afganginn af kryddinu á lærið og þrýstið vel niður. Leggið í ofnskúffu. Bakið við 180 gráður, notið kjötmæli til að fylgjast með steikingunni. Þegar 35 mínútur eru eftir leggið þá kartöflur í ofnskúffuna. Saltið þær með grófu salti og bakið þar til lærið er tilbúið. Það kemur ótrúlega yndislegt bragð af kart- öflunum þegar þær hafa mallað í kjötsafanum. Berið fram með fersku klettasalati og góðu brauði. LAMBASKANKAR MEÐ TÓMATSÓSU OG PASTA 3 dósir niðursoðnir tómatar 1/2 bolli ólífuolía 4 myndarlegir skankar (450 g stykkið) 4 hvítlauksgeirar 1 gulur laukur, niðurskorinn 2/4 bolli gott rauðvín 3/4 bolli tómatmauk 1 þurrkaður rauður chilipipar 5 stór basilíkublöð Maukið tómatana í matvinnsluvél, og setjið í stóran pott. Látið tóm- atana malla af kátínu. Steikið skankana í heitri olíu þar til þeir eru fallega brúnir (í 15 mínút- ur) og setjið þá í pottinn. Steikið hvítlaukinn í afganginum af olíunni ásamt lauknum. Hellið rauðvíni yfir ásamt tómatmaukinu og látið malla í 15 mínútur eða svo og hrærið í með trésleif. Hellið yfir kjötið og kryddið með piparflögum. Sjóðið í 1 og 1/2 tíma og kryddið með basilíku. Berið fram með pasta. Það er eitthvað við það að sjóða niður grænmeti, maður verður einhvern veginn hin fullkomna húsmóðir, sem jú er hinn besti titill. Það er hægt að kaupa núna káta íslenska tómata og þá er bara að kaupa fulla körfu af ferskum tómötum og sjóða niður tómatsósu. Þessa sósu er hægt að setja í plastbox og frysta og það er hægt að nota hana í spagetti bolognes, á pizzuna, eða blanda henni saman við spagettí. Sósan geymist í ísskáp í 5 daga og í frysti í rúmlega þrjá mánuði. Það eina sem þarf að muna er að setja ekki basilíkum og olíuna í sósuna, það er gert þegar sósan er hituð aftur. 1 1/2 kg ferskir tómatar (eða niðursoðnir) 1 lítil gulrót, 1/4 rauðlaukur 3 hvítlauksrif 5 fersk basilíkublöð 1/2 tsk salt 3 msk ólífuolía Flysjið tómatana og fræhreinsið. Skerið tómatana í litla bita ásamt lauknum, hvítlauknum og gulrótinni. Sjóðið saman tómatana og grænmetið. Látið sjóða í 20 mínútur eða svo. Vinnið sósuna í matvinnsluvél. Sósan á að vera þykk, ef hún er of þunn þá er best að láta hana malla í 10 mínútur í viðbót. Rétt áður en sósan er borin fram er hún krydduð með basilíku og olíu. fersk tómatsósa læri, skankar & sítrónubros SIGURLAUG M. JÓNASDÓTTIR Haustið er lambakjötstíminn og stundin runnin upp fyrir skanka og læri. Nýjar kartöflur, niðursoðnar sítrónur og fersk tómatsósa er meðlæti sem passar allt jafn vel við ljúfa lambakjötið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.