Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 35
AJVAR fyrir 6-8 8-12 rauðar paprikur 4 eggaldin 1/2-3/4 bolli ólífuolía 1 stór laukur, saxaður 3 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir 1-2 msk sítrónusafi salt og pipar söxuð steinselja til skrauts Steikið paprikur og eggaldin á pönnu eða bakið í forhituðum ofni við 250 gráður þar til hýðið verður dökkt og sprungið. Setjið steikt grænmetið í pappírspoka og látið gufusjóðast í eigin hita í 10 mín. Takið hýð- i af, fræ og stilka og hendið. Maukið saman papriku og egg- aldin með gafli eða í matvinnslu- vél. Hitið 3 msk af olíu í pönnu og svitið laukinn þar til hann verður mjúkur. Bætið við hvít- lauk og steikið í 2 mínútur til við- bótar. Takið af hitanum og blandið maukinu vel saman við. Bætið olíunni út í smátt og smátt og hrærið stöðugt í þar til hún hefur öll blandast saman við. Bætið við sítrónusafa og saltið og piprið. Setjið í skál og skreyt- ið með saxaðri steinselju. Hvala baka! inn tær og sólin heit og maturinn ferskur og gómsætur. Útlendingum sem vilja kaupa sumarhús við ströndina eða á eyjunum hefur líka fjölgað mjög, enda er það mun ódýrari kostur en t.d. á Ítalíu, Spáni eða í Frakklandi. Það er ekki bara lágt verð, fallegt landslag og þægi- leg veðrátta sem heillar heldur einnig að geta upplifað and- rúmsloft og menningu sem ekki finnst framleidd á færibandi. Matarmenning strandhérað- anna ber mjög keim af ítalskri, grískri og franskri matargerð þar sem sjávarfang, ferskt grænmeti, ólífuolía, hvítlaukur og kryddjurt- ir leika stórt hlutverk og esp- resso-kaffibollinn er næstum betri en á Ítalíu. Rétti má nefna eins og spagettí eða risotto með skelfiski eða smokkfiski, men- estra grænmetis- og baunasúpu sem minnir á hina ít- ölsku min- estronisúpu, carpaccio - ör- þunnar sneiðar af reyktri skinku -, Eftir óöldina í fyrrum Júgóslavíu er Króatía eða Republika Hrvat- ska aftur orðinn vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Kannski á Dalmatíuhundurinn ekki rætur að rekja til Dalmatíuhéraðsins í Króatíu en ástæðurnar fyrir því að heimsækja landið eru örugg- lega fleiri en hundrað og ein. Til dæmis þær þúsund fallegu eyjar sem kúra meðfram strandlínu landsins. Í Króatíu búa um 4,5 milljónir manna og höfuðborgin er Zag- reb. Sunnan til þar sem landið liggur við Adríahafið má finna minjar frá Rómverjum og fen- eyskri stjórnartíð en í norðurhér- uðunum þar sem landamærin liggja m.a. að Ungverjalandi, Sló- veníu og Serbíu finnst enn andblær hins gamla austur-ungverska keis- aradæmis. Það eru einkum strandhéruð- in og eyjarnar við Adríahafið sem ferðamenn sækja til enda ríkir þar þægilegt Miðjarð- arhafsloftslag, sjór- geitaost og ólífur, sérlega góðar pizzur og ýmis konar grillað eða steikt kjöt með ajvar-mauki. Oft er kjötið, grænmetið og allt meðlæti borið fram á sama fati og síðan fær hver sér það sem honum lystir svo stemmningin verður óhátíðleg og frjálsleg. Í Króatíu og víða á Balkanskag- anum eru hverskyns grillaðir kjötréttir vinsælir og þá er ajvar oftar en ekki haft með (frb. „ævar“). Þetta er rautt bragð- sterkt mauk sem er gert úr papr- ikum, eggaldinum, lauki, hvít- lauki, olíu o.fl. Sagan segir að ajvar hafi verið ein uppistaðan í fæði hinna fornu Grikkja og hetja eins og Platóns, Aristótelesar og Alexanders mikla. Uppskerutími paprikunnar er seint á sumrin eða snemma á haustin og mörg heimili á þessum slóðum gera þá sitt eigið ajvar-mauk fyrir vetur- inn. Og hver veit, fyrst einhverjir vilja kalla Króatíu "hið nýja Tos- kana", þá er þess kannski ekki langt að bíða að ajvar verði fljót- lega komið í alla eldhússkápa landsins ásamt ítalska pestóinu? Ajvar er góður forréttur með t.d. pítabrauði eða flatbrauði, ásamt fetaosti eða sem meðlæti með grilluðu eða steiktu kjöti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.