Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 22
m22 m22m2 MINI-MATARREISA UM STOKKHÓLM Opið í ágúst-sept. alla daga kl. 11-17, í október þriðjud.- sunnud. kl. 11-16 og í nóvember föstud.- sunnud. kl. 11-16. ÖÐRUVÍSI UPPLIFUN - ROSENDALS TRÄDGÅRDSCAFÉ FRANSKI MATSALURINN Grand Hotel, Södra Blasieholmshamnen 8. Það veitinga- hús sem oftast er kosið það besta í Svíþjóð og er í hæsta gæðaflokki. Matreiðslumeist- ari hótelsins, Roland Persson, er einn þekkt- asti matreiðslumeistari Svía og hefur gefið út matreiðslubækur sem vert er að skoða. Veitingahúsið fær reglulega til sín þekkta gestakokka, einkum franska. ÖSTERMALMS SALUHALL Fallega endur- byggt markaðstorg undir þaki sem á rætur að rekja til ársins 1889. Hér er hægt að kaupa ávexti, grænmeti, blóm, fá sér pylsu eða ís og tilvalið er að bregða sér á hinn klassíska og vinsæla fiskiveitingastað, Lisa Elmquist, sem þar er til húsa. RESTAURANGEN™ Oxtorgsgatan 14. Ný hugmynd í matargerð. Réttirnir bera nafn eftir bragðinu og maður velur þrjá eða fimm og blandar sjálfur saman. Valið á víninu fer eftir hvaða réttir eru valdir. Alþjóðleg áhrif, einfaldleiki í innréttingum og gestir sem vita hvar er "in" að láta sjá sig. Eigendur eru þeir sömu og eiga Fredsgatan 12, einn mest spennandi veitingastað í Svíþjóð. STUREHOF "Hittu mig við sveppinn" segja Stokkhólmsbúar oft. Þessi stóri sveppur er strætisvagnabiðstöð við Stureplan-torg sem hefur þetta sérkennilega útlit. Hér mælir fólk sér oft mót og rétt hjá er Sturehof, veitinga- og kaffihús sem hefur verið staðurinn til að hittast á síðan það tók til starfa á fimmta ára- tugnum. Innréttingarnar og útlitið hafa hald- ið sínum sjarma. VASSA EGGEN Kungstensgatan 9. Ungur og ferskur staður, eldhúsið opið og réttirnir óvæntir. Innréttingarnar eru smart og nútímalegar eða eins og Svíarnir segja: "Kul!" BRASSERIE GODOT Grev Turegatan 36. Eitt besta "brasseríið" í Stokkhólmi. Óform- leg stemmning, góður matur, vinsæll bar. WEDHOLMS FISK Nybrokajen 17. Fiskur í öllum sínum myndum. Tilgerðarlaus mat- reiðsla þar sem hráefnið fær að njóta sín, næstum japanskt í einfaldleika sínum. KB Smålandsgatan 7. Veitingahús sem er þekkt fyrir hefðbundinn heimilismat og bóhemískt andrúmsloft. HÓTEL BIRGER JARL Tulegata 8. Eftir lík- amsræktina og gufubað er sérlega endur- nærandi að gæða sér á fersku og vel úti- látnu morgunverðarhlaðborðinu. HALV GREK PLUS TURK Jungfrugatan 33. Eins og nafnið bendir til er hér boðið upp á grísk–tyrkneskan mat og ekki spillir að verð- ið er hóflegt og þjónustan góð. SOPHIES’S Biblioteksgatan 5. Ítalskur matur á góðu verði, nútímalegur staður og miðsvæðis. KÄLLEREN DIANA Brunnsgränd 2, ekki langt frá Stortorget. Sjarmerandi veitingahús í kjallara frá 18. öld sem eitt sinn var notaður sem kartöflugeymsla. Óhætt er að mæla með hreindýrakjötinu sem er sérréttur húss- ins. Um helgar er öruggara að panta borð fyrirfram. VEITINGASTAÐIR www.rosendalstradgard.com Mjög sérstakt og skemmtilegt veitingahús sem er líka gróðurhús, bakarí og verslun. Áhersl- an er lögð á hið lífræna og náttúruvæna - græn- meti og ávextir ræktuð á staðnum, mjölið lífrænt og sérvalið og brauðið. bakað í risastórum stein- ofni. Síðan má kaupa grænmeti, ávexti, blóm, kryddblöndur, te, sultur og hvaðeina sem útbúið hefur verið á staðnum og sælkeraolíur og edik frá Ítalíu og Spáni. Hér eru haldin námskeið, fyrir- lestrar og sýningar. Hrökkbrauð, auðvitað. Það er sérstök upplifun að fara á Saluhall mark- aðinn á Östermalms- torgi þar sem borðin svigna undan öllum mögulegum matarteg- undum og hrökkbrauði. Látið þreytuna líða úr ykkur eftir verslunarráp og skoðunarferðir og fáið ykkur sæti á einu af hinum fjöldamörgu konditorium Stokkhólms, til dæmis í Drottningar- götu, og gæðið ykkur á gómsætri Prinsessutertu. Frábært útsýni yfir borg- ina er úr sjónvarps- turninum Kaknästornet (Mörka Kroken 28-30) og í veitingasalnum á efstu hægt er hægt að fá sér Roraka - kartöflur með hrognum og sýrð- um rjóma - eða kannski smurbrauð og kaffi og bregða sér svo á eftir í minjagripabúðina. ÞRENNT ÆTTU ALLIR AÐ PRÓFA SEM KOMA TIL STOKKHÓLMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.