Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 14
m14 MELÓNUSALAT 500 g melónur, ýmsar tegundir 1 dl kókosmjólk 1/2 spánskur pipar 1 msk ferskt kóriander 2 vorlaukar 1 límóna/sítróna, safi og hýði 1 msk saltaðar jarðhnetur Melónurnar skornar í teninga. Kryddi blandað saman við kókos- mjólkina. Hellt yfir melónubitana og hnetunum stráð yfir. KÓKOSHRÍSGRJÓN OG STEIKT GRÆNMETI 1 dl kókosmjöl 2 msk smjör 2 dl jasminhrísgrjón 1 grænmetisteningur 4 dl vatn 1 dl sýrður rjómi 400 g grænmeti s.s. spergilkál, gulrætur, sykurbaunir, blaðlauk- ur, og það sem hvern lystir. 1 msk rifin engiferrót 1/2 tsk salt baunaspírur eða salat Kókosmjölið er brúnað í smjörinu í potti. Hrísgrjónunum er bætt í ásamt grænmetisteningnum og vatninu. Soðið í 10 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru mjúk. Sýrða rjómanum hrært saman við. Steikið grænmetið í smjöri eða olíu. Kryddið með engiferrótinni og saltinu. Borið fram með hrís- grjónunum. GULRÆTUR MEÐ RÓSMARIN 30 g smjör 1 rauðlaukur í sneiðum 1 kg gulrætur skornar niður í strimla 1 msk rósmarín 5 msk sýrður rjómi eða hrein jógúrt salt og pipar 1 msk söxuð steinselja (Bætið smávatni í ef þörf krefur) Smjörið brætt í potti og lauki, gul- rótum og rósmarín bætt í. Setjið lok á pottinn og látið sjóða við vægan hita í eigin soði þar til gul- ræturnar eru orðnar mjúkar. Þá er sýrða rjómanum eða jógúrtinu bætt í. Steinselju stráð yfir. GRILLAÐIR TÓMATAR MEÐ BAUNASALATI 20 kokteiltómatar 3 msk ólífuolía 400 g cannellinibaunir eða aðrar baunir (þurrkaðar eða niður- soðnar) 1 lítill hakkaður rauðlaukur 1 hvítlauksrif 2 msk söxuð steinselja 3 msk ólífuolía safi úr 1/2 sítrónu salt og pipar Tómatarnir settir í ofnfast mót og olíu hellt yfir . Grillað í ofni við 200 gráður í 5-8 mínútur. Hýðið springur þá og tómatarnir verða sætir. Blandið saman baunum, rauðlauk, hvítlauk, steinselju, ólífuolíu og sítrónusafa. Saltið og piprið. er um að gera að borða eins mikið af þessu fína ferska íslenska grænmeti sem er á boðstólum núna og byggja sig upp fyrir veturinn. Allt sem er grænt er svo vænt, og þessi matarmiklu salöt eru bæði holl og gómsæt. nú 1 2 3 4 & salathrúgur hollustu- diskar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.