Morgunblaðið - 13.09.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 13.09.2003, Síða 29
RAMMÍSLENSK RIFSBERJASULTA 1 l vel þroskuð rifsber með stilk- um (það er hleypir í stilkunum) 800 g sykur Látið sjóða þar til öll ber eru sprungin og orðin að mauki, hrær- ið í við og við. Sigtað í gegnum fínt lín (koddaver, bleyjugas eða eitthvað slíkt). Setjið á sótthreins- aðar krukkur og hafið ekki áhyggj- ur þótt sultan sé þunn, hún hleyp- ur á 1-2 sólarhringum. REYNIBERJAHLAUP Reyniber er ekki hægt að borða beint af trjánum en reyniberja- hlaup hentar vel með villtu kjöti svo sem gæsum og hreindýrum. Til að losna við ramma bragðið þurfa berin að hafa frosið eða þá að maður frystir þau áður en hlaupið er búið til. Í berjunum er náttúrulegur hleypir. 1 kg þiðin reyniber 750 g súr græn epli 1 l vatn 1 kg sykur 1 l saft Hreinsið berin og eplin. Afhýðið eplin og brytjið smátt. Sjóðið ber og epli í vatninu í 20-30 mínútur. Síið saftina (gott að nota bómull- argrisju). Blandið sykrinum saman við saftina og sjóðið í nokkrar mín- útur. Takið prufur á undirskál, kæl- ið og prófið hlaupið. Hellið hlaup- inu því næst á hreinar og sótt- hreinsaðar krukkur, lokið og herð- ið þegar það hefur kólnað. kom ektafínt rifsberjahlaup úr smiðju Gerðar Maríu Gunnarsdótt- ur. Við látum svo fylgja með upp- skrift að sígildu reyniberjahlaupi. CHILISULTA 1/2 kg paprika, rauðar og gular 5 ferskir chili pipar 2 epli (gulrauð) 1/2 kg sykur 2 tsk sultuhleypir Saxið allt hráefnið niður og setjið í pott. Það má nota hrásykur ef maður vill ekki hafa sultuna eins sæta. Soðið í mauk (tekur um 30- 40 mín.), hrærið í endrum og eins svo sykurinn brenni ekki við. Sigtið í gegnum venjulegt vírsigti. Hellið aftur í pottinn og látið suðuna koma aftur upp. Sultuhleypi hrært út í. Sett á sótthreinsaðar krukkur. úr mixtúrur eða áburð og nota við ýmsum kvillum, allt eftir eiginleik- um hverrar og einnar. Þær Hildur Rúna Hauksdóttir og Ragnhildur Kjeld búa yfir miklum fróðleik um eiginleika og hollustu íslenskra jurta og grasa og hafa í sumar selt jurtir sem þær hafa tínt og unnið sjálfar á Sveitamarkaðnum Mos- skógum, og einnig blómadropa. Áhugasamir sem vilja nálgast góð- ar jurtir og kraft úr náttúrunni geta haft samband við Hildi Rúnu í síma 552 7282 og 692 0522. KYNGIMÖGNUÐ HVÖNN Ætihvönn er bæði notuð til matar og lækninga og sem grasalyf til forna var öll jurtin notuð, ræturnar þurrkaðar, svo og blaðstilkar, lauf- ið og fræin. Algengast var að gera úr henni te eða seyði. Hún var tal- in styrkja meltingarfærin, örva meltingu, eyða spennu, losa slím og þótti einnig gefa fólki sem var að ná sér eftir erfið veikindi, þrek og kraft. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að í ætihvönn eru efni sem verka á bakteríur, veirur, sveppi og jafnvel á krabbameinsfrumur, og þar eru efni sem virðast örva ónæmiskerfið. Þessar niðurstöður staðfesta þá reynsluþekkingu lið- inna kynslóða, að ætihvönnin get- ur verið mjög virk lækningajurt. KRAFTUR ÚR JURTUM Íslensk grös og jurtir þykja ein- staklega kröftugar en fróðir menn segja að þar hafi sitt að segja hreinleiki náttúrunnar og hvað jurtirnar vaxa hægt . Virkni afurða úr íslenskum lækningajurtum hefur verið borin saman við erlendar vörur úr samskonar jurtum sem vaxa á suðlægari slóðum og hefur virkni íslenskra jurta og grasa reynst mun meiri en þeirra er- lendu. Fólk er einnig orðið opnara en áður fyrir góðum áhrifum þeirra á líkama og sál. Þær má þurrka, nota í seyði eða te, gera Dómarar bragða á sultunum. Verðlaunahafinn í sultukeppninni Ása á Hrísbrú fagnar sigri. Sigurlaug og dóttir hennar ánægðar með ferska grænmetið en margt af því rataði í súpurnar hennar Sillu , sjá upp- skriftir á s. 4-7 KEPPT Í SULTUM Á útimarkaðnum á Mosskógum í Mosfellsdal hefur verið haldin árleg sultukeppni undanfarin ár og þetta árið varði Ása á Hrísbrú titil- inn í harðvítugri keppni, en hún sigraði einnig í fyrra. Chilisultan hennar þótti standa upp úr að mati dómara en fast á hæla þess

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.