Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 25
BERJABLÁR Ber innihalda fyrst og fremst mikil- vægar trefjar og nauðsynleg vítamín og steinefni. Svo eru þau svo ein- staklega fersk og hressandi fyrir bragðlaukana. 3 dl ber að eigin vali, það má alveg nota frosin ber 1 1/2 msk síróp (maple) eða hunang Safi úr 1/2 sítrónu 2 dl sódavatn 1 dl vodki Ísmolar Setjið berin í blandara ásamt sítrón- usafanum og sírópinu, hellið sóda- vatninu í og sigtið beint í glösin. Vodkinn hrærður saman við og að síðustu eru 2-3 ísmolar settir í hvort glas. KRYDDAÐUR Þessi drykkur er sérlega hreinsandi fyrir kroppinn og eins ef kvefið er eitthvað að angra. Engiferið og hvít- laukurinn verða líka ótrúlega ljúfir í safanum og vodkanum. 1 msk rifinn engiferrót 3-4 pressuð hvítlauksrif 1 dl vodki 3 dl gulrótar- og appelsínusafi Leggið engiferið og hvítlaukinn í safann í stutta stund, sigtið í glös og hellið vodkanum í. Það má gjarnan krydda þennan drykk enn frekar með örlitlum cayennepipar, hann rífur allt í burtu sem rífa þarf. RABARBARA „MOJITO“ Rabarbarinn góði innheldur grófar trefjar, steinefni og vítamín. Engiferölinu fylgja öll hin góðu efni engifersins sem gera kroppnum svo gott. 2 vænir rabarbara stönglar 2-3 msk hunang Safi úr 1 sítrónu 3 dl vatn 3 dl engiferöl 10-15 myntublöð sódavatnsskvetta 1 dl vodki, ísmolar Skerið helminginn (rótarmegin) af báð- um rabarbarastönglunum í þunnar sneiðar og sjóðið ásamt hunangi, sítr- ónusafa og vatni, í um 15 mínútur án loks til þess að það verði dálítið sultu- kennt, kældu. Merjið myntublöð og 1 dl rabarbarabita í mortéli, hellið engiferöl- inu saman við og „sultunni“ líka, sigtið í glös. Vodkinn hrærður saman við ásamt sódavatni og að síðustu eru 2-3 ísmolar settir í hvort glas. Flott er að skreyta glasið með rabarbarastöngli sem einnig er hressilega ætur. styrkjandi haustkokkteilar ÞAÐ ER NÚ EINU SINNI ÞANNIG AÐ ÞEGAR HAUSTA TEKUR ER OFT STUTT Í KVEF OG KVERKASKÍT! Þessir drykkir eru sérstaklega hugsaðir til að styrkja ónæmiskerfið, fullir af vítamínum, steinefnum, trefjum og kryddi til að hreinsa burt óþverrann. Kokkteilar eru oft fullir af sykri og hinum ýmsu líkjörum en að þessu sinni var einungis settur vodki til hjartastyrkingar. Að sjálfsögðu má sleppa honum og setja t.d. sódavatn í staðinn. Yljum okkur nú við ljúfan kvöldrykk á köldu haustkvöldi, helst í góðum fé- lagsskap. Mælt er með því að sigta grænmeti og krydd frá, hollustan minnkar sáralítið við það en ef þú hefur allt gumsið í drykknum má segja að kominn sé kokkteilsúpa og þá þarf ekkert til að narta með. Allir drykkirnir eru hugsaðir fyrir tvo (eða einn þyrstan).U M SJ Ó N :Ó LÖ F B . G A R Ð A R SD Ó TT IR ALGJÖR RÓFA Rauðrófur eru fullar af vatnsleysaleg- um trefjum sem hægja á frásogi kol- vetna út í blóðið og blóðsykurinn sveiflast minna. Hunangið er ávaxta- sykur og edikið tefur ferð kolvetna útí blóðrásina. 2 rauðrófur 1/2 l vatn 5 þræðir saffran 1 msk hunang 1 msk balsamico edik 2 dl sódavatn 1 dl vodki Skerið rauðrófurnar í litla bita og sjóðið þær ásamt saffraninu, hunang- inu og balsamicoedikinu í 15-20 mínút- ur. Setjið í blandara og kælið. Sigtið og hellið í glösin ásamt vodkanu og sódavatninu. Það má gjarnan sjóða fleiri rauðrófur og narta í svona með- fram því sem dreypt er á. RÓSMARÍNSVALI Rósmarínkryddið hefur þá gör- áttu eiginleika að skerpa á heil- anum, eykur minni og hraða hugsunar. Pottþéttur drykkur yf- ir góðum rökræðum. 2 rósmaríngreinar 1 dl vodki 3 dl sódavatn eða sprite Látið rósmaríngreinina liggja í vodkanum í a.m.k. 15 mínútur. Hellið í glös ásamt sódavatninu eða sprite og hafið rósmarín- greinina í, þið finnið undurljúft bragð og ögrandi ilm þessa krydds sem kemur öllu af stað. PIPRAÐUR Paprikan og chilipiparinn í þessum drykk eru sérlega góð til að styrkja varnir lík- amans og innihalda mikilvæg vítamín, steinefni og önnur efni sem gera líkam- anum svo gott. Basílikum inniheldur eins og aðrar grænar kryddjurtir fullt af heilsusamlegum efnum sem hafa styrkj- andi áhrif. Tómatsafinn er að auki sér- lega hollur og fullur af jákvæðri orku. 1 rauð paprika í bitum, mýkt rólega á pönnu (án olíu) og maukuð í blandara ásamt chilipiparnum, kælt. 1 tsk saxað rauður chilipipar, takið af mjóa endanum og sleppið fræjunum 2 dl tómatsafi safi úr einni límónu 5 blöð basílika 1 dl vodki jurtasalt á glasbrúnina Stingið brúninni á „margaritu“ glasi á hvolf í vatn og síðan í salt á diski, þá fæst nett rönd sem er svo góð saman við drykkinn, saltið þannig hvern sopa. Setjið safana út í paprikumaukið, hrærið hraustlega og sigtið síðan í (sósu)könnu með stút. Setjið vodkann í og hellið nettilega í glösin. Flott að skreyta með heilum chilipipar og þeir allra hörðustu geta nartað í hann með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.