Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 37
m38 Hvar og hvenær? Undir Vínbúðir er að finna mjög aðgengilegt kort og lista með upplýsingum um allar vínbúðir fyrirtæksins og afgreiðslutíma, og mjög hentugt er að smella á hnapp sem sýnir vöruúrval hverrar vínbúðar fyrir sig. Það getur sparað manni sporin og snúninga. Þrúgur og þjóðir Einn skemmtilegasti hluti vefjarins er Fróðleikurinn, fræðandi og áhugaverður lestur um allt sem tengist vínum. Hvernig á að umhella víni? Hvernig er best að geyma rauðvín? Hvað er skylt með koníaki og hvítvíni? - hvað eina sem komið gæti upp í hugann þegar rætt er um vín er hér að finna. Berjategundum eru gerð skil, hér eru uppskriftir að ýmsum góðum fordrykkjum, sérfræðingar gefa góð ráð um rétta vínið með fínu steikinni. Hér er líka mjög yfirgripsmikið yfirlit yfir vínlönd og vínræktarhéruð og skemmtilegar og fróðlegar greinar eftir vínsérfræðingana Einar Thoroddsen og Steingrím Sigurgeirsson. Það nýjasta í búðinni: Á síðunni má líka sjá það sem vínáhugamönnum þykir oft einna mest spennandi: hvaða vín er komið í reynslusölu? Neðarlega vinstra megin á forsíðu birtist mynd af víni sem er í reynslusölu ásamt stuttri lýsingu sem hægt er að smella á og fá nánari upplýsingar. Skipt er um mynd af tegund reglulega svo hægt er að fylgjast með þeim tegundum sem eru að koma inn í reynslusölu. www.vinbud.is Leitin að rétta víninu verður auðveld og fróðleg í senn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.