Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 2

Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 2
2 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKATTAR LÆKKA Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram frumvarp um 4% lækk- un tekjuskatts einstaklinga, 8% hækkun persónuafsláttar, afnám eignarskatts og hækkun barnabóta um 2,4 milljarða. Lofa friði í S-Súdan Stjórn Súdans og uppreisnar- menn í sunnanverðu landinu undir- rituðu í gær samkomulag um að binda enda á stríð sem staðið hefur í tvo áratugi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem þess var krafist, að komið yrði á friði í suðurhlutanum og Darfur- héraði en talsmenn hjálparstofnana gagnrýna ályktunina og segja hana allt of veika. Óvenjumikið frost Frost mældist víða 15–20 stig í fyrrinótt og dæmi var um 23 stiga frost. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hefur ráðlagt fólki með öndunarerfiðleika að halda sig sem mest innandyra vegna mengunar. Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Slökkviliðs- maðurinn frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutnings- manna. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #        $         %&' ( )***                           SLÁTURFÉLAG Suðurlands og Myllan standa fyrir einstakri heimsmetstilraun í Kringlunni í dag kl. 14 þegar búin verður til stærsta pylsa í brauði sem sést hef- ur í heiminum til þessa. Núverandi met er 10,5 metrar og var sett í Pretóríu í Suður-Afríku 18. október 2003 og er stefnt að því að bæta metið um einn og hálfan metra. Til- efnið er að Heimsmetabók Guinn- ess, Guinness Book of World Re- cords, fagnar nú hálfrar aldar afmæli sínu en afmælisútgáfa bók- arinnar kemur nú út á íslensku hjá Vöku-Helgafelli. Kjötiðnaðarmenn Sláturfélagsins hafa lagt nótt við dag að búa til pylsu sem er 12 metrar og skákar því öllum pylsum sem hingað til hafa verið búnar til. Ekki aðeins er pylsan lengsta pylsa allra tíma, heldur er hún jafnframt sett ofan í lengsta pylsubrauð sem bakað hef- ur verið. Landbúnaðarráðherra tekur fyrsta bitann Metið þarf að staðfesta sam- kvæmt reglum Guinness Book of World Records og verður því pyls- an nákvæmlega mæld um leið og hún er komin í brauðið ásamt öllu meðlæti. Í brauðið fara því 12 metra lengjur af tómatsósu, sinn- epi, remúlaði, hráum lauk og steikt- um. Vottar heimsmetstilraunar- innar verða þau Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu, og mun landbúnaðarráð- herra taka fyrsta bitann af pylsunni eftir að hún hefur verið mæld og metið staðfest. Á eftir verður pyls- an skorin niður þannig að allir sem koma nógu snemma fá bita. Byrjað var að flytja pysluna frá Hvolsvelli klukkan átta í morgun í 42 feta gámi og stórum flutninga- bíl, fánum skreyttum. Komið verð- ur við hjá Myllunni og pylsubrauðið sótt en að því búnu haldið í Kringl- una þar sem atburðurinn verður undirbúinn frá opnun Kringlunnar, en klukkan 14 verður pylsunni síð- an lyft í brauðið. Heimsins lengsta pylsa í brauði Ljósmynd/Gunnhildur H. Kristjánsdóttir Kjötiðnaðarmennirnir Jón Þorsteinsson og Viktor Steingrímsson unnu við pylsuna í gær. RJÚPNANEFND hefur nú lokið fyrsta áfanga starfs síns og skilað til ráðherra hugmyndum að lagabreyt- ingum sem verða lagðar fyrir þingið og virðist sem nefndin hafi samein- ast um að leggja til sölubann á rjúpu þótt fleiri en ein tillaga hafi verið um aðra þætti. Þetta kemur fram í dagbókar- færslu Sigmars B. Haukssonar, for- manns Skotveiðifélags Íslands. „Ég verð að lýsa mikilli ánægju minni með störf nefndarinnar, eink- um það að góð sátt var í nefndinni þó að menn hefðu vitaskuld misjafnar hugmyndir. Þá náði nefndin að sam- einast um eina tillögu. Vitaskuld er þungamiðja þessarar tillögu hug- mynd okkar um sölubann á rjúpu og er afar mikilvægt að tillögur ráð- herra í þessum efnum sem byggðar eru á starfi nefndarinnar verði sam- þykktar á þingi sem fyrst. Nefndin á hins vegar eftir að vinna að hug- myndum um veiðitíma og annað slíkt þegar veiðar hefjast aftur á hausti komanda,“ skrifar Sigmar. Ingimar Sigurðsson, formaður rjúpnanefndar, segir málið nú vera í höndum ráðherra sem taki ákvörðun um það hvort hann geri tillögur nefndarinnar að sínum. Það skýrist fljótlega þar sem stefnt sé að því að kynna málið í ríkisstjórn strax í næstu viku. Ekki sé því hægt að greina frá einstökum tillögum að svo stöddu. „En það var fullur einhugur í nefndinni um tillögurnar.“ Rjúpnanefnd skilar ráðherra tillögum Leggja til sölu- bann á rjúpu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Annþór Kristján Karls- son í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás gegn rúmlega tvítugum manni í apríl 2003. Félagi Annþórs sem tók þátt í árás- inni, Ólafur Valtýr Rögnvaldsson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt. Báðir eiga ákærðu að baki nokk- urn sakaferil og rufu skilorð að þessu sinni vegna fyrri dóma. Þeir viðurkenndu báðir að hafa fengið beiðni frá leigusala á Skóla- vörðustíg um að hafa afskipti af leigutaka sem endaði með miklum misþyrmingum. Annþór viðurkenndi að hafa lamið leigjandann með tré- kylfu en neitaði að hafa handleggs- brotið hann eins og hann var sakaður um. Leigjandinn hlaut fleiri áverka m.a. í andliti og á fótum. Ólafur við- urkenndi að hafa kastað keramik- diski í manninn með þeim afleiðing- um að undan blæddi. Vitni að atlögunni sagði að Annþór hefði bar- ið manninn með kylfunni, bæði með því að ganga að honum inni í íbúðinni sem og inni í svefnherbergi þar sem hann var lagstur upp í rúm. Fórn- arlambið breytti framburði sínum fyrir dómi á þann veg m.a. að hann hefði ekki handleggsbrotnað í árás- inni og gerði þannig minna úr árás- inni en lýst var í ákæru. Sagðist hann hafa handleggsbrotnað við að detta í stiga fyrr um daginn. Héraðsdómur taldi þetta ótrúverðugt og gerði ákærðu ábyrga fyrir handleggs- brotinu. Dómurinn taldi afbrot ákærðu al- varleg og ófyrirleitin. Hvað Annþór snerti var horft til þess að hann hefði veist að leigjandanum að beiðni þriðja aðila með hrottafengnum hætti og valdið honum umtalsverðu líkamstjóni. Hefði hann ráðist í för- ina við þriðja mann og staðið að at- lögunni með ofurefli liðs þar sem leigjandinn stóð höllum fæti vegna meiðsla í kjölfar umferðarslyss. Lýs- ir slík atlaga miskunnarleysi að mati dómsins. Málið dæmdi Símon Sigvaldason héraðsdómari. Einar Þór Sverrisson hdl. flutti málið fyrir Annþór og Hilmar Ingimundarson hrl. fyrir Ólaf. Sækjandi var Katrín Hilmars- dóttir, fulltrúi Lögreglustjórans í Reykjavík. Handrukkarar dæmdir í fangelsi fyrir gróf ofbeldisbrot Atlagan talin hrottaleg og miskunnarlaus FUNDI samninganefnda leikskóla- kennara og sveitarfélaganna sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær lauk fyrir hádegi. Hefur annar fund- ur verið boðaður á miðvikudag í næstu viku. „Við ákváðum að setja kraft í við- ræðurnar og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir um hálfum mánuði og vinna áfram að því að viða að okkur upplýsingum og fikra okk- ur áfram,“ sagði Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, um fundinn í gær. Hún sagði að ekki væri farið að ræða launaliði nýs samnings. Viðræðuáætlun samningsaðila gerir ráð fyrir að viðræðum ljúki 26. nóvember nk. Takist það ekki átti málið að fara til sáttasemjara. Samningafundur Félags leikskólakennara Næsti fundur boðaður á miðvikudag Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Fréttaskýring 8 Kirkjustarf 34/35 Úr verinu 12 Minningar 36/40 Viðskipti 16/17 Skák 42 Erlent 18 Brids 44 Minn staður 20 Dagbók 46/48 Akureyri 21 Myndasögur 46 Suðurnes 21 Staður og stund 48 Árborg 22 Leikhús 50 Landið 22 Af listum 51 Daglegt líf 23 Bíó 54/57 Ferðalög 24 Ljósvakamiðlar 58 Menning 34, 49/57 Veður 59 Umræðan 28/33 Staksteinar 59 * * *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.