Morgunblaðið - 20.11.2004, Side 10

Morgunblaðið - 20.11.2004, Side 10
10 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forystumenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar. Þeir telja tillögurnar fallnar til að auka þenslu í efnahagslífinu og því séu þær ekki tímabærar. Þegar ég, sem þennan pistilskrifa, hóf að skrifa þing-fréttir fyrir Morgunblaðiðfyrir nokkrum árum, þorði ég ekki öðru en að fylgjast með umræðunum á Alþingi frá upphafi til enda. Var náttúrlega hrædd um að missa af mikilvægum „kommentum“ úr umræðunum. Reynslan hefur hins vegar kennt manni hvenær líklegt er að frétt- næm „komment“ falli og hvenær ekki. Ég nota því oft tækifærið, og byrja að skrifa fréttir, meðan um- ræður standa yfir. Sjónvarpið, sem færir mér umræðurnar inn í her- bergi þingfréttaritara, er þó stillt þannig að ég geti heyrt óminn af umræðunum, komi eitthvað óvænt upp á. Einu sinni sem oftar sat ég í her- bergi þingfréttaritara í vikunni og skrifaði fréttir, undir lágværum rómi þingmanna úr þingsalnum. Sjónvarpið var lágt stillt. Ég átti ekki von á neinu sérstöku enda þingfundi að ljúka. Skyndilega sperrti ég þó eyrun – eitthvað óvenjulegt var á seyði. Jú, svei mér þá, einn þingmaðurinn var byrj- aður að syngja, úr ræðustól Alþing- is. Þar var mættur Mörður Árna- son, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sönglaði af nokkurri innlifun: „Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, tittlingur, galar, krunkar, geltir, hrín gneggjar, tístir, syngur.“ Tilefni þessarar uppákomu var umræða um þingsályktunartillögu tveggja varaþingmanna Sjálfstæð- isflokksins, um nýjan þjóðsöng. Mörður var, eins og fleiri þing- menn, að greina frá afstöðu sinni til tillögunnar. Lýsti hann almenn- um stuðningi við hana. Fjallaði hann síðan um málið frá ýmsum sjónarhornum og greindi m.a. frá því að menn hefðu stundum lent í því að kunna ekki þjóðsönginn. „Eitt sinn var maður í vandræðum sem brást við með þessum hætti hér, með leyfi forseta,“ sagði Mörð- ur og hóf að syngja: „Hani, krummi, hundur svín,“ svo eftir var tekið. Í umræddri tillögu er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórn- inni að endurskoða lög um þjóð- söng Íslendinga. Þótt Mörður hefði lýst „svona almennum stuðningi við málið“, eins og hann orðaði það, taldi hann fráleitt að fela rík- isstjórninni að endurskoða lögin og sagði: „Ég verð að segja það þegar ég lít yfir þessa bekki og ímynda mér þá menn sem þar sitja að ég mundi einhvern veginn ekki treysta t.d. landbúnaðarráðherr- anum til að velja fyrir mig sönginn, hvað þá dómsmálaráðherranum.“    Forsetar þingsins fylgjast,eins og gefur að skilja, velmeð því sem fram fer í þingsalnum. Slá þeir óhikað í bjöll- urnar ef þeim þykir ástæða til að minna þingmenn á þingsköp og þingvenjur. Til dæmis þurfa þeir að minna þingmenn ítrekað á að ávarpa aðra þingmenn eða ráð- herra með því að segja: „háttvirtur þingmaður …“ eða „hæstvirtur ráðherra …“ Þeir þurfa líka ítrekað að biðja þingmenn um að hafa hljóð í saln- um. Algengt er til dæmis að heyra þá segja eitthvað á þessa leið: „Það er óttalegur kliður í salnum. Ég bið háttvirta þingmenn að sýna still- ingu,“ eins og Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti þingsins, orðaði það á dögunum, skömmu eftir að þingfundur hafði verið settur. Síðar um daginn sá Birgir Ár- mannsson, 6. varaforseti þingsins, ástæðu til að slá í bjölluna og segja: „Það er nokkur ókyrrð í þingsal og hliðarherbergjum. Ég bið háttvirta þingmenn að gefa ræðumanni færi á að flytja mál sitt.“ Þótt athugasemdir forseta þings- ins gangi yfirleitt út á að minna ræðumenn á að fylgja þingsköpum, er sú ekki alltaf raunin. Þorgerður K. Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra endaði umræður um íþróttamál á dögunum, sem fram fóru undir liðnum: umræður um störf þingsins, á þessum orðum: „Ég vil líka undirstrika, herra for- seti, að það er öflugt íþróttastarf um land allt. [...] Og ég er viss um það, herra forseti, að við getum bæði tekið undir það og sagt hér í ræðustól: Áfram FH.“ Guðmundur Árni Stefánsson, sem þá stýrði fundi, gat greinilega ekki stillt sig og sagði: „Þetta voru prýðileg lok á þessari umræðu um störf þings- ins.“ Þar sem undirrituð býr í Vest- urbæ Reykjavíkur, getur hún að sjálfsögðu ekki tekið undir þessi lokaorð, en endar þrátt fyrir það þennan pistil hér! …Eða kannski bara hér: „Áfram KR.“      Háttvirtir þingmenn sýni stillingu … EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is „LÆKKANIR á tekjuskatti koma þeim langbest sem hafa langmest fyrir en skila engu til þeirra sem hafa allra minnst til ráðstöfunar,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta á næstu árum. „Það er í takt við annað frá þessari ríkisstjórn, að degi síðar og helsti talsmaður hennar í efna- hagsmálum ásakar kennara um að hafa kollvarpað stöðugleikanum, þá leggur ríkisstjórnin fram frum- vörp sem fela í sér óraunhæfar væntingar um skattalækkanir síð- ar á kjörtímabilinu. Þær gera ekki annað en ýta undir eyðslu og þar með aukna einkaneyslu og við- skiptahalla, sem er þó gríðarlegur fyrir,“ segir Össur. Gaman í hlutverki jólasveinsins „Það er auðvitað gaman að geta verið í hlut- verki jólasveins, sem dreifir gjöfum í allar áttir, en ef maður er fjármálaráðherra verður að vera innistæða og umhverfi sem gerir slíkt mögulegt. Við núverandi aðstæður er ljóst að það er bæði óþarfi og óheppilegt miðað við ástand efna- hagsmála að ráðast í umfangsmiklar skatta- lækkanir. Það blasir við að verðbólga er þegar komin úr böndum, viðskiptahallinn er miklu meiri en menn gerðu áður ráð fyrir. Helmingur hans stafar af óvæntri einkaneysla og skatta- lækkanir núna og loforð um gríðarlegar skatta- lækkanir síðar á kjörtímabilinu, sem nema sam- tals á þriðja tug milljarða, geta ekki annað en aukið þessa einkaneyslu og þar með ýtt undir viðskiptahallann, sem grefur undan stöðugleika gengisins og gæti hugsanlega leitt til mjög harkalegrar gengisaðlögunar og enn frekari verðbólgu,“ segir hann ennfremur. Össur segir að við þessar aðstæður sé hér um mjög óráðlegar aðgerðir að ræða. „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta er röng aðferð við lækkun tekjuskatts, ætli menn á annað borð að ráðast í hana. Það er nöturlegt að meira en helmingur þessara miklu fjárhæða, sem eiga að fara í að lækka tekjuskattshlutfallið, mun koma í vasa þess fjórðungs Íslendinga, sem er með langhæstar tekjur. Þeir sem eru með lágar tekjur, t.d. grunnskólakennarar, munu ekki njóta t.d. fyrsta áfanga skattalækkananna nema sem svarar einum bleiupakka á mánuði, á með- an ofurforstjóri, eins og forstjóri Símans, fær í sinn vasa sem nemur sólarlandaferð á einum mánuði. Auðvitað er það svo að það væri æskilegt að lækka skatta en menn verða að velja tímann og aðstæðurnar til þess. Núna þegar efnahagslífið er stökkt og þenslan er að fara úr böndum er tíminn ekki réttur. Ríkisstjórnin mun væntanlega verja þessa aðferð með því að segja að obbi skattalækkananna eigi ekki að koma fyrr en síðar á kjörtímabilinu. Það er hins vegar fugl í skógi vegna þess að það er ólíklegt að efnahagsástandið þá leyfi mönnum að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Össur. Össur segir um fyrirhugaða hækkun barnabóta að það sé ánægjuefni að Framsóknarflokk- urinn skuli nú loksins snúa af þeirri langvarandi braut skerðing- ar barnabóta, sem hafi verið að- alsmerki hans. „Það er hins vegar varla þakkarvert þó hann skili til baka hluta af ránsfengnum, sem hann hefur tek- ið af barnafjölskyldum á Íslandi. Í tíð hans í fé- lagsmálaráðuneytinu frá 1995 hafa barnabætur verið skertar um ellefu og hálfan milljarð króna þar sem Framsóknarflokkurinn hafði forgöngu um að viðmiðunarfjárhæðir bótanna fylgdu ekki verðlagsþróun. Barnabætur voru 1% sem hlut- fall af landsframleiðslu 1995 en fóru niður í 0,55% árið 2000. Lítils háttar lagfæringar hafa að vísu leitt til þess að hlutfallið er í kringum 0,8% núna en ljóst er að Framsóknarflokkurinn er þarna einungis að skila til baka hluta af ráns- fengnum, sem hann hefur tekið af íslenskum barnafjölskyldum.“ Össur Skarphéðinsson Ýta undir eyðslu og viðskiptahalla Össur Skarphéðinsson STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs, telur það algert glapræði að lögfesta skattalækkanir sem taka eiga gildi á næstu árum við núver- andi aðstæður og horfur í efna- hagsmálum. Steingrímur tók fram að hann hefði ekki haft tækifæri til að skoða nákvæmlega áætl- anir ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir þegar rætt var við hann í gær en sagði að um hríð hafi legið fyrir hver áform- in væru. „Það er alveg ljóst að við erum sá flokkur sem ekki tók þátt í þessum loforðakór fyrir síðustu kosningar. Ég tel að margir vildu nú hafa farið varlegar í sak- irnar þá í ljósi efnahagslegra aðstæðna í dag,“ sagði Steingrímur. Fráleit vinnubrögð „Ég tel alveg fráleit vinnubrögð að ætla að fara að ganga frá því núna hvað sé skyn- samlegast að gera t.d. í skattamálum á árinu 2006, sem verður væntanlega mesta þenslu- árið. Þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir að við- skiptahallinn verði 13½% af landsfram- leiðslu á því ári, eða um 140 milljarðar kr. Við erum að missa verðbólguna upp og það eru ýmis merki um jafnvægisleysi hvað varðar hagstjórn og efnahags- mál. Að ætla að fara að ýta þá frekar undir væntingar og þar með væntanlega eyðslu og spennu í þjóðfélaginu, með því að lögfesta skattalækkunará- form langt inn í framtíðina, er alveg glórulaus aðferð. Það liggur alveg ljóst fyrir að þar er ekkert annað en pólitík að baki,“ segir Steingrímur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sitt fram „Þarna virðist Sjálfstæðis- flokkurinn vera að hafa sitt fram eins og venjulega. Þar hefur lítil breyting orðið á þrátt fyrir stólaskiptin. Sami aðilinn ræður ferðinni eftir sem áður. Það er vitað að það var ósk Sjálfstæðisflokksins að negla þetta allt niður í lög strax. Það finnst okkur fráleit vinnubrögð, sérstaklega í ljósi efna- hagslegra aðstæðna eins og þær eru að þróast núna. Það er ekkert annað en efna- hagslegt og hagstjórnarlegt glapræði að auka enn á vandann með þessum skatta- lækkunaráformum.“ Steingrímur bendir á að önnur og nær- tækari verkefni bíði úrlausnar í efnahags- málum, meðal annars varðandi fjárhag sveitarfélaga og eins í velferðarmálum þjóð- arinnar. Steingrímur J. Sigfússon Hagstjórnar- legt glapræði Steingrímur J. Sigfússon Guðjón og bendir á að sú breyt- ing sem ríkisstjórnin ætlar að lögfesta muni skila þeim sem hafa hærri laun mun fleiri krónum vegna skattalækkana en láglaunafólki. Ekki þörf á lækkun skatta hinna tekjuhæstu „Hátekjuskatturinn á að lækka um 2% á næsta ári og að samanlögðu gerir þetta að verkum að hátekjufólk fær í krónutölu miklu meiri skatta- lækkanir heldur en þeir sem lægri tekjur hafa. Þetta er röng stefna við ríkjandi aðstæður og GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir áætlanir rík- isstjórnarinnar um skattalækkanir í sam- ræmi við þá stefnu sem boðuð hafi verið. Hann segir að það hefði verið eðlilegri og betri aðferð en að ráðast í flata prósentu- lækkun að hækka meira persónuafsláttinn og þar með skattleysismörkin. Hann telur að tillögurnar séu ekki til þess fallnar að stuðla að tekjujöfnun. „Það hefði stuðlað frekar að því að hér yrði friður á vinnumarkaði. Það hefði líka nýst þeim betur hlutfallslega sem eru með lægri tekjur og aukið kaupmátt þeirra en sú skattalækkun sem boðuð er. Þar af leiðandi hefðu slíkar aðgerðir orðið innlegg í sátt á vinnumarkaði. Mín skoðun er sú að mun vænlegra hefði verið að fara þá leið,“ segir ekki síður þegar við horfum til þess að ekki verði aukin þensla í landinu. Ég er því þeirrar skoðunar að þessar skattalækkanir ættu frekar að fara í meira mæli til þeirra sem hafa lægstu launin. Þannig tryggðum við betur vinnufrið og slíkar breytingar yrðu frekar til þess fallnar að hafa ekki eyðsluhvetjandi áhrif. Mér finnst engin þörf á því eins og ástandið er í þjóðfélag- inu að vera sérstaklega að lækka skatta þeirra sem hæstar hafa tekjurnar,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. Guðjón A. Kristjánsson Röng stefna við núverandi aðstæður Guðjón A. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.