Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 12
12 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Evrópa
logar
á morgun
ÚR VERINU
Er fjölmenningarhyggja
vond fyrir konur?
VIÐRÆÐUR standa yfir um sam-
runa sjávarútvegsfyrirtækjanna HB
Granda hf., Tanga hf. á Vopnafirði
og útgerðarfélagsins Svans RE-45
ehf. og er gert ráð fyrir að leggja til-
lögu þar að lútandi fyrir stjórnar-
fundi í félögunum 23. nóvember nk.
Frá þessu var greint í tilkynningu til
Kauphallar Íslands í gær. Verði af
samrunanum mun HB Grandi ráða
yfir ríflega 31 þúsund tonna kvóta
eða 9% heildarkvótans.
HB Grandi hefur nú þegar yfir að
ráða mestum kvóta íslenskra sjáv-
arútvegsyfirtækja. Félagið gerir út
tólf skip, þar af fimm frystitogara,
fjóra ísfisktogara og þrjú uppsjáv-
arveiðiskip.
Félagið rekur rekur fiskvinnslu-
hús í Reykjavík og á Akranesi og
þrjár fiskimjölsverksmiðjur, á Akra-
nesi, í Reykjavík og á Þorlákshöfn.
Við upphaf fiskveiðiársins fékk HB
Grandi úthlutað um 28 þúsund
þorskígildistonna kvóta eða um
8,08% heildarkvótans.
Tangi hf. gerir tvö fiskiskip, Brett-
ing NS og Sunnuberg NS, rekur
fiskimjölverksmiðju, uppsjávar-
frystingu og bolfiskvinnslu. Fyrir-
tækið fékk á þessu fiskveiðiári út-
hlutað 2.918 þorskígildistonna kvóta
eða um 0,84% heildarkvótans.
Svanur RE ehf. gerir út uppsjáv-
arveiðiskipið Svan RE. Skipið hefur
yfir að ráða 521 þorskígildistonna
kvóta, þ.e. 4.413 tonnum í loðnu og
1.120 tonnum í síld.
Vopnafjarðarhreppur, ásamt
heimamönnum á Vopnafirði, keyptu
á síðasta ári ráðandi hlut í Tanga hf.
af Eskju hf. á Eskifirði. Ólafur Ár-
mannsson, stjórnarformaður Tanga
hf., segir að eftir kaup sveitarfé-
lagins á Vopnafirði á ráðandi hlut í
félaginu hafi þegar verið byrjað að
leita að aðila til að koma að félaginu á
einn eða annan hátt. „Eftir kaupin
var okkur ljóst að aflaheimildir fyr-
irtækisins voru ekki nægar til að
standa undir fullum rekstri. Þess
vegna vildum við styrkja stoðirnar
með því að leita samstarfsaðila. HB
Grandi er mjög öflugt félag en hefur
ekki verið með starfsemi á Austur-
landi og ætti því að hafa hag af sam-
starfi. Ef við náum markmiðum okk-
ar um að efla og treysta atvinnulífið
á staðnum tel ég að samruninn sé
góður kostur,“ segir Ólafur.
Hann segir að þreifingar milli um-
ræddra félaga hafi átt sér stað að
undanförnu en afstaða verði tekin til
samrunans á stjórnarfundi eftir
helgi.
Rætt um samruna Tanga og Svans RE við HB Granda
Félagið réði yfir 31
þúsund tonna kvóta
Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson
Samruni Með samruna við Tanga myndi HB Grandi fá aðgang að fiski-
mjölsverksmiðju á Austurlandi, nærri fengsælustu uppsjávarfisksmið-
unum. Allar þrjár fiskimjölsverksmiðjur HB Granda eru á Suðvesturlandi.
Hér landar Faxi RE loðnu hjá verksmiðju félagsins á Akranesi.
HÁLFT tonn af klinki fór í gær með
vél Iceland Express til London
Stansted. Um var að ræða mynt
sem farþegar Iceland Express hafa
að undanförnu gefið í söfnun Rauða
krossins til hjálpar stríðshrjáðum
börnum. Peningarnir verða flokk-
aðir og taldir hjá bresku fyrirtæki
og andvirði þeirra afhent Rauða
krossinum.
Iceland Express dreifði söfn-
unaröskjum Rauða krossins um
borð í vélum sínum í sumar og voru
söfnunaröskjurnar jafnt fylltar af
klinki og seðlum.
Á myndinni eru starfsmenn IGS á
Keflavíkurflugvelli að hlaða tunn-
um með klinki um borð í vél Iceland
Express á leið til London Stansted.Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Hálft tonn af klinki fyrir Rauða krossinn
HVERT er hið lýðræðislega umboð í
starfsemi sem hið opinbera stendur
fyrir og hver er ábyrgð stjórnenda
opinbers rekstrar gagnvart stjórn-
málamönnum og almennum borgur-
um? Um þetta mun Gunnar Helgi
Kristinsson, prófessor í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands, fjalla í er-
indi sem hann flytur á málþingi í HÍ
sem ber yfirskriftina „Rekstrarfyr-
irkomulag og ábyrgð – Þróun á til-
högun opinbers rekstrar.“
Að málþinginu standa fjármála-
ráðuneytið, Félag forstöðumanna
ríkisstofnana og Stofnunar stjórn-
sýslufræða og stjórnmála við Há-
skóla Íslands.
Á síðustu árum hafa verkefni bæði
ríkis og sveitarfélaga í auknum mæli
verið færð frá ráðuneytum til stofn-
ana auk þess sem sjálfstæði þeirra í
fjárhags- og starfsmannamálum hef-
ur verið aukið. Jafnframt hafa op-
inber verkefni verið falin sjálfseign-
arstofnunum og einkaaðilum með
samningum þó að ríkið greiði áfram
fyrir þjónustuna. Þessi þróun hefur
vakið upp ýmsar spurningar um
stofnanakerfið sem og spurningar
um hvort hinar klassísku aðferðir við
eftirlit og taumhald í opinbera geir-
anum, bæði lagalegar og pólitískar,
sem mótuðust á 19. og 20. öld haldi
enn fullu gildi.
Auk Gunnars Helga flytja erindi,
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu og for-
maður framkvæmdanefndar um
stofnanakerfi og rekstur verkefna
ríkisins, sem m.a. er ætlað að gera
tillögur um „hugsanlegar breyting-
ar“ á fyrirkomulagi og verkefnum út
frá markmiðum um aukna hag-
kvæmni, skilvirkni og betri þjónustu
við borgarana. Arnar Þór Másson,
sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu
og stundakennari í stjórnsýslufræð-
um, mun kynna greiningaramma
fyrir verkefni ríkisins þar sem metið
er með hliðsjón af eðli verkefnanna,
ábyrgð o.fl. hvaða aðilum mögulegt
er að fela framkvæmd þeirra.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður
Alþingis, mun fara yfir hvaða laga-
legu þáttum þarf að huga að við
breytingar á rekstrarformi, bæði
innan og utan ríkiskerfisins; m.t.t.
ábyrgðar og stjórnsýslureglna.
Málþingið er ætlað öllum áhuga-
mönnum um opinbera stjórnsýslu og
þróun hennar. Það fer fram á Grand
hóteli Reykjavík miðvikudaginn 24.
nóvember kl. 8.45–10.45.
Hver er ábyrgð stjórn-
enda opinbers reksturs?
MAÐUR sem ríkissaksóknari
hefur ákært fyrir að flytja inn
tæplega tvö kíló af hörðum
fíkniefnum, eitt af amfetamíni
og eitt af kókaíni, játaði á
fimmtudag sök fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur.
Tollverðir á Keflavíkurflug-
velli fundu fíkniefnin í vösum
mannsins þegar hann kom til
landsins frá Amsterdam í lok
maí á þessu ári.
Flutti inn tvö
kíló af hörðum
fíkniefnum