Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 21
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
SUÐURNES
Forsvarsmenn DNG og söluaðilar í
Noregi og Færeyjum, hafa fundað
norðan heiða í vikunni, þar sem farið
hefur verið yfir stöðuna og næstu
skref til sóknar.
Norðmaðurinn Jan Lybekk er
stjórnarformaður DNG en hann
starfar hjá Mustad, sem á helmings-
hlut í fyrirtækinu á móti Vaka í Kópa-
vogi. Hann sagði að víða um heim
væri markaður fyrir framleiðsluvörur
fyrirtækisins en að það tæki töluverð-
an tíma að kenna fólki að nýta bún-
aðinn. „Við erum einnig að horfa til
þessara svæða, þar sem mögulegt er
að nýta okkar búnað við veiðarnar en
þessi tækni er ekki fyrir hendi.“
Hermann sagði að forsvarsmenn
fyrirtækisins horfðu hóflega bjart-
sýnir á framtíðina enda væri vinna við
markaðssetningu bæði tímafrek og
kostnaðarsöm. Starfsmenn DNG í
Hörgárbyggð eru 9 talsins en fram-
kvæmdastjóri er Helgi Stefánsson.
Hörgárbyggð | Fyrirtækið DNG í
Hörgárbyggð hefur verið leiðandi í
framleiðslu og sölu á færavindum fyr-
ir sjávarútveg í rúma tvo áratugi, auk
þess sem fyrirtækið framleiðir búnuð
til línuveiða. Nú eru blikur á lofti
varðandi sölu á framleiðsluvörum. Að
sögn Hermanns Kristjánssonar
stjórnarmanns eru helstu ástæður
þess breytingar á sóknardagakerfinu
hér á landi og breytingar á veiðum
smábáta í Noregi.
Vegna samdráttar í sölunni hefur
fyrirtækið verið að leita nýrra mark-
aða og um leið að auka markaðshlut-
deild. Þá hafa starfsmenn fyrirtæk-
isins verið að vinna að ýmsum
sérhæfðum verkefnum í undirverk-
töku. Helstu markaðir fyrirtækisins
hafa verið á Íslandi, í Noregi og Fær-
eyjum en einnig hafa framleiðsluvör-
ur fyrirtækisins verið seldar til Norð-
ur-Ameríku, Írlands, Hjaltlandseyja,
Grænlands og Brasilíu.
Stjórnendur DNG leita nýrra
markaða vegna samdráttar
Morgunblaðið/Kristján
Framleiðsla Fulltrúar DNG og söluaðilar við færavindur á verkstæði fyr-
irtækisins í Hörgárbyggð, f.v. Hermann Kristjánsson stjórnarmaður, Helgi
Stefánsson framkvæmdastjóri, Terje Lindal frá Dyrkorn í Noregi, Jon
Ragnar Larsen frá Mustad í Noregi, Jan Lybekk frá Mustad, stjórn-
arformaður DNG, Geir Liaklev frá Mustad og Joanes Dhal frá Færeyjum.
Dalvíkurbyggð | Miklar umræður
urðu um skólamál á fundi sem Fram-
farafélag Dalvíkurbyggðar efndi til á
fimmtudagskvöld. Fyrr í haust var
lögð fram skýrsla um hagkvæmni
þess að færa starfsemi Húsabakka-
skóla í Svarfaðardal í Dalvíkurskóla
en skiptar skoðanir eru í sveitarfé-
laginu um gildi þess. Alls eru reknir
þrír grunnskólar í Dalvíkurbyggð en
samkvæmt skýrslunni má ná fram
umtalsverðum sparnaði með samein-
ingu.
Framsögu á fundinum höfðu
Sveinn Jónsson, bóndi í Kálfsskinni,
Dóróþea Reimarsdóttir, kennari í
Húsabakkaskóla, Ívar Jónsson, pró-
fessor við Viðskiptaháskólann á Bif-
röst, og Svanfríður Jónasdóttir, fyrr-
verandi alþingismaður. Þá tóku
skólastjórnendur, skólafulltrúi, for-
ystumenn í foreldrafélögum, leik-,
grunn-, og tónlistarskólakennarar
þátt í pallborðsumræðum. Ýmsar
hugmyndir á sviði skólamála hafa
verið ræddar í byggðarlaginu að
undanförnu, svo sem að koma á fót
námsveri, almennu listnámi, fullorð-
insfræðslu, lýðskóla fyrir eftirlauna-
þega, „Dvöl í Dal“ sem er grennd-
arskóli svo eitthvað sé nefnt. Mikið
var rætt á fundinum að efla þyrfti og
auka skólastarf í byggðalaginu m.a.
til að styrkja byggðina og standast
kröfur nútímans. Áhersla var lögð á
að nú þyrftu menn að taka til hend-
inni og móta betur þær fjölmörgu til-
lögur sem fyrir lægju svo koma
mætti þeim í framkvæmd.
Efla þarf skólastarf í Dalvíkurbyggð
Styrkur vegna málþings | Bæj-
arráð Akureyrar hefur samþykkt til-
lögu menningarmálanefndar um að
veita Zontaklúbbi Akureyrar 400
þúsund króna styrk til að hefja und-
irbúning að alþjóðlegu málþingi sem
stefnt er að því að halda árið 2007, á
150 ára ártíð Jóns Sveinssonar,
Nonna. Fram kemur í bókun menn-
ingarmálanefndar ánægja með sýn-
inguna „Úr fjörunni til fjarlægra
landa“ sem nú stendur yfir á Amts-
bókasafninu og er Zontaklúbbi Ak-
ureyrar færðar þakkir fyrir fram-
takið. Leggur nefndin áherslu á að
minning Nonna sé í heiðri höfð og
mælti með styrkveitingunni.
Skákmeistari | Stefán Bergsson
sigraði Þór Valtýsson í einvígi um tit-
ilinn skákmeistari Skákfélags Akur-
eyrar. Stefán hlaut 1,5 vinninga á
móti hálfum vinningi Þórs. Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem Stefán sigrar á
hægskákmóti hjá SA. Atmót fór fram
á vegum félagsins um síðustu helgi,
þar sem tefldar voru 4 umferðir. Efst-
ir og jafnir með 3,5 vinninga urðu þeir
Þór Valtýsson og Unnar Þór Bach-
mann, en Þór telst sigurvegari þar
sem hann varð hærri á stigum.
Lukkupakkar | Kvenfélag Ak-
ureyrarkirkju verður með kaffihlað-
borð og lukkupakkasölu í safn-
aðarheimilinu kl. 15 á morgun,
sunnudaginn 21. nóvember.
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt karlmann á
fimmtugsaldri í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að ráðast á ann-
an mann á skyndibitastað á Akureyri
í apríl sl. og kasta honum á skilrúm.
Sá sem fyrir árásinni varð marðist
á handlegg og var aumur á skrokkn-
um. Sakborningurinn játaði brot sitt.
Fram kemur að maðurinn hefur ekki
brotið áður gegn hegningarlögum.
Fangelsi fyrir
líkamsárás
Íþróttaaðstaða | Á fundi bæj-
arráðs í vikunni var lögð fram skýrsla
með niðurstöðum starfshóps um
framtíð íþróttavallarins á Akureyri
og uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu
vegna Landsmóts UMFÍ á Akureyri
árið 2009. Bæjarráð samþykkti að
óska eftir umsögn ÍBA, UMFA, KA
og Þórs um þær tillögur sem þarna
eru settar fram.
Helguvík | Hringrás ehf. opnaði í
gær aðstöðu í iðngörðunum við
Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ til
endurvinnslu á brotamálmum. Þar
er tekið við brotamálum frá Suður-
nesjamönnum.
Hringrás hefur verið að byggja
upp móttöku brotajárns um land allt
og er atvinnusvæðið í Helguvík liður
í því. Þar er tekið við brotamálmi frá
Sorpeyðingarstöðinni Sorpu sem er í
nágrenninu og frá sveitarfélögunum
á Suðurnesjum, fyrirtækjum og ein-
staklingum, allt án endurgjalds.
Einar Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri Hringrásar, segir að þetta fyr-
irkomulag spari sveitarfélögum og
fyrirtækjum veruleg útgjöld því þau
þurfi framvegis ekki að kosta flutn-
ing málmanna til Reykjavíkur til
endurvinnslu. Hringrás hefur í þjón-
ustu sinni þrjár færanlegar endur-
vinnslustöðvar sem eru fluttar á
milli móttökustaðanna á lands-
byggðinni. Járnaruslið verður flokk-
að og tækin notuð til að klippa það í
sundur og þjappa saman þannig að
hráefnið verði tilbúið til útflutnings.
Beint á erlenda markaði
Þá segir Einar fyrirhugað að
skipa járninu út í Helguvík og flytja
þaðan beint á erlendan markað.
Hann vekur athygli á því að þessi
starfsemi skapi ákveðin umsvif á
svæðinu, auk þess að sparnaðar sem
felist í því að taka við málmunum á
svæðinu.
Við athöfn á atvinnusvæði Hring-
rásar vakti Árni Sigfússon bæjar-
stjóri athygli á því að frágangur að-
stöðu Hringrásar yrði öðrum
fyrirtækjum í iðngörðunum til eft-
irbreytni. Búið er að koma upp
grunnaðstöðunni en Einar segir að
þar verði einnig reist hús fyrir
starfsmenn og skemma fyrir tækin.
Árni nefndi að Hringrás hefði
komið með myndarlegum hætti að
umhverfisátaki sem Reykjanesbær
hefur staðið fyrir undanfarin ár. Þar
hafi þúsundum tonna af brotajárni
og málmum verið safnað. „Hringrás-
in verður að halda stöðugt áfram ef
vel á að vera,“ sagði Árni sem fékk
það verk að opna atvinnusvæði
Hringrásar með því að skera í sund-
ur rör með stórum klippum.
Hringrás ehf. var stofnuð utan um
endurvinnsludeild Sindrastáls hf.
Einar vakti athygli á þeirri
skemmtilegu tilviljun að í gær voru
liðin nákvæmlega 55 ár frá því Sind-
rastál var stofnað.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Formleg opnun Árni Sigfússon bæjarstjóri notaði stórar klippur til að
opna atvinnusvæði Hringrásar við Helguvík á táknrænan hátt.
Hringrásin heldur áfram
Hringrás ehf. opnar endurvinnslustöð fyrir brotamálma í iðngörðunum við Helguvík Stofna sjálfshjálparhóp | Stofn-fundur sjálfshjálparhóps aðstand-
enda geðsjúkra verður haldinn í húsi
Sjálfsbjargar við Fitjabraut 6c í
Njarðvík þriðjudaginn 23. nóvember
og hefst klukkan 20.
Sjálfshjálparhópur er samfélag
þar sem fólk kemur saman vegna
sameiginlegrar reynslu, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
félagsmálastjóranum í Reykja-
nesbæ.
Lögð er áhersla á stuðning og
samkennd, að miðla reynslu, að
hlusta og að eiga góða stund saman.
Fólk hittist á jafningjagrunni og all-
ar upplýsingar sem koma fram inn-
an hópanna eru trúnaðarmál.
Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og
starfsmaður Hugarafls mætir á
fundinn.