Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 23 DAGLEGT LÍF iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Glæsilegt úrval af kápum Stuttar og síðar Með og án hettu                             Ámatseðli Perlunnar núna fyr-ir jólin er réttur sem vaktiathygli lesanda blaðsins fyrir bragðgæði, en um er að ræða ein- hvers konar andakæfu. Í samtali við Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslu- mann Perlunnar, er þetta þó aðeins flóknara mál. „Þetta er ekki paté eins og það er venjulega framreitt heldur myndi ég kalla þetta fremur mous eða frauð,“ segir Elmar. „Paté er alltaf með brauði utan um en frauð er hins vegar vel maukað efni sem verður nánast eins og mous. Paté er hakkað og mun grófara en andalifrin í þessum rétt er maukuð með töfrasprota og verður því alveg eins og þykkur vökvi.“ Af sígildum frönskum ættum Hvaðan er þessi uppskrift upp- runnin? „Þessi uppskrift kemur frá frönskum kokki sem heitir Philippe Gierard, hann var gestakokkur hjá okkur hér í Perlunni fyrir nokkrum árum. Þessi uppskrift er byggð á sígildri franskir lifrarkæfu. Í þessa upp- skrift má nota hvaða lifur sem er eða jafnvel blanda saman hvaða lifr- artegundum sem er. Meira er þó notuð fuglalifur því hún er ekki eins gróf. T.d. er gott að nota kjúklinga- lifur eða gæsalifur, jafnvel rjúpna- lifur. Allt er þetta gott í þessa kæfu. Það sem er nauðsynlegt að hafa í huga er að það verður að baka þessa lifur í vatnsbaði. Ef kæfan er sett í eldfast mót er mótið sett í bakka og heitu vatni hellt ofan í bakkann, þannig að fljóti í sömu hæð um það bil og kæfan er í mótinu.“ Hvað annað eruð þið með á mat- seðlinum ykkar sem verulegt jóla- bragð er að? „Við erum um þessar mundir að skipta úr villihlaðborði yfir í jóla- hlaðborð. Það þýðir að villibráð- arréttum fækkar en hefðbundnir jólaréttir koma staðinn. Við höldum þó hreindýrakjöti og eins verðum við með flamberaðar gæsir, sem og er- um við með hamborgarhrygg og pör- usteik, og ekki gleyma hangikjötinu. Þegar þakkargjörðardagurinn rennur upp verðum við með kalkúna- rétti með sætum kartöflum og fyll- ingu þ.e. brauð-grænmetisfyllingu.“ Andalifrarmús 250 g fuglalifur (andalifur) 8 eggjarauður 2 eggjahvítur 150 ml rjómi 2 hvítlauksrif timian steinselja rifið múskat (½ tsk.) Salt og hvítan pipar úr kvörn. Allt sett í matvinnsluvél nema rjóminn og tætt niður nánast í frum- eindir, síðan er rjóminn settur í óþeyttur. Svo er þetta tekið og sigt- að. Þá er rifið dálítið af fersku timian út í þetta og einnig sett í blönduna fínsöxuð steinselja eftir smekk. Loks er blandan bökuð í vatnsbaði á 135 g hita í 30 til 35 mínútur. Ef um er að ræða mikið magn þarf lengri tíma. Uppskriftin hér að ofan er fyrir svona fimm manns. Hægt er að gera meira með þessa andamús, til dæmis með því. að setja yfir kjöthlaup sem inniheldur þurrk- aða, marineraða ávexti. Svo er gott að hafa ristað brauð með þessu og týtuberjasultu.  PERLAN | Uppáhaldsrétturinn Lostæt andalifrarmús Lifrarkæfur af ýmsu tagi eru mikið lostæti og gjarnan með á hlaðborðum. Perlan er með góða andalifrarmús, sem er fíngerðari en venjulegt paté. Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perl- unnar, lýsir hér þessum rétti og segir frá fleiru sem er á matseðli Perlunnar um þessar mundir. Morgunblaðið/Jim Smart Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður í Perlunni: Með andalifrarmúsina. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Samkvæmt bandarískum út-reikningum veldur offita æmeiri kostnaði bæði fyrir flugfélögin og umhverfið, að því er m.a. kemur fram á vef Berlingske Tidende. Aukaútgjöld fylgja of þungum flugfarþegum þar sem meira eldsneyti þarf til að flytja þyngri farm. Samkvæmt útreikn- ingum Center for Disease Control and Prevention þurftu flugfélögin árið 2000 að kaupa eldsneyti fyrir sem samsvarar fimmtán milljörðum íslenskra króna meira en tíu árum áður, miðað við að hver Bandaríkja- maður hefði þyngst um fimm kíló að meðaltali á tíunda áratugnum. Mörg hundruð milljónir lítra af flugvéla- bensíni þurfti til að flytja aukakílóin og útblásturinn varð 3,4 milljónir tonna af koltvíoxíði út í andrúms- loftið. Samkvæmt bandarískum töl- um frá 2002 er meðal bandarískur karlmaður 86 kíló en meðalkonan 73 kíló að þyngd. Norræna flugfélagið SAS hefur einnig tekið undir að far- þegarnir verði stöðugt þyngri og samkvæmt óformlegum mælingum hefur hver farþegi þyngst um fjögur kíló á undanförnum árum. Á það ber hins vegar að líta að handfarangur og innkaupapokar úr fríhöfnum geta verið hluti af þeim aukakílóum, eins og BT bendir á.  FLUGFÉLÖG Offita veldur auknum kostnaði Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.