Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 35
KIRKJUSTARF
50. Tómasarmessan
í Breiðholtskirkju
ÞRIÐJA Tómasarmessan á þessu
hausti og sú fimmtugasta frá upp-
hafi verður í Breiðholtskirkju í
Mjódd sunnudagskvöldið 21. nóv-
ember, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér
fastan sess í kirkjulífi borgarinnar,
en slík messa hefur verið haldin í
Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta
sunnudag í mánuði, frá hausti til
vors, síðustu sjö árin og verður
sami háttur hafður á í vetur.
Að þessu sinni verður messan þó
3. sunnudag í nóvember, þar sem
28. nóvember er fyrsti sunnudagur
í aðventu. Framkvæmdaraðilar að
þessu messuhaldi eru Breiðholts-
kirkja, Kristilega skólahreyfingin,
Félag guðfræðinema og hópur
presta og djákna.
Tómasarmessan einkennist af
fjölbreytilegum söng og tónlist,
mikil áhersla er lögð á fyr-
irbænaþjónustu og sömuleiðis á
virka þátttöku leikmanna. Stór
hópur fólks tekur jafnan þátt í
undirbúningi og framkvæmd Tóm-
asarmessunnar, bæði leikmenn,
djáknar og prestar.
Tónlistarguðsþjón-
usta í Árbæjarkirkju
ÞRIÐJA sunnudag hvers mánaðar
eru tónlistarguðsþjónustur í Ár-
bæjarkirkju. Í þessum guðsþjón-
ustum er tónlistinni gert hátt undir
höfði í lofgjörð og gleði guðsþjón-
ustunnar.
Á sunnudag mun hinn lands-
þekkti söngvari og tónlistamaður
Þorvaldur Halldórsson sjá um tón-
listina og flytja hugleiðingu. Ferm-
ingarbörn lesa ritningarlestra og
flytja bænir. Á sama tíma er
sunnudagaskólinn í safnaðarheim-
ilinu. Kaffi, ávaxtasafi og kex á eft-
ir.
Skagfirðingamessa
í Grafarvogskirkju
SKAGFIRÐINGAMESSA verður í
Grafarvogskirkju á morgun kl. 14.
Söngsveitin Drangey syngur undir
stjórn Snæbjargar Snæbjarn-
ardóttur. Sigurður Skagfjörð Sig-
urðsson syngur einsöng. Sr. El-
ínborg Gísladóttir prédikar. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir
altari. Organisti er Hörður Braga-
son. Unglingakór Grafarvogs-
kirkju verður með kaffisölu að
messu lokinni.
Brottfluttir Skagfirðingar er
hvattir til að mæta í þessa átt-
hagamessu.
Önfirðingar
í Neskirkju
GUÐSÞJÓNUSTA verður í Nes-
kirkju sunnudaginn 21. nóv. nk. kl.
11 og er Önfirðingum sérstaklega
boðið til þessarar messu. Prestur
er Ísfirðingurinn séra Örn Bárður
Jónsson og aðstoðarprestur er séra
Toshiki Toma. Félagar úr Há-
skólakórnum leiða safnaðarsöng
og einsöng syngur Halla Dröfn
Jónsdóttir, nemandi í Söngskól-
anum í Reykjavík. Organisti er
Steingrímur Þórhallsson. Ritning-
arlestur les Inga Rún Björnsdóttir
frá Flateyri sem nú býr á Eyr-
arbakka.
Að lokinni guðsþjónustu verður
hið nýja og veglega kaffihús Nes-
kirkju opið til kl. 14.
Önfirðingar fjölmenni í Nes-
kirkju sem er kirkja Önfirðinga í
Reykjavík fjarri átthögunum og
hefur svo verið lengi hvort sem er
á gleði- eða sorgarstundum.
Kópavogskirkja –
heimsókn
GERÐUBERGSKÓRINN kemur í
sína árlegu heimsókn á sunnudag-
inn og syngur í guðsþjónustu kl. 14
undir stjórn Kára Friðrikssonar.
Gestirnir frá Gerðubergi annast
ritningarlestra en þá lesa Anna
Magnea Jónsdóttir og Gyða Örn-
ólfsdóttir. Upphafsbæn les Margrét
Eyjólfsdóttir og lokabæn Kristjana
V. Jónsdóttir. Nemandi frá Söng-
skólanum í Reykjavík, Hulda Jóns-
dóttir, syngur einsöng. Organisti
er Guðmundur Ómar Óskarsson og
kór kirkjunnar syngur og leiðir
safnaðarsöng. Samvera í Borgum
að lokinni guðsþjónustu.
Kvöldmessa með
Þorvaldi í Seljakirkju
KVÖLDMESSA verður sunnudags-
kvöldið 21. nóvember kl. 20 í Selja-
kirkju. Sr. Bolli Pétur Bollason
þjónar að orði og borði. Þorvaldur
Halldórsson leiðir söfnuðinn í söng
og kirkjukórinn undir stjórn Jóns
Bjarnasonar styður við. Njótum
nálægðar Guðs og manna. Allir
velkomnir.
Kökubasar Safnaðar-
félags Áskirkju
SAFNAÐARFÉLAG Ásprestakalls
var stofnað 16. maí 1976. Þann
tíma sem félagið hefur starfað hef-
ur markmið þess verið að styðja og
styrkja kirkjulegt starf í Áspresta-
kalli.
Fjáröflun félagsins hefur verið
með margvíslegum hætti á liðnum
árum. Peningum sem safnast hafa
hefur verið varið til þess að styðja
kirkjustarfið. Safnaðarfélagið
borgar það efni sem notað er í
barnastarfinu, gefur ferming-
arbörnum áritaðar Biblíur og
sendir bíl einu sinni í mánuði að
stærstu byggingunum í sókninni til
þess að auðvelda fólki að komast
til kirkju. Einnig keypti Safn-
aðarfélagið nýja fermingarkyrtla,
þegar þeirra var þörf og litla bik-
ara til þess að nota við alt-
arisgöngur.
Má gera sér í hugarlund að fórn-
fúst starf félaga í Safnaðarfélaginu
hefur skipt Áskirkju miklu máli.
Nú er komið að kökubasar vetr-
arins, sem verður haldinn á sunnu-
daginn kl. 15. Er það von Safn-
aðarfélagsins og allra þeirra sem
starfa við kirkjuna að sem flestir
hafi tök á því að leggja leið sína í
Áskirkju á sunnudaginn til þess að
kaupa köku og styðja þannig verð-
ugt framtak Safnaðarfélagsins.
Fundur með
fermingarbörnum
Selfosskirkju
MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 24. nóv-
ember næstkomandi kl. 20 verður
fundur haldinn í Selfosskirkju með
fermingarbörnum vorsins 2005 og
foreldrum þeirra. Fundarefnið er
vímuefnavarnir og málefni þeim
skyld.
Á fundinn kemur Þorsteinn H.
Þorsteinsson, fulltrúi hjá embætti
Tollstjórans í Reykjavík og ræðir
við börnin og foreldra þeirra, auk
þess sem hann sest við flygilinn og
tekur lagið! Í fylgd með Þorsteini
er fíkniefnaleitarhundurinn Bassi.
Ástæða er til þess að hvetja for-
eldra til þess að koma með börnum
sínum á fund þennan, því áreið-
anlegt er, að allir hlutaðeigandi
munu hafa af honum bæði gagn og
gaman.
Sr. Gunnar Björnsson.
Æðruleysismessa
í Dómkirkjunni
ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð
fólki sem leitar bata eftir tólf-
sporaleiðinni, verður í Dómkirkj-
unni sunnudaginn 21. nóvember kl.
20.
Einhver mun segja þar af
reynslu sinni úr baráttunni við
áfengissýkina. Þóra Gísladóttir,
Hjörleifur Valsson, Birgir og Hörð-
ur Bragasynir sjá um stemmnings-
ríka tónlist. Byndís Valbjarn-
ardóttir guðfræðingur flytur
hugleiðingu. Sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir leiðir samkomuna og sr.
Karl V Matthíasson leiðir fyrirbæn.
Sjá heimasíðu Dómkirkjunnar
www.domkirkjan.is
Frumflutningur
sálmalags í Hafnar-
fjarðarkirkju
VIÐ guðsþjónustu í Hafnarfjarð-
arkirkju á sunnudaginn kemur 21.
nóvember kl. 11 verður frumflutt
nýtt sálmalag eftir Finn Torfa
Stefánsson við ljóð eftir sr. Gunn-
þór Þ. Ingason, sóknarprest henn-
ar. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sókn-
arprestur í Djúpavogi, prédikar og
sr. Gunnlaugur Stefánsson, sókn-
arprestur í Heydölum, eiginmaður
hennar og bróðir tónskáldsins,
þjónar fyrir altari ásamt sr. Gunn-
þóri. Organisti er Antonia Hevesi
og kirkjukórinn syngur.
Morgunblaðið/Arnaldur
Breiðholtskirkja. BRJÓSTMYND af Jóni Baldvins-
syni, fyrrv. forseta sameinaðs Al-
þingis og fyrrv. forseta Alþýðu-
sambands Íslands og formanni
Alþýðuflokksins, var afhent Alþingi
við athöfn í sal efri deildar fyrir
skömmu. Það voru ættingjar Jóns
sem afhentu Alþingi brjóstmyndina
að gjöf. Myndin er gerð af danska
listamanninum Leif Jenssen 1998.
Viðstaddir athöfnina voru forseti
Alþingis, varaforsetar, formenn
þingflokka, forustumenn Samfylk-
ingarinnar á Alþingi, fyrrv. þing-
menn Alþýðuflokksins og fleiri
gestir. Við athöfnina flutti Helgi
Skúli Kjartansson sagnfræðingur
erindi um Jón Baldvinsson.
Jón Baldvinsson var alþing-
ismaður frá 1920–1938. Á þeim
tíma var hann forseti sameinaðs Al-
þingis 1933–1938. Jón var forseti
Alþýðusambands Íslands og for-
maður Alþýðuflokksins 1916–1938.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tvö barnabarna Jóns, Jón Baldvinsson og
Hlín Baldvinsdóttir, og tveir seinustu formenn Alþýðuflokksins, Guðmundur
Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis, og Sighvatur Björgvinsson sendi-
herra, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Brjóstmynd af Jóni Bald-
vinssyni afhent Alþingi
MÁLÞING um fjarskipta- og fjöl-
miðlasamsteypur verður haldið í dag,
laugardag, kl. 10–12, í húsnæði RA
við Hringbraut 121 (JL-húsinu). Mál-
þingið er á vegum Fjölmiðlamiðstöðv-
ar ReykjavíkurAkademíunnar (RA).
Með hliðsjón af samtvinnun annars
vegar Og fjarskipta og fjölmiðla
Norðurljósa og hins vegar Landssím-
ans og Skjás eins, í tvær fjarskipta-
og fjölmiðlasamsteypur, er á mál-
þinginu ætlunin að fjalla um hugsan-
leg áhrif slíkrar samrunaþróunar á
fjölmiðlun á Íslandi almennt.
Framsögumenn verða: Elfa Ýr
Gylfadóttir, fjölmiðla- og fjarskipta-
fræðingur, Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson, heimspekingur og Þor-
björn Broddason, félags- og
fjölmiðlafræðingur. Að loknum erind-
um verður pallborð með framsögu-
mönnum ásamt Birgi Guðmundssyni,
aðjúnkt og ritstjóra Blaðamannsins
og Loga Bergmann Eiðssyni, frétta-
manni RÚV. Opnað verður fyrir
spurningar og athugasemdir úr sal.
Aðgangur er ókeypis.
Málþing um fjarskipta-
og fjölmiðlasamsteypur
DAGVIST og endurhæfing MS verð-
ur með opið hús og jólabasar að
Sléttuvegi 5, í dag, laugardag, kl. 13–
16. Munir sem unnir eru í dagvistinni
verða til sölu. Einnig verður súkku-
laði og rjómavöfflur á boðstólum.
Jólabasar
dagvistar MS
FRÉTTIR
♦♦♦