Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 47 DAGBÓK Austfirðingafélagið var stofnað 26. janúar1904, en var lagt niður árið 2002. Í árhefði það orðið 100 ára og því munuAustfirðingar blása til afmælisfagnaðar á Grand hóteli á sunnudag kl. 15 þar sem stofn- unar félagsins verður minnst. Þar verða bæði ávörp og skemmtiatriði. M.a. mun Steinunn Val- dís Óskarsdóttir ávarpa samkomuna auk þess sem Árni Benediktsson mun flytja erindi um sögu félagsins. Þá mun Helgi Seljan minnast Austurlands og Vilborg Dagbjartsdóttir lesa frumsamið ljóð. Einnig verða fjölbreytt skemmti- atriði, m.a. verður leikið á fiðlu og píanó og sung- ið. Guðrún Jörgensen, fyrrverandi formaður fé- lagsins, hefur ásamt fleiri félögum unnið að und- irbúningi samkomunnar, en hún segir átthaga- félögin hafa skipt miklu máli fyrr á árum við að tryggja böndin milli fólks sem ættað var frá hin- um dreifðu byggðum. „Fólk hittist sem var fætt og uppalið í sveitum landsins, eins og í þessu til- felli á Austurlandi. Austfirðingafélagið í Reykja- vík náði yfir báðar Múlasýslur, frá Lónsheiði og norður að Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi. Átt- hagafélögin voru með alls konar menningarmál á sinni könnu, meðal annars blaðaútgáfu og ýmsa menningarstarfsemi til að halda sambandinu á milli fólksins. M.a. var stofnaður Sögusjóður Austurlands 1944, sem hafði það hlutverk að gefa út safnrit sem gekk undir nafninu Austurland, eða Safn austfirskra fræða. Þar voru karlar eins og Sigurður Baldvinsson, Halldór Stefánsson og Þorsteinn M. Jónsson ásamt Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi. Þá voru Austfirðingamótin vinsælar og fjöl- sóttar samkomur. Til dæmis komu 520 manns á 70 ára afmælismóti félagsins í Súlnasalnum á Hótel Sögu árið 1974. Á mótin komu skemmti- kraftar að austan og skemmtu gestum með söng og gamanmálum. Þar má meðal annars nefna samkórinn Bjarma frá Seyðisfirði. Eitt af því sem er áhugavert við félagið er m.a. að Jón Ólafsson ritstjóri var einn af stofnendum félagsins og sama dag var einmitt kvenfélagið Hringurinn stofnað, en ein af stofnendum Hringsins var Helga Ólafsson kona Jóns Ólafs- sonar.“ Hvað kom í staðinn fyrir félagið þegar það var lagt niður? „Það kom ekkert í staðinn, það starfa enn nokkur minni félög sem standa fyrir vissa hreppa, en ég veit ekki hversu mikið. Það tala margir um að það sé missir að því og hvort það eigi ekki að reyna að mynda eitthvert félag aftur til að halda uppi menningarstarfi fyrir brottflutta Austfirðinga og fólk ættað af Austfjörðum.“ Átthagar | 100 ára afmæli Austfirðingafélagsins fagnað á Grand hóteli á sunnudag Gegndi mikilvægu hlutverki  Guðrún Jörgensen er fædd árið 1929 á Löndum í Stöðv- arfirði. Hún lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1949. Guðrún starfaði í Kaupfélaginu á Stöðv- arfirði til ársins 1954 en flutti þá til Reykja- víkur og hefur starfað við ýmis störf síðan þá, m.a. við versl- unarstörf auk þess sem hún var ráðskona í Álftamýrarskóla. Guðrún var einnig formaður Austfirðinga- félagsins frá 1974–1984. Hún er gift Bent Bjarna Jörgensen bifvélavirkjameistara. Martröð grunnskólabarna MENNTAMÁLARÁÐHERRA fór mikinn á Alþingi í dag, 9. nóvember. Hún ásakaði stjórnarandstöðuna fyrir það að vilja dæla, eins og hún sagði, peningum til sveitarfélaganna og hneykslaðist á þeirra framkomu. En er ekki komið að okkur að hneykslast á hvernig þessi rík- isstjórn heldur á peningum okkar skattborgaranna í sambandi við all- ar sínar flökkuferðir til útlanda, með fríðu föruneyti, og láta okkur skatt- borgarana borga brúsann? Þeir segja okkur að það sé allt til þægðar fyrir okkur, að ég tali nú ekki um menningarför menntamálaráðherr- ans til Frakklands með ísklumpinn. Hvað kostar það okkur skattborg- arana? Hvað höfum við að gera með svona kynningar ef menntun grunn- skólabarna er felld niður vegna fjár- skorts? Það mætti nú fella niður nokkur af sendiráðum hjá íslenska ríkinu og nota þann pening til menntamála grunnskólabarna. Mér finnst ekki nógu skýr krafa koma frá sveitarfélögum um að ríkið leggi 40% á móti 60% til menntamála grunnskólabarna. Það er hægt að skera niður í sendiráðum og ferða- lögum þessara manna til útlanda án þess að það skaði okkur, eða þessi börn, sem eru svipt lagalegum rétti sínum til náms og nýta það á arð- bærari máta sem eru skólamál. Þá nýtast þeir peningar í þarfir allra skattborgaranna. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Hvítt veski týndist LÍTIÐ hvítt leðurveski týndist sl. þriðjudagskvöld, líklega í strætó, leið 16, eða á Grensásveginum. Í veskinu eru skilríki og strætókort. Skilvís finnandi hafi samband í síma 691 8533 eða skili veskinu í Ak- urgerði 38. Silfurlitað karlmannsúr týndist SILFURLITAÐ karlmannsúr tap- aðist á þriðjudagskvöld á Miklatúni, milli Kjarvalsstaða og Rauð- arárstígs. Úrsins er sárt saknað. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Guðna í síma 895 2340. Hvítir skór týndust við Hamraborg HVÍTIR strigaskór nr. 40 týndust fyrir rúmum 2 vikum í eða við versl- anirnar við Hamraborg í Kópavogi. 17. nóvember sl. týndust hvítir heilsuinniskór nr. 40 í litlum græn- um plastpoka á sömu slóðum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 895 2288 eða 895 8520. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 e5 4. Bxc4 exd4 5. exd4 Rf6 6. Db3 De7+ 7. Re2 Db4+ 8. Rbc3 Dxb3 9. Bxb3 Bd6 10. Bg5 Bf5 11. Bxf6 gxf6 12. 0-0 Rc6 13. Rd5 0-0-0 14. Hfd1 Hhe8 15. Rec3 Ra5 16. Ba4 c6 17. Re3 Bg6 18. Hac1 Kb8 19. g3 h5 20. a3 b5 21. Bc2 Bxc2 22. Hxc2 a6 23. b4 Rb7 24. Re2 Hc8 25. Hdc1 a5 26. Hb1 Bf8 27. Rf5 axb4 28. axb4 Rd6 29. Rxd6 Bxd6 30. Kf1 Kb7 31. Hc3 Ha8 32. Hf3 He6 33. Rc3 Ha3 34. Kg2 Be7 35. h4 Bf8 36. Kh2 Be7 37. Kg2 Bf8 38. d5 cxd5 39. Rxd5 Hxf3 40. Kxf3 He5 41. Rc3 Kb6 42. Hb2 Be7 43. Re2 Bf8 44. Rd4 Kb7 45. Hc2 Hd5 46. Ke4 He5+ 47. Kd3 Hd5 48. Hb2 f5 49. Ke3 Staðan kom upp í flokki stúlkna 12 ára og yngri á heimsmeistaramóti ung- menna sem lauk fyrir skömmu á Krít. Klaudia Kulon (1.918) hafði svart gegn Nazi Paikidze (2.028). 49. ... Hxd4! 50. Kxd4 Bg7+ 51. Kc5 Bxb2 52. Kxb5 Bd4 og hvítur gafst upp. Tvær umferðir fara fram í dag í Íslandsmóti skákfélaga sem haldin er í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Áhugasamir geta mætt á skákstað og fylgst með miklum fjölda skáka. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Úlpur fyrir ungu stúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna Dúnúlpur - Leðurúlpur - Hattar - Húfur TILVALIÐ TIL JÓLAGJAFA! Margar gerðir skúfhólka ásamt hálsmenum, ermahnöppum og bindisnælum. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 ÞAU Birta og Bárður úr Stund- inni okkar gáfu á dögunum út barnaplötuna Stóru Stundina okkar með nokkrum helstu söng- stjörnum þjóðarinnar og blésu af því tilefni til söngskemmt- unarinnar Stóra Stund- in sem hald- in er í Vetr- argarðinum í Smáralind. Skemmt- unin gekk svo vel, að sögn að- standenda, að ákveðið var að halda hana aftur nú um helgina, bæði í dag og á morgun kl. 16. Meðal þeirra skemmtikrafta sem koma fram með Birtu og Bárði eru þau Jónsi úr Svörtum fötum, Birgitta Haukdal, Nylon stúlkurnar, Sveppi úr 70 mín- útum, Selma Björnsdóttir, Jón Sig og Anna Katrín Idolstjörnur og Felix Bergsson. Þótti skemmt- unin heppnast afar vel á dög- unum og var mikið dansað og sungið með. Hægt er að tryggja sér miða í síma 511 2255 eða í verslunum Skífunnar. Stóra stundin í Smáralindinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.