Morgunblaðið - 20.11.2004, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 49
DAGBÓK
Kynning
Prisma, miðstöð fyrir fólk með át-
raskanir | Prisma er með á ein-
staklingsviðtöl, hópmeðferð og fjöl-
skylduvinnu fyrir fólk með átraskanir.
Einnig geta foreldrar, makar og aðrir
aðstandendur fengið upplýsingar og
stuðning hjá starfsfólki Prismu. Nánari
upplýsingar í símum: 692-2299, 690-
3569, 659-3463 og 895-6514.
Reiðhöll Gusts | 20.–21. nóv. eru
Hvuttadagar, sannkölluð hundahátíð.
Um 30 tegundir verða á staðnum og
gefst fólki kostur á fræðast um fjöl-
breytta eiginleika þeirra. Áhugaverðar
sýningar verða í boði alla helgina, m.a.
hjálparhundur sem sýnir hvers hann
er megnugur. Dagskrá á http://
www.hvuttadagar.net.
Félagsstarf
Félag Snæfellinga og Hnappdæla í
Reykjavík | Bingó verður sunnudaginn
21. nóvember kl. 15, í Safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju, Hólabrekku 88,
Reykjavík.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Gönguhópur leggur af stað frá Kirkju-
hvolskjallaranum kl. 10.30. Mæting
tímanlega.
Félagsstarf Gerðubergs | Mánudaginn
22. nóvember kl. 13.30 mætir Herdís
Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á
Heilsugæslustöð við Hraunberg og
býður upp á blóðþrýstingsmælingu og
gefur holl ráð um heilsufar.
Hrafnista Reykjavík | Basar milli kl. 13
og 17 í dag og á mánudaginn 22. nóv.
milli kl. 10 og 16.
Hæðargarður 31 | Fjölskylduganga
Háaleitishverfis; Út í bláinn kl. 10. Hús-
ið opnað kl. 9.30. Landsmálin leyst áð-
ur en lagt er af stað. Boðið upp á vatn
og teygjuæfingar að göngu lokinni.
Dagblöðin liggja frammi. Allir vel-
komnir ungir sem aldnir.
SÁÁ félagsstarf | Tveggja kvöld dans-
námskeið verður dagana 22. og 23.
nóvember í sal I.O.G.T. að Stangarhyl
4. Námskeiðið hefst til 20 báða dag-
ana.
Kirkjustarf
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna-
stund alla laugardaga kl. 20. Einnig
eru bænastundir alla virka morgna kl.
06–07. Allir velkomnir.
Njarðvíkurprestakall | Ytri-
Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli 21.
nóvember kl. 11 í umsjá Margrétar H.
Halldórsdóttur og Gunnars Þórs
Haukssonar og Natalíu Chow Hewlett
organista. Foreldrar eru hvattir til að
mæta með börnunum. Baldur Rafn
Sigurðsson sóknarprestur.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Langar þig í nýtt
heimili?
Skipholti 29A
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili.is
opið mánudaga
til föstudaga 9-17 sími 530 6500
Heimili er öflug og fersk fasteignasala í eigu
þriggja fasteignasala sem allir starfa hjá
fyrirtækinu og hafa áralanga reynslu af
fasteignaviðskiptum
Við leggjum sérstaka áherslu á vönduð og
traust vinnubrögð og úrvals þjónustu.
Metnaður okkar er að allir viðskiptavinir
finni heimili við sitt hæfi og verði sáttir og
ánægðir með samskiptin við okkur.
Einar Guðmundsson, Finnbogi Hilmarsson, Bogi Pétursson, löggiltir fasteignasalar
Spaðasjöan.
Norður
♠D753
♥G74 S/Enginn
♦DG9
♣863
Suður
♠1092
♥ÁK
♦ÁK108743
♣7
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 tígull
2 lauf Pass 4 lauf * 4 tíglar
Pass Pass Pass
* hindrun
Vestur hefur vörnina gegn fjórum
tíglum með laufás og kóng.
Hvernig er best að spila? (Trompið
er 2-1.)
Vandinn er að gefa ekki nema tvo
slagi á spaða. Það er hugmynd að læða
út spaðaníunni og reyna að sleppa
framhjá ÁGx eða KGx hjá austri (eða
negla 8x í austur), en ekkert liggur á.
Til að byrja með er rétt að hreinsa upp
hliðarlitina. Innkomur blinds á tromp
eru notaðar til að stinga lauf og hjarta,
því það eru ýmsar stöður í 4-2 legunni í
spaða þar sem liturinn er stíflaður og
vörnin neyðist til að spila út í tvöfalda
eyðu (til dæmis gæti austur átt ÁG eða
KG tvíspil).
Norður
♠D753
♥G74
♦DG9
♣863
Vestur Austur
♠ÁG6 ♠K84
♥D98 ♥106532
♦52 ♦6
♣ÁKD105 ♣G942
Suður
♠1092
♥ÁK
♦ÁK108743
♣7
Í þessari legu felst óvæntur ávinn-
ingur í hreingerningunni – sjöan í
spaða verður að stórveldi. Suður spilar
spaðaníu og vestur lætur gosann rétti-
lega. Drottningin fer úr úr borði og
austur á slaginn á kóng. Austur verður
að spila spaða um hæl frá áttunni, sem
sagnhafi hleypir á sjöuna í borði. Það
kostar ásinn og spaðatían verður slag-
ur.
Það borgar sig að sýna smáspilunum
virðingu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
SÝNINGIN Þetta vilja börnin sjá, þar sem
sjá má myndskreytingar úr íslenskum
barnabókum sem komið hafa út á árinu
verður opnuð í Gerðubergi í dag kl. 13.30. Í
ár verða sýndar myndir úr nær fjörutíu
bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta
svo að börn og aðrir barnabókaunnendur
fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð.
Fjöldi listamanna tekur þátt í sýningunni,
en þar gefst börnum kostur á að velja þá
myndskreytingu sem þeim þykir best. Úr-
slit verða kunngerð þegar sýningunni lýk-
ur.
Viltu lesa fyrir mig! hefur verið árlegur
viðburður í Gerðubergi og að þessu sinni
munu þau Björk Bjarkadóttir, Kristín
Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Lár-
us Jón Guðmundsson, Ólafur Gunnar
Guðlaugsson og Áslaug Jónsdóttir lesa úr
bókum sínum og Benedikt Búálfur sér um
kynningar. Þá munu ballerínur frá Klass-
íska listdansskólanum sýna dans.
Sýning á barnabóka-
myndskreytingum og
upplestur í Gerðubergi
Sýningin stendur frá 20. nóv-
ember 2004 til 9. janúar 2005 og
er opin mán-föst frá 11–19 og um
helgar frá 13–17.
LISTAKONURNAR Áslaug Höskulds-
dóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Guð-
rún Indriðadóttir opna í dag kl. 15 sýningu
í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauð-
arárstíg. Þær reka saman leirlist-
arvinnustofuna Okkur ásamt fleirum og
nefna því sýninguna Þrjár af Okkur.
Verkin á sýninguni eru öll unnin á þessu
ári í steinleir eða postulín, enda er leirinn
aðalviðfangsefni þeirra. Form og vinnslu-
aðferðir eru þó mjög ólík.
Þá verður einnig opnuð á sama tíma í
Hornstofunni sýning á vatnslitaverkum
bandarísku listakonunnar M.J. Levy Dick-
son.
Þrjár af Okkur
í Galleríi Fold
Sýningarnar standa til 5. desem-
ber. Gallerí Fold er opið daglega
frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl.
11–17 og sunnudaga frá kl. 14–17.
STÍLL 2004, fatahönnunar-, hár-
greiðslu- og förðunarkeppni á veg-
um Samfés verður haldin í Íþrótta-
húsi Digranesskóla í Kópavogi á
morgun. Í þetta skipti taka 44 fé-
lagsmiðstöðvar þátt og er búist við
að þúsund manns verði í Digranes-
inu á morgun.
„Dagskráin er þétt og skemmtileg
frá klukkan 15 til 19. Meðal góðra
gesta sem kíkja í heimsókn eru
stúlkurnar úr Nylon, Kalli Bjarni og
síðast en ekki síst Vignir og Birgitta
úr Írafári,“ segir í tilkynningu frá
Samfés en líka verða haldnar tísku-
sýningar.
Keppendur taka til starfa uppúr
kl. 15, sýning á afrakstri dagsins
verður kl. 17.25 og svo kemur í ljós
kl. 18.50 hvaða félagsmiðstöðvar
hreppa helstu verðlaun. Veitt verða
verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin,
auk þess sem sérstök verðlaun verða
veitt fyrir hár, förðun og fatahönn-
un.
Kynnir á keppninni verður Mar-
grét Eir Hjartardóttir.
Búist við
þúsund
manns á
Stíl 2004
Morgunblaðið/Kristinn
Félagsmiðstöðin Vitinn Lækjó fékk
verðlaun fyrir förðun í fyrra.
Háskólabíó kl. 17.30: Undir stjörnuhimni.
Frumsýning.
Leikstjórarnir Helgi Felixson og Titti
Johnson svara fyrirspurnum úr sal ásamt
fulltrúm Rauða krossins.
Hafnarhús kl. 12–16: Málþingið Kvik-
myndir og samfélag.
Rætt um hlutverk og gildi kvik-
myndahátíða, íslenska kvikmyndamenn-
ingu og rödd Íslands í hinum alþjóðlega
kvikmyndaheimi. Erindi flytja Sturla
Gunnarsson kvikmyndaleikstjóri, Li Ping
meistaranemi, Helga Stephenson, einn
stjórnenda Kvikmyndahátíðarinnar í To-
ronto, Jannike Ahlund stjórnandi Gauta-
borgarhátíðarinnar og Þorfinnur Óm-
arsson. Leikstjórar sitja fyrir svörum, og
fjöldi fagfólks og áhugafólks um kvik-
myndir tekur þátt í pallborðsumræðum.
Helstu viðburðir á
Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík
Tíu ára alheimshrein-
gjörningur í Ketilhúsinu
ANNA Richardsdóttir opnar í dag kl. 16
sýningu í Ketilhúsinu, sem hún kallar Al-
heimshreingjörning. Anna hefur und-
anfarin tíu ár
ferðast á ýmsa
staði í heim-
inum til að
hreingera og
eignast sam-
starfsfólk á
hinum ýmsu
stöðum, sem
tekur þátt í að
þrífa heiminn
með henni, en
þó eingöngu
einn dag á ári,
nefnilega á af-
mælisdegi
hennar, 10.
október. Þann dag á hún frí.
Verkið í heild fjallar einnig um skuldbind-
ingu því allir þátttakendur þurfa að gera
samning við Önnu og skuldbinda sig til
þátttöku í 10 ár.
Skuldbinding er flókið fyrirbæri og kemur
ýmislegt í ljós um það á sýningunni. Sam-
starfshreingjörningafólk hennar hefur
sent henni myndir, texta, myndbönd og
skyggnumyndir af gjörningum sínum, sem
hafa verið framdir úti um allan heim hinn
10. október. Anna hefur skuldbundið sig til
að halda sýningar á myndverkum þeirra
einu sinni á ári í 10 ár. Eitt verk bætist við
á hverju ári frá hverjum þátttakenda, en
nýir þátttakendur geta bæst við á hverju
ári.
Sýningin verður opnuð með hreingjörningi
barna.
JPV útgáfa býður til samkomu í Salnum í
Kópavogi í dag milli kl. 15 og 16. Þar mun
Jónas Ingimundarson lesa upp úr ævi-
sögu sinni, leika á slaghörpuna og flytja
nokkur lög ásamt Ólafi Kjartani Sigurð-
arsyni. Þau nýmæli eru við þessa útgáfu
að tveir geisladiskar fylgja bókinni. Kaffi
og meðlæti verður í boði á meðan Jónas
áritar bókina sem verður fáanleg á staðn-
um.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jónas Ingimundarson og Ólafur Kjartan
Sigurðarson munu telja í nokkur væn
sönglög á léttu nótunum í dag.
Jónas Ingimundarson
kynnir ævisögu sína í
Salnum
BÓKAFORLAGIÐ Bjartur efnir til jóla-
bókahátíðar í versluninni Iðu, Lækjargötu,
í dag frá kl. 11 til 19. Lesið verður úr nýjum
og nýútkomnum bókum í heilar sex
klukkustundir auk þess sem gestum verð-
ur boðið upp á Blíðfinnslummur og pip-
arkökur.
Jólabókahátíð Bjarts