Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 51
MENNING
☎ 552 3000Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
EKKI MISSA AF KÓNGINUM!
AÐEINS ÞRJÁR SÝNINGAR EFTIR:
• Fimmtudag 25/11 kl 20 NOKKUR SÆTI LAUS
• Sunnudag 12/12 kl 20 AUKASÝNING
• Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING
eftir LEE HALL
Miðasalan er komin á internetið. Af því tilefni bjóðum við eldheitt tilboð á eina
vinsælustu leiksýningu ársins. Kíktu á www.loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo
miða á verði eins. Tilboðið gildir aðeins í nokkra daga. Takmarkaður miðafjöldi!
• www.loftkastalinn.is
TVEIR FYRIR EINN
“EINSTÖK SÝNING
sem gengur upp að öllu leyti.
Leikararnir fara á kostum”
SS Rás 2
“ÞVÍLÍK SNILLD!
Ég skora á alla að sjá þessa
stórkostlegu sýningu”
AK Útvarp Saga
Valtýs-
verk í
Listmuna-
húsinu
RAMMAMIÐSTÖÐIN opnaði
í gær nýtt myndlistargallerí í
húsnæði sínu Síðumúla 34 og
hefur það fengið nafnið List-
munahúsið. Fyrsta sýningin
er sölusýning á verkum Valtýs
Péturssonar listmálara.
Valtýr fæddist á Grenivík
árið 1919. Hann lærði versl-
unarfræði og stundaði listnám
jöfnum höndum. Jafnframt
því að vera í Verslunarskóla
Íslands í tvo vetur stundaði
hann nám í teikningu hjá
Birni Björnssyni, teiknikenn-
ara í Reykjavík. Hann fór síð-
an utan og stundaði versl-
unarnám og nam mósaíkgerð
hjá G. Severini í París 1956–
1957. Valtýr var í hópi þekkt-
ustu myndlistarmanna hér á
landi um og eftir miðja öldina.
Hann var einn af brautryðj-
endum í abstraktlist á Íslandi
og einn af stofnendum Sept-
emberhópsins og tók þátt í
sýningum hópsins á óhlut-
bundinni myndgerð. Hann
vann steinfellumyndir með ís-
lenskum grjótflísum. Valtýr
lést árið 1988.
Opið verður í Listmunahús-
inu Rammamiðstöðinni, Síðu-
múla 34, alla virka daga á
venjulegum afgreiðslutíma
verslana, milli 11 og 16 á laug-
ardögum og milli 13 og 17 á
sunnudögum fram að jólum.
Nútímalistasafn New York-borgar, Museum of ModernArt eða MoMA, opnar dyr
sínar við 53. stræti aftur fyrir al-
menningi í dag. Safnið var hið
fyrsta í heiminum sem einbeitti sér
eingöngu að sýningu og menntun á
sviði nútímamyndlistar og fagnar
um þessar mundir 75 ára afmæli
sínu.
Safninu var lokað í maí árið 2002til þess að endurbæta húsnæðið
og flutti þá til hluta af sýning-
arstarfsemi sinni til Queens. Flestir
voru sammála
um að það
væri ágætis
lausn tíma-
bundið, en
auðvitað getur aðstaða lengst úti í
úthverfi fyrir utan Manhattan alls
ekki komið í staðinn fyrir hina frá-
bæru staðsetningu sem safnið hef-
ur, rétt við 5th Avenue, steinsnar
frá Rockefeller Center, Times
Square og suðurenda Central Park.
Það var því til mikils að vinna að
koma húsnæðinu aftur í sæmilegt
horf, en það þótti komið nokkuð til
ára sinna eftir 65 ára veru í húsinu.
Það var japanski arkitektinnYoshio Taniguchi sem sá um
breytingarnar á húsinu. Víst er að
salir hússins hafa stækkað til muna
– heildarfermetrafjöldi hússins hef-
ur nær tvöfaldast – sem þótti orðið
tímabært þar sem safneignin hafði
fyrir löngu sprengt utan af sér
gamla húsnæðið. En margir hafa
líka skotið fram þeirri pælingu,
hvort safnið geti stækkað endalaust.
Því í takt við tímann mun safneign
MoMA pottþétt stækka enn meir, og
nýir myndlistarmenn bætast í hóp-
inn, án þess að aðrir verði úreltir.
Endurbæturnar kostuðu um 425milljónir dollara að sögn AP-
fréttastofunnar, rétt rúma 28 millj-
arða íslenskra króna. En á heima-
síðu sinni segist MoMA hafa vonast
til að safna tæpum 860 milljónum
dollara fyrir breytingunum, og hafi
náð að safna 700. 860 milljónir doll-
ara eru tæpir 57 milljarðar króna.
Ótrúlegt hvað það er til mikið af
peningum í Bandaríkjunum! 57
milljarðar í listasafn eru mjög mikl-
ir peningar, svo ekki sé meira sagt,
þó svo að um sé að ræða eitt af höf-
uðvígjum myndlistarinnar í dag.
Í dag verður víst ókeypis aðgang-ur að safninu, en frá og með
morgundeginum mun aðgangur
kosta 20 dollara, eða um 1.300 krón-
ur. Það er 8 dollara hækkun frá því
sem var áður en safnið lokaði og eru
margir listunnendur New York
ævareiðir yfir hækkuninni. Ég tek
undir að 20 dollarar eru nokkuð
mikið fé í þessu samhengi. Raunar
finnst mér að söfn ættu helst alltaf
og alls staðar að vera ókeypis. En
hafandi komið í þetta safn, og það
jafnvel áður en allar breytingarnar
voru gerðar á því, get ég af fullum
þunga sagt að það er peninganna
virði að borga sig þangað inn. Að sjá
öll þessi tímamótaverk sem maður
er sílesandi um, hljóðfæraleikarana
hans Picasso, dansinn hans Matisse,
stóru vatnaliljurnar hans Monets og
glugga/speglainnsetningu Ólafs
Elíassonar sem ég var svo heppin að
sjá síðast þegar ég var þar – ég
myndi borga mig inn hvenær sem
ég væri svo heppin að standa við
vestanvert 53. stræti í New York.
Stærra, betra og dýrara MoMA
’Það var til mikils aðvinna að koma húsnæð-
inu aftur í sæmilegt
horf, en það þótti komið
nokkuð til ára sinna eft-
ir 65 ára veru í húsinu. ‘
AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
ingamaria@mbl.is
AP
Nútímalistasafnið í New York, MoMA, verður opnað á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tvö ár.