Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 322. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kalkúnn með öllu Veisluborðin svigna undan kræsingunum | Daglegt líf Innrásin í Bretland 16 síðna aukablað með Viðskiptablaði Morgunblaðsins Viðskipti, Úr verinu, Íþróttir STJÓRNARANDSTAÐAN í Úkra- ínu hvatti í gær til allsherjarverkfalls og hótaði að loka öllum þjóðvegum, flugvöllum og járnbrautum í landinu eftir að yfirkjörstjórn landsins lýsti forsætisráðherrann, Viktor Janúkó- vítsj, sigurvegara í forsetakjörinu á sunnudag. Fékk Janúkóvítsj 49,46% atkvæða að sögn kjörstjórnar en Viktor Jústsjenkó, forsetaefni stjórn- arandstöðunnar, 46,61% atkvæða. Jústsjenkó og stuðningsmenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslitin og segja þau byggð á víðtækum svikum. Rússneska fréttastofan Interfax hafði í gær eftir Janúkóvítsj að við- ræður við stjórnarandstöðuna myndu hefjast í dag, fimmtudag. Sagðist Jan- úkóvítsj ekki vilja að stjórnarand- stæðingar teldu sig hafa verið beitta svikum. Jústsjenkó og fráfarandi for- seti, Leoníd Kútsjma, sögðu báðir í gær að vaxandi hætta væri á borg- arastyrjöld í landinu, aðrir benda á að landið gæti klofnað. Kútsjma studdi Janúkóvítsj í forsetakosningunum en báðir aðilar saka nú hvor annan um að reyna að hrifsa völdin með valdaráni. „Ólögmæt ákvörðun yfirkjör- stjórnar hefur hrakið Úkraínu á barm borgarastyrjaldar,“ sagði Jústsjenkó við tugi þúsunda stuðningsmanna sinna á Sjálfstæðistorginu í Kíev. „Við munum leysa málið í orrustu. Stjórn- völd vilja að átökin harðni enn og hafna pólitískri lausn,“ sagði hann. Júlía Tímósjenkó, einn talsmanna stjórnarandstöðunnar, sagði í gær að kosningarnar yrðu kærðar til hæsta- réttar landsins í dag, fimmtudag, og lagðar fram ítarlegar sannanir fyrir ásökunum um svindl. Hins vegar var haft eftir stjórnarandstöðuþingmann- inum Petro Porosjenkó að öll lög- fræðileg úrræði til að leysa vanda- málið væru þrotin. „Nú mun fólkið tjá hug sinn,“ sagði hann. Vestræn ríki hafa hvatt báða aðila til að forðast allt ofbeldi en gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Rússar, sem studdu Janúkóvítsj, hafa hins vegar fagnað úrslitunum og segja að öll gagnrýni að utan sé óviðeigandi af- skipti af innanríkismálum Úkraínu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Banda- ríkjamenn gætu ekki samþykkt kosn- ingaúrslitin, svo miklar misfellur hefðu verið á framkvæmdinni. Hvatti Powell ráðamenn í Kíev til að gera upp við sig „hvort þeir styðji lýðræð- ið“ og bætti við að ef þeir gerðu það ekki þegar í stað myndu afleiðingarn- ar verða slæmar fyrir samstarf Úkra- ínu og Vesturveldanna. Jose Manuel Barroso, nýr forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, tók í sama streng í gær. Janúkóvítsj lýstur sigurvegari en stjórnarandstaðan neitar að viðurkenna niðurstöðuna Reuters Stjórnarandstæðingurinn Viktor Jústsjenkó býr sig undir að ávarpa fólkið á Sjálfstæðistorginu í Kíev í gær. Úkraína sögð vera á barmi borgarastríðs Vestræn ríki hvetja deilendur til þess að forðast ofbeldisverk en segjast ekki telja kosningarnar lögmætar Kíev, Brussel, Washington. AFP, AP.  Úkraína/14 FULLTRÚAR þeirra átta ríkja, sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu, undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í gær en í henni skuldbinda ríkin sig til þess að stuðla að áframhaldandi þró- un og verndun umhverfisins á norð- urslóðum. Á fundinum var rætt um hugsanleg viðbrögð við hlýnun lofts- lags og sagði Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, að Rússar, sem nú taka við formennsku ráðsins, hygðust auka aðgerðir sem miðuðust að því að vinna gegn mengun á norð- urskautinu. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Norðurskautsráðsins, sagði vinnu þess hafa skilað áþreif- anlegum árangri og menn væru að taka skref í þá átt að vernda náttúru- auðlindir og koma í veg fyrir mengun. Náttúruverndarsamtök Íslands segja viðbrögð fundarins við skýrslu vísindamanna um öra hlýnun á norð- urslóðum hafa verið rýr í roðinu. Rík- in segi ekkert um bindandi aðgerðir til að draga úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda sem sé orsök vandans; þar með hafi ríki Norðurskautsráðs- ins undir formennsku Íslands misst af tækifæri til að veita forystu aðgerðum til að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að lífríki norðursins. Skrifað undir Reykjavíkuryfirlýsingu á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins Unnið verður gegn mengun Morgunblaðið/Golli Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, Davíð Oddsson, utan- ríkisráðherrra og formaður ráðsins, og Gunnar Pálsson sendiherra. Rannsóknum/Miðopna MEÐ nýrri stafrænni tækni er hægt að greina persónulegt handbragð hvers einasta list- málara og slá því föstu hvort til- tekin málverk séu eftir hann. Tæknin byggist á myndavél og tölvuforriti og með hana að vopni er auðvelt að afhjúpa falsanir og leysa ýmsar gátur, að sögn The New Scientist. Myndavélin og tölvan greina til dæmis í hvaða átt pensilförin liggja, lengd þeirra og hver þrýstingurinn á pensilinn var. Rannsökuð var mynd Ítalans Pietros Peruginos, „Madonna með barn“, frá um 1500. Var hægt að sýna fram á, að þrjú höfuð væru máluð af sama manni, líklega Perugino, en að hinum unnu þrír menn, einn þeirra var e.t.v. sjálfur Rafael. Snúið á falsara MIKILL mannfjöldi hefur safnast saman í miðborg höf- uðstaðar Úkraínu, Kíev, undanfarna þrjá daga þrátt fyrir kulda og snjókomu og krafist þess að stjórnarand- stæðingurinn Viktor Jústsjenkó yrði lýstur sigurvegari forsetakosninganna. Allmargir stuðningsmenn keppi- nautar hans, Viktors Janúkóvítsj, voru einnig á torginu í gær og skiptust hóparnir á skammaryrðum. Há- skólanemar hafa verið í fararbroddi stuðningsmanna Jústsjenkós en fréttamenn sögðu í gær að sá andi kjöt- kveðjuhátíðar og rokktónleika sem einkenndi mótmæl- in fyrstu dagana væri að hverfa. Janúkóvítsj var í gær lýstur sigurvegari í kosning- unum en seinni umferð þeirra fór fram um sl. helgi. Stjórnarandstæðingar og erlendir eftirlitsmenn segja að mikið hafi verið um kosningasvik, auk þess munu stuðningsmenn Janúkóvítsj víða hafa beitt hótunum til að hræða andstæðinga sína frá því að kjósa. Útifundur í vetrarkuldanum Tugþúsundir Úkraínumanna tóku í gær þátt í mótmæl- um í Kíev gegn meintum kosningasvikum stjórnvalda. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.