Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERNDA UMHVERFIÐ Fulltrúar þeirra átta ríkja, sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu, undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í gær en í henni skuldbinda ríkin sig til þess að stuðla að áframhaldandi þróun og verndun umhverfisins á norðurslóðum Heildarlausn í boði Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion og stjórnarformaður, hyggst bjóða upp á „heildarlausn í flug- rekstri“; félag sem sér um leigu flug- véla með áhöfn, þjálfun áhafnar, við- hald og tryggingar fyrir þá sem vilja stunda flugrekstur – allt annað en sölu farseðla, en slíkt félag á engan sinn líka í veröldinni. Ásakanir um valdarán Fulltrúar stjórnar og stjórnar- andstöðu í Úkraínu sökuðu hver annan um tilraun til valdaráns í gær og sögðu landið á barmi borgara- styrjaldar. Fulltrúar Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna hvöttu til þess að deiluaðilar beittu ekki of- beldi. Vestræn ríki gagnrýna hart framkvæmd forsetakosninganna um sl. helgi og segja þær ekki hafa verið lýðræðislegar. Grunur um stríðsglæpi Ný stjórn í Kosovo-héraði hefur ekki getað hafið störf vegna þess að væntanlegur forsætisráðherra, Ramush Haradinaj, verður ef til vill ákærður um stríðsglæpi. Er hann sagður hafa fyrirskipað morð á óbreyttum, serbneskum borgurum er hann var skæruliðaforingi árið 1999. Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgja tvö auglýsingablöð; frá Ráð- stefnuskrifstofu Íslands og Gleðileg jól frá Vero Moda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #      $         %&' ( )***                  Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 14 Umræðan 32/36 Höfuðborgin 18 Minningar 37/41 Akureyri 18 Dans 44 Austurland 20 Dagbók 46/48 Landið 20 Menning 49/51 Neytendur 24/25 Fólk 52/57 Daglegt líf 26 Bíó 54/57 Listir 28 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * LITHÁI sem kom til landsins með falsað vegabréf og ökuskírteini fyrir annan mann situr nú í gæsluvarð- haldi meðan reynt er að grafast fyrir um hver átti að fá skilríkin. Ekki er enn vitað hvort sá maður er staddur hér á landi. Áður komið til landsins Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Keflavíkurflug- velli kom maðurinn til landsins frá Kaupmannahöfn á sunnudagskvöld. Tollvörður stöðvaði hann við grænt hlið við komusal og þegar leitað var í vösum hans fundust skilríkin. Þau eru útgefin af yfirvöldum í Litháen og í nafni litháísks karlmanns en skipt hafði verið um myndir í þeim. Myndirnar sem settar voru í staðinn voru af sama karlmanninum. Maðurinn sem var handtekinn hefur a.m.k. einu sinni áður komið til landsins en hann hefur afar lítið gef- ið upp við yfirheyrslur. Héraðsdóm- ur Reykjaness hefur úrskurðað hann í gæsluvarðhald fram á föstudag. Ung litháísk kona sem var með honum í för var ekki handtekin þar sem hún tengdist málinu ekki. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur m.a. haft samband við alþjóða- deild ríkislögreglustjóra vegna rann- sóknar málsins en deildin hefur sam- skipti við erlend lögregluyfirvöld, m.a. Europol og Interpol. Verði gefin út ákæra í málinu er það í fyrsta skipti sem ákært er vegna þess að maður hefur fölsuð skilríki í fórum sínum en það var gert refsivert með breytingum á út- lendingalögum í vor. Með fölsuð skilríki fyrir annan mann NIÐURSTÖÐUR úr rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á upptökum brunans í Hringrás mun að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkra daga. Sem fyrr er helst talið að eldurinn hafi kviknað út frá hleðslutæki fyrir lyftara sem var í einu horni skemmunnar þar sem eldurinn kom upp en aðrir möguleikar eru einnig rann- sakaðir. Ekkert hefur komið fram sem bendir til íkveikju, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlög- regluþjóns í Reykjavík. Tæknideild lögregl- unnar var á vettvangi í gær en aðstæður voru að sögn Harðar frekar erfiðar. Morgunblaðið/Júlíus Brunasérfræðingar tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík unnu að rannsókn á svæði Hringrásar við Klettagarða í Reykjavík. Aðstæður á vettvangi erfiðar RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur óskað eftir því við lögreglu, að hún rann- saki hvernig á því stóð að sjón- varpsmóttakari á Hallgrímskirkju- turni féll skyndilega út í auka- fréttatíma í hádeginu sl. þriðjudag, með þeim afleiðingum að bein út- sending rofnaði frá vettvangi elds- voðans hjá Hringrás. Sambandið rofnaði skyndi- lega á slaginu klukkan tólf Elín Hirst, fréttastjóri Sjón- varpsins, segir þetta mjög ein- kennilegt atvik og grafalvarlegt, ekki síst vegna þess hlutverks sem Ríkisútvarpið gegnir þegar alvar- legir atburðir eiga sér stað. ,,Við höfðum verið með beina út- sendingu fyrr um morguninn sem gekk ágætlega og vorum með gott samband við fréttamann okkar á staðnum, en á slaginu klukkan tólf rofnaði skyndilega sambandið,“ segir Elín. Að sögn hennar eru bæði RÚV og Stöð 2 með móttakara í Hall- grímskirkjuturni og vitað var að tæknimaður frá Stöð 2 fór upp í turninn kl. hálf tólf, þar sem Stöð 2 var einnig með beina útsendingu vegna eldsvoðans. „Í mínum huga er þrennt sem getur hafa gerst. Í fyrsta lagi að það hafi orðið bilun, sem mér finnst þó fremur ólíklegt, þar sem allt var í lagi þar til sambandið rofnaði og þarna er um búnað að ræða sem skipt var út af öryggis- ástæðum fyrir hálfum mánuði. Í öðru lagi að starfsmaður Stöðvar 2 hafi af misgáningi tekið vitlausa snúru úr sambandi, sem leitt hafi til þess að útsending okkar rofn- aði. Í þriðja lagi að þetta hafi verið viljaverk en ég vil alls ekki trúa því. Við lítum þetta mál grafalvar- legum augum vegna þess að Rík- isútvarpið er hluti af almanna- varnakeðju ríkisins og við tökum það hlutverk mjög alvarlega. Þess vegna fannst okkur nauðsynlegt að grípa til þessara úrræða til að ganga úr skugga um hvað gerðist,“ segir Elín. Að sögn hennar hefur ekki kom- ið í ljós nein bilun í móttakaranum, sem hefur virkað með eðlilegum hætti síðan atvikið átti sér stað. Móttakari RÚV í Hallgrímskirkjuturni féll út þegar hefja átti beina fréttaútsendingu frá brunanum hjá Hringrás Lögregla rannsaki af hverju útsending rofnaði MIKILL skortur en nú á blóði í Blóðbankanum. Í tilkynningu frá Blóðbankanum segir að skapast hafi mikil og rík þörf fyrir blóð- hluta hjá sjúkrahúsunum vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, að- gerða og slysa á síðustu dögum og vikum. „Þegar Blóðbankinn sendir áskorun af þessu tagi, eru ríkar ástæður að baki. Blóðbankinn sinn- ir heilbrigðisstofnunum um land allt. Á þessum árstíma reynist Blóð- bankanum oft erfitt að halda uppi nægum blóðhlutabirgðum. Mikið hefur verið notað af rauð- kornum, blóðvökva (plasma) og blóðflögum síðustu dagana. Rauð- korn og blóðvökvi eru notuð við að- gerðir og slys. Blóðflögur eru gjarnan notaðar í stórum aðgerð- um, en ekki síst sem stuðnings- meðferð við krabbameinssjúka. Það er því mikilsvert að Blóðbankinn eigi nægar birgðir þessara blóð- hluta á hverjum tíma. Blóðbankinn leggur sérstaka áherslu á að fá virka blóðgjafa í öll- um blóðflokkum til að koma.“ Mikill skortur á blóði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.