Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR Hálsmen verð: kr.5.990.- í dag: 4.792.- Einstakt tæki færi í dag. Frábærir demantss l ípaðir SWAROVSKI skar tgr ipir með 20% afs læt t i . Ofnæmisprófaðir skartgripir fyrir þig og hinar stjörnurnar. Eyrnalokkar verð: kr.3.750.- í dag: 3.000.- Hringir 3saman verð: kr. 7.990.- í dag: 6.392.- Hálsmen verð: kr.6.990.- í dag: 5.592.- Hálsmen verð: kr. 7.990.- í dag: 6.392.- Kringlunni S:568 9955 - Faxafeni S:568 4020 Opið í Faxafeni til 6 og Kringlunni til 9 í kvöld. fallegt fyrir þig Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Vertu þú sjálf! Vertu bella donna Erum að taka upp jólafötin Opið mán.-föst. 11-18 • laug. 11-15 MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís- lands samþykkti ályktun um fyrir- hugaðar skattalækkanir á fundi sín- um í gær. Bendir miðstjórn á að verðbólga sé nú langt umfram for- sendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þær umfangsmiklu skattalækkanir sem ríkisstjórnin boði nú muni enn auka á hagstjórn- arvandann og geti leitt til vaxandi verðbólgu á næstu misserum. Gangi það eftir séu forsendur kjarasamn- inga um stöðugleika í efnahagsmál- um og kaupmátt launa brostnar. Þá er það mat miðstjórnar ASÍ, að ítrekað hafi verið kallað eftir sam- starfi við stjórnvöld um mótun sam- þættrar stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en stjórnvöld hafi ekki sýnt vilja til slíks samráðs. ASÍ muni því þurfa í samráði við aðild- arfélög sín að endurskoða samskipt- in. Tekjutap ríkissjóðs rúmir 29 milljarðar króna Hagdeild ASÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppsafnað ár- legt tekjutap ríkissjóðs vegna skattabreytinganna á árunum 2005, 2006 og 2007 nemi samtals 29,256 milljónum kr. „Samtals er gert ráð fyrir því að tekjuskattar einstaklinga, eigna- skattar einstaklinga og lögaðila og barnabætur leiði til þess að tekjur ríkissjóðs geti orðið rúmum 29 millj- örðum lægri árið 2007 en ef skatta- reglur ársins 2004 héldust óbreytt- ar. Hér hefur ekki verið gert ráð fyrir veltuáhrifum af skattalækkun- um. Þetta hefur þau áhrif að ráðstöf- unartekjur einstaklinga aukast um- talsvert,“ segir í minnisblaði sem hagdeild ASÍ hefur tekið saman um skattafrumvarpið. Skattbyrði þeirra tekjuhæstu lækkar meira en annarra ASÍ kemst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem ríkisstjórnin hefur valið, að lækka tekjuskattsprósentuna um 4% og láta skattleysismörk hækka sjálfkrafa af þeim sökum, leiði til þess að hlutfallsleg skattbyrði allra tekjuhópa sem á annað borð greiða tekjuskatt, lækki um sama hlutfall. „Ávinningur þeirra tekjuhærri verður meiri í krónum talið en þeirra tekjulægri. Að auki má búast við því að tekjur flestra einstaklinga hækki umfram hækkun persónuafsláttar- ins og af þeim sökum mun hlutfalls- leg skattbyrði þeirra sem eru með lægstu tekjurnar lækka minna en þeirra tekjuhærri. Þegar tillit er tekið til þess að hátekjuskatturinn verður afnuminn, þá er verið að lækka skattbyrði þeirra tekjuhæstu meira en annarra tekjuhópa. Hluti breytinganna er því hlutlaus gang- vart tekjujöfnun, þ.e. hvorki dregur úr tekjujöfnun né heldur eykst hún, en þegar tekið er tillit til breyting- anna í heild þá dregur úr tekjujöfn- un,“ segir á minnisblaðinu. Hækkun barnabóta leiðir til tekjujöfnunar Að mati hagfræðinga ASÍ munu þær breytingar sem kynntar hafa verið á barnabótakerfinu fela í sér aðgerðir til tekjujöfnunar. „Hækkun skerðingarmarka kom þeim með lægstu tekjurnar og lægri millitekjur helst til góða. Skerðing- armörkin hafa í raun verið mjög lág, tæp 60.000 kr., þannig að ólíklegt er að margir einstaklingar hafi í raun fengið óskertar tekjutengdar barna- bætur. Lækkun skerðingarpró- sentna um 1% stig kemur þeim tekjuhærri af þeim sem á annað borð fá barnabætur til góða. Þegar haft er í huga að í raun eru það helst þeir tekjulægstu sem fá tekjutengd- ar barnabætur vegna þess hve tekjuskerðingar kerfisins eru miklar og byrja við lágar tekjur, verður ekki annað séð en að lækkun skerð- ingarprósentnanna sé í raun tekju- jafnandi aðgerð. Hækkun ótekju- tengdra barnabóta verður líka að teljast tekjujafnandi þar sem þær ná einungis til barna að 7 ára aldri. Al- mennt má búast við að foreldrar ungra barna séu yngri en foreldrar eldri barna. Þegar það er haft í huga að tekjur þeirra yngri á vinnumark- aði eru almennt lægri en þeirra eldri, þá er hér um tekjujöfnun að ræða. Erfitt er að fullyrða um áhrif af- náms eignaskatts á einstaka tekju- hópa. Búast má við því að nettóeign þeirra tekjuhærri, þ.e. eignir að frá- dregnum skuldum, séu meiri en þeirra tekjulægri. Hér verður þó að hafa í huga að margir eldri borgarar eiga skuldlausar eignir og borga því eignaskatt en hafa lágar tekjur,“ er mat hagfræðinga sambandsins. Hagdeild ASÍ er ósammála þeirri ráðstöfun ríkisstjórnarinnar að vegna hættu á ofþenslu í hagkerfinu samhliða stórframkvæmdum komi þunginn af skattkerfisbreytingunum fram á síðari hluta tímabilsins eða árið 2007. „Þetta væri skynsamleg ráðstöfun ef rétt væri, en svo er ekki,“ segir á minnisblaði hagdeildarinnar. „Verð- bólga nú þegar er umtalsvert yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðla- bankans og hefur verið það um nokkurra mánaða skeið. Seðlabank- inn hefur brugðist við og hækkað vexti um 1,95% stig frá því í maí. ASÍ hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að aðhalds sé gætt í ríkisfjár- málunum. Það hefur Seðlabankinn einnig gert...,“ segir ennfremur á minnisblaði hagdeildar þar sem vís- að er til tilkynningar Seðlabankans í lok október sl. Benda hagfræðingar ASÍ á að að- haldsstig fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár sé minna en aðhaldsstig ríkisfjármálanna árin 1999 og 2000 og er rifjað upp að á þeim árum hafi verðbólga farið úr böndunum. Auka aðhaldsleysi ASÍ vísar einnig til nýs álits Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf í umfjöllun sinni og bendir á að fyrir liggi að það sé sam- dóma álit hagdeildar ASÍ, Seðla- bankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins að aðhaldsstig ríkisfjármálanna við núverandi aðstæður í efnahags- lífinu sé ekki nægilegt og að skatta- lækkanir muni auka á aðhaldsleysið, nema til komi verulegur viðbótarnið- urskurður ríkisútgjalda. Hætt sé við að slíkt geti ekki gerst nema með sársaukafullum niðurskurði á vel- ferðarkerfinu. Þá kemst hagdeild ASÍ að þeirri niðurstöðu að flöt lækkun á tekju- skattsprósentunni og afnám há- tekjuskatts á næsta ári sé í litlu sam- ræmi við áherslur sem samþykktar voru um skattamál á nýafstöðnum ársfundi ASÍ. Hækkun barnabóta sé þó það atriði sem helst sé í samræmi við áherslur ársfundarins. Verka- lýðshreyfingin hefði þó kosið að út- færa þær með nokkuð öðrum hætti. Í stað þess að draga út skerðing- arprósentunni sé æskilegra að tekjutengdu bæturnar yrðu hækk- aðar sérstaklega auk þess sem bæt- urnar ættu að ná til barna að 18 ára aldri. Miðstjórn Alþýðusambandsins gagnrýnir frumvarp ríkisstjórnar um skattabreytingar Auka hagstjórnarvandann og geta valdið enn meiri verðbólgu                           !  " #  $%#  &'    ()(* +, -.  +  )    +, + /+,0 /+. -.  /+1 /+1   /+, /+.           !  " #  $%#  &'    ()(* +, -.  + )    //+ + /+,0 /+. - /+ /+1 /+1 + /+,0 + - /+ 1+ GUÐRÚN Kjarval, tengdadóttir Jó- hannesar S. Kjarvals listmálara hef- ur fallið frá málsókn á hendur Pétri Þór Gunnarssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Gallerís Borgar, sem hún höfðaði vegna meintrar fölsunar og sölu á málverki sem eignað var Kjarval. Með samkomulagi féllst hún á að borga málsvarnarlaun lög- manns Péturs vegna málsókn- arinnar, 125 þúsund krónur. Guðrún situr í óskiptu búi eftir eiginmann sinn, Svein Kjarval sem lést árið 1981, en hann var sonur Jó- hannesar S. Kjarval. Sveinn var réttbær handhafi höf- undarréttar að listaverkum föður síns eftir lát listamannsins en Guð- rún fer með höfundarréttinn nú. Guðrún krafðist þess að Pétur Þór yrði dæmdur til að greiða henni eina milljón í miskabætur fyrir brot á höfundarréttarlögum fyrir að hafa falsað og selt málverk sem ranglega var eignað Jóhannesi Kjarval. Um er að ræða málverk sem ber titilinn „Vorkoma.“ Dani keypti það hjá Galleríi Borg 1. maí 1994 og var kaupverð 396 þúsund krónur. Rík- islögreglustjóri ákærði ekki vegna þessa verks í málverkafölsunarmál- inu. Sátt gerð um greiðslu málsvarnarlauna Hvorki Pétur Þór né lögmaður hans mættu fyrir héraðsdóm þegar málið var tekið fyrir og var stefnan því árituð af dómara um að hægt væri að gera fjárnám hjá Pétri Þór upp í kröfur Guðrúnar. Áritun telst ígildi dóms. Eiginlegur dómur var á hinn bóginn ekki kveðinn upp og sönnunarfærsla um hvort myndin væri fölsuð eða ekki fór aldrei fram. Stefnan var árituð 13. maí í vor, sex dögum áður en Hæstiréttur sýknaði Pétur Þór og Jónas Freydal Þor- steinsson af öllum ákæruliðum í málverkafölsunarmálinu. Þar sem Pétur mætti ekki fyrir héraðsdóms vegna stefnu Guðrúnar hafði hann rétt á að krefjast þess að málið yrði tekið upp á nýjan leik, sem hann og gerði. Hyggst stefna Pétri Þór aftur Þegar málið var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjaness á þriðjudag lýsti Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður Guðrúnar því yfir að fallið væri frá málsókn og var gerð sátt um að hún myndi greiða málsvarn- arlaun Péturs Þórs. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jóhannes að ástæðan væri einkukm sú að ekki hefði gefist tími til að afla álits dóm- kvadds matsmanns á málverkinu áður en 10 ára fyrningarfrestur hefði runnið út. Í öðru lagi hefð- ivantað ítarlegri gögn um kaup Pét- urs Þórs á því verki sem stefnandi telur að væri undir yfirmálun á verkinu. Án þessara gagna væri ekki forsvaranlegt að halda málinu áfram. Þegar gagnanna hefur verið aflað stendur að stefna Pétri Þór aftur vegna hinnar meintu fölsunar og til þess hefur Guðrún Kjarval sex mánuði. Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. var til varnar fyrir Pétur Þór. Fellur frá málsókn vegna Kjarvals- málverks Þetta er falsaða myndin, sem seld var hjá Galleríi Borg árið 1994.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.