Morgunblaðið - 25.11.2004, Page 12

Morgunblaðið - 25.11.2004, Page 12
Ólafur Elíasson 12 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á laugardag Lestu bókina fyrst og gagnrýnina á eftir? Lestu Lesbókina fyrst og bókina svo? Jólabækurnar + mönnum sem hafa beitt sér fyrirbreyttri lagasetningu um kynbundiðofbeldi á Alþingi þar sem ræða á nauðsyn lagasetningar gegn kyn- bundnu ofbeldi sérstaklega. Átakinu lýkur svo 10. desember með því að skorað verður á forseta Hæstaréttar Íslands, forsætisráð- herra og forseta Alþingis að beita sér í þessum málum. „Umbætur í íslensku samfélagi varðandi kyn- bundið ofbeldi verða að gerast á öll- um sviðum stjórnvaldsins en auðvit- að í íslensku þjóðarsálinni líka,“ segir Birna. „Þess vegna erum við með svona margbreytilega dagskrá, til að fá sem flesta til að hugsa sinn gang, vegna þess að kynbundið of- beldi – eins útbreitt og það er – hef- ur verið of dulið til að hægt sé að fjalla um það sem þjóðfélagsvand- ann sem það í rauninni er.“ Ítarleg umfjöllun um þróunarmál UNIFEM er 15 ára 18. desember nk. og hefur verið gefið út veglegt tímarit í tilefni þessara tímamóta. „Þetta er án efa eitt ítarlegasta tímaritið um þróunarmál sem komið hefur út hér á landi,“ segir Birna, en ritstjóri tímaritsins er Hrund Gunnsteinsdóttir. Það verður því mikið um að vera hjá UNIFEM á næstunni og hvetur Birna alla Ís- lendinga til að nota tækifærið næstu 16 daga og kynna sér það al- varlega málefni sem kynbundið of- beldi er. SÝNINGARSTÚLKUR verða farð- aðar eins og þær séu fórnarlömb líkamlegs ofbeldis til að minna fólk á afleiðingar heimilisofbeldis, og verður það hluti dagskrár 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Alls munu um 130 lönd um allan heim taka þátt í þessu átaki. Frá upphafi hefur verið staðið fyrir átakinu í yf- ir 130 löndum sem er ætlað að knýja á um afnám kynbundins of- beldis. Þetta er í fyrsta skipti sem Ís- lendingar taka þátt í átakinu á þennan hátt, en það hefur verið ár- legur viðburður víða um heim frá árinu 1991, segir Birna Þórarins- dóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi. Eitthvað verður um að vera alla 16 dagana, og hefst dag- skráin í dag með morgunverðar- fundi UNIFEM á Hótel Loftleið- um. Þar mun Gréta Gunnarsdóttir lögfræðingur ræða um jafnréttismál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir guð- og siðfræðingur fjalla um konur og of- beldi út frá guðfræðilegri siðfræði. Farðaðar eins og fórnarlömb ofbeldis Meðal annarra viðburða verður uppákoma á vegum Amnesty Int- ernational í Iðu í Lækjargötu á laugardaginn þar sem þjóðþekktar sýningarstúlkur verða farðaðar eins og þær séu fórnarlömb líkamlegs ofbeldis, og segir Birna að það sé gert til að vekja athygli á því hversu dulið heimilisofbeldi sé í samfélaginu. Mánudaginn 6. desem- ber verður svo málþing með þing- Kynbundið ofbeldi dulið vandamál RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt tillögu fjármálaráðherra um að lög um Lífeyrissjóð sjó- manna yrðu afnumin. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að ekki væri efni til að viðhalda sérlögum um þennan lífeyris- sjóð. Starfsemi hans félli alger- lega að þeim almennu lögum sem gilda um starfsemi lífeyr- issjóða. Það þrengdi auk þess svigrúm sjóðsins til að bregðast við aðstæðum að láta sérstök lög gilda um hann. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, sagði að lengi hefði staðið til að afnema lögin enda væru þau hluti af gömlum tíma. Í gildi væru almenn lög um starfsemi lífeyrissjóða og starf- aði sjóðurinn eftir þeim lögum. Afnám laganna hefði því engin áhrif á starfsemi sjóðsins. Lífeyrissjóður sjómanna var stofnaður með lögum 1958. Það gerðist í kjölfar harðrar kjara- deilu sjómanna og útvegs- manna. Árni sagði að aldrei hefði verið nein ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Sjóð- urinn hefði lengst af veitt meiri réttindi en sjóðir á almennum markaði og það hefði leitt til þess að sjóðurinn hefði átt í erf- iðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Rétt- indunum hefði hins vegar verið breytt og sjóðurinn stæði í dag ágætlega í samanburði við aðra sjóði. Lög um Líf- eyrissjóð sjómanna afnumin „ÞÚ getur líka lent í Netinu!“ er yfirskrift veggspjalds sem var afhent í Hagaskóla í gær en veggspjaldið var hannað í kjölfar opinnar umræðu um einelti og ærumeið- ingar á Netinu. Að veggspjaldinu stóðu þrjár stúlkur, sem voru í 10. bekk Hagaskóla í fyrra. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, leitaði til stúlknanna um gerð veggspjalds sem tengt væri ofangreindu efni, en á vegg- spjaldinu er að finna reglur, siðaboðskap, sem stúlk- urnar telja að eigi að gilda í samskiptum ungs fólks á Netinu. Sunna Örlygsdóttir hannaði veggspjaldið en Ás- gerður Snævarr og Dóra Sif Ingadóttir sáu um texta. Þær Ásgerður og Dóra Sif segjast hafa verið að reyna að vekja fólk til umhugsunar um einelti á Netinu og af- leiðingar þess. Þær gerðu könnun innan veggja Haga- skóla sem leiddi í ljós að einelti á Netinu væri algengt vandamál. Með könnuninni vildu þær einnig vekja at- hygli á vandamálinu hjá fullorðnum einstaklingum, þ.e. hversu margir hefðu lent í þessu, og vakti þetta athygli Þórhildar Líndal. Þórhildur segir stúlkurnar vera skelegga og fram- bærilega fulltrúa ungu kynslóðarinnar og því hafi hún sett sig í samband við þær vegna útgáfu veggspjaldsins. Fannst henni við hæfi „að unga fólkið talaði til unga fólksins“ um þessi mál. Aðspurð segir hún ekki vera van- þörf á því að minna fólk á að fara eigi eftir siðareglum þegar það notar Netið. Það megi ekki gleyma því að jafn- vel þótt samskiptin fari fram í gegnum Netið þá sé um samskipti við manneskjur að ræða. „Þú verður að gæta þín að særa ekki neinn né móðga, og koma fram af hátt- vísi við hvern og einn.“ Veggspjaldinu verður dreift í alla grunnskóla, fé- lagsmiðstöðvar og bókasöfn landsins. Spornað við einelti og ærumeiðingum á Netinu Morgunblaðið/Kristinn Áróra Árnadóttir, formaður nemendaráðs Hagaskóla, Sunna Örlygsdóttir, hönnuður veggspjaldsins, Dóra Sif Ingadóttir og Ásgerður Snævarr textahöfundar og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi TENGLAR ..................................................... www.unifem.is/16dagar.htm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.