Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 12
Ólafur Elíasson 12 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á laugardag Lestu bókina fyrst og gagnrýnina á eftir? Lestu Lesbókina fyrst og bókina svo? Jólabækurnar + mönnum sem hafa beitt sér fyrirbreyttri lagasetningu um kynbundiðofbeldi á Alþingi þar sem ræða á nauðsyn lagasetningar gegn kyn- bundnu ofbeldi sérstaklega. Átakinu lýkur svo 10. desember með því að skorað verður á forseta Hæstaréttar Íslands, forsætisráð- herra og forseta Alþingis að beita sér í þessum málum. „Umbætur í íslensku samfélagi varðandi kyn- bundið ofbeldi verða að gerast á öll- um sviðum stjórnvaldsins en auðvit- að í íslensku þjóðarsálinni líka,“ segir Birna. „Þess vegna erum við með svona margbreytilega dagskrá, til að fá sem flesta til að hugsa sinn gang, vegna þess að kynbundið of- beldi – eins útbreitt og það er – hef- ur verið of dulið til að hægt sé að fjalla um það sem þjóðfélagsvand- ann sem það í rauninni er.“ Ítarleg umfjöllun um þróunarmál UNIFEM er 15 ára 18. desember nk. og hefur verið gefið út veglegt tímarit í tilefni þessara tímamóta. „Þetta er án efa eitt ítarlegasta tímaritið um þróunarmál sem komið hefur út hér á landi,“ segir Birna, en ritstjóri tímaritsins er Hrund Gunnsteinsdóttir. Það verður því mikið um að vera hjá UNIFEM á næstunni og hvetur Birna alla Ís- lendinga til að nota tækifærið næstu 16 daga og kynna sér það al- varlega málefni sem kynbundið of- beldi er. SÝNINGARSTÚLKUR verða farð- aðar eins og þær séu fórnarlömb líkamlegs ofbeldis til að minna fólk á afleiðingar heimilisofbeldis, og verður það hluti dagskrár 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Alls munu um 130 lönd um allan heim taka þátt í þessu átaki. Frá upphafi hefur verið staðið fyrir átakinu í yf- ir 130 löndum sem er ætlað að knýja á um afnám kynbundins of- beldis. Þetta er í fyrsta skipti sem Ís- lendingar taka þátt í átakinu á þennan hátt, en það hefur verið ár- legur viðburður víða um heim frá árinu 1991, segir Birna Þórarins- dóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi. Eitthvað verður um að vera alla 16 dagana, og hefst dag- skráin í dag með morgunverðar- fundi UNIFEM á Hótel Loftleið- um. Þar mun Gréta Gunnarsdóttir lögfræðingur ræða um jafnréttismál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir guð- og siðfræðingur fjalla um konur og of- beldi út frá guðfræðilegri siðfræði. Farðaðar eins og fórnarlömb ofbeldis Meðal annarra viðburða verður uppákoma á vegum Amnesty Int- ernational í Iðu í Lækjargötu á laugardaginn þar sem þjóðþekktar sýningarstúlkur verða farðaðar eins og þær séu fórnarlömb líkamlegs ofbeldis, og segir Birna að það sé gert til að vekja athygli á því hversu dulið heimilisofbeldi sé í samfélaginu. Mánudaginn 6. desem- ber verður svo málþing með þing- Kynbundið ofbeldi dulið vandamál RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt tillögu fjármálaráðherra um að lög um Lífeyrissjóð sjó- manna yrðu afnumin. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að ekki væri efni til að viðhalda sérlögum um þennan lífeyris- sjóð. Starfsemi hans félli alger- lega að þeim almennu lögum sem gilda um starfsemi lífeyr- issjóða. Það þrengdi auk þess svigrúm sjóðsins til að bregðast við aðstæðum að láta sérstök lög gilda um hann. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, sagði að lengi hefði staðið til að afnema lögin enda væru þau hluti af gömlum tíma. Í gildi væru almenn lög um starfsemi lífeyrissjóða og starf- aði sjóðurinn eftir þeim lögum. Afnám laganna hefði því engin áhrif á starfsemi sjóðsins. Lífeyrissjóður sjómanna var stofnaður með lögum 1958. Það gerðist í kjölfar harðrar kjara- deilu sjómanna og útvegs- manna. Árni sagði að aldrei hefði verið nein ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Sjóð- urinn hefði lengst af veitt meiri réttindi en sjóðir á almennum markaði og það hefði leitt til þess að sjóðurinn hefði átt í erf- iðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Rétt- indunum hefði hins vegar verið breytt og sjóðurinn stæði í dag ágætlega í samanburði við aðra sjóði. Lög um Líf- eyrissjóð sjómanna afnumin „ÞÚ getur líka lent í Netinu!“ er yfirskrift veggspjalds sem var afhent í Hagaskóla í gær en veggspjaldið var hannað í kjölfar opinnar umræðu um einelti og ærumeið- ingar á Netinu. Að veggspjaldinu stóðu þrjár stúlkur, sem voru í 10. bekk Hagaskóla í fyrra. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, leitaði til stúlknanna um gerð veggspjalds sem tengt væri ofangreindu efni, en á vegg- spjaldinu er að finna reglur, siðaboðskap, sem stúlk- urnar telja að eigi að gilda í samskiptum ungs fólks á Netinu. Sunna Örlygsdóttir hannaði veggspjaldið en Ás- gerður Snævarr og Dóra Sif Ingadóttir sáu um texta. Þær Ásgerður og Dóra Sif segjast hafa verið að reyna að vekja fólk til umhugsunar um einelti á Netinu og af- leiðingar þess. Þær gerðu könnun innan veggja Haga- skóla sem leiddi í ljós að einelti á Netinu væri algengt vandamál. Með könnuninni vildu þær einnig vekja at- hygli á vandamálinu hjá fullorðnum einstaklingum, þ.e. hversu margir hefðu lent í þessu, og vakti þetta athygli Þórhildar Líndal. Þórhildur segir stúlkurnar vera skelegga og fram- bærilega fulltrúa ungu kynslóðarinnar og því hafi hún sett sig í samband við þær vegna útgáfu veggspjaldsins. Fannst henni við hæfi „að unga fólkið talaði til unga fólksins“ um þessi mál. Aðspurð segir hún ekki vera van- þörf á því að minna fólk á að fara eigi eftir siðareglum þegar það notar Netið. Það megi ekki gleyma því að jafn- vel þótt samskiptin fari fram í gegnum Netið þá sé um samskipti við manneskjur að ræða. „Þú verður að gæta þín að særa ekki neinn né móðga, og koma fram af hátt- vísi við hvern og einn.“ Veggspjaldinu verður dreift í alla grunnskóla, fé- lagsmiðstöðvar og bókasöfn landsins. Spornað við einelti og ærumeiðingum á Netinu Morgunblaðið/Kristinn Áróra Árnadóttir, formaður nemendaráðs Hagaskóla, Sunna Örlygsdóttir, hönnuður veggspjaldsins, Dóra Sif Ingadóttir og Ásgerður Snævarr textahöfundar og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi TENGLAR ..................................................... www.unifem.is/16dagar.htm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.