Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT fyrrverandi, Ramush Haradinaj. Var samið um að Rugova yrði áfram forseti Kosovo en Haradinaj yrði forsætisráðherra. Fyrir liggur hins vegar að stríðs- glæpadómstóll SÞ hefur undanfarið kannað ásakanir á hendur Harad- inaj en hann var einn af helstu leið- togum Frelsishers Kosovo (UCK) í átökum við serbneska herinn 1998 og 1999. Segja Serbar Haradinaj m.a. hafa fyrirskipað morð á óbreyttum serbneskum borgurum. Myndu bregðast ókvæða við Fyrr í þessum mánuði var Harad- inaj kallaður til yfirheyrslu en ekki TAFIR hafa orðið á því að ný stjórn tæki til starfa í Kosovo í kjölfar þingkosninga, sem haldnar voru í síðasta mánuði, vegna gruns um að Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag muni senn leggja fram ákæru á hendur manninum, sem samið hefur verið um að verði næsti forsætisráðherra í héraðinu. Í kosningum sem fram fóru í október vann Lýðræðisbandalag Ibrahims Rugova nokkuð öruggan sigur, hlaut um 45% atkvæða. Flokkurinn náði hins vegar ekki að tryggja sér meirihluta á þingi og hóf því viðræður við þriðja stærsta flokkinn, flokk skæruliðaforingjans er vitað hvort málinu er þar með lokið eða hvort vænta megi ákæru. Yfirsaksóknari dómstólsins, Carla del Ponte, hefur þó sagt að hún muni leggja fram ákærur á hendur einhverjum leiðtoga UCK fyrir árs- lok. Ljóst er að Kosovo-Albanar munu taka því illa ef Haradinaj verður ákærður en þeir líta á sig sem fórn- arlömb í hildarleiknum 1999. Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópu- sambandsins, sagði hins vegar í fyrradag, að sá maður, sem sætti rannsókn stríðsglæpadómstóls væri líklega „ekki heppilegastur“ for- sætisráðherra í Kosovo. Haradinaj, fyrrverandi skæruliðaforingi, tilnefndur forsætisráðherra í Kosovo Hugsanlega sekur um stríðsglæpi Pristina, Brussel. AFP. Ramush Haradinaj ÚKRAÍNSK kona stingur blómi í skjöld óeirðalögreglu- manns fyrir utan skrifstofu Úkraínuforseta í Kíev í gær. Þúsundir Úkraínumanna settu þá upp tjöld fyrir utan skrifstofu forsetans og bjuggu sig undir mótmæli þriðju nóttina í röð. Fólkið kvaðst ætla að halda áfram mótmæl- um allan sólarhringinn þar til yfirvöld viðurkenndu að forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Viktor Jústsjenkó, hefði sigrað í forsetakosningunum á sunnudag. Reuters Mótmæla allan sólarhringinn BANDARÍSKI fréttamaðurinn Dan Rather, eitt af þekktustu and- litum á sjón- varpsskjánum vestra, hefur til- kynnt að hann muni láta af störf- um sem aðal- fréttalesari CBS- sjónvarpsstöðvarinnar í mars á næsta ári. Rather, sem er 73 ára, hefur farið fyrir fréttastofu CBS síð- ustu 24 árin, lengur en nokkur annar maður. Hyggst hann nú m.a. ein- beita sér að störfum sínum fyrir fréttaþáttinn „60 mínútur“. Tilkynningin um brotthvarf Rathers kemur viku áður en annað þekkt andlit, Tom Brokaw, aðal- fréttalesari fréttastofu NBC-sjón- varpsstöðvarinnar, lætur af störfum. Þá er aðeins Peter Jennings hjá ABC eftir af stóru nöfnunum þrem- ur, sem svo hafa verið kallaðir. Rather á langan feril að baki í fréttamennsku. Eftirminnilegustu augnablik ferils hans eru þó sjálfsagt rimma hans við Richard Nixon á fréttamannafundi í Hvíta húsinu og rifrildi sem hann átti við George Bush eldri í beinni útsendingu í for- setatíð þess síðarnefnda. Í yfirlýsingu Rathers kom fram að hann hefði síðasta sumar komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að hætta eftir forsetakosningarnar í nóvember. Mörgum þykir þó líklegt að atvik, sem átti sér stað í septem- ber, hafi haft áhrif á ákvörðunina en þá neyddist Rather til að biðjast af- sökunar á umfjöllun sinni um her- þjónustu George W. Bush Banda- ríkjaforseta í „60 mínútum“. Kom á daginn að Rather hafði stuðst við vafasamar heimildir fyrir þeirri full- yrðingu að Bush hefði verið vikið úr flugsveit þjóðvarðliðsins í Texas í Víetnam-stríðinu. New York. AFP. Dan Rather hættir í mars Dan Rather DEILAN um forsetakosningarnar í Úkraínu hefur magnað spennuna í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands sem takast nú greini- lega á um áhrif í fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna þótt leiðtog- ar beggja ríkjanna hafi oft neitað því. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var fljótur að senda Viktor Jan- úkóvítsj, forsætisráðherra Úkr- aínu, skeyti með hamingjuóskum þegar úkraínsk yfirvöld tilkynntu að hann hefði sigrað í kosning- unum þrátt fyrir ásakanir um viða- mikil kosningasvik. Stuðningur Pútíns við Janúkóvítsj í deilunni olli embættismönnum í Wash- ington miklum áhyggjum. Sendiherra Rússlands í Banda- ríkjunum, Júrí Júshakov, var kall- aður á fund í bandaríska utanrík- isráðuneytinu þar sem aðstoðarráðherrann Elizabeth Jon- es, sem fer með málefni Evrópu, gerði honum grein fyrir áhyggjum bandarískra stjórnvalda. „Jones áréttaði þá afstöðu okkar að eng- inn ætti að fella dóm um kosning- arnar fyrirfram eða þar til kosn- ingasvindlið hefur verið rannsakað,“ sagði heimildarmaður fréttastofunnar AFP í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Gagnrýnin sögð geta stuðlað að óeirðum Bandaríkin og Evrópusam- bandið hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og krafist þess að ásakanirnar um kosningasvikin verði rannsakaðar. Hundruð þús- unda Úkraínumanna hafa tekið þátt í götumótmælum til stuðnings forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Viktor Jústsjenkó, sem lýsti yfir sigri í kosningunum. Pútín virtist draga í land í fyrra- dag, sagði að hamingjuóskirnar sem hann sendi forsætisráð- herranum hefðu ekki byggst á endanlegum kjörtölum og enginn ætti að viðurkenna atkvæðataln- inguna eða hafna henni fyrr en úr- slitin yrðu staðfest. Skömmu síðar sagði Sergej Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, að stjórnin í Moskvu myndi ekki skipta sér af innanríkismálum Úkraínu. Pútín fór hins vegar hörðum orðum um gagnrýni Vesturlanda og alþjóðlegra eftirlitsmanna á kosningarnar í Úkraínu, sagði hana óþolandi afskipti af innanrík- ismálum landsins. Rússneska utan- ríkisráðuneytið sagði að gagnrýnin gæti stuðlað að óeirðum í landinu. Telja Bandaríkin seilast inn á áhrifasvæði Rússa Rússneska stjórnin hefur áður staðið með valdfrekum ráðamönn- um í fyrrverandi lýðveldum Sov- étríkjanna á síðustu árum, til að mynda þegar hún snerist á sveif með stjórnvöldum í Hvíta- Rússlandi í deilum þeirra við Bandaríkin og Evrópusambandið. Stjórnin í Moskvu viðurkenndi með semingi „rósabyltinguna“ í Georgíu í fyrra þegar Edúard Shevardnadze, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, hrökklaðist frá og vék fyrir ungum umbótasinna sem nam við háskóla í Bandaríkjunum. Rússum svíður enn innganga Eistlands, Lettlands og Litháens í Atlantshafsbandalagið og líta á hana sem sönnun fyrir því að vest- ræn ríki seilist inn á áhrifasvæði Rússlands. Þegar Jústsjenkó lýsti yfir stuðningi við inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og jafnvel NATO leist stjórnvöldum í Kreml ekki á blikuna. Pútín fór í heim- sókn til Úkraínu nokkrum dögum fyrir fyrri umferð kosninganna og átti fund með Janúkóvítsj forsætis- ráðherra og Leoníd Kútsjma, frá- farandi forseta. Daginn fyrir síðari umferð for- setakosninganna á sunnudag ræddi George W. Bush Banda- ríkjaforseti við Pútín og kvaðst hafa áhyggjur af „of mikilli valda- samþjöppun í Kreml“. Hann skír- skotaði m.a. til afnáms beinna kosninga til héraðsstjóraembætta og einmenningskjördæma í kosn- ingum til dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins. Bandarískir embættismenn hafa einnig gagnrýnt saksókn rúss- neskra yfirvalda á hendur olíu- fyrirtækinu Yukos og aðgerðir gegn óháðum fjölmiðlum. „Núna bætist Úkraína við allt það sem er að gerast í Rússlandi,“ sagði háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í Wash- ington. „Ég tel engan vafa leika á því að þetta mál reyni mjög á þol- rifin í okkur og Rússum.“ Úkraína nýtt þrætuepli Rússa og Bandaríkjanna Washington. AFP. ’Þegar Jústsjenkó lýstiyfir stuðningi við inn- göngu Úkraínu í ESB og jafnvel NATO leist stjórnvöldum í Kreml ekki á blikuna.‘                           !"             #     $  %  & '  !"#$ %&''(#) *+ ((# ) %&''(#) %&,-!#    ()* + "          ,.()+ # / 0 &    /012 " 3  6/ 6  6 /01   /01   5/3 ,  &  7$ 08/-.) %9 //-) #/0) 6 /:8 0 / 0 ,  ; 8 <= <  $  /0  #    ,20>   - 2?$ @/ '12  A<8  1$  6 ' :@:/:@$ 8 80B> CD/ 1 12  &  7       !"# $ C  @ D $   E D $  "1  2+#  2  !  3  2" 4  21 DANSKIR vísindamenn hafa ráðist í að rannsaka Vínlandskortið og von- ast til, að með nýjum aðferðum verði unnt að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll hvort það er falsað eða ófals- að. Deilur um kortið hafa staðið í 30 ár og sýnist sitt hverjum um uppruna þess. Að því er fram kemur í Berl- ingske Tidende hafa sérfræðingar frá dönsku þjóðarbókhlöðunni og forvörsluskólanum í Kaupmanna- höfn fengið leyfi Yale-háskóla í Bandaríkjunum til að kanna kortið og ætla þeir sér viku til verksins. Kortið sýnir eins og kunnugt er Norður-Ameríku. Vínlands- kortið rannsakað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.