Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 16
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Rjúpur á húnvetnskum heimilum | Ís- lenskar rjúpur verða í matinn um þessi jól á allmörgum húnvetnskum heimilum þrátt fyrir ríkjandi veiðibann að því er heimildir Húnahornsins herma. Ástæðan mun vera sú að mikið er um fuglinn í Húnaþingi og sækir hann mjög í vegi með þeim afleið- ingum að menn keyra einfaldlega á hann. Í fyrra voru einnig margir með íslenskar rjúpur um jólin og var skýringin þá að um væri að ræða „eldri birgðir“ úr frystikist- unni.    Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gaf harmonikku | Louise Kr. Theodórs- dóttir gaf á dögunum Tónlistarskóla Siglu- fjarðar litla harmoniku af Delicia-gerð. Gjöfin var til minningar um eiginmann hennar, Ragnar Má Hansson rafvirkja en hann lést í október á liðnu ári. Athöfn var tónlistarskólanum af þessu tilefni en þar þakkaði Elías Þorvaldsson skólastjóri þann hlýhug sem Louise sýndi skólanum. Helen S. Hraunberg spilaði því næst eitt lag á hina nýju harmonikku. Frá þessu er sagt á vef Siglufjarðarbæjar. Menningarhátíðverður á Lauga-landi í Holtum sunnudaginn 28. nóv- ember kl.13–18. Þar verð- ur m.a.: handverksmark- aður, handverkssýning, kynningar og tónlistar- atriði fyrir unga sem aldna, s.s. Kammerkór Rangæinga, unglinga- sönghópur undir stjórn Ninu Maríu Morávek, sönghópurinn Góðir grannar og hljómsveitin Nylon. Kynning á bókinni Vængjatök, hugverk sunnlenskra kvenna og Árni Johnsen kynnir nýja bók sína. Kveikt verður á jólatré við Laugaland og þar mæta jólasveinar, einnig verður flutt hug- vekja. Menningarhátíð á Laugalandi Félagar í Lions-klúbbnum Ægibuðu heimilisfólki á Sólheimum í Grímsnesi að skreppa í borgarferð og njóta veitinga og skemmt- unar. Tilefnið var hinn ár- legi Sólheimadagur klúbbs- ins, 21. nóvember. Þessi nýjung hjá Ægismönnum bætist við önnur verkefni þeirra til stuðnings Sól- heimum. Góð stemmning var í hópnum og vakti framtakið ánægju og þakklæti heimilisfólksins. Sólheimar í borgarferð Engilráð Sigurð-ardóttur fannstlítt til karl- mennskunnar koma í vís- um sem birtust í gær, einkum borið saman við Norður-Þingeyinga: Af Sunnlendinga hrolli að heyra hlægir mig. – Þingeyingar þola meira en þrettán stig. Sigrún Haraldsdóttir veltir því fyrir sér áhrif- um þingeyska loftsins: Varðar ekki um vetrarél, veðri lítt er háður. Þingeyingur þolir vel þrettán mínusgráður. Friðrik Steingrímsson átti upptökin að þessu öllu saman. Nú segir hann erfitt að meta hvort um karla eða konur hafi ver- ið að ræða, – í kuldanum. Þegar allt er upp í kvið erfitt kyn að meta, heilabrotum bjargað við bringuhárin geta. Karlar eða konur? pebl@mbl.is Akureyri| Starfsmenn bæjarins eru í óðaönn að skreyta þessa dagana, byrjuðu í liðinni viku og ljúka verkinu í lok þeirrar næstu. „Þetta er ansi mikið verk og fjöldi manns að vinna í þessu,“ sagði Tryggvi Mar- inósson hjá Framkvæmda- miðstöð. Morgunblaðið/Kristján Keppast við að skreyta bæinn Jóla- stjarna Grundarfjörður | Nemendum í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga líður vel í skólanum. Þessi niðurstaða fékkst í viðhorfskönnun sem gerð var meðal nemenda og greint er frá á heima- síðu skólans. Fram kom í könnuninni að tæp- lega 70% nemenda líður mjög vel í skólanum og tæplega 30% ágætlega eða sæmilega. Enginn nemandi svaraði því til að sér liði illa í skólanum. Könnunin var gerð í lok október og svör- uðu 99 af 133 nemendum, eða 74,4%. Flestir nemendanna eru fæddir árin 1987 og 1988, eða um 70%. Fram kom í könn- uninni að rúmum 40% nema líkar vel eða mjög vel við kennsluhætti og um 40% sæmi- lega. Nokkuð vel virðist hafa gengið að venja nemendur á að nota vefpóst, því rúmlega 70% þeirra segjast opna hann á hverjum degi eða oftar og rúmlega 90% nemenda lík- ar mjög vel, vel eða sæmilega við að fá upp- lýsingar í gegnum vefpóstinn. Þegar spurt er hvort nemendur vinni verkefnavinnuna í skólanum eða heima kem- ur í ljós að 70% nemenda vinna að mestu leyti í skólanum og innan við 3 klukkustundir á viku heima. Öllum líður vel í skólanum Reykholt | Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar hefur ákveðið að auglýsa nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar syðst í byggðinni í Reykholti í Biskupstungum. Þar er gert ráð fyrir 72 íbúðum. Skipulagstillagan er unnin af Pétri H. Jónssyni arkitekt. Byggðin verður á flatlendi vestan Kistuholts. Það er sjö hektarar að stærð og er í eigu Bláskógabyggðar, að því er fram kemur í frétt á vef sveitarfélagsins. Tillagan gerir ráð fyrir 72 íbúðum, þar af 34 einbýlishúsalóðum, 20 íbúðum í parhúsum og 18 í raðhúsum. Vegtenging verður frá Miðholti og frá Skólabraut. Skipuleggja svæði með 72 íbúðum ♦♦♦ Skagaströnd | Ánægja ríkir meðal félagsmanna í björgunarsveitinni Strönd á Skagaströnd með nýjan bíl sem þeir fengu afhentan á útilífs- sýningu á Akureyri um síðustu helgi. Með þessu er gamall draum- ur sveitarinnar að rætast en fyrir á sveitin tvo gamla bíla sem lifað hafa tímana tvenna. Bíllinn er nýr Toyota Land- cruiser, upphækkaður á stórum dekkjum og búinn fjarskipta- og leiðsagnartækjum af bestu gerð. Þá er á bílnum öflugt spil til að bjarga sér úr festum og öðrum ógöngum. Mikill hugur er í félögum sveit- arinnar því á næstunni er svo vænt- anlegur stór björgunarbátur frá Englandi sem verður staðsettur og gerður út frá Skagaströnd. Bíður báturinn nú flutnings heim frá Plymouth þaðan sem hann er keyptur og vonast björgunarsveit- armenn eftir að fá bátinn fyrir jól. Morgunblaðið/Kristján Nýtt tæki Ernst Berndsen, formaður slysavarnadeildarinnar á Skaga- strönd, tekur við lyklunum að nýja bílnum úr höndum starfsmanns Toyota. Með á myndinni eru nokkrir félagar úr björgunarsveitinni Strönd. Hugur í björgunarsveitarmönnum HÉÐAN OG ÞAÐAN 40 nýjar bækur frá Póllandi | Bæjar- og héraðsbókasafnið á Ísafirði fékk nýlega 40 nýjar bækur frá Póllandi. Á fjórða hundrað bóka þaðan er nú til á safninu en Pólverjar og íbúar af pólskum uppruna eru duglegir að nýta sér bókasafnið sem og einnig útibú þess á Flateyri. Þetta kemur fram í viðtali við Jóhann Hinriksson for- stöðumann safnsins á vef Bæjarins besta. Þar segir hann að bækurnar hafi verið keyptar fyrir styrk frá Fiskvinnslunni Kambi, að upphæð 100 þúsund krónur sem veittur var síðastliðið sumar. Að mestu er um að ræða skáldsögur, barnabækur og fræðirit almenns eðlis, en að sögn Jóhanns er mikilvægt að hafa á boðstólum pólskar barnabækur „svo fólk missi ekki tengslin við uppruna sinn í bók- menntum“ eins og hann orðar það.    Þineyjarsveit | Sorpsamlag Þingeyinga ehf. stefnir að því að reisa nýja flokkunar- og endurvinnslustöð fyrir úrgang þar sem sorp verður brennt til orkuframleiðslu. Til- gangur framkvæmdarinnar er að auka endurvinnslu og bæta meðferð úrgangs með tilliti til umhverfisáhrifa, auk þess að skapa aðstæður til að uppfylla ákvæði laga og framfylgja stefnu stjórnvalda um með- ferð úrgangs, aukna endurvinnslu og end- urnýtingu. Að Sorpsamlagi Þingeyinga standa, Húsavíkurbær, Tjörneshreppur, Kelduneshreppur, Aðaldælahreppur, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur. Framtíðarlausn í sorpmálum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.