Morgunblaðið - 25.11.2004, Side 18

Morgunblaðið - 25.11.2004, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | Íbúum í Garðabæ hefur fjölgað hratt undanfarið og á dög- unum náði íbúafjöldinn loks yfir 9.000 íbúa markið. Það gerðist þegar þriggja manna fjölskylda flutti í Sjá- landshverfi, og þótti Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra við hæfi að bjóða þessa nýju íbúa velkomna. Þessir nýju Garðbæingar eru hjónin Ingólfur Eyfells og Hrafn- hildur Eyfells, og sonur þeirra Eyj- ólfur Eyfells. Þeir buðu bæjarstjóra inn á nýtt heimili sitt við Norðurbrú í gær og færði Ásdís Halla þeim góðar gjafir frá ýmsum fyrirtækjum í bæn- um. Þessir nýju íbúar Garðabæjar hyggjast setja sitt mark á umhverf- ið, því Ingólfur er þegar farinn að undirbúa upsetningu á listaverki eft- ir föður sinn, Jóhann Eyfells, í hverf- inu. Listaverkið stendur nú fyrir ut- an gamla heimili fjölskyldunar á Seltjarnarnesi og vonast Ingólfur til þess að samþykki fáist í hverfinu fyr- ir því að hann flytji listaverkið með sér á nýjar slóðir. Hvenær kemur ylströndin? Ingólfur sagði þessar móttökur bæjarstjóra mjög ánægjulegar, og sagði að þessi íbúð væri á óskastað fjölskyldunnar. Hann segir að þau hafi leitað mikið að staðsetningu sem hentaði þeirra þörfum, og sagði þetta nýja bryggjuhverfi passa þeim einstaklega vel. Undir það tók Eyj- ólfur sonur hans, en hann sagðist vera mikill baðstrandakall og notaði því tækifærið og spurði Ásdísi Höllu hvenær væri reiknað með því að yl- ströndin sem áætlað er að verði við hverfið verði tilbúin til notkunnar. Ekki stóð á svörum Ásdísar Höllu, og sagðst hún vona að ströndin verði tilbúin á næsta ári. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Góðar móttökur Hrafnhildur, Eyjólfur og Ingólfur tóku á móti Ásdísi Höllu bæjarstjóra með japönsku sælgæti og indversku tei. 9.000 íbúar í Garðabæ Nýir íbúar setja mark sitt á hverfið AKUREYRI Garðabær | Snjórinn og klakinn eru á hröðu undanhaldi þessa dagana og krakkarnir sem ljósmyndari rakst á á skautasvelli fyrr í vikunni hafa nú misst þá góðu skemmtun að renna sér á svellinu. Væntanlega frýs þó aftur fljótlega og geta þá Garðbæingar haldið áfram að iðka vetraríþróttir. Auk skautasvellsins verða lagðar gönguskíðabrautir og boðið upp á dorg á Vífilstaðavatni þegar það frýs. Kuldinn á undanhaldi og svellið horfið Morgunblaðið/Kristinn Reykjavík | Hugmynd Andra Snæs Magnasonar rithöfundar um að láta slökkva á götuljósum borgarinnar í stutta stund þannig að borgarbúar gætu notið stjörnubjartrar nætur yfir vetrartímann virðist loks verða að veruleika, en Andri segist hafa gengið með hugmyndina í maganum í um 10 ár. Fyrirhugað er að fram- kvæma hana á Vetrarhátíð Reykja- víkur í lok febrúar á næsta ári að sögn Andra og Svanhildar Konráðs- dóttur, forstöðumanns Höfuðborg- arstofu. Vonast Andri til þess að hugmyndin verði að árvissum við- burði. Andri segist hafa lagt inn form- lega tillögu um ljósagjörninginn í fyrra og hugmyndinni hafi verið vel tekið. Hann útfærði hugmyndina fyrir um tveimur árum og var hún samþykkt af Reykjavíkurborg. Að sögn Andra hefur mikill tími farið í undirbúningsvinnu t.a.m. með lög- reglu, almannavörnum og öðrum sem koma að öryggisþáttum. Andri og Svanhildur kannast ekki við hugmynd Vignis Jóhannssonar myndlistamanns þar sem hann hefur hugsað sér að slökkva öll ljós frá Reykjanesi upp á Skaga um áramót- in. Svanhildur segir hugmynd Vignis í það minnsta ekki hafa verið rædda með formlegum hætti innan borg- arinnar þegar hún spurðist fyrir um hana þar. Hugmyndin sé þó ágæt. Stjörnubjört Vetrarhátíð Sjómannafélag Eyjafjarðar Stjórnarkjör Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur ákveðið að kjör stjórnar og trúnaðarráðs fyrir næstu tvö starfsár fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við lög félagsins og reglugerð ASÍ. Framboðslistum skal skila til skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 föstudaginn 3. desember 2004. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli 48 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 24. nóvember 2004 . Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. STÓRSÖNGVARINN Kristján Jó- hannsson kom í heimsókn til Akur- eyrar í vikunni. Notaði hann tæki- færið og heimsótti heimilisfólk á Dvalarheimilinu Hlíð og tók lagið ásamt bróður sínum Jóhanni Má og frænda sínum Erni Viðari Birgis- syni, við píanóundirleik Arnórs Vil- bergssonar. Þeir frændur sungu hver í sínu lagi og einnig saman og var góður rómur gerður að flutn- ingi þeirra. Hér heilsar Kristján upp á Sigríði Schiöth organista, sem var mætt á fremsta bekk. Sig- ríði á vinstri hönd má einnig sjá Fanneyju Oddgeirsdóttur, móður Kristjáns. Morgunblaðið/Kristján Fagnaðar- fundir í Hlíð FORYSTUMENN I-listans, Samein- ingar í Dalvíkurbyggð, hafa lýst yfir undrun sinni vegna vinnubragða Framsóknarflokksins og viðræðuslita vegna myndunar nýs meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Þetta kemur fram í athugasemd sem Óskar Gunnarsson hjá I-listanum hefur sent frá sér. Um liðna helgi slitnaði upp úr meirihutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna mismun- andi afstöðu í skólamálum, þ.e. hvort flytja eigi starfsemi Húsabakkaskóla í Dalvíkurskóla á næsta skólaári. Í kjölfarið ræddu fulltrúar Sameining- ar og Framsóknarflokks saman um myndun nýs meirihluta, en Samein- ing gerði m.a. þær kröfur að Svan- fríður Jónasdóttir, fyrrverandi al- þingismaður, yrði bæjarstjóri í stað Valdimars Bragasonar, Framsóknar- flokki. Framsóknarmenn hittust á þriðjudagskvöld, en kröfur Samein- ingar þóttu ekki aðgengilegar og til þess fallnar að auka útgjöld bæjar- sjóðs. Í athugasemd Sameiningar kemur fram að viðræður hafi hafist á mánudag, en Framsókn sé ekki að hafna viðræðum heldur slíta þeim. Einnig er bent á að I-listi hafi lagt fram vinnuskjal til að afmarka um- ræðuna. „Engar nýjar útgjaldahug- myndir koma þar fram en mikil áhersla á að treysta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins,“ segir í athugasemd- inni. „I-listinn hlýtur því að álykta að eitthvað annað búi að baki skyndileg- um viðræðuslitum en það sem fram kemur í bréfi Framsóknarflokksins og telur að flokkurinn skuldi íbúum sveitarfélagsins skýringu á þessari óábyrgu framkomu.“ Undrandi á vinnu- brögðum B-listans Þýskar barnabækur | Sýning á þýskum barnabókum verður opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag, fimmtudag kl. 17. Peter Weiss for- stöðumaður Goethe Institut í Reykjavík kemur til Akureyrar af því tilefni. Á Akureyri og nágrenni búa fjöl- margir sem hafa tengsl við Þýska- land og þýskumælandi lönd vegna uppruna, náms eða búsetu í þessum löndum. Að undanförnu hefur verið rætt um að vekja til lífsins félag þeirra sem áhuga hafa á að rækta þessi tengsl, stuðla að samskiptum við og auka áhuga á málefnum og menningu þessara landa. Slíkt félag var starfandi á Akureyri um ára- tugaskeið en starfsemin hefur legið niðri um nokkurt skeið. Menningartorg | UNIFEM á Ís- landi stendur fyrir hádegisfundi í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudaginn 25. nóvember á al- þjóðlegum baráttudegi gegn kyn- bundnu ofbeldi. Hann hefst kl. 12 í stofu L103 á Sólborg. Birna Þór- arinsdóttir, framkvæmdastýra UNI- FEM á Íslandi, mun kynna starf- semi þróunarsjóðsins og fjalla um átak gegn kynbundnu ofbeldi. Lilja Hjartardóttir, varaformaður UNI- FEM á Íslandi, flytur erindi þar sem hún reifar helstu baráttumál kvenna á alþjóðavettvangi.   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.