Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 25
NEYTENDUR
Suðurlandsbraut 32
Sími 577 5775
Fundur eða veisla
framundan?
útbúum girnilega brauðbakka
fyrir stórar veislur sem smáar
LANDSSAMBAND bakarameist-
ara, Labak, efnir til átaks á að-
ventunni undir kjörorðinu „Velj-
um íslenskt í bakaríum um jólin“.
Átakið, sem er liður í landsátakinu
„Veljum íslenskt og allir vinna“,
hefst laugardaginn 27. nóvember
og stendur til mánudagsins 20.
desember. Á þessu tímabili verður
jólabragur í bakaríum um allt
land. Bakaríin verða skreytt á
samræmdan hátt og á boðstólum
verða Fullveldiskaka og úrval
jólavara. Auk þess eiga við-
skiptavinir kost á að taka þátt í
landsleik átaksins þar sem fjöldi
vinninga er í boði.
Í tilefni af fullveldisdegi Íslend-
inga, miðvikudaginn 1. desember,
kynnir landslið færustu bakara
Fullveldisköku í bakaríum. Upp-
skriftin hefur þegar verið send öll-
um bakaríum innan vébanda La-
bak. Bakarar hvetja landsmenn til
að draga íslenska fánann að húni á
fullveldisdaginn, gæða sér á full-
veldisköku og minnast þannig
hinna merku tímamóta í sögu
þjóðarinnar.
Auk Fullveldiskökunnar bjóða
bakaríin nýbökuð brauð, laufa-
brauð og annað jólalegt góðmeti
undir kjörorðunum „Brjótum
brauð um jólin“.
BAKARÍ | Íslenskt átak á aðventu
Fullveldiskaka
TÆKNI í símamálum er í sífelldri
þróun. Ekki mun vera langt að bíða
þess að ADSL-símar komi á mark-
að. Ólafur Ragnarsson hjá iPnet
segir að það næsta sem fyrirtækið
muni bjóða upp á sé ADSL-sími. Þá
er borguð viss upphæð á mánuði
fyrir vissa þjónustu og getur til
dæmis falist í henni ókeypis innan-
bæjarsímtöl svo dæmi sé tekið.
Hann segir stóru farsímaframleið-
endurna nú vera að þróa síma sem
sé bæði GSM- og IP-sími sem hægt
er að nota sem þráðlausan síma
heima jafnt sem venjulegan GSM-
síma, en slíkir símar nefnast Gsm/
Wifi.
„Við erum í rauninni tilbúnir með
þessa þjónustu, segir hann.“ Þróun-
in er svo hröð og það er nauðsynlegt
fyrir okkur að fylgjast með ef við
ætlum að vera fyrst til að bjóða upp
á nýja þjónustu.
Fyrirtækið iPnet ehf. var stofnað
árið 2000 en þróun og uppbygging
hafði staðið frá 1997. Fyrirtækið
vinnur að svokölluðum IP-lausnum
fyrir fyrirtæki og heimili hér og
landi og erlendis en var auk þess
frumkvöðull í að koma á markað
fyrirframgreiddum símakortum
fyrir símtöl til útlanda er Heims-
frelsi kom á markað.
Ólafur Ragnarsson hjá iPnet ehf.
segir að verð á Heimsfrelsisþjón-
ustunni sé í stöðugri endurskoðun
og varla taki því að setja það inn í
bæklinga. Því sé best að skoða verð-
ið á Netinu til að fá nýjustu upplýs-
ingar, www.heimsfrelsi.is.
En fyrirtækið býður upp á ýmis-
legt fleira. Þar á meðal þjónustu til
nokkurra stórra fyrirtækja sem
hafa mikil samskipti við útlönd. Með
því að nýta Netið fyrir símatæknina
sé hægt að ná kostnaði við símtöl til
útlanda niður svo um munar. „Með-
al þeirra sem iPnet þjónusta er
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og
vorum við fyrsta fyrirtækið í heim-
inum til að fá að setja upp slíkan
fjarskiptabúnað upp á herstöð,“
segir Ólafur. „Við settum upp sér-
stakt símakerfi fyrir stöðina en
þjónustum einnig Navy Exchange-
verslunina hjá varnarliðinu með út-
gáfu heimsfrelsiskorta undir heitinu
„NEX International Calling Card“.
Þessu hefur verið vel tekið og fara
nú um 80– 90% símtala í gegnum
kortin.“
Heimsfrelsiskortin með
til Bandaríkjanna
Ólafur segir að Pólverjar sem bú-
settir eru hér á landi hafi tekið
Heimsfrelsinu fagnandi og eru nú
orðnir einir af stærstu viðskipta-
vinum þeirra ásamt þeim stóra hópi
fólks sem hringir til Bandaríkjanna,
Bretlands og Dan-
merkur. „Heims-
frelsið er notað í
síauknum mæli og
nú fer um þriðj-
ungur af símtölum
til útlanda í gegn-
um það. En við
bjóðum einnig upp
á þessa þjónustu í
Danmörku og
nota íslenskir
námsmenn kortið
mikið. Nú stendur
til að setja upp
slíka þjónustu
einnig í Banda-
ríkjunum og Bret-
landi og mun þá
fólk geta tekið
Heimsfrelsis-
kortin með sér til
þessara landa og notað þau þar.
Einnig höfum við áhuga á að sækja
um á Spáni og í Færeyjum. Þangað
til ráðleggjum við fólki að kaupa
sambærileg kort í útlöndum og nota
þau þegar hringt er heim eða til
annarra landa úr heimasímum eða
hótelsímum. “
TÆKNI | Símtöl til útlanda hafa lækkað í verði undanfarin ár
Munu bjóða upp á ADSL-
síma innan skamms
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ólafur Ragnarsson hjá iPnet segir að ekki sé langt að
bíða þess að fólk geti notað Heimsfrelsiskortin sín frá
bæði Bandaríkjunum og Bretlandi.
BLÓMAVAL býður uppá ljósa-
kvöld í annað sinn í kvöld frá
klukkan 21-23.
Hefðbundin verslunarlýsing
verður dempuð og jólaljós og
kerti lýsa upp verslunina. Boðið
verður uppá heitt súkkulaði og
piparkökur í bland við jólatónlist.
Allir verða leystir út með gjöf frá
Blómavali og síðast en ekki síst
verður boðið uppá 20% afslátt af
öllum vörum milli kl. 21.30 og 23.
Ljósakvöld í Blómavali