Morgunblaðið - 25.11.2004, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
F
orfeður okkar og
mæður voru yfirleitt
sátt ef þau höfðu
húsaskjól og mat en
þessum grundvall-
arþörfum geta nú langflestir full-
nægt þótt gæðin séu auðvitað
misjöfn. En nú er svo komið að
vandinn er fremur að velja á milli
aragrúa tilboða. Stundum verð-
um við svo þreytt á allri þessari
áreitni að við flýjum út í náttúr-
una til að þurfa ekki að horfa á
auglýsingaskilti. En svona þorir
maður varla að tala; einhver gæti
skilið þetta svo að best væri að
láta blessað ríkið um að velja allt
fyrir okkur. Þá yrðu sömu vör-
urnar í öllum verslunum, ein teg-
und af gallabuxum til í landinu –
og vafalaust
afspyrnu lé-
leg.
Íslendingar
sem komnir
eru á miðjan
aldur þekkja
vel tíma þegar enginn þjáðist af
kvölinni sem fylgir því að þurfa
að velja á milli margra tegunda.
Mjólkin fékkst bara í Mjólk-
ursamsölunni, hægt var að kaupa
fjórar gerðir af brauði, bara fjór-
ar. Á veturna gengu allir í græn-
um Álafoss-úlpum og voru gjarn-
an í þjóðlegri lopapeysu
innanundir, fótabúnaðurinn var
annaðhvort gúmmístígvél eða
tékkneskar bomsur. Við seldum
Tékkum og Rússum síld en
keyptum af þeim marga, ryðgaða
bíla.
Helsti kosturinn við þetta fyr-
irkomulag var að menn höfðu
mikinn tíma til að sinna öðrum
verkefnum en að fara í búðir til að
skoða. Það var ekkert að skoða.
Þetta er liðin tíð og fáir sakna
hennar en þótt við séum komin
vel á veg með að losa okkur við
forsjárhyggjuna er daglega lífið
ekki laust við allan sálarháska.
Svo miklum árangri hefur mark-
aðsskipulagið náð að upp er kom-
in staða sem á sér engin fordæmi
í sögunni; ofgnótt.
Nú eru menn farnir að velta því
fyrir sér hvort óþrjótandi val-
kostir neytandans séu farnir að
snúast upp í andhverfu sína, farn-
ir að valda sálarangist.
Er samt ekki augljóst að ef
okkur finnst betra að geta valið á
milli nokkurra gerða af sams kon-
ar neysluvöru hljóti hamingjan að
aukast í takt við enn fjölbreyttara
framboð, já óendanlegan fjöl-
breytileika? Við fyrstu sýn finnst
manni það liggja í augum uppi.
Þeir sem vilja bara venjulegt
kaffi geta sleppt því að panta
latte eða capuccino og allir una
glaðir við sitt. Ofstýringarsinn-
arnir vilja ráðskast með okkur en
við getum alveg valið og hafnað
sjálf, segjum við, full af sjálfs-
öryggi.
Kannski er það út í hött að
hægt sé að mæla hamingju, hvað
þá að hægt sé að greina vandlega
hvað valdi henni og hvað ýti undir
óhamingju. Þetta hlýtur alltaf að
vera samspil margra þátta og svo
einstaklingsbundið að varla er
hægt að alhæfa. En David G.
Myers, fræðimaður við Hope-
háskóla og Robert E. Lane hjá
Yale í Bandaríkjunum hafa samt
sem áður reynt að komast að nið-
urstöðu um það hvaða áhrif allir
þessir valkostir hafi á okkur.
Skýrt var frá rannsóknum
þeirra í ritinu Scientific American
í sumar. Þeir segja fullum fetum
að ofgnóttin vestanhafs sé farin
að draga úr ánægju með lífið.
Þótt þjóðarframleiðslan hafi tvö-
faldast síðustu 30 árin sýni kann-
anir að talsvert færra fólk segist
nú vera „mjög sátt“ við lífið en
reyndin var fyrir nokkrum ára-
tugum. Einnig hafi hlutfall þeirra
sem greinist með þunglyndi
hækkað. Fræðimennirnir tveir
segja að þótt fjölmargt geti valdið
verri líðan hafi óþægindin af því
að þurfa endalaust að gera upp
hug sinn til mismunandi vöruteg-
unda og þjónustu verið vanmetin.
Það er vandlifað í þessum
heimi, við erum óánægð ef okkur
skortir eitthvað en líka ef ósk-
irnar eru uppfylltar. Freistandi
er að afgreiða svona rannsóknir
sem hvert annað dútl í auðugu
samfélagi þar sem hæfileikinn til
að kvarta út af öllu er metinn
meira en allt annað. Við viljum
helst trúa því að við séum nógu
klár til að geta lagað okkur að
breyttum tímum og þurfum ekki
einhverja barnapíu til að segja
okkur hvað við viljum.
En þeir sem éta yfir sig geta
þjáðst mikið af magapínu og
kannski eigum við einhverja sam-
úð skilið. Getur verið að ein af or-
sökum vaxandi taugaveiklunar og
þunglyndis sé áreitið sem við
verðum að kljást við sem neyt-
endur? Þeir sem fara í stórmark-
aðina fyrir jólin vita að stundum
er neyslusælan slíkt álag að geð-
heilsan er í hættu. Vel getur verið
að það sé mannþröngin og hávað-
inn sem eigi mesta sök á því en ef
eitthvað er hæft í rannsóknum
þeirra félaga getur taumlaust
framboð á vörumerkjum verið
hluti af skýringunni
Hér skal varpað fram hug-
mynd sem frumkvöðlar ættu að
gera að sinni og gæti heillað þá
mörgu sem finnst ekkert gaman
að búðarápi. Nýtt fyrirtæki gæti
tekið að sér að velja fyrir okkur.
Hægt er að búa til svolítinn
gagnabanka þar sem umræddur
viðskiptavinur lýsir sjálfum sér,
segir frá smekk sínum og áhuga-
málum. Með aðstoð bankans er
síðan hægt að segja honum hvaða
tegund af tannkremi hann eigi að
kaupa, hvar hann eigi að kaupa
sér föt og svo frv. Og veitt yrði
aðstoð við jólagjafakaup þegar
viðskiptavinurinn væri búinn að
lýsa þörfum ástvina sinna.
Einhverjir myndu segja að
þarna væri verið að kaupa sér
forsjá og það er hárrétt. En
kaupin væru gerð af fúsum og
frjálsum vilja, engin ríkisstofnun
eða velmeinandi ofstýringarfauti
skipar okkur að kaupa þjón-
ustuna. Forsjáin væri klæð-
skerasaumuð handa ein-
staklingnum, hann myndi greiða
nokkra fjárhæð fyrir að losna
undan oki hins eilífa vals, kvöl
magapínunnar sem fylgir því að
allt of margt er til. Við verðum
frjáls og getum farið að sinna ein-
hverju sem okkur finnst
skemmtilegra en að kaupa,
kaupa, kaupa…
Eilíft val
er óhollt
Nú eru menn farnir að velta því
fyrir sér hvort óþrjótandi valkostir
neytandans séu farnir að snúast upp
í andhverfu sína, farnir að valda
sálarangist.
VIÐHORF
eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
ÍSLENSKI þjóðsöngurinn hefur
verið óvenjulega mikið milli tann-
anna á landsmönnum undanfarna
daga. Ástæða þess eru hugmyndir
sem enn og aftur hafa
skotið upp kollinum
um að söngurinn sé
þunglamalegur og
erfiður í flutningi og
það beri að taka upp
annan söng á hátíð-
arstundum, léttari og
einfaldari.
Fyrir tæpum tíu
árum varð ég þess
heiðurs aðnjótandi að
kynnast enskum heið-
ursmanni sem vissi
sitthvað um þjóð-
söngva veraldarinnar
og reyndar tónlist al-
mennt. Þá sótti ég fyrirlestur um
enska tónlistarsögu í London hjá
manni að nafni William Reed.
Reed, sem lést fyrir tveimur ár-
um, var tónskáld og tónlistarfræð-
ingur, víðsigldur maður og lífs-
reyndur. Okkur varð vel til vina
þrátt fyrir mikinn aldursmun
(Reed fæddur 1910 en undirrit-
aður 1976). Þar kom til sameig-
inlegur áhugi á tónlist sem við
ræddum m.a. í bréfum um nokk-
urt skeið.
Eins og enskra heldri manna er
siður bauð Reed mér til tedrykkju
einn eftirmiðdaginn í íbúð sinni í
einu af hverfunum í suðurhluta
London, eftir að við tókum spjall
saman. Þar sátum við innan um
stafla af hljómplötum og nótna-
heftum og á plötuspilara snerust
merkar upptökur af klassískum
tónverkum. Meðal alls þess merki-
lega varðandi lífshlaup Williams
Reeds sem kom upp í samtali okk-
ar þann daginn var að hann hafði
til margra ára staðið í að ritstýra
bók, við annan mann, um þjóð-
söngva veraldarinnar. Bókin, sem
heitir National Anthems of the
World, kom út í tíu útgáfum á ára-
bilinu 1960 til 1997. Að síðustu
hafði hún að geyma útgáfur af
hátt í 200 þjóð-
söngvum fyrir söng-
rödd og með píanó-
undirleik.
William Reed var
gríðarlega vinamarg-
ur og lagði sig eftir
því að kynnast fólki
víða að úr veröldinni,
einkum ungu fólki.
Þar sem ég var fyrsti
Íslendingurinn sem
Reed kynntist á lífs-
leiðinni var hann gríð-
arlega áhugasamur
þegar hann bað mig
að lesa upp ljóð
Matthíasar Jochumssonar, Ó Guð
vors lands, og bað hann mig að
lesa hægt og vanda til fram-
burðar. Einnig bað hann mig að
syngja fyrir sig sönginn og það
gerði ég, þó að e.t.v. hafi það verið
af veikum mætti. Þá, rétt eins og
oftar, léku háu nóturnar söng-
manninn grátt.
Þegar ég ræddi við Reed um sí-
gildar hugmyndir sumra landa
minna um að þjóðsöngurinn væri
of erfiður í flutningi og um hann
bæri að skipta, brá þessum enska
þjóðsöngvasérfræðingi nokkuð í
brún. Reed tjáði mér að lengi
hefði hann verið þeirrar skoðunar
að þarna væri á ferðinni einn allra
fallegasti og hátíðlegasti þjóð-
söngur sem hann hefði heyrt. Eitt
er víst að vinur minn William
Reed hafði samanburðinn til að
mynda sér þá skoðun og ekki var
íslensk þjóðernisglýja að sljóvga
dómgreind hans.
Tveir varaþingmenn á Alþingi
við Austurvöll, Sigríður Ingvars-
dóttir og Hilmar Gunnlaugsson,
hafa nýlega lagt fram þingsálykt-
unartillögu um nýjan þjóðsöng
sem „hentaði betur til almennrar
notkunar, svo sem í skólum, á
íþróttakappleikjum og við önnur
svipuð tækifæri.“ Í tillögunni er
tekið fram að almenningur hafi
gripið til annarra ættjarðarsöngva
til að minnast lands síns vegna
þess hve þjóðsöngurinn er erfiður
í flutningi. Sá sem þetta ritar sér
ekki betur en að þetta sé hið
besta mál. Þjóðsöngurinn sjálfur
er hins vegar langt frá því að vera
létt og hressilegt dægurlag. Þetta
viðurkenna allir, en hann er hátíð-
legur og virðulegur.
Íslendingar eru oft sagðir miklir
söngmenn. Hér er annar hver
kjaftur í kór eða í söngtímum og
er það vel. Á mannamótum þykir
ekkert sjálfsagðara en að standa
fyrir öflugum fjöldasöng sem oft
getur verið skemmtilegur. Per-
sónulega er ég þó feginn því að
þjóðsöngurinn okkar er svo
strembinn að okkur reynist það
ekki auðvelt verk að útvatna hann
með síendurteknu gauli. Það er þá
betra að við reynum bara að taka
hraustlega undir sönginn þegar
þjóðsöngurinn er sunginn við há-
tíðleg tækifæri og vonandi alls
ekki of oft.
Teboð til varnar þjóðsöngnum
Guðni Tómasson fjallar
um íslenska þjóðsönginn ’Reed tjáði mér að lengihefði hann verið þeirrar
skoðunar að þarna væri
á ferðinni einn allra fal-
legasti og hátíðlegasti
þjóðsöngur sem hann
hefði heyrt. ‘
Guðni
Tómasson
Höfundur er listsagnfræðingur.
Í UMRÆÐU um skattalækkanir
hefur komið berlega í ljós að á Al-
þingi er bullandi þverpólitískur
meirihluti fyrir því að lækka mat-
arskattinn um helm-
ing eins og Samfylk-
ingin hefur lagt til. Ef
Alþingi bæri gæfu til
að samþykkja tillög-
una myndi mat-
arreikningur íslenskra
heimila lækka um 5
milljarða á ári. Þver-
girðingsháttur eins
flokks, Framsókn-
arflokksins, kemur þó
í veg fyrir að meiri-
hlutavilji Alþingis nái
að koma fram í þessu
mikilvæga máli. Allir
aðrir flokkar styðja
málið. Andstaða
Framsóknar kemur
því í veg fyrir að
hægt sé að lækka
verð á brýnustu nauð-
þurftum landsmanna
með því að lækka
matarskattinn um
samtals fimm millj-
arða.
Besta
skattalækkunin
Allir þurfa að verja hluta af ráð-
stöfunartekjum sínum til að kaupa
sér það sem skilgreina má sem
brýnar nauðþurftir. Allir, jafnt
bankastjórinn sem láglaunakonan,
þurfa að kaupa sér kjöt, mjólk,
grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru
til að draga fram lífið. Eftir því
sem menn hafa minni ráðstöf-
unartekjur og fleiri munna að
metta hækkar það hlutfall af ráð-
stöfunartekjum fjölskyldnanna
sem þarf að verja í lífsnauðsyn-
legan varning af þessu tagi. Lækk-
un matarskattsins myndi því koma
öllum til góða, ekki síst barnafjöl-
skyldunum. Hún gagnast þeim
hlutfallslega mest sem hafa úr
minnstu að spila.
Lækkun matarskatts-
ins hefur það framyfir
flestar aðrar skatt-
breytingar sem nú
eru í umræðunni að
hún kemur þeim ákaf-
lega vel sem eru svo
tekju- og eignalitlir
að þeir greiða lítinn
sem engan tekju- og
eignaskatt. Það er
það besta við þessa
áhrifaríku skatta-
lækkun.
Neysluvísitalan og
skuldirnar lækka
Það er fleira sem
mælir eindregið með
lækkun matarskatts
umfram aðrar skatta-
lækkanir.Verðbólga
er um þessar mundir
komin á skrið um-
fram það sem hollt er
þjóðarbúinu. Hlut-
lausir sérfræðingar
hafa bent á að nái
menn ekki tökum á
henni sé líklegt að verðbólgan fari
á næsta ári fram úr forsendum
kjarasamninga. Verkalýðshreyf-
ingin kunni þá að íhuga að segja
þeim upp eins og rætt var í
tengslum við ársfund ASÍ.
Lækkun matarskattsins dregur
úr líkum á þessu. Ástæðan er sú,
að lækkun matarskattsins úr 14% í
7% mun lækka neysluvísitöluna
um allt að 0,8% skv. upplýsingum
sem Rannveig Guðmundsdóttir al-
þingismaður, fékk frá Hagstofu Ís-
lands í tengslum við þingmál um
orsakir hás matarverðs á Íslandi.
Um leið lækkar skuldabyrði lands-
manna. Þessar upplýsingar voru af
hálfu Samfylkingarinnar lagðar
fram á Alþingi og ekki vefengdar.
Bullandi meirihluti
á þingi, en…
Í síðustu kosningabaráttu voru
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk-
ingin sammála um að það bæri að
lækka matarskattinn um helming,
eða úr 14% í 7%. Samfylkingin
hefur af þeim rökum sem ég hef
hér rakið lagt mesta áherslu á þá
skattaaðgerð. Það verður ekki
annað ráðið af málflutningi þing-
manna Sjálfstæðisflokksins á Al-
þingi í vetur en flokkurinn telji
enn að lækkun matarskattsins sé
mikilvæg og brýn aðgerð. Einar
Oddur Kristjánsson, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur einmitt
bent á að lækkun matarskattsins
sé þjóðþrifaaðgerð í núverandi
ástandi, því hún dragi úr verð-
bólgu og treysti forsendur kjara-
samninga. Forystumenn úr bæði
Frjálslynda flokknum og Vinstri
hreyfingunni – grænu framboði
hafa lýst fylgi við málið á Alþingi.
Þrátt fyrir bullandi meirihluta
er það Framsóknarflokkurinn sem
af óskiljanlegum ástæðum kemur í
veg fyrir að svigrúmið sem nú er
til skattalækkana sé nýtt til að
lækka matarskattinn. Þjóðin getur
því þakkað Framsókn að hún þarf
að greiða samtals um fimm millj-
örðum meira fyrir matinn á næsta
ári en ef meirihluti þingmanna
fengi að ráða.
Framsókn stendur gegn
lækkun matarskatts
Össur Skarphéðinsson
fjallar um skattamál
’Samfylkinginhefur af þeim
rökum sem ég
hef hér rakið
lagt mesta
áherslu á þá
skattaaðgerð.‘
Össur
Skarphéðinsson
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.