Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Efasemdir um vin læðast að þér. Eitt- hvað sem hann lætur út úr sér vekur með þér grunsemdir um það hvað vaki fyrir honum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Einhver gæti tekið upp á því að notfæra sér það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt ekki gott með að einbeita þér að flóknum verkefnum í dag, hugurinn fer út og suður. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að ganga frá skuldum eða peningamálum, því hætta er á ringulreið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Annað fólk hefur mikil áhrif á þig í dag, sem getur bæði verið gott og slæmt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þó að þig langi til þess að halda þig til hlés verður þú líklega að axla þína ábyrgð í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki lána eitthvað sem þér er kært í dag, það gæti auðveldlega orðið fyrir hnjaski. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tilfinningasemi gerir vart við sig í dag og annað fólk á gott með að hafa áhrif á þig. Ef einhverjum líður illa er allt eins líklegt að þú finnir til samúðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og end- urnæra þig. Varastu nagandi sam- viskubit í kjölfarið, það er ekki víst að þú komist yfir allt sem þú ætlar þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú lítur mjög upp til einhvers í dag, en spurningin er sú hvort það sé að ástæðu- lausu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hafðu gætur á eigum þínum, ef eitthvað týnist er allt eins víst að þú þurfir að eyða óratíma í að leita. Þú ert eitthvað annars hugar núna og upptekinn af for- tíðinni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Farðu varlega, það er ekki ólíklegt að þú missir þráðinn í því sem þú ert að gera. Þú ert eitthvað viðutan og gleyminn núna, fiskur, og hætta á að þú munir ekki hvar þú setur hlutina. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Viðhorf þitt til lífsins og sjónarhorn er óvenjuvítt og stundum gerir rútína hvers- dagsins bogmanninn brjálaðan. Þá fær hann útrás í því að ferðast, láta sig dreyma, ímynda sér og velta vöngum um heimspeki. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 flækingar, 8 flaska, 9 les, 10 drepsótt, 11 bik, 13 peningar, 15 sokkurinn, 18 varpa hlut- kesti, 21 fæða, 22 smjað- urs, 23 slæmt hey, 24 ligg- ur í makindum. Lóðrétt | 2 hamingja, 3 heimting, 4 hindra, 5 ann- ríki, 6 viðbót, 7 skjótur, 12 sefa, 14 reyfi, 15 bryggju- svæði, 16 ís, 17 bátaskýli, 18 harðneskja, 19 furða, 20 fædd. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skafl, 4 Hekla, 7 kollu, 8 álman, 9 Týr, 11 rann, 13 hríð, 14 Iðunn, 15 fátt, 17 étur, 20 gat, 22 rifna, 23 rúð- an, 24 afræð, 25 rímur. Lóðrétt | 1 sekur, 2 allan, 3 laut, 4 hrár, 5 kamar, 6 annað, 10 ýsuna, 12 nit, 13 hné, 15 farga, 16 tófur, 18 tíðum, 19 Ránar, 20 garð, 21 trúr.  1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 b6 4. Bg2 Bb7 5. O-O c5 6. Rc3 d6 7. He1 Be7 8. e4 a6 9. d4 cxd4 10. Rxd4 Dc7 11. Be3 Rbd7 12. Hc1 Hc8 13. f4 Db8 14. Rd5 exd5 15. exd5 Kf8 16. Rc6 Bxc6 17. dxc6 Rc5 18. b4 Re6 19. f5 Rc7 20. Bf4 Hd8 21. Hc3 d5 Staðan kom upp í flokki drengja 18 ára og yngri á heimsmeistaramóti barna – og ungmenna sem lauk fyrir nokkru á Krít. Rússinn Evgeny Tomashevsky (2523) hafði hvítt gegn Georg Meier (2354). 22. Hxe7! Kxe7 23. cxd5 Kf8 24. d6 Dc8 25. d7! Rxd7 26. Dd6+ Kg8 27. cxd7 Dxd7 28. Dxd7 Hxd7 29. Hxc7 eft- ir mikið vopnaskak stendur hvítur með pálmann í höndunum enda hefur hann biskupapar gegn hróki svarts. Hann lýkur skákinni með fallegri fléttu. 29...Hd1+ 30. Kf2 h5 31. Be4 Hd4 32. Kf3 Hxb4 33. Hc8+ Kh7 34. f6+ g6 35. Bxg6+! og svartur gafst upp enda fokið í flest skjól eftir 35... fxg6 36. Hc7+ Kg8 37. Hg7+ Kf8 38. Bd6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Tónlist Austurbær | Útgáfutónleikar Í svörtum fötum. Hefjast kl. 20. Miðaverð 1200 kr. Forsala í Austurbæ og á midi.is. Bíóhöllin | Akranesi. Tónleikar með hljóm- sveitinni Warm is Green. Þórhallur í Thule og JónFri koma einnig fram. Café Rosenberg | Ruth Reginalds, Rósa Guðmundsdóttir og Seth Sharp. Hefst kl. 20. Gaukur á Stöng | Fræbbblarnir, Brúð- arbandið og Dilemma klukkan 22:00, að- gangur aðeins litlar 500 krónur. GlæpadjassÍslenskir glæpasöguhöfundar lesa við undirleik djasshljómsveitar á Grand Rokk. Hefst kl. 21. Hallgrímskirkja | Jólatónleikar til styrktar krabbameinssjúkum börnum verða í Hall- grímskirkju kl. 20. Fram koma: Kristján Jó- hannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Birgitta Haukdal, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Kjal- nesinga o.fl. Fíladelfía | Forsala aðgöngumiða á jóla- tónleika Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu hefst í dag kl. 10, á skrifstofu Hvítasunnu- kirkjunnar Fíladelfíu, Hátúni 2. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar þeim sem minna mega sín, dagana 7. og 8. des. Á tónleik- unum koma m.a. fram: Gospelkór Fíladelf- íu, Sigrún Hjálmtýsd., Egill Ólafsson o.fl. Hitt húsið | Fimmtudagsforleikur kl. 20– 22.30. Fram koma Mammút, Benny Creps- os Gang, Future Future og Isidor. Frítt inn og 16 ára aldurstakmark. Hótel Borg | Kontrabassaleikarinn Tómas R.Einarsson leikur ásamt félögum sínum í tilefni af útgáfu fyrstu íslensku djass- biblíunnar, nýrrar nótnabókar með lögum Tómasar. Hveragerðiskirkja | Jón Ólafsson tónlist- armaður flytur eigin lög. Trúbadorinn Helgi Valur Ásgeirsson hitar upp. Kaffitár | Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð flytja lög af nýútkominni plötu Guðrúnar, auk Ellyjarlaga í kaffihúsi Kaffi- társ í Njarðvík. Salurinn | Vinir Indlands halda styrkt- artónleika kl. 20 í Salnum. Á dagskrá er söngur og hljóðfærasláttur og sögur frá Indlandi í máli og myndum. M.a. koma fram: Arnar Jónsson, Eivör Pálsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Snorri Wium, Óperukór- inn og Tríó Reykjavíkur. Ýmir | Samkór Reykjavíkur heldur jóla- tónleika í Ými sunnudaginn 28. nóvember kl. 16. Stjórnandi kórsins er John Gear. Miðaverð er 1.200 kr. Þjóðleikhúskjallarinn | Útgáfutónleikar með Hæstu hendinni. Myndlist Gallerí 101 | Daníel Magnússon myndlist- armaður – Matprjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heimilisins. Gallerí Dvergur | Anke Sievers – Songs of St. Anthony and Other Nice Tries. Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Áslaug Höskulds- dóttir – „Þrjár af okkur“. M.J. Levy Dick- inson – Vatnslitaverk. Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson sýnir „Arkitektúr“. Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins- son – Ókyrrar kyrralífsmyndir. Gallerí Tukt | 9 listamenn sýna. Hópurinn og sýningin ber heitið Illgresi. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og andinn“. Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur og Izabelu Jaroszewska. Nánari upplýsingar á heimasíðum lista- mannanna: www.jaroszewska.eaf.com.pl og www.jonathor.is. Hafnarborg | Sýning á verkum Boyle- fjölskyldunnar frá Skotlandi. Hrafnista, Hafnarfirði | Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir í Menningarsalnum. Hrafnista, Reykjavík | Listakonurnar Guð- leif Árnadóttir, Guðrún Elíasdóttir, Guðrún Karítas Sölvadóttir, Jóna Stefánsdóttir, Kristjana S. Leifsdóttir, Sólveig Sæmunds- dóttir sýna á fjórðu hæð Hrafnistu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir sýnir ol- íumálverk – „Leikur að steinum“. Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og David Diviney – „Ertu að horfa á mig / Are you looking at me“. Sara Björnsdóttir – Ég elska tilfinningarnar þínar. Gerðarsafn | Listasafn Kópavogs. Þrjár sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur á neðri hæð safnsins. Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán listamanna og -kvenna. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir „Inni í kuðungi, einn díll“. Björk Guðnadóttir „Ei- lífðin er líklega núna“. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir sýnir –Kæti–. Bækur Lindasafn | Bubbi Morthens les úr bók sinni Djúpríkið á Lindasafni í Kópavogi kl. 17. Djúpríkið er saga af ævintýrum, bar- áttuþreki og samstöðu, ótta og kátínu. Allir velkomnir. Súfistinn | Höfundar Eddu útgáfu lesa úr nýjum bókum á Súfistanum kl. 20. Þor- steinn Guðmundsson les úr Fífli dagsins, Birna Anna Björnsdóttir úr Klisjukenndum, Haukur Ingvarsson úr Niðurfalli, Inga Dóra Björnsdóttir úr Ólöfu eskimóa og Kristín Steinsdóttir úr Sólin sest að morgni. Þjóðmenningarhúsið | Skáldin fimm, nú- verandi eða fyrrverandi skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsi; Jóhann Hjálmarsson, Matthías Johannessen, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Þórarinn Eldjárn og Sjón lesa úr nýj- um verkum í veitingastofunni kl. 12–13. Söfn Kringlan | Sýning á vegum Borg- arskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringl- unnar þar sem sýnd eru skjöl tengd jóla- haldi landsmanna og sérstaklega fjallað um jólin 1974, m.a. sýnd jólakort frá ýms- um tímum. Einnig fjallað um hvað var að gerast í Reykjavík árið 1974. www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein- ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðskjalasafn Íslands | Þjóðskjalasafn Ís- lands er með sýningu um „Árið 1974 í skjölum“ í lestrarsal safnsins á Laugavegi 162. Sýnd eru skjöl sem tengjast þjóðhátíð- inni 1974, skjalagjöf Norðmanna og opnun hringvegarins. Skemmtanir Gaukur á Stöng | Fræbbblarnir, Dáða- drengir, Brúðarbandið og Dilemma. Að- gangseyrir 500 kr. Kaffi Sólon | Dj Tommi White niðri, Magni og Sævar uppi með partístemm.ingu, ísl. og erl. partýslagarar. Rauða ljónið | Karaoke kl. 21.30 alla fimmtudaga í vetur. Veitingahús Naustið | Jólahlaðborð með 30–40 mis- munandi réttum. Fréttir Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands | Aðstoð við börn innflytjenda á aldrinum 9– 13 ára við heimanám og málörvun er veitt í Alþjóðahúsinu á mánudögum kl. 15–16.30. Kennarar á eftirlaunum og nemar við HÍ sinna aðstoðinni í sjálfboðavinnu. Skráning í síma 545 0400. Kl. 15–16.30. Fyrirlestrar Karuna Búddamiðstöð | Hugleiðsla kl. 12.10–13 að Ljósvallag. 10. www.karuna.is. Opni listaháskólinn | Fyrirlestur Annu Vertanen, sem féll niður þriðjudaginn 23. nóvember vegna bruna við Sundahöfn, verður fluttur fimmtudaginn 25. nóvember kl. 12.30 í LHÍ í Laugarnesi, stofu 024. Sögufélag | Fyrirlestur verður á vegum Nafnfræðingarfélagsins laugardaginn 27. nóvember kl. 13.30, í Sögufélagi í Fischer- sundi í Reykjavík. Jónína Hafsteinsdóttir cand.mag. heldur fyrirlestur er hún nefnir: Tölur í örnefnum. Verkfræðideild Háskóla Íslands | Mathieu Fauvel, Signal and Image Lab (LIS), Grenoble France, heldur fyrirlestur um úr- vinnslu myndgagna með mikilli rúm- fræðilegri upplausn. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Verkfræðideildar Háskóla Íslands VR-2, stofu VR-158, kl. 16.15. Málstofur Neskirkja | Fyrirlestur kl. 12.15–12.30. Ágústa Þorbergsdóttir málfræðingur ræð- ir um trúarlegt tungutak, málfar í Biblíunni og í prédikun samtímans. Er aðeins talað til karla í Biblíunni og í boðskap kirkjunnar? Að fyrirlestri loknum verða umræður. Málþing Umferðarstofa | Umferðarþing Umferð- arstofu og Umferðarráðs á Grand hóteli, Reykjavík, í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag. Skráning á www.us.is/page/ umferdarfraedsla. Fundir GSA á Íslandi | Fundur í kvöld kl. 20.30, í Tjarnargötu 20. www.gsa.is. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í Kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58–60. Fund- urinn er í umsjá Kjellrúnar Langdal og hefst kl. 17. Allar konur velkomnar. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin gengur frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18. Stafganga í Laugardalnum | Stafganga í Laugardalnum kl. 17.30. Gengið er frá Laugardalslauginni. Upplýsingar á www.stafganga.is. Kynning Maður lifandi | Boðið er upp á ráðgjöf í hómópatíu kl. 13–15. Kristín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar viðskiptavini og svarar spurningum. Ráðgjöfin er ókeypis. Demantsbrúðkaup | 60 ára brúð- kaupsafmæli eiga í dag, 25. nóvember, hjónin Halldóra Ó. Guðlaugsdóttir og Guðmundur Valur Sigurðsson, Skúla- götu 40, Reykjavík. Þau njóta dagsins með afkomendum sínum í Kaupmanna- höfn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is ALDA Ármanna opnar í dag myndlist- arsýningu í Sparisjóðnum á Garðatorgi 1, Garðabæ. Myndefni Öldu hefur mikið til verið mann- eskjan, landið og trúin. „Konan er þar ríkjandi og það yndi sem ég hef af því að mála konur er hin mannlega tenging og það að nálgast persónuleikann, form lík- amans í afstöðu við önnur form, ávexti, mat eða annað stúss kvenna. Hlusta á þær tala og segja frá lífi sínu. Landið kom aftur sterkt inn á þessu sól- arsumri 2004. Birtan, hlýjan, speglunin, form landsins, mjúk, hlý og aflíðandi. Beittir fjallatindar, heitir eða kaldir og sjórinn, stilltur og friðsæll. Og gleðin af að vera úti í sól og yl og tengjast landinu. Svo kemur konan líka inn á landið, dansar og dregur inn heilandi orku. Trúarlegar tengingar eru allt síðan úr bernsku þegar gömul stór plaköt úr kirkju- listinni voru á herbergjunum í sveitinni, á Barðsnesi. Orgelspilið hjá pabba, kvöld- bænir,“ segir Alda. Myndirnar eru unnar í olíu á striga eða plötu, með pensli eða spaða, og akvarell, eða vatnslitur, á pappir. Einnig hefur hún unnið collageverk, eða klippimyndir. Sýn- ingin verður opin alla virka daga á af- greiðslutíma Sparisjóðsins 9:15 - 16:00 til 16. desember. Alda Ármanna sýnir í Garðabæ Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.