Morgunblaðið - 25.11.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 51
MENNING
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
EINBÝLI Í GRAFARVOGI ÓSKAST
Til mín hefur leitað fjölskylda sem óskar eftir
að kaupa rað-, par- eða einbýlishús í Grafar-
vogi. Skilyrði er að í húsinu séu a.m.k. fjögur
svefnherbergi. Um er að ræða fjársterka aðila
sem eru tilbúnir að veita ríflegan afhendingar-
tíma sé þess óskað. Verðhugmynd 30-35 millj.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og
ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.
Með kveðju,
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Þ
ýskaland er helsta grið-
land norrænna bók-
mennta, utan Norður-
landanna sjálfra. Þetta
er samdóma álit fram-
kvæmdastjóra upplýsingamiðstöðva
bókmennta á Norðurlöndunum, sem
funda hér á landi um þessar mundir,
ásamt Jónínu Michaelsdóttur, for-
stöðumanni Bókmenntasjóðs. Fund-
arefni hér er meðal annars að efla
tengslanet þessara norrænu syst-
urstofnana, deila og miðla upplýs-
ingum og reynslu, og leggja á ráðin
um þau margvíslegu verkefni sem
stofnanirnar taka sér fyrir hendur
hver í sínu lagi, og í sameiningu.
Sænska upplýsingamiðstöðin
heyrir undir Svenska Institutet að
sögn Helenu Sigeland fram-
kvæmdastjóra, en sú stofnun er al-
hliða kynningarmiðstöð fyrir
sænska menningu á erlendri grund.
Stærsta hluta fjárlaga stofnunar-
innar leggur sænska utanríkisráðu-
neytið til, en menningarmálaráðu-
neytið leggur fé í sérstaka sjóði til
ákveðinna verkefna, þar á meðal í
þýðingasjóð. Framlag utanrík-
isráðuneytisins til bókmenntadeild-
arinnar er um 34 milljónir íslenskra
króna á ári, en menntamálaráðu-
neytið leggur um 12 milljónir árlega
í þýðingasjóðinn, en Helen Sigeland
framkvæmdastjóri segir þann sjóð
afar mikilvægan. „Þetta er fé sem
fer beint til þýðinga, en fyrir utan
það fer stór hluti fjármuna okkar í
bókakynningar, upplýsingamiðlun
og samstarf við erlenda útgefendur
og þýðendur. Við störfum ekki sem
umboðsmenn sænskra útgefenda, en
erum til taks til aðstoðar fyrir þá er-
lendu útgefendur sem á hjálp okkar
þurfa að halda.“
Helen Sigeland segir Þjóðverja
kaupa þjóða mest af sænskum bók-
um, fyrir utan Svíþjóð sjálfa. „Hol-
lenskir útgefendur hafa þó staðið sig
mjög vel á síðustu misserum, og þar
er mikill vöxtur. Rússar eru mjög
vaxandi í áhuga sínum á sænskum
bókmenntum og Frakkar, Spánverj-
ar og Ítalir eru líka nokkuð sterkir.
Þó eru þessar þjóðir ekki endilega
að kaupa sömu titla og Þjóðverj-
arnir. Það er munur á þjóðum hvort
þær eru hallari undir skáldsögur,
ljóð, reyfara eða annað.“
Mótsagnirnar á Íslandi
Helen Sigeland segir að sér þyki
undarlegt og mótsagnakennt hvern-
ig staðið sé að þessum málum á Ís-
landi. „Fyrir nokkrum árum opnaði
foresti Íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, bókastefnuna í Gauta-
borg, með því að lesa úr íslenskum
bókmenntum, við mikla hrifningu
þeirra sem þar voru. Mér þótti þetta
mjög áhrifamikið og aðdáunarvert,
og get ekki séð fyrir mér að kollegar
hennar á Norðurlöndunum hefðu
gert það sama. Íslendingar eru
bókaþjóðin. Það er því dapurlegt að
sjá að þið skulið ekki enn eiga upp-
lýsinga- og kynningarmiðstöð bók-
mennta eins og við fjórar stýrum í
okkar löndum. Aðstæðurnar sem
Jónína Michaelsdóttir vinnur við hjá
Bókmenntasjóði eru allt aðrar og
lakari en við eigum að venjast og
þeir fjármunir sem sjóðurinn hefur
til þessara starfa virðast engan veg-
inn í samræmi við þau verk sem þarf
að vinna.“
Eru hinu opinbera til ráðgjafar
Upplýsingamiðstöð bókmennta í
Danmörku heyrir undir danska list-
ráðið. Hún er ólík miðstöðvunum á
hinum Norðurlöndunum að því leyti
að verkefni hennar er öll kynning á
dönskum bókmenntum, ekki bara
erlendis, heldur líka á heimavelli.
Opinbert fjárframlag til miðstöðv-
arinnar nemur um 590 milljónum ís-
lenskra króna á ári. Af heildar-
fjárhæðinni fara tæplega 50
milljónir íslenskra króna í þýðingar.
Öll laun og rekstrarkostnaður eru
svo greidd sérstaklega, þannig að
ofangreindir fjármunir fara allir
beint í bókmenntirnar. Sjö manns
starfa á dönsku miðstöðinni auk
fjögurra nema. „Vinna okkar að er-
lendum verkefnum, þýðingum og
kynningum er mjög mikil,“ segir
Marianne Krukow framkvæmda-
stjóri. „En við höfum líka þá sér-
stöðu að vera opinberum aðilum til
ráðgjafar um ýmislegt það er lýtur
að bókmenntum, og semjum jafnvel
ræður fyrir ráðamenn um bók-
menntatengd efni, ef svo ber undir.
Prógramm sem felst í því að bjóða
erlendum útgefendum að sækja okk-
ur heim, og fleira slíkt. Við tökum
þátt í öllum helstu bókastefnum og
vinnum náið með hinum Norð-
urlandaþjóðunum. Við leggjum mik-
ið upp úr því að bókastefnurnar sem
við sækjum séu faglegar stefnur, en
ekki bara einhverjar sölumaskínur.
Við vinnum markvisst að sókn á
ákveðna markaði, sem við einbeitum
okkur vel að í ákveðinn tíma og nú í
augnablikinu er það Þýskaland.“
Marianne Krukow segir ensku-
mælandi markaðinn ennþá mjög lok-
aðan og að erfitt sé að komast inn á
hann. Meðan Þjóðverjar eigi sér
langa hefð í lestri þýddra bók-
mennta, virðist hinn enskumælandi
heimur kjósa verk rituð á þeirra eig-
in tungu. En hún hefur líka greint að
ólíkar þjóðir hafa ólíkan bókmennta-
smekk. „Frakkar kaupa dönsk ljóð.
Það gera Þjóðverjar reyndar líka, en
áhugi þeirra er blandaðri. Það sama
má segja um Hollendinga. Spænsku-
mælandi þjóðirnar eru svo aftur á
móti mjög hrifnar af dönskum
barnabókmenntum, og Ítalir líka.“
Umboðsmenn sækja á
Kristin Brudevoll framkvæmda-
stjóri NORLA, norsku bókmennta-
kynningarmiðstöðvarinnar, hefur
lengi starfað við bókmenntakynn-
ingar. Fjármuni sinnar stofnunar
sækir hún til menntamálaráðuneyt-
isins, og nema árleg fjárframlög um
78 milljónum íslenskra króna, og
þeim fjármunum er ætlað að standa
undir öllum kostnaði verið rekst-
urinn. Fimm starfsmenn vinna hjá
NORLA. „Við eigum hins vegar
mjög gott samstarf við utanrík-
isráðuneytið, sem hleypur undir
bagga á margvíslegan hátt við ein-
staka viðburði á erlendri grund,
bæði með beinum styrkjum og með
annarri aðstoð. Við verðum til dæm-
is með bás á bókastefnunni í Moskvu
í næstu viku, og norska sendiráðið
þar í borg hefur styrkt okkur vel til
þess verkefnis og greiðir fyrir bás-
inn. Sendiráðið sér líka um að út-
vega okkur túlka, því við tölum ekki
rússnesku. Þá hafa norsku sendiráð-
in iðulega staðið fyrir ýmiss konar
móttökum og verið gestgjafar þegar
við höfum þurft á að halda við að
kynna bókmenntir okkar erlendis.
Hjálp af þessu tagi er ómetanleg, því
þessir hlutir yrðu okkur mjög kostn-
aðarsamir.“
Norska miðstöðin vinnur í meg-
indráttum að sömu verkefnum og
hinar miðstöðvarnar. Kristin segir
mikið lagt upp úr því að finna góða
þýðendur, og mörg verkefni í gangi
sérstaklega með það að markmiði að
efla þann flokk fólks sem vill gera
þýðingar úr norsku að ævistarfi.
Eitt helsta hitamálið í norskri
bókaútgáfu segir Kristin Brudevoll
vera tilkomu umboðsmanna, sem
vilji „taka að sér“ þá rithöfunda sem
vinsælastir eru. „Þetta er afar tví-
bent. Ég skil vel að rithöfundar vilji
hafa persónulegan umboðsmann
sem sér um öll þeirra verk, en málið
er ekki svona einfalt. Hvar standa
útgefendur gagnvart umboðsmönn-
unum, og hvar standa aðrir rithöf-
undar gagnvart útgefendum sínum,
þegar sumir í þeirra stétt eru komn-
ir með sérstaka umboðsmenn? Og
hvar stöndum við gagnvart umboðs-
mönnunum? Við sjáum æ fleiri dæmi
þess að erlendir umboðsmenn
norskra rithöfunda vilja sækja í þá
sjóði sem við höfum yfir að ráða. Það
líst okkur ekki á. Við viljum ekki sjá
okkar fjármuni fara úr landi og enda
hjá erlendum agentum og útgef-
endum. Vilji umboðsmennirnir hins
vegar að við styrkjum þá til að
kynna þeirra rithöfunda á okkar for-
sendum, þá gerum við það. En það
eru margir óvissuþættir í þessu. Við
sjáum til dæmis að bækur rithöf-
unda sem hafa umboðsmenn eru
dýrari en aðrar, og það er auðvitað
vegna þess að umboðsmennirnir
vilja sinn hlut. Erlend útgáfufyr-
irtæki eru því aftur farin að leita til
rithöfunda sem hafa haldið tryggð
við sína gömlu útgefendur, einfald-
lega vegna þess að hinir eru að verð-
leggja sig út af markaðnum. Reynsla
okkar er sú að útgefendur hugsa yf-
irleitt mjög vel um sína rithöfunda,
og gefa út allar þeirra bækur, jafn-
vel þótt þeir viti að þær verði ekki
meistaraverk. Umboðsmennirnir
hins vegar gefa ekki út bækur þess-
ara rithöfunda nema þeir telji víst að
þær seljist vel, og þetta skekkir
verulega þá mynd sem við fáum af
rithöfundinum og verkum hans.“
Allt gert til að laða að þýðendur
Finnska bókmenntakynninga-
miðstöðin er sú elsta og stærsta á
Norðurlöndunum og fagnar brátt
þrítugsafmæli sínu. Iris Schwank
framkvæmdastjóri segir miðstöðina
hafa liðlega 105 milljónir króna til
ráðstöfunar á ári, en þeir fjármunir
koma allir frá finnska menningar-
málaráðuneytinu. „Markmið okkar
er eitt, og stórt, og það er að finnsk-
ar bókmenntir séu gefnar út á er-
lendum tungumálum og lesnar. Við
viljum að finnskar bókmenntir verði
hluti heimsbókmenntanna – ekki síst
í nútímabókmenntum.
Verkefni finnsku miðstöðvarinnar
eru mörg og ærin, en Iris leggur
mikla áherlu á mikilvægi þess að
finna góða þýðendur. „Við náum
ekki markmiðum okkar nema að
eiga góða þýðendur. Það er alveg
ljóst. Finnska er mál sem tiltölulega
fáir útlendingar leggja sig eftir, og
því höfum við allar klær úti til að ná
hæfileikaríkasta fólkinu úr þeim
hópi og erum með margvísleg verk-
efni til að lokka það fólk til okkar.
Við viljum gera það aðlaðandi starf
að þýða finnskar bókmenntir yfir á
önnur mál.
Í dag er finnska kennd við um 100
erlenda háskóla, og við höfum góð
samskipti við þessa skóla í þeim til-
gangi að laða til okkar fólk. Annað
verkefni sem við höfum unnið að og
hefur gefist mjög vel, er að bjóða er-
lendum þýðendum að vinna á mið-
stöðinni hjá okkur í sex mánuði í
senn. Það hefur reynst vera frábær
leið fyrir þá til að kynnast finnskum
bókmenntaheimi og finnskum útgef-
endum. Tengsl við erlenda útgef-
endur eru einn máttarstólpi í starf-
semi okkar, kynningarverkefni
annar, og þýðingarnar sá þriðji. En
útgáfan og kynningarnar verða aldr-
ei af þeim gæðum sem við viljum
halda uppi, nema við höfum af-
bragðsþýðendur.“
Allar telja norrænu bókakonurnar
norrænu samvinnuna mjög mik-
ilvæga fyrir sínar þjóðir og að hvert
landanna sé sterkara útávið sem
hluti af einni norrænni heild, þótt
þjóðirnar vinni líka að sínum málum
hver í sínu lagi. „Samvinna okkar er
mikil og góð. Við deilum reynslu,
upplýsingum, kontaktaðilum og
fleiru slíku, en vinnum líka ötullega
saman að ákveðnum verkefnum á
sviði kynninga á norrænum bók-
menntum.“
Bókmenntir | Framkvæmdastjórar norrænna bókmenntakynningamiðstöðva funda í Reykjavík
Lykilatriði að fá góða þýðendur
Framkvæmdastjórar norrænna bókmenntakynningamiðstöðva samankomnir: Helen Sigeland frá Svíþjóð, Mari-
anne Krukow frá Danmörku, Kristin Brudsvoll frá Noregi, Jónína Michaelsdóttir og Iris Schwanck frá Finnlandi.
Morgunblaðið/Kristinn
begga@mbl.is