Morgunblaðið - 25.11.2004, Side 53
RAFHLJÓMSVEITIN Worm is
Green hefur verið að gera það gott
vestan hafs upp á síðkastið og leik-
ið á ófáum tónleikum þar á árinu.
Sveitin er nýkomin úr mikilli
tónleikaferð þar sem hún lék á yfir
30 tónleikum í öllum helstu borg-
um Bandaríkjanna og Kanada í
slagtogi við aðra listamenn hjá út-
gáfufyrirtæki sveitarinnar þar
vestra. Sveitin lék á viðlíka mörg-
um tónleikum þar vestra í sept-
ember og ætti því að vera komin í
ansi góða æfingu.
Það kemur í ljós í kvöld þegar
Worm is Green stígur á svið í Bíó-
höllinni á Akranesi og leikur þar
efni af væntanlegri plötu í bland
við eldra.
„Tónleikaferðin gekk vonum
framar, m.a. var talsvert um það
að fólk ferðaðist langt að til að sjá
okkur,“ segir Árni Ásgeirsson í
Worm is Green. „Má þar helst
nefna mikinn aðdánda í Austin,
Texas, sem þótti það ekki tiltöku-
mál að keyra í 4 tíma(!) til að sjá
okkur. “
Árni segir að framundan sé að
klára plötu sem sé á lokastigi og
ætti að verða tilbúin fyrir áramót.
Megi því búast við nýrri plötu á
vormánuðum næsta árs. Þá á
Worm is Green nýtt lag á safn-
plötu til styrktar æskulýðsstarfi í
Balata-flóttamannabúðunum, þeim
fjölmennustu á Vesturbakka Pal-
estínu.
Tónlist | Worm is Green með tónleika á Akranesi
Liðast um Bandaríkin
Þórhallur í Thule og fleiri koma fram á tónleikunum með Worm is Green.
Tónleikarnir eru í Bíóhöllinni í kvöld
kl. 20.30. Miðaverð 899 kr.
www.wormisgreen.com
Nánari upplýsingar um söfninina
fyrir ungliðahreyfinguna í Palestínu:
www.palestina.is/frjalspalestina
MYND Hjálmars Einarssonar,
Löglegir krimmar, fékk fyrstu
verðlaun sem besta alþjóðleg
stuttmyndin á Famufest, árlegri
stuttmyndahátíð Kvikmyndahá-
skólans í Prag. Myndin er í léttum
dúr og segir frá tveimur vinum
sem eru litaðir af amerísku sjón-
varpsglápi. Þeim finnst þeir hafa
verið arðrændir af hvítflibbum
samtímans og ákveða að gera eitt-
hvað í því.
„Þetta er annar veturinn sem ég
er hérna. Það er mjög gott að vera
hérna, þetta er draumaborg,“ seg-
ir Hjálmar en fleiri Íslendingar
hafa verið við nám í skólanum, til
dæmis Börkur Gunnarsson (Sterkt
kaffi) og Grímur Hákonarson (Síð-
ustu orð Hreggviðs).
Hann segir verðlaunin opna
ýmsa möguleika. „Það er búið að
bjóða mér á nokkrar hátíðir og svo
var hringt í mig frá stærsta fram-
leiðslufyrirtækinu hérna, Stillking.
Vonandi kemur eitthvað út úr
því.“
Keppnin var stór í sniðum og
sýndar alls 200 myndir, þó að ekki
allar hafi verið í keppninni. „Þetta
var fjögurra daga prógramm og
ágætlega stór umgjörð í kringum
þetta. Það kemur fólk úr brans-
anum til að fylgjast með,“ segir
hann en þetta er í 21. sinn sem
keppnin er haldin.
Sterk bíóhefð í Prag
Stuttmyndin var tekin upp á Ís-
landi. „Þessi mynd var gerð mjög
snögglega. Ég skrifaði hana í skól-
anum í fyrra en kom heim í sumar
og sá að það væri sniðugt að
skjóta hana þá. Hún átti að vera
frekar fljótgerð og ég hóaði í
nokkra félaga. Við fengum að loka
götum í kringum Lyngháls og
skutum þar í tvo daga. Svo vatt
þetta upp á sig og tók lengri tíma.
Ég var mjög heppinn með sam-
starfsfólk og allir sem komu að
þessu eiga miklar þakkir skildar,“
segir hann og býst við að myndin
verði sýnd hérna heima eftir ára-
mót. „En það er ekkert komið á
hreint með það.“
Helstu hlutverk voru í höndum
leikaranna Atla Þórs Albertssonar
og Jóhannesar Hauks Jóhannes-
sonar. Um kvikmyndatöku og
klippingu sá Þórður Karl Einars-
son og um hljóð sáu þeir Halldór
Snær Bjarnason og Pétur Harðar-
son. Meðframleiðandi var Ingvar
Sigurðsson en Hjálmar sjálfur
skrifaði handrit, framleiddi og leik-
stýrði. „Myndin er á íslensku og
alveg gerð af Íslendingum og var
sýnd með texta úti. Fólk hérna er
miklu móttækilegra fyrir erlendum
myndum en heima. Það er mjög
sterk bíóhefð hérna og það eru
leifar af kommúnismanum því hér
var nánast frítt í bíó. Fólk er vant
að horfa á talsettar myndir og
textaðar. Það er ekki þessi Kana-
væðing hér eins og hefur verið í ís-
lensku sjónvarpi heima,“ segir
hann og útskýrir hvernig sögu-
þráður myndarinnar fléttast inn í
þessa hugmynd.
„Myndin er um tvo menn sem
eru algjörlega litaðir af ameríska
sjónvarpinu sem við sjáum heima.
Þeir fara að athuga hvort þeir
komist upp með það sem gerist í
amerískum bíómyndum. Hvort það
virkar í raunveruleikanum er ann-
að mál. Þetta er grínmynd með
smáhasar,“ segir Hjálmar.
„Ég er ekkert á móti amerískum
myndum en stundum er nóg kom-
ið. Það er leiðinlegt hvað það er
framleitt lítið af íslensku efni. Ég
held það sé raunveruleg löngun
hjá fólki að sjá íslenskt efni í sjón-
varpi.“
Hjálmar, sem er 29 ára gamall,
hefur áður gert stuttmyndina
Gildruna, sem er frá árinu 2001.
„Ég hoppaði beint í djúpu laugina
árið 1999 og fór að gera auglýs-
ingar og var sjálfstætt starfandi. Á
sama tíma gerði ég mynd sem
heitir Gildran, sem var erfið fæð-
ing. Það tók tvö ár að gera og þrjú
ár að borga,“ segir Hjálmar um
upphafið.
Hann segir nauðsynlegt að hafa
stuttmynd í fórum sínum til að
koma sér á framfæri. „Það er al-
veg nauðsynlegt. Stuttmynd er frá-
bær vettvangur fyrir fólk sem er
að koma sér af stað í bransanum.
Á móti kemur að þær hafa engan
vettvang,“ segir Hjálmar, sem er
að huga að gerð lengri myndar.
Vinnur að handriti
í fullri lengd
„Ég er að vinna við að skrifa
handrit í fullri lengd. Ég verð alla-
vega út þennan vetur og svo kem-
ur í ljós hvað framhaldið verður,“
segir hann um dvölina í Prag.
Hjálmar segist umfram allt hafa
haft gaman af því að gera Löglega
krimma. „Það skín í gegnum
myndina að það voru allir að hafa
gaman af þessu. Þetta var gert
ánægjunnar vegna. Í þessum
bransa gleymist stundum að hafa
gaman af hlutunum því þetta er
svo mikið basl.“
Kvikmyndir | Stuttmyndin Löglegir krimmar eftir Hjálmar Einarsson fær verðlaun í Prag
Kanavæðing Íslendinga
Hjálmar tekur við verðlaununum á Famufest, árlegri stuttmyndahátíð
Kvikmyndaháskólans í Prag, fyrr í mánuðinum.Helstu hlutverk voru í höndum leikaranna Atla Þórs Albertssonar og Jóhannesar Hauks Jóhannessonar.
ingarun@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 53
SHARON Stone hefur verið vígð
sem „hálfgildings prestur“ – til
þess að geta gefið saman vini sína.
Og Hollywood-leikkonan hefur
þegar gefið saman ein hjón, veit-
ingastaðaeigandann Michael
Bourseau og stílistann Brendu
Swanson, við athöfn sem fór fram á
glæsiheimili Stone í Coldwater
Canyon. Leikararnir Jack Nichol-
son og Robert Wagner voru vottar.
Brúðguminn á að hafa látið þau orð
falla að það muni enginn trúa því að
hann sé giftur þegar hann sér brúð-
arvottorðið.
Stone náði sér í réttindin – til að
gefa saman hjón – í gegnum póst-
þjónustu. Fleira frægt fólk hefur
hlotið einhvers konar „tækifær-
isprestsvígslu“; Robbie Williams
hlaut sín réttindi í gegnum Netið til
að geta gift vin sinn á meðan Sin-
ead O’Connor er vígður kaþólskur
prestur.
Fólk í fréttum | Fræga fólkið gefur vini sína saman
Séra Sharon
Sharon Stone er nýskilin við Phil
Bronstein.