Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 55 FRIÐARHUGSUÐURINN hrausti Sri Chinmoy heiðraði níu Ólympíumeistara og heimsmeistara í íþróttum á dögunum með því að hefja þau upp til skýjanna með eigin kröftum. Chinmoy vildi með þessu uppátæki, sem átti sér stað í New York 13. nóv- ember, vekja athygli á þeim jákvæðu straumum sem slíkt afreksfólk í íþrótt- um lætur af sér leiða. Chinmoy, sem er 73 ára gamall, tók sig til og lyfti íþróttafólkinu upp þar sem það hafði komið sér fyrir á palli. Svo færði hann þeim sérstaka orðu sem hann hefur veitt öllum þeim 7 þúsund einstakling- um sem hann hefur lyft í krafti friðar síðan 1988. Með því að lyfta afreksfólki segist Chinmoy vera að votta því virð- ingu sína. „Ég lyfti … til þess að hvetja fólk til dáða. Þegar við mannfólkið fáum slíka hvatningu þá gerum við mörg góðverk, fyrir okkur sjálf og til að bæta heiminn.“ Við sömu friðarstund í New York lyfti Chinmoy núverandi Ólympíu- meistara í langstökki kvenna og heims- methafa, hinni rússnesku Tatjönu Lebe- devu, þar sem hún sat á fíl. Fíllinn sá heitir Minnie og vegur tæp fjögur tonn að því er fram kemur í tilkynningu frá stuðningsmönnum Chinmoys. Í þessu þriggja daga kynningarátaki lyfti kraftajötunninn hugaði nálægt 200 tonnum. Meðal þess sem hann lyfti, auk fíla og afreksfólks í íþróttum, voru lóð, bílar og söngkonan Roberta Flack sem tók lagið á meðan Chinmoy lyfti. Chinmoy er frá Bangladesh og hefur um langt árabil lyft fólki, dýrum og lóð- um í þágu friðar. Þeir sem m.a. hafa fengið góða lyftu og friðarorðu á eftir eru Nelson Mandela, Desmond Tutu og Steingrímur Hermannsson en Chinmoy hóf fyrrverandi forsætisráðherrann á loft er hann kom hingað í tengslum við friðarhlaup sem hér fór fram 1989. Fólk í fréttum | Sri Chinmoy vinnur fleiri kraftaverk Meðal þess sem ofurhuginn Chinmoy lyfti var 15 manna píramídi. Lyfti fílum, bílum og Robertu Flack * * * * ** * * * * * * ** ** * * * * * * Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 8 og 10.15. Ein besta spennu- og grínmynd ársins Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Sýnd kl. 6 og 10.15. B.i. 14 ára. Gerry and Louise sýnd kl. 6. Stjórnstöðin sýnd kl. 6 Rithöfundur sýnd kl. 8 og 9. * * * ** * * * * * * * * *** * * * ** * * * * * 25.11.04 Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd Kl 8 og 10. Ein besta spennu- og grínmynd ársins www.laugarasbio.is Kr. 500 www.regnboginn.is Kapteinn skögultönntei s lt M.M.J. Kvikmyndir.com  Frábær gamanmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári Kolsvö t jól grí ynd eð illy ob Thornton ... þú issir þig af hlári Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Kvikmyndir.com  PoppTíví  H.J. Mbl.  LÍF OG FJÖR Á SALTKRÁKU 2 EINGÖNGU SÝND UM HELGAR Kvikmyndir.is VINCE VAUGHN BEN STILLER Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd Kl. 5.45, 8 og 10.15. TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS JÓLAMYND FJÖLSKYLDUNNAR Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.