Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Heilsukoddar Heilsunnar vegna ÍSLENSKUR karlmaður á þrítugsaldri var í fyrrakvöld handtekinn á Keflavík- urflugvelli með um 140 grömm af kókaíni sem hann hafði falið í endaþarmi. Mann- inum var sleppt að loknum yfirheyrslum og hafa aðrir ekki verið handteknir vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumann- inum á Keflavíkurflugvelli var maðurinn að koma frá Amsterdam og var stöðvaður við hefðbundið tolleftirlit. Með 140 grömm af kókaíni innvortis „LÍFEYRISSJÓÐAKERFIÐ hefur um það bil tvöfaldast á fimm til sjö ára fresti og ávaxtar sífellt meira af eignum sínum er- lendis en einstaklingar eru sömuleiðis farnir að fjárfesta í auknum mæli erlend- is,“ segir Sigurður Atli Jónsson, sem starf- ar fyrir Credit Suisse First Boston- bankann á Íslandi. Þá segir Robert Parker, yfirmaður al- þjóðlegrar eignastýringar stofn- anafjárfesta hjá bankanum, í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í dag að ekki verði lengur hjá því komist að ís- lenskir fagfjárfestar alþjóðavæði eigna- söfn sín enda hafi verið mikill vöxtur í fjárfestasamfélaginu hér á landi á síðustu árum. Lífeyrissjóða- kerfið tvöfaldast SAMEINING HB Granda, Tanga á Vopna- firði og Svans RE styrkir stöðu HB Granda í harðnandi samkeppni við fiskvinnsluna í Kína, að mati Árna Vilhjálmssonar, stjórn- arformanns fyrirtækisins. Stjórnir félag- anna þriggja samþykktu á fundum sínum á þriðjudag að sameina félögin undir nafninu HB Grandi hf. Við sameininguna eykst hlutdeild HB Granda í uppsjávartegundum verulega. T.a.m. eykst hlutdeild félagsins í loðnukvótanum um 23%, verður 18,68%. Þá mun félagið ráða nærri 20,73% kolmunna- kvótans eftir sameininguna, sem er þriðjungsaukning. Árni segir að sameiningin breyti í raun gerð fyrirtækisins. „Við höfum frekar farið halloka í samkeppninni við Kínverja, enda hafa þeir þrengt að okkur á mörkuðum fyr- ir karfa og ufsa á meginlandi Evrópu. Með sameiningunni minnkar vægi þess hluta fyrirtækisins sem á í beinni samkeppni við Kínverja.“/D4 Styrkir stöðuna gagnvart Kína FÉLAG sem á engan sinn líka í veröldinni verður til um áramótin þegar Avion Group verður til við samruna m.a. Atlanta-flugfélags- ins, Íslandsflugs og Excel Air- ways. Magnús Þorsteinsson, að- aleigandi Avion og stjórnar- formaður, hyggst þá bjóða upp á „heildarlausn í flugrekstri“; félag sem sér um leigu flugvéla með áhöfn, þjálfun áhafnar, viðhald og tryggingar fyrir þá sem vilja stunda flugrekstur – allt annað en sölu farseðla. Þetta kemur fram í samtali við Magnús í auka- blaði Morgunblaðsins um „inn- rás“ íslenskra athafnamanna í breskt viðskiptalíf undanfarin misseri. Starfsmenn hjá „Baugsfélög- um“ í Bretlandi eru nú orðnir 11.000 í rúmlega 1.000 verslunum og velta fyrirtækjanna verður ríf- lega 100 milljarðar króna á þessu ári, samkvæmt frásögn Gunnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra erlendra fjárfestinga Baugs, í blaðinu. Greint er frá miklum vexti Bakkavarar við framleiðslu fersks þægindamatar en fyrir- tækið rekur nú fjórar verksmiðj- ur í Bretlandi og sú fimmta verð- ur væntanlega tekin í notkun á næsta ári, vegna síaukinnar eft- irspurnar og þrýstings frá stærstu viðskiptavinum fyrirtæk- isins um að það framleiði meira. Einnig er greint frá auknum umsvifum íslensku skipafélag- anna í Bretlandi, frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, m.a. Coldwater sem fyrir tveimur og hálfu ári hóf framleiðslu á kæld- um sjávarréttum á breska mark- aðnum og hefur náð góðum árangri á því sviði. Rætt er við forráðamenn íslensku bankanna þriggja í London og m.a. sagt frá fyrirtækjum í eigu Íslendinga, sem lítt eða ekki eru þekkt hér á landi. Það eru Strax, sem starfar á farsímamarkaði og veltir um sjö milljörðum króna á þessu ári, hugbúnaðarfyrirtækið Kudos, en lausnir fyrirtækisins drífa nú áfram auglýsinga- og snertiskjái þekktra fyrirtækja víða um heim, og svo Logo69. Avion býður „heildar- lausn í flugrekstri“  Innrásin í Bretland/B-blað LJÓSMYNDABÓK Ragnars Axelssonar; Andlit norðursins, kom út í gær og af því tilefni efndi Ragnar til ljósmyndasýningar í Reyn- ishelli til heiðurs Guðjóni Þorsteinssyni, en mynd af honum er á forsíðu bókarinnar. Á myndinni er Ragnar að segja Guðjóni sögu myndanna, en skömmu síðar batt brimið í fjörunni enda á sýn- inguna./30 Morgunblaðið/Einar Falur Brimið batt enda á sýninguna STARFSHÓPUR Verslunarráðs Íslands í orkumálum setur í nýrri skýrslu fram gagnrýni á ákveðna þætti raforkulaganna, m.a. að þau sníði arðsemi flutningsfyrirtækis raforku of þröngan stakk. Einnig sé skortur á skýrum leiðbeiningum um veitingu rannsókna- og virkj- unarleyfa ef fleiri en einn aðili eru um hituna. Hópurinn telur lögin engu að síður hafa breytt umgjörð raforku- iðnaðarins á Íslandi á svo stórfelld- an hátt að ekki verði staðar numið. Án frekari umbóta og skipulags- breytinga sé setið uppi með hálf- klárað verk sem óvíst sé að þjóni hagsmunum notenda betur en það skipulag sem áður var. Að fara hálfa leið geti reynst dýrkeypt. Þá telur starfshópur Verslunar- ráðs óheppilegt að bráðabirgða- ákvæði í raforkulögum skuli setja takmarkanir á framsal hlutafjár í flutningsfyrirtæki í þá veru að eig- endum hlutafjár sé aðeins heimilt að framselja hlutafé sitt til annarra eigenda í fyrirtækinu. Starfshópurinn telur að til að stuðla að hagkvæmni í uppbygg- ingu flutningskerfis raforku sé nauðsynlegt að flutningsfyrirtækið njóti góðs af aukinni hagkvæmni í aukinni arðsemi. Í raforkulögun- um sé gert ráð fyrir lágri arðsemi að jafnaði. Nær sé að leggja fag- legt mat á eðlilega arðsemi af flutningsfyrirtækinu og ganga út frá því við ákvörðun tekjumarka. Hópurinn lýsir áhyggjum af því að smávirkjanir séu undanþegnar því að tengjast flutningskerfinu. Þetta muni kynda undir áhuga víða um land á að reisa litlar virkjanir. Talið er heppilegast að raforku- fyrirtækjum verði breytt í hluta- félög og þau síðan skráð á markað. Það auðveldi breytingar á eignar- haldi og greiði aðgang að fjár- magni til vaxtar. Verslunarráð gagnrýnir nokkur ákvæði í raforkulögunum í nýrri skýrslu Mikilvægt að ljúka mark- aðsvæðingu orkukerfisins  Eðlilegt/4 KLEIFARVATN, skáldsaga Arn- aldar Indriðasonar, er söluhæsta bók- in dagana 16.–22. nóv., samkvæmt samantekt Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Bók Jóhönnu Krist- jónsdóttur, Arab- íukonur, er í öðru sæti og Útkall – Týr er að sökkva eftir Óttar Sveinsson í því þriðja. Öðruvísi fjöl- skylda eftir Guðrúnu Helgadóttur er í fjórða sæti og Sig- mundur Ernir Rúnarsson á bókina í fimmta sæti, Barn að eilífu. Söluhæstu skáldverkin eru Kleif- arvatn, Englar og djöflar eftir Dan Brown og Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelsson. /28 Kleifarvatn söluhæst Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.