Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 33

Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 33 Samkvæmt sambærilegrirannsókn sem gerð varfyrir nokkru er hlutfalliðenn hærra hjá yngri börn- um, rúmlega 40% eins árs barna hafa litlar sem engar járnbirgðir eða lélegan járnbúskap. Rannsókn- in er unnin af Ingu Þórsdóttur, pró- fessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumanni Rann- sóknastofu í næringarfræði við LSH, Birni S. Gunnarssyni, dokt- orsnema í næringarfræði, og Gesti Pálssyni barnalækni. Samkvæmt henni áttu tæplega tíu af hundraði (9%) tveggja ára barna við járnskort að stríða en alls höfðu 27% lélegan járnbúskap eða „tómar birgðir af járni“ (án þess að einkenni séu til staðar) og 1,5% hafði járnskortsblóðleysi, þ.e. hae- moglobin-styrkur í blóði var of lág- ur. Í sambærilegri rannsókn sem unnin var af sömu aðilum á börnum við eins árs aldur, sem getið var um að ofan, var járnskortur hjá 20% barna og samtals var járnbúskapur lélegur eða engar járnbirgðir hjá 40% og 3% áttu við járnskortsblóð- leysi að stríða. Getur haft áhrif á vöxt og þroska barna Að sögn Ingu Þórsdóttur fylgja því yfirleitt engin einkenni ef börn hafa járnskort. Ef börn hafa litlar sem engar járnbirgðir fylgir minnk- un á rauðum blóðkornum sem getur í daglega lífinu þýtt minna þol hjá börnum. Sé vandamálið hins vegar komið á það stig að börnin eigi við járnskortsblóðsleysi að stríða, geti fylgt því ýmis einkenni, s.s. fölvi, svimi og þreyta og ef ástandið er viðvarandi getur það haft áhrif á vöxt barnanna auk þess sem það er einnig tengt minni námsgetu og þroska. Þá séu uppi vangaveltur um að járnskortsblóðleysi tengist hærri tíðni ýmiss konar sýkinga hjá börnum. „Börn fæðast með járnbirgðir sem duga mjög vel með brjóstagjöf- inni fyrstu mánuðina,“ segir Inga. „Síðan minnka þessar járnbirgðir og ef börn fara að borða aðrar teg- undir af matvælum sem ekki eru járnbættar, þá er hætta á járn- skorti.“ Stoðmjólk í stað mjólkur Önnur næringarefni hafa einnig áhrif á hvernig járnið nýtist, t.d. C- vítamín sem eykur nýtingu á járni í líkamanum. „Það sem við sáum í okkar rannsókn og hefur reyndar sést í öðrum rannsóknum hjá eins árs börnunum, er að mikil neysla á venjulegri kúamjólk, eða næstum hálfur lítri á dag (hjá börnum 9–12 mánaða) leiddi í ljós að þau börn skorti greinilega járn. Mjólkin tek- ur pláss frá fjölbreyttu mataræði sem inniheldur meira járn, og í stað þess að borða járnbætta grauta, kjöt og fisk, o.þ.h. þá fylltu þau magann af venjulegri kúamjólk,“ segir Inga. Nokkuð er liðið síðan Manneld- isráð, Lýðheilsustöð og Miðstöð heilsuverndar barna, ráðlagði for- eldrum að gefa börnum frá 6 mán- aða til 2 ára aldurs, járnbætta stoð- mjólk í stað kúamjólkur en í henni er einnig minna af próteini sem er æskilegt þar eð ákveðin prótein í kúamjólk geta valdið blæðingum í þörmum ungbarna, að sögn Ingu. Að sögn hennar þóttu niðurstöður fyrri rannsóknar á járnforða ung- barna (2003) það alvarlegar að ástæða þótti til að ráðleggja for- eldrum að gefa ungbörnum stoð- mjólk sem búið er að meðhöndla sérstaklega. Þá sé mikilvægt, um leið og byrjað er að nota stoðmjólk, að auka fjölbreytni í mataræði barnanna smátt og smátt til að koma í veg fyrir vandræði í melt- ingu. Mun algengara en á hinum Norðurlöndunum Járnskortur er einn algengasti næringarskortur í heiminum í dag, einkum meðal ungbarna og kvenna á barnsburðaraldri. Þegar litið er til annarra landa, s.s. Norðurlandanna kemur í ljós að skortur á járni í ung- börnum er margfalt algengari hér á landi en annars staðar. Inga segir ástæðurnar einkum þær að önnur Evrópuríki hafi fyrir löngu tekið upp þá manneldisstefnu að ráð- leggja foreldrum að gefa ungum börnum aðra mjólk en kúamjólk og járn- og vítamínbætta grauta svo dæmi séu nefnd. „Til langs tíma voru ekki gerðar rannsóknir á áhrifum matræðis á heilsu barna hér á landi og þá var þetta ekki tekið upp erlendis frá, af einhverjum ástæðum og líklega voru það mistök,“ segir Inga. Sem dæmi má nefna að járn- skortsblóðleysi er vart mælanlegt meðal eins árs barna í Danmörku (-1%) en er 3% hér á landi. Þá skortir 40% barna járn við eins árs aldur hér á landi (skv. rann- sókn frá 2003) en hlutfallið er 26% í Svíþjóð. Að sögn Ingu eru engar tölur til yfir þróun járnskorts meðal barna hér á landi þar sem slíkar rannsóknir liggja ekki fyrir. Líklegt sé þó að járnforði barna hafi batnað á síðustu misserum og járnskorts- blóðleysi vonandi að hverfa með breyttum áherslum varðandi nær- ingarráðgjöf og neyslu stoðmjólk- ur, að hennar sögn. Einhæfari fæða í dag Sú spurning vaknar óneitanlega hvort Íslendingar hafi kynslóð fram af kynslóð átt við járnskort að stríða í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið. Inga segir enga ástæðu til að ætla að svo sé og að járnskortur hafi hugsanlega verið algengari í ungbörnum á síðustu öld, þar sem þeim hafi jafnan verið gefin fjölbreyttari fæða fyrr á ævi- skeiðinu en þekkist í dag (t.d. kjöt og fisk). „Ég held að það hafi hjálpað að mataræðið var fjölbreytt. Við sjáum að pínulítil kjöt- og fiskneysla frá 9– 12 mánaða aldri bætir úr járn- skorti,“ segir hún. Þótt viðvarandi járnskortsblóð- leysi geti í tilvikum haft alvarlegar afleiðingar á vöxt og þroska barna má bæta upp járnskort í börnum og bæta úr járnskortsblóðleysi með sérstakri járnríkri mixtúru og með neyslu á járnríka fæðu, s.s. járnríku morgunkorni, grautum, o.s.frv. Börnum sem fá of einhæfa fæðu og of mikla kúamjólk er hins vegar mest hætta búin á að verða fyrir járnskorti. „Íslenska kúamjólkin er ekki holl í miklu magni. Við verðum að muna að þegar hún er gefin ungbörnum í meira magni en 450 millilítrum á dag, þá veitir hún börnum helming orkunnar sem þau þurfa.“ Inga undirstrikar að jafnvel þótt íslenska kúamjólkin sé ekki holl fyrir ung börn í miklu magni þá hafi hún góða efnasamsetningu og veiti næringarefni sem önnur matvæli veiti ekki eins auðveldlega, eins og t.a.m. kalk. Þá hafi íslenska kúa- mjólkin góða prótein- og fitusýru- samsetningu sem var ástæða þess að óskað var eftir því að stoðmjólk fyrir ungbörn yrði unnin úr ís- lenskri kúamjólk á sínum tíma. Rannsóknirnar tvær á áhrifum kúamjólkur á ung börn voru birtar í ár og fyrra í European journal of Clinical Nutrition, vísindatímariti um næringarfræði. Of mikil neysla kúamjólkur óholl ungbörnum Nýleg rannsókn á járn- forða tveggja ára barna á Íslandi hefur leitt í ljós að næstum þriðj- ungur þeirra hefur litl- ar sem engar járn- birgðir í líkamanum en járnskortur hefur lengi verið tengdur mikilli neyslu venjulegrar kúamjólkur. Kristján Geir Pétursson ræddi við Ingu Þórsdóttur næringarfræðing um rannsóknina. Morgunblaðið/Golli Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. kristjan@mbl.is r að fyrir am endur- ngnum. s fór um- ykjavíkur- að selja Þannig ísladóttir, á fundi r 2002 að fist betri lja ríkinu Sjálfstæð- ekki sömu dsvirkjun innar og élagavæð- ipað leyti nda orku- af sér til- gintillagan andsvirkj- engi hluta irkjunum. d en ekki mkvæmd- eftir un? ókst sam- andsvirkj- eigenda- nefnd. Henni var ætlað að skoða fjárhagsstöðu og fjármögnun Landsvirkjunar, stöðu fyrirtækisins í breyttu umhverfi raforkumála og gera tillögur um breytingar á sam- eignarsamningnum, m.a. um arð- semismarkmið með hliðsjón af nýj- um raforkulögum. Líkt og áður var nefndinni ekki ætlað að leggja til breytingar á rekstrarforminu að svo stöddu, enda hefur verið talið að hugsanleg hlutafélagavæðing á Landsvirkjun geti ekki komið til greina fyrr en árið 2007 eða 2008, vegna ábyrgða eigenda á fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun. Að loknu því verki er talið að um- ræða um að breyta Landsvirkjun í hlutafélag fari á fullt. Eigendanefndina „hina síðari“ skipuðu Benedikt Árnason úr iðn- aðarráðuneytinu, Dan Jens Brynj- arsson frá Akureyrarbæ, Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur, Stef- án Jón Stefánsson frá fjármálaráðu- neytinu og Vilhjálmur H. Vilhjálms- son, þáverandi borgarlögmaður. Skilaði nefndin af sér tillögum til eigenda í júní sl. og síðan þá hafa verið haldnir nokkrir fundir, m.a. með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, borgarstjóra og bæjarstjóra Akur- eyrar. Eins og fram kom hjá Þórólfi Árnasyni, fv. borgarstjóra, í blaðinu í gær kom hann fram með þá hug- mynd á fundi í sumar að taka inn líf- eyrisskuldbindingar í samhengi við umræðu um eignarhluti borgarinn- ar í Landsvirkjun. Var þá ætlunin að ríkið greiddi borginni sinn hlut yfir lengri tíma, jafnvel áratugi, með því að taka yfir lífeyrisskuldbindingar starfsmanna borgarinnar. Skuld- bindingar nú, umfram innstæðu, eru um 25 milljarðar króna og bókfært verðgildi hlutar Reykjavíkurborgar er um 18,4 milljarðar króna. Ekki hefur farið fram endanlegt verðmat á eignum Landsvirkjunar en við- mælendur blaðsins telja að andvirði hlutar borgarinnar sé vart undir 30 milljörðum króna, jafnvel mun hærra. Reiknað er með að eignar- hlut Akureyringa megi meta á um tvo milljarða króna, þannig að alls gæti ríkið þurft að greiða yfir 30 milljarða króna fyrir hluti borgar- innar og norðanmanna. Hvernig það verður gert á eftir að koma í ljós. Óánægja á báða bóga Fulltrúar ríkisins stóðu í þeirri trú að náðst hefði samkomulag um að undirrita viljayfirlýsingu um fyr- irkomulag sölunnar á þriðjudag en annað kom á daginn. Þórólfur borg- arstjóri hafði ekki umboð frá Reykjavíkurborg til að ganga frá viljayfirlýsingu að svo stöddu þar sem upp kom óánægja með ýmsar kröfur ríkisins, líkt og Alfreð Þor- steinsson, formaður borgarráðs, heldur fram í samtali hér á síðunni. Vill borgin hafa einhverja tryggingu í hendi ef eignir reynast mun verð- meiri en sem nemur lífeyrisskuld- bindingunum. Á móti fallast fulltrú- ar ríkisins, þ.á m. iðnaðarráðherra, ekki á kröfur borgarinnar og vilja halda eignum utan við fyrirætlanir um að taka yfir lífeyrisskuldbind- ingar. Meðal þess sem eigenda- nefndin ræddi sem möguleika var að Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, og Orkubú Vestfjarða, sem ríkið á að öllu leyti, rynnu inn í Landsvirkj- un. Fulltrúar borgarinnar eru sömuleiðis ósáttir við slík áform. Engin fundahöld fóru fram vegna þessa máls í gær en talið er að við- ræður hefjist að nýju áður en langt um líður. Orðaði einn viðmælenda blaðsins það svo að ekkert lægi á. gnarhald staðið til Morgunblaðið/Ómar íkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun mkvæmd fyrirtækisins fyrir um 35 árum. bjb@mbl.is ands- ta er sú m kom til andi við vor- tala um nir út úr n,“ segir a að ast dir á að n hafi til m verið í eifingu á ð því að kubú ands- mið með sölu á irkjun á raforku ur fyrir past g því af Rarik kæmi hugsanlega í hlut Orku- veitu Reykjavíkur,“ segir Alfreð, en bætir við að þessu hafi aðeins verið velt upp í viðræðunum, ekki sett fram sem neinar kröfur. Hann segir það skiljanlegt að ríkið vilji að Rarik og Orkubú Vestfjarða fari inn í Lands- virkjun til að bæta eignfjárstöð- una. Hún sé slök um þessar mundir vegna Kárahnjúkavirkj- unar og 10 milljarðar króna í eig- ið fé myndu bæta stöðu Lands- virkjunar verulega. Hagsmunir ríkisins séu því miklir og Reykja- víkurborg þurfi í raun ekki að flýta sér í þessum efnum. For- ráðamenn borgarinnar hafi ein- ungis sagt að það sé óeðlilegt að hún sé með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum; Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Krafa ríkisins „fáránleg“ Alfreð segir það hafa verið „fáránlegt“ af ríkinu að ekki mætti nefna neitt annað en að salan færi fram með yfirtöku líf- eyrisskuldbindinga borgarinnar, ekki síst ef í ljós kæmi að verð- mæti hlutar borgarinnar í Lands- virkjun væri meira en lífeyr- isskuldbindingarnar. „Hvað ætlar ríkið að gera þá?“ spyr Alfreð og telur það einkennilegt að við samningaborð setji annar aðilinn, í þessu tilfelli ríkið, fram úr- slitakröfur. Það sé ekki góður siður. Varðandi framhald viðræðna segir Alfreð enga fundi hafa ver- ið boðaða. Hann lítur ekki svo á að viðræðum hafi verið slitið og segir málið eiga eftir að fá meiri umræðu innan Reykjavíkurlist- ans. Ekki sé knýjandi þörf á að klára málið fyrir áramót, þegar takmörkuð samkeppni hefst á raforkumarkaðnum. Frekar sé mikilvægara að ljúka málinu fyr- ir 1. janúar 2007 þegar sam- keppni um raforkusölu til al- mennings fari af stað. nrýnir aðkomu ríkisins en Landsvirkjunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.