Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gísli FriðrikÞórisson fæddist í Kópavogi 12. nóv- ember 1969. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 23. nóv- ember síðastliðinn. Banamein hans var ættlægur hjartasjúk- dómur. Foreldrar Gísla Friðriks eru Helga Sigurjónsdótt- ir kennari, f. 1936, og Þórir Gíslason tannlæknir, f. 1937. Systkini Gísla eru Brynjólfur tölvunarfræðingur, f. 1958 og Herdís fóstra, f. 1963, gift Ingva Kristjáni Guttorms- syni, flugstjóra f. 1963. Þau eru búsett í Lúxemborg. Börn þeirra eru: Guttormur Arnar, f. 1985, Eva Írena, f. 1987, Áki Elí, f. 1999 og Hilmir Már, f. 2001. Föð- urforeldrar Gísla voru Gísli Frið- rik Petersen yfirlæknir röntgen- deildar Landspítalans, f. 1904 d. 1992, og Sigríður Guðlaug Brynj- ólfsdóttir húsfreyja, f. 1910 d. 1996. Móðurforeldrar hans voru Herdís Jónsdóttir, f. 1900 d. 1989, og Sigurjón Gestsson, f. 1912 d. 1961. Þau gerðust land- nemar í Kópavogi 1942 og bjuggu á Nýbýlavegi 12 til ársins 1958 en fluttust þá að Hurðar- baki í Kjós þar sem Sigurjón lést þremur árum síðar. Gísli stundaði skyldunám í Kópa- vogsskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1989. Hann lagði fyrst stund á almenna bókmenntafræði við Háskóla Íslands en síðan læknisfræði og lauk kandídats- prófi frá sama skóla 1997. Hann hlaut al- mennt lækninga- leyfi 11. nóvember 1998. Að loknu námi gegndi hann aðstoðarlæknisstörfum við Land- spítalann í eitt ár. Hann starfaði síðan sem læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu og á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði og heilsu- gæslustöðvum víða um land. Hann hélt út til framhaldsnáms í lyflækningum í Iowa í Bandaríkj- unum haustið 2000 en tók síðan þá ákvörðun að hefja masters- nám í viðskiptafræði í Rotterdam í Hollandi og lauk því í mars 2003. Eftir heimkomuna stundaði hann jöfnum höndum læknis- störf, lengst af á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja, og tölvuráð- gjöf hjá Skýrr. Gísli verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Við kveðjum með tárum elskaðan son og bróður. Ótímabært fráfall hans skilur okkur eftir löskuð á sál- inni. Vissulega deyfir tíminn kvölina en sárið grær aldrei. Svo leit út sem Gísli hefði ekki tekið í arf ættarfylgj- una vondu sem hefur lagt svo mörg skyldmenni okkar í gröfina fyrir ald- ur fram. En svo var ekki, of stórt hjarta hans gafst upp fyrirvaralaust en sömu örlög höfðu hlotið Sigurjón, afi hans, og móðursysturnar báðar sem voru honum svo kærar. Hann var langþráður hann Gísli okkar og við biðum hans óþolinmóð. Stóru systkinin voru að spá í hvort barnið yrði strákur eða stelpa. Herdís vildi auðvitað stelpu en Brynjólfur strák. Honum varð að ósk sinni og einn mildan nóvemberdag kom litli bróðir í heiminn á Hrauntungu 97 í Kópavogi. Móðir og barn voru í góð- um höndum Sigurbjargar ljósmóður, ömmusysturinni sem var hjálparhella fjölskyldunnar og vinur í blíðu og stríðu. Þetta var rétt fyrir tólf á há- degi. Stóri bróðir var nýkominn heim úr skólanum en Herdís rétt ókomin úr föndurskólanum á Digranesvegin- um. Hún hlakkaði til að sýna mömmu og pabba forláta álfahatt sem hún hafði búið til. En auðvitað féll hatt- urinn í skuggann fyrir stórtíðindun- um – pínulítill strákur kúrði hjá mömmu sinni í svefnherberginu. Hann var sléttur og fínn með mikið svart hár og brosti í svefninum. Svarta hárið breyttist samt og í nokk- ur ár var Gísli lítill ljóskollur. En svo kom dökka hárið aftur, þykkt og mik- ið eins og á Sigurjóni afa. Nágrannar, ættingjar og vinir komu að sjá nýja barnið og börnin fengu Sinalco í til- efni dagsins. Þannig kom hann til okkar, hann Gísli Friðrik, og þó að hann væri ró- legt smábarn reyndist hann hinn mesti fjörkálfur og gleðigjafi frá fyrstu stundu. Enga afbrýðisemi var að finna hjá stóru systkinunum og Herdís vék orðalaust úr rúmi móður sinnar þegar sá litli kom til sögunnar. Gísli var einfaldlega þannig að öllum líkaði vel við hann, líka systkinunum báðum sem þó eltu stundum grátt silfur sín í milli eins og systkinum er títt. Þegar tengdasonur kom til sög- unnar var hið sama uppi á teningnum, einnig hann féll fyrir persónutöfrum litla bróður kærustunnar og auðvitað frændbörnin sem sáu ekki sólina fyrir frænda sínum. En þetta var bara Gísli Friðrik, hann var í sérflokki frá því að hann leit fyrst dagsins ljós og þannig var hann alla sína alltof stuttu ævi. Hlýr og nærgætinn, rólegur og yfir- vegaður en þó ákveðinn. Hann var því á réttum stað sem læknir, hann kunni að hlusta. Fyrstu þrjú árin má segja að hann hafi átt tvær mömmur. Þetta var þeg- ar leikskólar og önnur dagvist barna þótti ekki við hæfi af því að mæður áttu að vera heima og passa börn sín sjálfar. En móðir Gísla var kennari í Kópavogsskóla og vildi halda starfi sínu áfram þó að þriðja barnið bættist í hópinn. Þá kom Þórey Björnsdóttir til sögunnar. Hún vann hjá Heimilis- hjálpinni í Kópavogi og kom fjöl- skyldunni til aðstoðar þegar Gísli fæddist. Þetta var hugsað sem tíma- bundin aðstoð en svo fór að að Þórey varð fóstran hans Gísla næstu þrjú árin. Hún gekk honum í móðurstað frá því snemma morguns og þar til Helga kom heim úr vinnunni um há- degisbilið. Síðan hafa þau Gísli og Þórey átt samleið á stórum stundum í lífi beggja. Raunar gerðum við okkur foreldrarnir ekki fyllilega grein fyrir því hversu dýrmætur hann var henni fyrr en í stúdentsveislunni hans en þá sagði hún að fóstrið hans Gísla á Hrauntungunni hefði verið langbesta vinnan hennar. Á hverjum morgni hlakkaði hún til þess að fá hann í hendur og alveg sérstaklega á mánu- dögum af því að barnið hafði breyst svo mikið yfir helgina, nokkuð sem foreldrar og systkini, sem voru með barninu alla daga, tóku ekki eftir. Og eftir á að hyggja – hvað er betra en að fóstra börn, fylgjast með þeim frá degi til dags og elska þau skilyrðis- laust? Það var fjölmennt í Hrauntung- unni þegar Gísli var lítill. Allir voru að byggja, í okkar tilfelli var það raðhús eða keðjuhús. Húsfreyjurnar voru nær allar heimavinnandi og höfðu því sveigjanlegan vinnutíma. Fyrr en varir vorum við búnar að stofna skokkhóp, krökkunum til mikillar ánægju. Þeir hlupu Sandgryfjuhring- inn svokallaða með okkur, allt upp í tuttugu krakkar í senn og fannst þetta afskaplega gaman. „Kellingar að hlaupa,“ gall að vísu við stundum, aðallega frá aðvífandi krökkum. Þar sem Gísli var yngstur og minnstur var hann allajafna síðastur. En það skipti ekki máli, það var svo gaman að hlaupa og tuttugu árum síðar fór hann að iðka langhlaup. Hann hljóp maraþonhlaup nokkrum sinnum og Laugaveginn en hafði minnkað hlaupin undanfarið en stundaði rækt- ina þess betur. Eins og þegar hefur komið fram fæddist Gísli Friðrik inn í fjölmennt nágrannasamfélag eins og þau voru enn í Kópavogi á hans ungu dögum. Þar óx litli strákurinn og dafnaði og varð hvers manns hugljúfi. Fljótt komu fram þau persónueinkenni sem settu sterkan svip á hann til hinstu stundar; ljúflyndi og nærgætni en um leið innra öryggi sem olli því að hann fór eigin leiðir og þá gjarnan ótroðnar slóðir. Engum þýddi að reyna að telja honum hughvarf ætlaði hann sér eitt- hvað. Það var vegna þess að fyrirætl- anir hans voru aldrei skyndiákvarð- anir heldur þaulhugsaðar. Aðeins einu sinni varð hann þó að láta í minni pokann. Það var þegar hann hætti í leikskólanum fimm ára gamall og átti að byrja í alvöruskóla. Honum hafði líkað misvel í leikskólanum og þegar kom í ljós að nú ætti hann að halda áfram í skóla sagði hann þvert nei. Móðir hans hafði kennt honum að lesa mjög ungum enda búin þá að láta fyr- ir róða kenningar um að ekki ætti að kenna börnum að lesa fyrr en sex eða sjö ára gömlum. Og Gísli litli varð vel læs löngu fyrir skólaskyldualdur. Síðan má segja að fróðleiksfýsnin hafi orðið hans fylgikona og þegar kallið kom var hann einmitt að lesa bókina sem bróðir hans hafði gefið honum í afmælisgjöf tíu dögum áður: „From Armageddon to the Fall of Rome. How the Ancient Warlords Changed the World.“ En fróðleikur- inn einn og sér nægði honum ekki, hann vildi komast að kjarna hvers máls og spurningarnar voru margar sem ungur hugur glímdi við. Hvers vegna, hvers vegna? Hvers vegna er heimurinn ekki betri en hann er? Hvers vegna enda allar hugsjónir í ógöngum og snúast jafnvel upp í and- stæðu sína? Sem barn tileinkaði hann sér vinstri hugmyndir móður sinnar og í einhverjum kosningunum bank- aði hann upp á hjá nágrönnunum og spurði hvort þeir ætluðu virkilega að kjósa „kaupránsflokkana“! En auð- vitað komst hann að því, eins og móð- ir hans, að gæfuna sæktu hvorki ein- staklingar né þjóðfélög til sósíalismans. Og þar með var sá draumur búinn. Þannig stóðu sakir þegar Gísli lést. Frjór hugur hans var síleitandi og framkvæmdasemin söm við sig. Hann ætlaði að fara út í heim og gera mynd- bönd um lönd og þjóðir sem honum þóttu girnileg til fróðleiks. Kúba var efst á blaði og þangað ætlaði hann við fyrsta tækifæri. Einnig langaði hann að fara til Rússlands og fleiri landa þar sem sósíalisminn hafði verið við lýði. En skjótt hefur sól brugðið sumri. Fagur og góður maður hefur verið hrifinn brott úr önn dagsins og þessi maður er sonur okkar. Við stöndum í sporum Egils Skalla-Grímssonar og skiljum til fullnustu kvöl hans og ang- ist. Hann orti sig út úr sorginni en það getum við ekki, aðeins kvatt soninn okkar elskaða og bróðurinn góða og beðið guð að geyma hann. Helga Sigurjónsdóttir, Þórir Gíslason, Brynjólfur og Herdís. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Þín systir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þinn bróðir. Kæri Gísli. Systir þín hringir grátandi og segir að þú sért dáinn. Viðkvæðið var Gísli hver. Þú fyrirgefur mér, en þú komst alls ekki upp í hugann við svona frétt- ir. Ég man fyrst eftir þér á Hraun- tungunni sem brosandi léttum ung- lingi sem hlakkaðir til að eldast og þroskast. Okkur kom vel saman strax frá fyrsta degi og með tímanum þró- uðust þessi kynni í góðan vinskap sem aldrei bar skugga á. Gutti og Eva hafa dáð þig frá fyrsta degi og passaðir þú oft fyrir okkur. Alltaf tilhlökkun hjá þeim að fá þig í heimsókn . Það sýnir líka traustið GÍSLI FRIÐRIK ÞÓRISSON ✝ Sólborg Júlíus-dóttir fæddist á Grandavegi 39 í Reykjavík, 27. desem- ber 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, 25. nóvember síðast- liðinn. Sólborg var dóttir hjónanna Júlíusar Nielssonar trésmiðs f. 30. júlí 1888, d. 25. febrúar 1951 og Guð- rúnar V. Jensdóttur húsmóður f. 10. júní 1894, d. 27. septem- ber 1965. Sólborg átti eina systur, Svövu, f. 21. desember 1927, d. 13. júní 1966. Eiginmaður hennar var Ósk- ar A. Sigurðsson f. 16. júní 1917, d. 11. apríl 1981. Þau eignuðust 6 syni. Árið 1951 giftist Sólborg eftirlifandi eiginmanni sínum, Jens Guðna Guð- mundssyni sjómanni, f. á Þingeyri við Dýrafjörð 9. ágúst 1920. Sólborg bjó allan sinn búskap á Hörpu- götu 4 í Reykjavík, uns hún fluttist ásamt eiginmanni sínum á Grund árið 2003. Auk húsmóður- starfa vann hún alla tíð úti, bæði við fiskvinnslu og verksmiðjustörf. Útför Sólborgar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kæra Bogga, þá er komið að kveðjustundinni. Nú þegar ég hugsa til baka brjótast fram ótal minningar af ýmsum atburðum frá liðnum tím- um. Ég ætla ekki að fara nánar út í þá hér, en þeir geymast, dýrmætir í minningunni. Ég ólst upp hjá Guðrúnu ömmu á Hörpugötunni, en þar bjugguð þið Jenni líka og frá því að ég fyrst man eftir mér hafið þið verið fastur partur af tilverunni. Ég var 17 ára þegar amma dó og upp frá því bjó ég hjá ykkur þar til ég eignaðist sjálfur fjöl- skyldu. Eftir að ég kvæntist konu minni og synir mínir fæddust urðuð þið einnig fastur partur af þeirra til- veru. Bræður mínir fimm bjuggu á Sel- tjarnarnesinu ásamt foreldrum okk- ar, en mamma dó frá hópnum ári á eftir ömmu og tókuð þið þá tvo yngstu bræðurna að ykkur, ásamt því að lið- sinna hinum. Það má því segja að þið hafið haft mikil áhrif á líf okkar flestra, nokkrir okkar hafa t.d. hafið sinn búskap í kjallaranum á Hörpu- götunni. Það var ekki mulið undir ykkur Jenna eins og sagt er. Þið þurftuð alltaf að hafa fyrir hlutunum og neita ykkur um margt, sérstaklega hér áður fyrr. Aldrei heyrði ég ykkur kvarta þó að vinnudagurinn væri oft langur og erfiður. Þið voruð mjög samhent hjón, gerðuð allt saman, t.d. ferðast sem þið höfðuð mest yndi af, dansa, o.fl. Þó þú hafir átt við erfið veikindi að stríða undanfarið heyrði ég þig aldrei kvarta, alltaf var allt í lagi og þig van- hagaði ekki um neitt ef þú varst spurð. Nú er þessu lokið og þó að söknuður okkar allra sé sár, þá á Jenni þó eftir að sakna þín mest. Ég vil að lokum þakka þér fyrir mína hönd, konu minnar og sona, svo og bræðra minna og fjölskyldna þeirra, fyrir allt. Við óskum þér inni- lega velfarnaðar á því ferðalagi sem þú nú hefur lagt í og vonum að góður Guð geymi þig. Júlíus Óskarsson. Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Þessar ljóðlínur Davíðs Stefáns- sonar komu fyrst upp í huga mér þeg- ar mér varð hugsað til mannkosta Sólborgar Júlíusdóttur, eða Boggu, eins og hún var jafnan kölluð af okkur sem þótti vænt um hana. Í þessari litlu vísu birtist okkur hógværa konan sem aldrei barst á; konan sem lét sér annt um aðra; konan sem yljaði með nærveru sinni og einstökum mann- kostum; konan sem aldrei kvartaði. Þannig var Bogga, móðursystir eig- inmanns míns, sem ég er stolt af að hafa alla tíð kallað tengdamóður mína. Hún kom inn í líf mitt þegar ég kynntist Jóhanni, einum af sex sonum einkasystur hennar, Svövu, en hún lést langt um aldur fram. Þá voru yngstu drengirnir á unglingsaldri og gekk Bogga þeim í móðurstað. Síðar, þegar systursynir hennar gengu í hjónaband og eignuðust börn, varð hún sjálfkrafa bæði tengdamóðir og amma. Þeim hjónum, Boggu og Jenna, varð ekki barna auðið en þess í stað fengu börn systursona hennar að njóta umhyggju þeirra eins og um eigin barnabörn væri að ræða. Það var mikil gæfa fyrir syni mína að fá að njóta samvista við ömmu Boggu, eins og þeir kölluðu hana jafnan. Þeir dvöldu löngum stundum á Hörpugöt- unni og kynntust þar gamaldags en um leið hlýlegu og umvefjandi heim- ilishaldi þar sem þeir lærðu meðal annars að borða þjóðlegan mat, sem alla tíð var í heiðri hafður þar á bæ. Þá prjónaði Bogga ófáa sokka og vett- linga, peysur og húfur á drengina okkar. Bogga var þeim eiginleikum gædd að skipta aldrei skapi. Aldrei heyrði ég hana kvarta, jafnvel þótt ástæða hafi verið til. „Ég hef það ágætt,“ var svar hennar jafnan þegar hún var spurð um heilsuna – þrátt fyrir að við vissum betur. Nöfn þeirra Boggu og Jenna voru órjúfanleg heild og oftast var talað um þau bæði – enda voru þau óað- skiljanlegir vinir og félagar. Frá fyrstu tíð höfðu þau gaman af dansi og stunduðu þá íþrótt af miklu kappi – allt fram undir það sem þau fluttu af Hörpugötunni og heilsu Boggu fór að hraka. Mörgum er minnisstætt þegar þau tóku sporið í sjötugsafmæli Boggu árið 2000 – létt á fæti og fjað- urmögnuð í hreyfingum, eins og ung- lingar. Margir minnast þeirra einnig úr félagsstarfi eldri borgara, þar sem þau mættu um árabil og dönsuðu, sér og öðrum til ánægju. Þá ferðuðust þau árlega til sólarlanda hin síðari ár og höfðu mikla ánægju af. Nú er ljósið á eldhúslampanum á Hörpugötu 4 slokknað en konan sem kynti ofninn yljar okkur samt ennþá í gegnum ómetanlegar minningar. Af sömu hógværð og einkenndi allt hennar líf, kvaddi hún okkur á hljóð- látan og virðulegan hátt. Við Jóhann, synir okkar, Svavar og Jökull og barnabörnin, munum minnast ömmu Boggu um ókomna tíð. Guð blessi minningu Sólborgar Júlíusdóttur. Ragnheiður Davíðsdóttir. SÓLBORG JÚLÍUSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.