Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Kárahnjúkavirkjun | Skipulags- og byggingarnefnd Fljótsdalshéraðs legg- ur til að Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) heimili tímabundna skil- greiningu svonefnds þynningarsvæðis fyrir mengað vatn í Glúmsstaðaá. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar frá 29. nóvember sl., en niðurstaða nefndarinnar á eftir að hljóta staðfest- ingu bæjarstjórnar. Glúmsstaðaá, sem einnig hefur verið nefnd Glúmsstaða- dalsá, rennur um Glúmsstaðadal sem gengur suðvestanvert inn úr Hrafn- kelsdal. Í Glúmsstaðadal liggja ein að- göng af þremur inn að meginaðrennsl- isgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Ítalska verktakafyrirtækið Imp- regilo S.p.A. sem byggir Kárahnjúka- virkjun, hafði óskað eftir því við HAUST að um 500 m kafli í ánni yrði notaður sem þynningarsvæði fyrir mengað vatn, sem skilgreint er sem svifagnir og olía. Fram kemur í erindi sem HAUST sendi Skipulags- og bygginganefnd um miðjan nóvember sl. að stofnunin telur ekki heimildir fyrir hendi til að fallast á skilgreiningu þynningarsvæðis fyrir olíuefni, en hins vegar sé unnt að fall- ast á að leirblandað vatn megi þynna í ánni. Skipulags- og byggingarnefndin tekur fram í fundargerð sinni að þó heimilað verði tímabundið þynningar- svæði í ánni megi ekki undir neinum kringumstæðum heimila að sleppa olíu- efnum í ána. Vilja nota hluta Glúmsstaðaár sem þynningarsvæði fyrir mengað vatn Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Neskaupstaður | Í haust hafa börn á leikskólaaldri í Neskaupstað stundað íþróttaskóla af kappi á hverjum laugardagsmorgni. Þar hefur gleðin ráðið ríkjum og mikið hoppað og skoppað, skriðið og klifrað, allt eftir kúnst- arinnar reglum. Sl. sunnudag var sérstakur sparitími en þá lauk íþrótta- skólanum að sinni. Allir voru útskrifaðir með forláta íþróttaskólabolum. Mesta hrifningu vakti þó hinn furðulegi fýr Bjúgnakrækir sem stalst til byggða til þess að heyra börnin syngja og gauka að þeim góðgæti. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ég sá mömmu kyssa jólasvein Fáðu úrslitin send í símann þinn Eivør á Akureyri | Eivør Páls- dóttir efnir til útgáfutónleika á skemmtistaðnum Græna hattinum á Akureyri í kvöld, fimmtudags- kvöldið 2. desember. Húsið verður opnað kl. 20.30 en tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Þar mun hún flytja lög af nýrri plötu sinni, Eivør.    Samverustund | Aðventukvöld Heimahlynningar á Akureyri verður í kvöld, fimmtudagskvöldið 2. des- ember kl. 20 í sal Dvalarheimilisins Hlíðar. Séra Arnaldur Bárðarson flytur stutta hugvekju og síðan gefst gest- um tækifæri til að spjalla og eiga saman notalega stund. Helga Kvam leikur jólalög á píanóið auk þess sem boðið verður upp á veitingar. Hjúkrunarfræðingar Heima- hlynningar vonast til að sjá sem flesta sem kynnst hafa starfseminni á einn eða annan hátt í gegnum árin, segir í frétt.    Heimspeki | Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri efnir til fyr- irlestrar í dag, fimmtudaginn 2. des- ember kl. 16.30 á heimspekitorgi í Ketilhúsinu. Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræðingur flytjur erindi sem hann kallar „Menningararfur og al- þjóðapólitík“. Hann fjallar um þá menningararfsvæðingu sem hefur umbreytt ólíkustu hlutum, atferli og ummerkjum fortíðar í menningar- arf. Ólafsfjörður | Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur lýst yfir áhyggjum vegna stöðu fjár- mála Ólafsfjarðarbæjar. Að mati hennar eru fyrirætlanir bæjaryf- irvalda um niðurskurð og áfram- haldandi hagræðingu í rekstri ekki nægjanlegar til að reksturinn geti skilað þeim afgangi sem þarf til að greiða niður skuldir. Nefndin leggur því til að gripið verði þegar til aðgerða til að lækka skuldir með sölu eigna sem ekki eru nauð- synlegar til að sveitarfélagið geti rækt lögbundnar skyldur sínar. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir lagði á fundi bæjarráðs fram bók- un þar sem segir að fjárhagsvandi Ólafsfjarðar eigi sér langa sögu og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til undanfarin tvö ár hafi skilað umtalsverðum árangri í bættum rekstri og þjónustu auk þess sem fyrstu skrefin vegna löngu tímabærra framkvæmda við gatnakerfi bæjarins voru tekin. „Tekjuhrun, fólksfækkun og önn- ur ytri áföll hafa gert þennan ávinning að engu og nú er sárs- aukafullur niðurskurður sem mun hafa áhrif á bæði starfsmenn bæj- arins og íbúa eina úrræðið. Slíkar aðgerðir geta veikt stoðir hvers bæjarfélags ef ekki er hægt að líta til bjartari framtíðar. Tekjur næsta árs duga hvorki fyrir út- gjöldum né heldur afborgun lána. Ný lántaka er ekki kostur í þessari stöðu,“ segir í bókun hennar. Þá kemur þar fram að í ljósi tilmæla eftirlitsnefndar með fjármálum og erfiðrar stöðu bæjarsjóðs „sjá fulltrúar Ó-listans í bæjarráði Ólafsfjarðar sig tilneydda, þvert á yfirlýstan vilja, til að kanna hvaða ávinningur í bráð og lengd getur falist í sölu Hitaveitu Ólafsfjarð- ar,“ segir í bókun Jónu. Áhyggjur vegna erfiðrar stöðu Ólafsfjarðarbæjar Kanna ávinning af sölu hitaveitunnar Tónlistarhópurinn Ókyrrð hefur sent frá sér geisladiskinn „Á jörðu“ og af því tilefni verður efnt til út- gáfutónleika í Ketilhúsinu á Ak- ureyri í kvöld kl. 20.30. Ókyrrð samanstendur af átta ein- staklingum en tónlistarhópurinn varð til haustið 2002, hóf þá æfing- ar og stóð síðan að flutningi á tón- list eftir Bjarna Hafþór Helgason. Tónlistin er að miklum hluta samin við áður útgefin ljóð úr ljóðabók- inni „Jörð“ eftir Ragnar Inga Að- alsteinsson, móðurbróður Bjarna Hafþórs, sem ort er með fornyrð- islagi. Afar fátítt er að tónlist sé samin við kveðskap með þeim bragarhætti. Á geisladiskinum eru 15 lög eftir Bjarna Hafþór og á hann jafnframt texta við sex þeirra. Ragnar Ingi á svo texta við níu lög frænda síns. Hér er um nokkuð óhefðbundna framleiðslu á geisladiski að ræða. Tónlistin þykir að mörgu leyti ný- stárleg og bragarháttur ljóða Ragnars Inga er óvenjulegur. Hér er þó um að ræða dægurtónlist, þótt hún sé með nokkuð öðru sniði en fyrri lög sem Bjarni Hafþór hef- ur samið og þekkt hafa orðið. Ókyrrð hefur komið fram á tón- leikum á Akureyri auk þess að taka þátt í Blue North-tónlistarhátíðinni ásamt erlendum og innlendum flytjendum. Arna Valsdóttir og Heimir Bjarni Ingimarsson sjá um söng, Hrönn Sigurðardóttir og Þórey Ómarsdóttir um raddir, Karl Petersen leikur á trommur og slag- verk, Baldvin Ringsted á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Bjarni Hafþór Helgason á hljómborð. Geisladiskurinn er fyrst og fremst seldur í gegnum vefsíðu hópsins, okyrrd.is. Morgunblaðið/Kristján Geisladiskur Bjarni Hafþór Helgason með nýja geisladiskinn. Ókyrrð í Ketilhúsinu HÁTÍÐARDAGSKRÁ var á Sól- borg í gær, á fullveldisdaginn, 1. desember. Formaður menningar- málanefndar, Sigrún Jakobsdóttir, flutti ávarp en hátíðarræðuna flutti Birgir Guðmundsson, aðjúnkt við félagsvísinda- og lagadeild, en einn- ig söng Kór Menntaskólans á Ak- ureyri við athöfnina. Þá var árviss hringing Íslandsklukkunnar, verks Kristins E. Hrafnssonar, sem stendur á háskólasvæðinu, en að þessu sinni var það Bernharð Har- aldsson, fyrrverandi skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sem hafði það hlutverk með hönd- um að hringja henni fjórum sinnum fyrir árið 2004. Leikskólabörn undir stjórn Snorra Guðvarðssonar hófu því næst upp raust sína og að lok- um var mannskapnum boðið að þiggja kaffi og veitingar og hlýða á tónlist sem nemendur Tónlistar- skólans á Akureyri fluttu. Morgunblaðið/Kristján Klukknahljómur Bernharð Haraldsson, fyrrverandi skólameistari, hringdi Íslandsklukkunni fjórum sinnum fyrir árið 2004. Íslandsklukku hringt fjórum sinnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.