Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 37 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ER EKKI réttlátt og sanngjarnt að Morgunblaðið veiti báðum aðilum sem deila sín á milli í aðsendum greinum jafna aðstöðu til að kynna mál sitt fyrir lesendum? Ástæða þessarar spurningar er grein eftir Steinunni Jóhann- esdóttur í Morgunblaðinu 26. nóv- ember. Þar vekur hún athygli á opnu bréfi Guðrúnar Lilju Hólm- fríðardóttur til fórnarlamba kyn- ferðislegs ofbeldis sem kom í Morg- unblaðinu 14. október. Guððún Lilja var, eins og kunnugt er, kærandinn í hinu svokallaða „prófessorsmáli“ en í því var faðir hennar sýknaður í Hæstarétti fyrir ákærur um kyn- ferðislega misnotkun á henni. Jón Steinar Gunnlaugsson var verjandi föðurins. Málsmeðferð réttarins var gagnrýnd harðlega með ýmsum málefnalegum rökum af misnotk- unarsérfræðingum er töldu að bein- línis hefði verið hallað á stúlkuna. Þessu atriði má ekki gleyma þegar hugsað er til málsins. Stúlkan er líka þolandi vissrar kynferðislegrar misnotkunar, sem játuð var og lýst í réttinum, en var aldrei kærð þó að ótrúlegt sé. Bréfritarinn kom fram með ýms- ar ásakanir á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni og hann var reynd- ar dæmdur fyrir meingjörð gegn henni. Hinn 20. október birtist svar við opna bréfinu í Morgunblaðinu eftir son Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, Gunnlaug Jónsson. Og eins og Steinunn Jóhannesdóttir bendir á hefur þessi svargrein, en í henni eru einnig ýmsar ásakanir á hend- ur stúlkunni sem ritaði opna bréfið, verið í blaðinu síðan á hverjum degi, að vísu á mbl.is. en athygli vakin á greininni á síðum venjulega blaðsins. Opna bréf Guðrúnar Lilju til fórnarlamba kynferðislegs of- beldis birtist einu sinni í Morg- unblaðinu. Aðeins einu sinni. Svar Gunnlaugs Jónssonar hefur birst 39 sinnum. Hann hefur fengið 39 sinnum meiri tækifæri til að gera lesendum Morgunblaðsins grein fyrir málstað sínum en Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir. Bréf henn- ar til fórnarlamba kynferðislegs of- beldis er á ýmsan hátt eitthvert magnaðasta mannlega plagg sem hér hefur sést á prenti og lýsir ótrúlegum kjarki. Jafnvel þótt eitt- hvað kunni að vera ofmælt í bréf- inu hefur Guðrún Lilja með hug- rekki sínu ekki aðeins eflt baráttuþrek og vonir þolenda kyn- ferðislegrar misnotkunar heldur einnig gefið þeim meiri trú á sjálfa sig og lífið. Þetta er stór hópur sem á erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu og veitir því ekki af uppörvun. Bréf Guðrúnar Lilju ætti því sannarlega skilið að birtast í Morgunblaðinu 39 sinnum. Þess vegna leyfi ég mér, Styrmir Gunnarsson, að beina til þín ein- faldri bón af því ég held að þú sért sanngjarn maður: Að þú gangist fyrir því að Opið bréf til fórn- arlamba kynferðislegs ofbeldis frá Guðrúnu Lilju Hólmfríðardóttur sem kom í Morgunblaðinu 14. októ- ber verði birt, annað hvort í aðal- blaðinu eða á mbl.is. jafn oft og svargrein Gunnlaugs Jónssonar hefur birst og gæta þess framvegis að Morgunblaðið gefi öllum deiluað- ilum í aðsendum greinum sömu tækifæri til að kynna málstað sinn fyrir lesendum og láti ekki ein- hverjar formreglur um prentað blað og netútgáfu standa í vegi fyr- ir því. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 68, 105 Reykjavík. Opið bréf til Styrmis Gunnars- sonar ritstjóra Morgunblaðsins Frá Sigurði Þór Guðjónssyni, rithöfundi: ÉG TÓK forskot á bókalesturinn fyrir jólin og get ekki látið hjá líða að deila með ykkur þeirri hræði- legu frásögn sem boðið er upp á í „Sigur í hörðum heimi“. Bókin er skrifuð af Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur og er um Guðmund Sesar Magnússon sem barðist við fíkniefnasala í þeim til- gangi að frelsa dóttur sína. Sagan gerist að mestu á síðustu þremur árum og óvíst að henni sé lokið. Guðmundur Sesar er rúm- lega fimmtugur sjómaður. Tveggja ára missir hann föður sinn á sjó og eftir það er hann alinn upp af móð- ur sinni og stjúpa. Fyrir átta ára aldur hafði hann kynnst heimilis- ofbeldi af eigin raun og er sendur í sveit þar sem hann „fékk að vera í friði“. 16 ára er hann kominn í drykkju og eiturlyf og lætur sig ekki muna um að hafa uppi á vonda stjúpanum til að lúskra örlít- ið á honum. Þrátt fyrir erfið upp- vaxtarár þá leiðist hann inn á rétta braut og er orðinn óvirkur í vímu- efnum, vel giftur tveggja barna faðir í Breiðholtinu og búinn að koma sér þokkalega fyrir. En þá birtist, enn og aftur, kaldur veru- leikinn þessu lífsreynda hörkutóli. Veruleiki sem fær hann til að berj- ast með klóm og kjafti en jafn- framt til að bugast andspænis mis- kunnarlausum, vopnuðum ofbeldismönnum sem lifa í heimi fíkniefnanna. 14 ára dóttir hans var farin að neyta fíkniefna. Hún hafði verið lögð í einelti, átti erfitt með að að- lagast í Breiðholtinu og leiddist út í þessa ógæfu. Kannski ekkert ný tíðindi að unglingur leiðist út í fíkniefnaneyslu en sú staðreynd að faðirinn bauð eiturlyfjabarónunum birginn eru ný tíðindi á Íslandi. Og hvernig þeir svöruðu fyrir sig er ef til vill ekki ný saga heldur en hún hefur allavega ekki birst svo op- inskátt áður. Baráttan skilaði dótt- urinni til baka en eftir sat faðirinn, farinn á taugum, gjaldþrota og með „haglarann“ við rúmið. En hann þurfti ekki einungis að berjast við dópið. Til að frelsa dótt- ur sína þurfti hann aðstoð kerf- isins. Það brást. Úrræðalaust, hæg- virkt og steinrunnið. Í þessari bók eru það ekki einungis ofbeld- ismennirnir sem fá á baukinn held- ur og stjórnmálamennirnir; félags- málaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, barnavernd- arstofa, barnaverndarnefnd og lög- reglan. Allt virðist gagnslaust. Guð- mundi virtist meira að segja lögin standa með ofbeldismönnunum. Þessi bók ætti að vera skyldulesn- ing hjá okkur öllum og sérstaklega þeim sem starfa innan þess hluta kerfisins sem á að vernda börnin okkar. Bókin er áleitin og ógleymanleg lýsing föður sem barðist hetjulegri baráttu til að vernda fjölskyldu sína. Fersk og undanbragðalaus frásögn á skuggahliðum þjóðfélags- ins. Frásögn sem ég hefði kosið að væri skáldsaga en ekki raunveru- leiki. Eiturlyfjabarónarnir settu Guð- mund á dauðalista fyrir að „trufla viðskiptin“. Bugaður borgaði hann þeim háar fjárhæðir en hvort það dugar á eftir að koma í ljós ... VALDIMAR LEÓ FRIÐRIKSSON, Hulduhlíð 9, Mosfellsbæ. Handrukkarar og kerfið Frá Valdimari Leó Friðrikssyni: MENN deila um það hvort væri líklegra til árangurs fyrir þá lægst launuðu, að lækka tekjuskatta, eða virðisaukaskatt af matvælum. Eitt er nokkuð ljóst í því máli að hvor- ug breytingin bætir neitt stöðu þeirra lægst launuðu ef tekjuauk- inn af breytingunni er tekinn til baka með hækkun annarra gjalda, eins og gert hefur verið nú, og reyndar lengst af. Eigi t.d. tekju- skattslækkun að skila auknum ráð- stöfunartekjum verða áhrif breyt- inganna að standa og hækkanir sem á eftir koma ekki gerðar á kostnað tekjuaukans því þá verður aðgerðin bara sýndarmennska. Varðandi virðisaukaskatt af mat- vælum er ekki ljóst hvernig á að tryggja að breytingin haldi verð- gildi, þar sem framboð og eft- irspurn á að stjórna frjálsri verð- myndun. Það hefur oft verið talað um að innflutningur á erlendum landbúnaðarvörum væri ein besta kjarabótin. Það er ekki langt síðan verði var þrúgað niður á grænmeti og ávöxtum með innflutningi er- lendis frá. Sú verðlækkun stóð ekki lengi. Þannig yrði það einnig með kjöt og aðrar landbún- aðarvörur erlendis frá. Frjálsa verðmyndunin yrði alls ráðandi. Hamslaus verðmyndun án þess að tillit sé tekið til launaþróunar, er aðeins hagkvæm þeim sem selja vöru og þjónustu og getur ekki leitt til annars en botnlausrar skuldsetningar heimilanna. Kortaviðskipti Nú stendur til að breyta greiðslu- kortum og á sú breyting, að sögn bankanna, að hafa í för með sér meira öryggi fyrir kortaeigendur. Það mun þó vera töluvert í að sú breyting taki gildi. Því er nauðsyn- legt að halda í þau öryggisatriði sem tiltæk eru á núverandi kortum. Það eru sífellt fleiri fyrirtæki sem hafa tekið upp þann hátt að láta ekki staðfesta með undirskrift á út- tektarnótuna. Með þessu móti opna menn kortaþjófum auðvelda leið til að taka út á stolið kort án þess að neinn vafi sé á því hver hafi tekið út, því ekki verður hægt að sanna úttektarstuld með rithandarskoð- un. Það virðist vera mjög auðvelt að taka út á stolið kort, og þetta breytir sennilega litlu fyrir þjófana og sennilega einnig fyrir bankana. En rithandarskoðun getur skipt verulegu máli fyrir kortaeigendur. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Skatta- og korta- breyting Frá Guðvarði Jónssyni: RÁNIÐ H Á S P E N N A Jólaleikur Gallerís Foldar: Vinningshafi 1. desember: Svanhildur Kristjónsdóttir Vinningur: Grafikverk eftir Kristján Davíðsson Komdu í Gallerí Fold og taktu þátt í jólaleiknum, dregið daglega til jóla Rau›arárstíg 14-16, sími 551 0400 • Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is Sossa Vaxtalaus lán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.