Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 22

Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 22
 HÖNNUN | Jólagjafir til þjóðþekktra Íslendinga Kóróna úr messing: Til Vigdísar Finnboga- dóttur. Frá Helenu Rós Róbertsdóttur. „Ég vil setja kórónu á höfuð Vigdísar vegna þess að mér finnst hún svo ofboðslega flott kona.“ Kertakrans á flösku: Til Þórarins Tyrfings- sonar. Frá Kirsten Ruhl. „Þórarinn stendur fyrir SÁÁ og verkið mitt heitir „Þú hefur val- ið“. Fólk hefur val um hvort það vill halda áfram í sinni fíkn, sem þýtt getur dauðann samanber glerbrotin í flöskunni. Fólk hefur líka val um að tileinka sér fræði SÁÁ og feng- ið ljós inn í líf sitt.“ Toppur úr þæfðri íslenskri ull með perlu- bandi að framan og leðurreimum að aftan: Til Birgittu Haukdal. Naglaarmbönd: Til Jónsa. Frá Maríu Markovic. „Mér þótti svona toppur henta Birgittu vel því hún er alltaf svo sætt klædd. Og Jónsi er bara harður nagli.“ Morgunblaðið/Ómar Hönnunarnemar í Hafnarfirði: Frá vinstri, Hanna Dís Whitehead, María Markovic, Kirsten Ruhl, Dilja Rannveig Bóasdóttir, Þórunn Hannes- dóttir, Kristrún Thors, Helena Rós Róbertsdóttir, Arnrún Einarsdóttir, Ólafía Zoëga og Ágústa M. Arnardóttir. Búlluböggull: Til Tómasar A. Tómassonar. Frá Kristrúnu Thors. „Ég er ekki mikil ham- borgaramanneskja, en búllan toppar allt og því hannaði ég svuntu og derskyggni úr átján kók-dósum á Tomma á Hamborgara- búllunni.“ Allt manngert umhverfi okkar er hannaðaf einhverjum. Við erum meðvituð umþetta þó við veltum því sjaldnast fyrirokkur hver hafi hannað peysuna okk- ar, tölvuna eða dósahnífinn. Stundum hefur til- viljunin ein fengið að ráða ferðinni í hönnun hluta en miklar rannsóknir hafa legið að baki öðrum hlutum. Að auki taka hönnuðir m.a. tillit til fjöl- margra þátta í vinnu sinni, m.a. notagildis, fag- urfræði, heimspeki og pólitíkur. Á morgun, föstudag, verður opnuð í Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, sýning á jólagjöfum til þjóðþekktra Ís- lendinga. Sú hugmynd kom upp í Hafnarborg fyrr á árinu að fá til liðs við sig nemendur á loka- ári hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði til að hanna jólagjafirnar. Nemendunum var það í sjálfsvald sett hverjum þeir vildu gefa gjafirnar auk þess sem útlit sýningarinnar, boðskort og sýningarskrá eru einnig þeirra verk. Á sýningunni, sem formlega verður opnuð kl. 16.00 og ber yfirskriftina „Má ég opna“, verða verk eftir þrjátíu nemendur, þar af 27 stúlkur og þrjá pilta. Daglegt líf kíkti á nokkur verkanna í Hafnarborg og spjallaði við nokkra nemendur um tilurð þeirra, en meðal þeirra, sem njóta gjafa iðnskólanemanna eru Vigdís Finnboga- dóttir, Birgitta Haukdal, Davíð Oddsson, Kári Stefánsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Vala Matt, Sigríður Beinteinsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Björk Guðmundsdóttir, svo nokkrir séu nefndir auk annarra, sem vart koma til með að þiggja gjaf- irnar enda ekki lengur á meðal vor, t.d. Gísli á Uppsölum, Bjartur í Sumarhúsum og Vatns- enda-Rósa. Daglegt líf kíkti við í Hafnarborg þegar nokkrir hönnunarnem- anna voru að koma verk- um sínum fyrir. Áformað er að sýningin standi fram á þorláksmessu og ætla þá margir hönn- uðanna að freista þess að afhenda réttum viðtakendum gjafirnar. Veski og belti úr lambaleðri og gylltu hlýra- roði: Til Dorritar Moussaieff. Bindisnæla og ermahnappar: Til Ólafs Ragnars Grímssonar. Frá Ágústu M. Arnardóttur. „Ég vildi hanna fyrir forsetahjónin því þau eru andlit þjóð- arinnar út á við og sótti ég efniviðinn í þjóð- legan arf og íslenska náttúru. Skart Ólafs er í stíl við fylgihluti frúarinnar því hlýraroð sit- ur ofan á silfurplötu auk hreindýrahorns.“ Hljóðfæraskór: Til Andreu Gylfadóttur, söngkonu. Frá Sólrúnu Björgu Ólafsdóttur. Hvað er í pökkunum? 22 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.