Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR anda í Menntaskólanum í Kópavogi, er ég kenndi honum dönsku í 2 ár, auk þess sem við Helga móðir hans vorum nánar samstarfskonur í MK, þannig að oft hitti ég hann á heimili hans er ég kom þangað í heimsókn. Gísli var afskaplega elskulegur og góður nem- andi, rólegur, yfirvegaður og mikið prúðmenni. Hann átti auðvelt með nám sem hann sýndi svo sannarlega í læknisfræðinni en að henni lokinni lauk hann einnig mastersnámi í við- skiptafræði. Eftir að hann hleypti heimdraganum fylgdist ég með hon- um úr fjarlægð gegnum Helgu móður hans, en fyrir nokkrum árum lá ég á Landspítalanum og hver stendur þá við rúmstokkinn, kominn í hvíta sloppinn, annar en Gísli, nærgætinn, hlýr og jafn elskulegur og áður. Sú mynd er mér dýrmæt í dag, mynd af fallegum ungum manni sem gaf ekk- ert frá sér nema gott. Minningin um þennan góða og farsæla dreng mun lifa með ástvinum hans og bregða birtu á óbærilega sorg þeirra. Við Björn biðjum algóðan Guð að styrkja Helgu, Þóri, Brynjólf, Herdísi og fjöl- skyldu og biðjum Gísla Guðs bless- unar í nýjum heimkynnum. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Anna Sigríður Árnadóttir. Tíminn stöðvaðist hinn 24. nóvem- ber þegar fréttir um fráfall ástkærs vinar, Gísla Friðrik Þórissonar, bár- ust til Kaupmannahafnar. Við þessi tíðindi misstu áríðandi og mikilvæg málefni dagsins allt vægi. Minningar um leiki okkar á bernskuárum í Hrauntungunni í Kópavogi. Samvera í skíðaferðum og útilegum og enn frekari efling vináttu okkar í Gauta- borg, Svíþjóð, 1980 komu upp í hug- ann. Við fjölskyldan áttum síðast tíma með honum síðastliðinn janúar þar sem við gistum yfir nótt á leið utan. Gísli var mikill tónlistarunnandi og var oftast fyrstur í vinahópnum til að finna nýjar góðar hljómsveitir og fór eigin leiðir í þeim efnum. Í kjallaran- um hjá Gísla að Hrauntungu 97, sem var samkomustaður okkar vinanna, heyrði ég fyrst í hljómsveitunum: Jam, Stiff little fingers, Clash, U2, The Smiths. Þar fóru einnig oft fram heitar umræður um dagleg málefni, þar sem við vinirnir í hópnum sjaldn- ast vorum sammála, kryddaðar með góðlátlegri stríðni og svörtum húmor. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast Gísla. Vinátta okkar í gegnum árin hefur auðgað tilveru mína og er stór hluti af mér. Ég votta foreldrum Gísla, Helgu og Þóri, og systkinunum Brynjólfi og Herdísi, djúpa samúð og bið um styrk fyrir þau til að takast á við erfiðan tíma. Ég kveð þig með einlægan söknuð í hjarta. Þinn vinur, Sigurður Hrafn Þorkelsson myndlistarmaður. Enn hefur stórt skarð verið höggv- ið í okkar litla vinahóp. Fréttirnar um að kær vinur okkar væri fallinn frá sló okkur óneitanlega. Drengur í blóma lífsins er okkur horfinn og óhætt að segja að þetta útspil örlagadísanna sé okkur með öllu óskiljanlegt. Flest kynntumst við Gísla í kring um unglingsárin okkar. Margt var þá brallað og hlegið og áttum við oft góð- ar stundir í stóra herberginu hans í Hrauntungu. Var þetta oft á tíðum eins og félagsmiðstöð þar sem við hrúguðum okkur upp í sófa, horfðum á sjónvarp, tefldum skák eða spiluð- um kana. Galsinn í okkur og lætin voru oft á tíðum slík að við fengum pena áminn- ingu frá húsráðendum um að það væru fleiri sem byggju í húsinu en bara Gísli. Eftir á að hyggja er ekki annað hægt en að virða þolinmæði foreldra hans yfir öllum gassagang- inum í okkur og þessari stöðugu um- ferð af háværum krakkahópnum. Það kom fljótlega í ljós að Gísli skar sig óneitanlega úr hópnum að einu leyti. Hann var strax í grunnskóla kominn með skýra stefnu á það sem hann ætlaði að gera. Meðan við vor- um enn að baksa við að ákveða hvað við ætluðum að verða þegar við yrð- um stór, þá lá hann yfir bókunum og áður en varði var fyrsti stúdentinn kominn í hópinn. Eitthvað dróst að við tækjum við okkur og fyndum okk- ur þann farveg í lífinu sem hentaði en Gísli setti markið hátt. Það var óneit- anlega svolítið gaman að geta nokkr- um árum eftir að hafa fengið stúdent- inn í hópinn getað hreykt sér af því að hafa Doktor til að vaka yfir okkur ef eitthvað bjátaði á. En það er því miður svo með okkur eins og marga aðra að með hækkandi aldri og aukinni ábyrgð þá minnkar viðvera okkar saman. Gísli fór í nám erlendis, við fórum hvert í sína áttina, sumir í nám aðrir að hrúga niður börnum og taka við því ábyrgðarhlutverki að ala upp okkar eigin pottorma. Sem betur fer náðum við þó alltaf að halda í þá hefð að hitt- ast öll á litlu jólunum okkar. Sú árlega hefð hefur alltaf náð að þjappa okkur saman og halda sambandi við hvert annað. Það verður nú óneitanlega tómlegra í næsta jólaboði. Kæri vinur, það er erfitt að kveðja og viljum við með þessum fátæklegu orðum þakka þér fyrir samfylgdina. Þér er sjálfsagt ætlað eitthvað ann- að og stærra hlutskipti annars staðar. Það er von okkar og trú að það verði vel tekið á móti þér þangað sem þú ferð núna. Foreldrum Gísla og systkinum vilj- um við votta samúð okkar og hlýhug. Með samúðarkveðju, vinahópurinn. Dalai Lama segir að oft séu þeir sem er svipt burt fyrirvaralaust í blóma lífsins meistarar í dulargervi að minna okkur á fallvaltleik lífsins. Þau kynni sem ég hafði af Gísla Frið- rik Þórissyni voru þess eðlis að ljóst er að þar var einstakur maður á ferð. Stundum hreyfist lífið þannig að mað- ur er óvænt staddur á ókunnum stað þar sem allt er manni framandi og maður verður nánast að kynnast sjálfum sér upp á nýtt. Það var í þann- ig aðstæðum sem ég kynntist Gísla í raun og veru og í gegnum þær að- stæður leiddi hann mig, nánast eins og meistari, með sínum hljóðláta, góð- lega og hlýja hætti. Þó við hefðum fyrst kynnst ofurlítið sem unglingar í grunnskóla og sveit- ungar í austurbæ Kópavogs, þá tókst fyrst með okkur vinátta þegar við lás- um saman undir niðurskurðarprófin á fyrsta ári í læknisfræði á haustmán- uðum 1991. Gísli, sem var að ganga í gegnum þessa raun í annað skipti, eins og svo margir þeirra sem vildu komast í gegnum nálaraugað á þeim tíma þurftu að gera, tók mig hrein- lega að sér og beindi mér á réttar brautir, lánaði mér glósurnar sínar og bækur og kynnti mig fyrir vinahóp sínum, sem stóð saman sem einn mað- ur þessa mánuði í hakkavélinni. Upp úr jólum skildi svo leiðir á ný þegar Gísli komst inn, en ég ekki. Ég sneri mér að öðrum hugðarefnum og Gísli varð læknir. Svo grátlega vildi til að við hittumst aldrei eftir það. Við fylgdumst þó hvor með öðrum í gegn- um mæður okkar, sem eru miklar vin- konur. Alltaf átti maður von á að vin- skapurinn yrði við tækifæri rifjaður upp, en amstur dagsins hefur alltaf forgang fram yfir gamla vini og nú er orðið ljóst að það verður ekki gert hérna megin móðunnar miklu. Ekki kæmi mér þó á óvart, miðað við þau kynni sem ég hafði af Gísla, að hann yrði sá fyrsti sem maður hitti þegar þar að kemur að leiða mann á ókunnum stað gegnum nýjar aðstæð- ur. Ég sendi fjölskyldu Gísla og að- standendum einlægar samúðarkveðj- ur, Magnús Árni Magnússon. Kollegi minn og vinur, Gísli Fr. Þórisson er fallinn frá. Þrátt fyrir að einungis tvö ár skildu okkur að í Læknadeild Háskóla Íslands, kynnt- ist ég honum ekki almennilega fyrir en vorið 2000 er við héldum til Banda- ríkjanna í sérfræðinám. Við höfðum báðir sótt um stöður víða um Banda- ríkin en forlögin höguðu því þannig að við enduðum báðir á háskólasjúkra- húsinu í Iowa City í Iowafylki. Þegar út var komið þá skildu einungis fáein hús heimili okkar að. Við Gísli kynnt- umst því vel og reyndist hann mér vinur góður. Fram undan reyndist langur vetur með mikilli vinnu og oft liðu margir dagar án þess að við hittumst. Þarna myndaðist þó fljótt lítill en samheldin hópur Íslendinga er hafði flutt út á sama tíma. Gísli var jafnan aufúsu- gestur á öllum samkomum okkar enda maður bráðskemmtilegur. Þrátt fyrir að vera oft fámáll í margmenni þá var sem allar hömlur brystu í góðra vina hópi. Þar fór maður vel les- inn og fjölfróður með afbrigðum og afar fastur fyrir í rökræðum. Hann var jafnfimur hvort sem rætt var um læknisfræði eða lífsins lystisemdir. Þar var skeggrætt um allt frá stjórn- málum til eðalvína og lá Gísli aldrei á skoðunum sínum. Hann var hreinskil- inn maður og heiðarlegur. Það varð okkur nokkurt áfall er Gísli tilkynnti okkur eftir tæplega ársdvöl í Iowa að hann hygðist söðla um og flytjast til Hollands til náms í viðskiptafræðum. Samskiptin urðu mun minni og stopulli og hittumst við síðast fyrir tæpum tveimur árum heima á Íslandi. Það sem átti að verða stuttur stans yfir kaffibolla varð að löngu maraþonkaffiþambi þar sem klukkustundirnar þutu hjá. Eftir það urðu samskiptin einungis á rafrænu formi en engu síður skemmtileg. Nú er því öllu lokið og með söknuði kveð ég góðan vin sem setti meiri svip á lít- ið Íslendingasamfélag vestan hafs en hann sennilega nokkru sinni grunaði. Aðstandendum hans votta ég mína dýpstu samúð. Þorvarður Ragnar Hálfdanarson. Kær vinur minn, Gísli, er látinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman þeg- ar við vorum í pollar barnaskóla. Hafði ég heyrt af strák sem bjó í Hrauntungunni sem átti Atari tölvu. Þóttu þetta merkir gripir í þá daga og mikið velti ég því fyrir mér hvernig ég gæti komist í kynni við þennan dreng. Að lokum lét ég verða af því að fara heim til hans, banka og spyrja eftir honum. Þegar Gísli kom til dyra tjáði ég honum að mig langaði mikið að sjá þennan eðalgrip sem hann átti. Það var nú ekkert tiltökumál og bauð hann mér strax inn. Frá þeim degi fyrir rúmum 23 árum hefur vinskapur okkar verið óslitinn og varla liðið sú vika að við höfum ekki verið í ein- hverju sambandi. Rétt um tvö ár síðan hann kláraði endanlega sitt langa og krefjandi nám og blasti ekkert við hjá honum nema mikill frami. Þarna var greinilega á ferðinni mikill og klár maður. Hefur honum á þessum stutta tíma tekist að koma ótrúlega mörgum hlutum á stað. En nú er því miður komið að erfiðri kveðjustund og votta ég foreldrum og systkinum Gísla samúð mína á þess- ari miklu sorgarstund. Minning þín mun alltaf lifa. Snorri Arnar Þórisson. GÍSLI FRIÐRIK ÞÓRISSON Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 10% afsláttur af legsteinum til 10. desember Englasteinar www.englasteinar.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÚN EINARSDÓTTIR, Heiðarhjalla 35, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 7. desember kl. 11.00. Jón Kristfinnsson, Guðrún Björk Jónsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Jón V. Guðmundsson, Einar Kjartan Jónsson, Drífa Björk Landmark og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR, Urriðakvísl 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. desember kl. 15.00. Benedikt Hauksson, Sveinn Viðarsson, Haukur Benediktsson, María Bryndís Benediktsdóttir, Herdís Sigurðardóttir, Haukur Benediktsson, Herdís Sveinsdóttir, Rolf Hansson, Jóhann Sveinsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Finnur Sveinsson, Þórdís Hrafnkelsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON vélstjóri, Tjarnarbraut 25, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þriðju- daginn 30. nóvember. Elín Guðjónsdóttir, Sveinn Magnússon, Kristín Bragadóttir, Margrét Sesselja Magnúsdóttir, Ólafur Emilsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Ólafsson, Elín Magnúsdóttir, Garðar Briem, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, sonur og bróðir, STEFÁN REYNIR ÁSGEIRSSON, er lést af slysförum laugardaginn 27. nóvem- ber sl., verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð í banka nr. 0114-05-065388 til handa börnum hans. Hildur Símonardóttir. Ásgeir Heiðar Stefánsson, Anna Dóra Ólafsdóttir, Guðjón Stefánsson, Sunna Líf Stefánsdóttir, Davíð Þór Dagbjartsson, Ásgeir Einarsson, Steingerður Halldórsdóttir, Fjóla Ragnarsdóttir, Haraldur Ásgeirsson Bryndís Ásgeirsdóttir, Konráð Jónsson, Ragnheiður Dóra Ásgeirsdóttir, Gunnbjörn Steinarsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, MARGRÉT ARNGRÍMSDÓTTIR, lést mánudaginn 29. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hermann Ægir Aðalsteinsson, Díana Bryndís Hermannsdóttir, Víðir Már Hermannsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.