Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
ÞÖRF er á mjög alvarlegri umræðu um hvernig
vinna má að auknum hlut kvenna við stjórnun
fyrirtækja á Íslandi, að sögn Marit Hoel, fram-
kvæmdastjóra Miðstöðvar margbreytileika í at-
vinnulífinu (CCP). Hún hafði umsjón með úttekt
á stjórnum og stjórnendum 500 stærstu fyr-
irtækjanna á Norðurlöndum, Nordic 500, sem
kynnt var í Ósló í gær.
Samkvæmt úttektinni stendur Noregur
fremst hvað varðar fjölda kvenna í stjórnum
fyrirtækja á Norðurlöndunum. Þar stendur Ís-
land aftast en fremst hvað varðar fjölda kvenna
í æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjunum. Sví-
þjóð stendur sig best á heildina litið. Rannveig
Rist, forstjóri Alcan og stjórnarformaður Sím-
ans, og Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmda-
stjóri fjárfestingarfélagsins Gaums og stjórn-
armaður í Baugi, voru í hópi 10 kvenna sem
valdar voru af Nordic 500 sem áhrifamestu kon-
ur í stjórnum fyrirtækja á Norðurlöndum.
Karlar þröngsýnni
„Það sem við vonumst eftir að fá út úr Nord-
ic 500-verkefninu er umræða um hvernig auka
megi hlut kvenna við stjórnun fyrirtækja.
Fram til þessa hefur þessi umræða verið á
alltof einföldum nótum,“ segir Marit Hoel, í
samtali við viðskiptablað Morgunblaðsins.
„Það er mjög breitt bil á milli kvenna og
karla hvað varðar sýn á þetta málefni. Konur
vilja gjarnan að fleiri konur sitji við stjórnvöl-
inn en karlar eru þröngsýnni hvað þetta varð-
ar. Þetta bil er einnig að finna hjá stjórn-
endum stórfyrirtækja. Þess vegna viljum við
koma af stað mjög alvarlegri umræðu um
hvernig megi vinna að auknum hlut kvenna og
hvort fyrirtækin þurfi að setja sér markmið.
Niðurstöðurnar fyrir Ísland sýna að þessi um-
ræða þarf einnig að fara fram á Íslandi,“ sagði
Hoel.
Ný úttekt á hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja á Norðurlöndum kynnt í gær
Íslendingar reka lestina
Þörf á umræðu/1C
ROBERTINO rifjaði upp gamla takta fyrir fjölda aðdáenda í Austurbæ í
gærkvöldi. Ítalski drengurinn með gullröddina kom hingað til lands 1961
og söng þá á nokkrum tónleikum í Austurbæjarbíói. Áheyrendur í gær-
kvöldi voru eflaust sumir að rifja upp gömul og góð kynni frá þeirri heim-
sókn. Robertino var innilega fagnað og létu áheyrendur vel af söng hans.
Morgunblaðið/Kristinn
Robertino syngur á ný
KRAKKARNIR á leikskólanum Jörfa við Hæð-
argarð í Reykjavík höfðu það huggulegt á aðvent-
unni á leikskólanum í gær, drukku kakó og borðuðu
bollur sem þau höfðu sjálf bakað. Eftir kaffitímann
var svo haldið í Félagsmiðstöðina Hæðargarð, sem
er rétt hjá. Hjálpuðu börnin gamla fólkinu að kom-
ast í jólaskapið með því að syngja jólalög og dansa
í kringum jólatréð. Ríkti mikil ánægja bæði hjá
ungum sem öldnum með vel heppnaðan dag./18
Morgunblaðið/RAX
Börnin höfðu það huggulegt á aðventunni
FYRSTI vinningur í Víkingalott-
óinu gekk út í gær, rétt rúmar
127 milljónir króna. Þrír voru
með allar sex tölurnar réttar,
þar af einn Íslendingur, og fær
hver og einn þeirra 42.338.620
krónur í sinn hlut.
Að sögn Bergsveins Sampsted,
framkvæmdastjóra Íslenskrar
getspár, var vinningsmiðinn
keyptur í söluturninum Rebba í
Hamraborg í Kópavogi í gær, og
var enginn búinn að gefa sig
fram þegar Morgunblaðið hafði
samband við Bergsvein og sölu-
turninn í gærkvöldi.
Ofurpotturinn stendur hins
vegar enn óhreyfður frá því í
ágúst og hækkar jafnt og þétt,
en röðin var þá hækkuð úr 35
krónum í 50 krónur til þess að
standa straum af pottinum. Pott-
urinn er orðinn gríðarstór eða
rúmar 300 milljónir króna. Til
þess að vinna Ofurpottinn þarf
að hafa allar sex tölurnar réttar
auk þess sem Ofurtalan þarf að
koma upp og hefur það ekki
gerst hingað til.
Bónusvinningurinn var rúmar
26 milljónir en hann gekk ekki út
að þessu sinni. Hefur hann aldrei
verið hærri.
Risavinningur í Víkingalottóinu gekk út í gærkvöldi
Íslendingur vann
rúmar 42 milljónir
Vinningsmiðinn
seldur í Rebba í
Kópavogi
NÝJASTA skáldsaga Arnaldar Indr-
iðasonar, Kleifarvatn, er söluhæsta
bókin á Íslandi fjórðu vikuna í röð,
samkvæmt samantekt Félagsvísinda-
stofnunar fyrir Morgunblaðið. Könn-
unin var gerð dagana 23. til 29. nóv.
Barnabókin Öðruvísi fjölskylda eft-
ir Guðrúnu Helgadóttur er í öðru sæti
og lyftir sér upp um tvö sæti milli
vikna. Útkall – Týr er að sökkva eftir
Óttar Sveinsson er áfram í þriðja sæt-
inu og Heimsmetabók Guinness fer
úr sjötta sæti í það fjórða. Nýjasta
skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar
kemur ný inn á listann yfir tíu sölu-
hæstu bækurnar, í fimmta sæti.
Allar bækurnar, ef undan er skilin
bók Óttars, koma út hjá Vöku-
Helgafelli.
Kleifarvatn
enn þá efst
Bóksala/52
IMG og KPMG Ráðgjöf verða form-
lega sameinuð um næstu áramót
undir nafninu IMG. Í tilkynningu frá
fyrirtækjunum segir að með samein-
ingu þeirra verði til öflugasta rann-
sókna- og ráðgjafarfyrirtæki lands-
ins.
Bjarni Snæbjörn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri IMG Deloitte, og
Ragnar Þórir Guðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri KPMG Ráðgjafar,
munu í sameiningu fara með fram-
kvæmdastjórn hins nýja ráðgjafar-
sviðs IMG. /2C
IMG og KPMG
sameinast
♦♦♦