Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ RagnheiðurFinnsdóttir fæddist að Hvilft í Önundarfirði 25. júní 1913 og ólst þar upp ásamt 10 systkinum og einum uppeldis- bróður. Hún lést á Skjóli, Kleppsvegi 64 í Reykjavík, 25. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnur Finns- son, f. 29.12. 1876, d. 14.8. 1956, bóndi að Hvilft í Önundarfirði, og Guðlaug Jakobína Sveinsdóttir, f. 28.2. 1885, d. 20.2. 1981, húsfreyja að Hvilft. Finnur var sonur Finns, bónda að Hvilft, Magnússonar, bónda í Hvilft, bróð- ir Ásgeirs alþingismanns á Þing- eyrum, föður Jóns bónda og skálds á Þingeyrum. Annar bróðir Magn- úsar var Torfi, alþingismaður á Kleifum. Systkini Ragnheiðar voru Sveinbjörn, hagfræðingur, látinn; Hjálmar, fyrrv. forstjóri Áburðar- verksmiðjunnar, látinn; Sigríður, húsmóðir í Bandaríkjunum, Jakob lyfjafræðinemi, lést ungur árið 1941; Sveinn, framkvæmdastjóri Fiskimálasjóðs, látinn; Jóhann tannlæknir, látinn; María hjúkrun- arfræðingur; Málfríður hjúkrunar- fræðingur; Kristín sjúkraþjálfari, látin; Gunnlaugur, bóndi og fyrr- verandi alþingismaður og fóstur- bróðir Leifur Guðjónsson verka- maður. Ragnheiður giftist 4. ágúst 1945 Oddi Guðsteini Sigurgeirssyni hús- gagnabólstrara, f. 8. júlí 1913, d. 26. ágúst 1993. Foreldrar hans voru Agnes Pálsdóttir f. 2. ágúst 1874, d. 15. desember 1969, og Sig- urgeir Jónsson f. 27. ágúst 1871, d. 17. nóvember 1954. Sigurgeir var lengi verkstjóri við Reykjavíkur- höfn. Agnes var ættuð frá Meðal- landi og Síðu en Sigurgeir úr Gnúpverjahreppi, m.a. frá Þránd- arholti. Þau Agnes og Sigurgeir bjuggu lengst af á Bergþórugötu 8a í Reykjavík og varð átta barna auðið, sem öll eru látin. Ragnheiður og Guðsteinn hófu búskap á Víðimel 55 í Reykjavík, en arr Magnússon, bílstjóri, f. 11. okbóber 1951. Þeirra börn eru A) Guðsteinn Oddur, yfirmaður í frönsku útlendingaherdeildinni á Korsíku, f. 29. maí 1970, maki Est- elle Hoffman, f. 25.1. 1978. B) Edda Björk, búsett í Aalborg í Dan- mörku, f. 11. júlí 1975, synir Örn Blævarr, f. 2. janúar 1997, og Theo- dór Breki, f. 28. september 1999. C) Ragnar Örn, búsettur í Álaborg í Danmörku, f. 11. september 1977, barn Áróra Isabella Guðjohnsen Ragnarsdóttir, f. 25. október 1998. D) Ingibjörg, f. 17. febrúar 1981, d. 17. febrúar 1981. E) Ingi Björn, f. 28. janúar 1983, búsettur í Reykja- vík, unnusta Guðrún Ósk Rúnars- dóttir, f. 4.9 1984. F) Ragnheiður, hjúkrunarnemi, f. 7. júní 1984, bú- sett í Reykjavík, unnusti Stefán Benedikt Vilhelmsson, f. 22.9. 1980. Ragnheiður lauk námi frá barna- skólanum á Flateyri 1931 og kenn- araprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík árið 1935. Hún stundaði smábarnakennslu í Reykjavík 1935 til 1936 og var kennari við Austur- bæjarbarnaskólann veturinn 1936 til 1937. Hún var ráðinn skólastjóri Klébergsskóla á Kjalarnesi árið 1937, aðeins 24 ára gömul, sem þótti mjög ungt á þeim árum, enda var tíðarandinn þannig að ekki þótti öllum eðlilegt að svo ung kona yrði ráðinn skólastjóri. Ragnheið- ur var fyrsta konan sem var skóla- stjóri barnaskóla á Íslandi. Hún var kennari við Laugarnesskóla 1945 til 1946. Ragnheiður var í hópi þeirra kennara sem fyrstir komu til starfa við Langholtsskóla undir skólastjórn Gísla Jónassonar haustið 1952 og kenndi við Lang- holtsskóla samfellt í 31 ár, eða til ársins 1983 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ragnheiður dvaldi erlendis við endurmenntun í nokkur skipti, m.a. í Danmörku og Svíþjóð 1970 og 1972 og Bandaríkjunum 1972. Hún var árum saman virkur þátt- takandi í félagsstörfum kennara, og starfaði lengi í Kvenfélagi Langholtssafnaðar, m.a. í stjórn, og var gerð að heiðursfélaga kven- félagsins. Hún tók einnig virkan þátt í starfsemi St. Georgsskáta ásamt eiginmanni sínum meðan hans naut við. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. lengst af bjuggu þau í Álfheimum 12 í Reykjavík, en þau níu raðhús sem þar standa eru upphaflega byggð af byggingarsam- vinnufélagi barna- kennara við Lang- holtsskóla. Nú síðustu árin bjó Ragnheiður að Skjóli, Kleppsvegi 64. Börn þeirra eru: 1) Geir Agnar Guðsteins- son blaðamaður, bú- settur í Kópavogi, f. 3. júlí 1946, maki Sigur- björg Gestsdóttir, geislafræðingur á LHS og söng- kona, f. 19. júlí 1945. Þeirra barn er Guðrún, f. 4. nóvember 1983, nem- andi í MK, dvelur í heimahúsum. Börn Geirs frá fyrra hjónabandi eru A) Arnheiður Kristín, starfs- maður Háskólans á Akureyri, f. 24. nóvember 1969, maki Jón Aðal- steinn Brynjólfsson kennari, börn þeirra eru Valdís Ósk, f. 23. sept- ember 1994, og Elfar Geir, f. 31. október 1999. B) Jóhanna Árný, starfsmaður grunnskóla í Horsens í Danmörku, f. 26. maí 1973, maki Halldór Þór Arnarson tæknifræð- ingur í Horsens, f. 16. janúar 1971, dætur þeirra Anna Karen, f. 26. febrúar 1993, og Sara Huld, f. 31. október 1995. Sonur Sigurbjargar er Logi Kjartansson, lögreglumað- ur og laganemi, búsettur í Reykja- vík, f. 6. ágúst 1975, maki Elín Björg Guðjónsdóttir, f. 17. ágúst 1970, þeirra sonur Guðjón Ari, f. 6. júlí 2000. 2) Finnur Jakob Guð- steinsson B.Ed. og smiður, búsett- ur í Reykjavík, f. 25. febrúar 1948, maki Fanney Sigurðardóttir, sér- hæfður starfsmaður, f. 19. agúst 1955. Þeirra synir eru A) Torfi, mannfræðingur, búsettur í Hafnar- firði, f. 17. júní 1974, maki Elva Ruth Kristjánsdóttir þroskaþjálfi, f. 21. október 1976, barn þeirra er Úlfur, f. 12. ágúst 2003. B) Guð- steinn Oddur, nemi við Kvenna- skólann, f. 18. júlí 1986, í heima- húsum. 3) Guðlaug Guðsteinsdóttir, kennari við Varmárskóla, búsett í Reykjavík, f. 20. október 1949, maki Örn Blæv- Mig langar að skrifa nokkur minningarorð um ömmu mína Ragnheiði Finnsdóttur. Það koma ótal minningar upp í hugann, sem spanna alveg frá þeim tíma sem ég man fyrst eftir mér til dagsins í dag. Ég mun aldrei gleyma þeirri hlýju, gleði og kærleik sem amma og afi í Álfheimum sýndu okkur barnabörnunum sem komum í heimsókn til þeirra. Elsku amma mín, allar sögurnar þínar og fróðleikurinn lifa ávallt með mér. Þú bjóst yfir ótrúlegri lífsreynslu og lífshlaupi sem þú deildir með okkur forvitnu, litlu barnabörnunum þínum sem litum svo upp til ykkar afa. Mér er of- arlega í huga þegar ég bjó á Ak- ureyri og fór ein með rútunni til Reykjavíkur til þess eins að fá að hitta ömmu mína sem mér þótti svo vænt um. Það var stuttu eftir að afi dó og mig langaði ekki að amma mín væri ein í stóra húsinu. Ég fékk að gista í „afarúmi“ og við spjölluðum langt fram eftir kvöldi. Ég man ég hugsaði þá þegar ég horfði á þig vera að sofna hvað ég væri heppin að eiga slíka ömmu. Við höfðum báðar svo mikinn áhuga á heimspekilegum um- ræðum og þú kenndir mér svo ótal margt. Þú hlustaðir alltaf á mann og skildir mann alltaf svo vel. Eitt sinn ræddum við mikið um gleðina og sorgina, og því langar mig að tileinka þér nokkur orð úr Spá- manninum: Þá sagði kona ein: Talaðu við okkur um gleði og sorg. Og hann svaraði: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði get- ur það rúmað. Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar? Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð að innan með hnífum? Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glað- ur, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glað- an. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elsku amma mín, hjarta mitt er fullt af gleði yfir því að hafa fengið að eiga ömmu eins og þig og sömu- leiðis afa heitinn. Ég er þakklát að vita af ykkur tveimur saman aftur. Þín elskandi, Guðrún Geirsdóttir. Elsku amma mín. Minningarnar hellast yfir mig þegar ég sit hér og hugsa um hvað ég eigi að skrifa. Allar sögurnar sem þú sagðir mér af þér sem barni og hvernig var að alast upp sem önnur í röð- inni af 12 systkinum, þú að læra til kennara og skólastjóraárin á Kjal- arnesi. Frá deginum sem afi sigldi inn Önundarfjörð á leið sinni að giftast þér í Flateyrarkirkju. Mikið hefur það verið rómantískt enda geislaði af þér þegar þú sagðir mér þá sögu og af brúðkaupinu sjálfu. Þú varst einstök í að segja sögur og þá líka ævintýri. Við barnabörn- in eigum margar skemmtilegar minningar frá eldhúsborðinu þegar þú varst að strauja eða baka og á meðan runnu ævintýrin frá þér. Ferðirnar með þér og afa í sum- arbústaðinn að Fossá og alltaf var jafn gaman. Um leið og sest var í Citroëninn ykkar og lagt af stað var farið að syngja og við sungum alla leið. Föstudagskvöldin fyrir framan Derrick með appelsín í gleri. Allar helgarnar sem ég gisti og við eyddum í alls kyns dundur, t.d. að spila marías og fara á rúntinn með ykkur afa. Áður en ég sofnaði baðstu guð að gefa mér góða nótt og fannst mér það svo yndislegt að ég hef haldið þeim sið með dreng- ina mína. Þau skipti sem ég og Ragnar bróðir veiktumst og fengum að eyða veikindadögunum í ömmu og afa bóli. Þú varst með tvo stóra bakka, sem komið var með upp í rúm, með litabókum, litum og öðru til að dunda sér við. Og afi keypti græna frostpinna. Þú með svuntuna að taka á móti okkur þegar við komum í mat- arboð, ég finn enn ilminn sem á móti okkur tók og sé þig fyrir mér brosandi með sleifina í hendi. Öll samtölin sem við áttum eftir að ég fór að búa og eignast börn og ómetanleg ráðin sem frá þér komu. Ég gat alltaf hringt í þig, sama hvað bjátaði á og alltaf gast þú ráðlagt mér. Ég var svo montin af að eiga svona frábæra ofur-ömmu sem mér fannst geta allt. Ég sakna þín og afa meira en nokkur orð fá lýst og get aldrei komið öllu á blað sem mig langar að segja. Minningarnar eru svo ótal ótal margar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) RAGNHEIÐUR FINNSDÓTTIR Við minnumst frænda sem var rólegur og hlýlegur. Við minnumst frænda sem hafði sérstakt bros út í annað, lyfti auga- brúnunum og glotti svolítið eins og hann ætlaði að trúa okkur fyrir leyndarmáli. Við minnumst frænda sem gerði okkur að ljósmyndafyrirsætum á unga aldri, og tók myndir sem enginn hefur toppað síðan. Við minnumst frænda sem passaði okkur á meðan yngsta systirin kom í heiminn, og er því nátengdur einni af stærstu stundum lífs okkar. Við minnumst frænda sem kom á Rússajeppa til Noregs og við minn- umst Rússajeppans sem flutti okkur svo heim frá Noregi. Við minnumst frænda sem var tæknivæddari en flestir sem við þekktum, og leyfði okkur að hlusta á Roy Rogers af risastórum segul- bandsspólum. Við minnumst frænda sem dansaði við og með litlu frænkurnar sínar á Íslendingakvöldum í Noregi. Við minnumst frænda sem eignað- ist lítinn hlaupársfrænda í Noregi það voru sko ekki margar vinkonur sem áttu svo sérstakan lítinn frænda. Við minnumst frænda sem átti tvær fjarstýringar þegar nánast eng- inn var kominn með svoleiðis töfra- tæki og notaði þær stundum til að reyna að lækka í börnunum. Við minnumst frænda sem leyfði okkur að endurgjalda pössunina með því að trúa okkur fyrir litlu gullmol- unum sínum, þegar þau Unnur brugðu sér af bæ. Guð blessi minningu Bóa frænda. Anna Björk, Guðrún Harpa og Ragnheiður Lilja. Leiðir okkar Henrys Johansen lágu saman í starfi snemma á starfs- ferli okkar beggja þegar hann vann í áratug hjá Raunvísindastofnun Há- skólans að loknu tæknifræðinámi. Hann var ráðinn til að sinna viðhaldi HENRY BERG JOHANSEN ✝ Henry Berg Johansen raf- eindatæknifræðing- ur fæddist í Nes- kaupstað 15. júní 1951. Hann lést á hjartadeild LSH við Hringbraut að kvöldi 20. nóvember síðast- liðins og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 30. nóvember. á jarðskjálftamælaneti sem stofnunin rak um allt land á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ég átti að heita yfirmaður hans en þar var úr vöndu að ráða því við áttum báðir við eins konar stjórnunarlega fötlun að stríða. Ég átti óhægt með að gefa fyr- irmæli og hann átti erf- itt með að fylgja fyrir- mælum. Það er þó skemmst frá að segja að samvinna okkar gekk með miklum ágætum og er það fyrst og fremst því að þakka að Henry var ákaflega úrræðagóður og snjall tæknimaður og hans aðferð- ir voru yfirleitt miklu betri en nokkuð sem ég gat gefið fyrirmæli um. Mér lærðist því fljótt að stjórnunin væri því betri sem hún væri minni. Starfið krafðist mikilla ferðalaga, jafnt sum- ar sem vetur, og kom sér því vel að Henry var mikill ferðamaður og hafði yndi af náttúru landsins. Jarð- skjálftamælar voru á þessum tíma reknir á heimilum fólks víða um land- ið og sá heimilisfólkið um daglega umönnun þeirra. Henry kom þess vegna við á mörgum heimilum á ferð- um sínum og var hvarvetna aufúsu- gestur því að fleiri tæki en jarð- skjálftamælar voru í betra lagi þegar hann fór heldur en þegar hann kom. Árið 1985 var gerður samningur milli Landsvirkjunar og Raunvís- indastofnunar um uppsetningu og rekstur jarðskjálftamælanets til eft- irlits með jarðskorpuhreyfingum á virkjunarsvæðum við Tungnaá. Sett- ir voru upp mælar á hálendinu, allt frá Vonarskarði og Grímsvötnum til Heklu. Skjálftamerkjunum var kom- ið til Reykjavíkur um endurvarps- stöðvar á Vatnsfelli, Búrfelli og Skarðsmýrarfjalli. Henry var aðal- hönnuður þessa mælakerfis og sá að mestu um uppsetningu þess og við- hald fyrstu árin. Við þetta verkefni reyndi á alla þætti færni og kunnáttu, bæði hvað varðaði rafeindatækni og viðureign við óblíða náttúru. Þetta mælakerfi er enn í notkun að veru- legu leyti og ber vitni um hæfni Hen- rys. Mælar í þessu neti hafa gegnt lykilhlutverki í eftirliti með eldgosum og viðvörunum sem gefnar hafa verið út á undan þeim, t.d. gosum í Heklu 1991 og 2000, Gjálp 1996 og Gríms- vötnum 1998 og 2004. Margar skýrslur og greinar í vísindatímarit- um byggja á mæligögnum frá þessu kerfi. Henry hafði brennandi áhuga á vísindaheimspeki og yndi af rökræð- um um þau efni. Hann var efasemd- armaður í eðli sínu og hafði ýmislegt út á helstu kenningar eðlisfræðinnar að setja, svo sem afstæðiskenninguna og kenninguna um stórahvell. Um- ræður okkar um þessi hugðarefni urðu stundum langar en aldrei leið- inlegar. Oftast strönduðu þær þar sem þekkingu mína á umræðuefninu þraut. Hræddur er ég um að ég hafi oft valdið Henry vonbrigðum með þekkingarskorti mínum á þessum efnum. Þegar rætt var um landreks- kenninguna þóttist ég hins vegar hafa forskot og er ég ekki frá því að mér hafi tekist að fá Henry til að efast um efasemdir sínar varðandi þessa grundvallarkenningu jarðvísindanna. Að Henry Johansen gengnum sit- ur eftir minning um góðan dreng og félaga, snjallan tæknimann og frjóan hugmyndasmið. Páll Einarsson. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.