Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
N
ýyrðið afturhalds-
kommatittsflokkur
hitti Davíð Odds-
son, utanrík-
isráðherra og for-
mann Sjálfstæðisflokksins, heldur
illa heima fyrir í þessari viku. Nán-
ast á sömu stundu og ráðherrann
var að nota þetta orð um stærsta
stjórnarandstöðuflokkinn var fjár-
málaráðherrann, sem er varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, að
lauma inn á Alþingi frumvarpi sem
er þess eðlis, að maður gæti haldið
að flokkur sem beinlínis kenndi sig
við forsjárhyggju væri við völd í
landinu.
Ég er hér að tala um lagasetn-
inguna sem felur í sér 7% hækkun
á sterku áfengi og tóbaki.
Nú væri
auðvelt að tala
um það í löngu
máli hvað það
væri nú
merkilegt, að
fjár-
málaráðherr-
ann skuli leggja fram svona frum-
varp, rétt nýbúinn að kvarta
undan því að skattalækk-
unartillögur ríkisstjórnarinnar
hefðu litla umfjöllun fengið í fjöl-
miðlum.
Gæti maður m.a. haldið því fram
að ef það sé rétt, að ekki hafi verið
fjallað á nægilega jákvæðum nót-
um um skattalækkanirnar, þá sé
það einmitt vegna þess að allir hafi
fundið á sér að ekki væri allt sem
sýndist.
Enda hefur það komið á daginn
að samfara skattalækkunum hafa
komið skattahækkanir (auk hækk-
unar áfengis- og tóbaksgjalda er
meiningin að hækka bifreiða-
gjaldið um 3,5%). Og hvað er hið
fyrrnefnda þá annað en sýnd-
armennska?
En ég ætla ekki að fara nánar út
í þá sálma. Enginn þarf þó að
velkjast í vafa um þá skoðun mína
að þessi 7% hækkun sé hreinasta
hneyksli, móðgun við skyni borna
menn í þessu landi.
Hér á enskt orðatiltæki vel við
um Sjálfstæðisflokkinn (sem
kennir sig við frelsi) og það er
svona: don’t listen to what they
say, look at what they do.
Semsé, ekki taka gilt það sem
menn halda fram í hátíðarræðum.
Hið eina sem á að nota sem mæli-
kvarða er það sem menn gera,
ekki það sem þeir segja.
Mér finnst einfaldlega alger
óhæfa að menn skuli nú voga sér
að hækka skatta á vöru sem þegar
var allt of dýr hér á Íslandi, þ.e.
áfengið. Yfir því kvartaði ég raun-
ar seinast fyrir réttum mánuði hér
á þessum vettvangi og þær um-
kvartanir eiga enn við; áfengi á Ís-
landi er svívirðilega dýrt, er varla
nokkurs staðar eins dýrt.
Eða er það þannig að engum
finnist það undarlegt nema mér að
fyrir þessa síðustu hækkun var
hlutur heildsalans á Íslandi í verð-
inu á tiltekinni Vodka-flösku 507
krónur eða 12%; ÁTVR lagði síðan
212 kr. á verðið, eða 5%, en hlutur
ríkisins, áfengisgjald og virð-
isaukaskattur, var 3.471 kr. eða
83% af útsöluverði?
Ég trúi hreinlega ekki að Davíð
Oddssyni og Geiri H. Haarde, sem
áður börðust fyrir minna rík-
isbákni, finnist þetta eðlilegt, ég
bara hreinlega trúi því ekki.
Ekki nóg með það, menn vilja
líka ráða því hvers konar áfengi
við drekkum! En hverjum kemur
það eiginlega við? Af hverju er
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
að skipta sér af því?
Ég er hér að vísa til þess að 7%
hækkunin á bara við um sterkt
áfengi, ekki bjór og léttvín.
Það á semsé að koma endanlega
í veg fyrir að maður treysti sér að
kaupa sér koníakspela um jólin –
og ber þess þó að geta að enginn
heilvita maður kaupir koníak í
ÁTVR nema í neyðartilfellum, inn-
kaup á slíku hnossgæti fara jafnan
fram í fríhöfninni í Keflavík.
Nú halda sennilega flestir að
undirritaður sé alger of-
drykkjumaður (þetta ku vera í
þriðja sinn sem ég ræði þessi mál
á þessum vettvangi). En þetta
snýst um það hvers konar sam-
félagi við viljum búa í. Og ég fyrir
mitt leyti vil búa í frjálslyndu sam-
félagi þar sem maður fær almennt
að gera það sem maður vill, skaði
það ekki annað fólk (mig rámar í
að hafa heyrt Hannes Hólmstein
Gissurarson halda þessum frasa á
lofti í tímum sem ég sótti hjá hon-
um um árið, gott ef það voru ekki
einmitt þeir félagar, Davíð og
Geir, sem áttu að koma slíku sam-
félagi um kring).
Nú verð ég að játa að ég hef
heyrt þá kenningu síðustu dagana
að ef sjálfstæðismanna nyti ekki
við í ríkisstjórninni þá væru hlut-
irnir jafnvel ennþá verri. Kenn-
ingin gengur þá út á það að fram-
sóknarmenn séu þvílíkir
afturhaldskommatittir að þeir
væru búnir að hækka hluti eins og
áfengi enn meira. Og sannarlega
er mér kunnugt um að fleiri en
einn þingmaður Framsókn-
arflokksins og fleiri en tveir neyta
barasta alls ekki áfengis. Kannski
er það þess vegna sem þeir hafa
ekki skilning á því að annað fólk
kunni að vilja bragða á áfengi í
hófi svona endrum og eins.
En sé þessi kenning rétt, þá er
slík afsökun einfaldlega ekki boð-
leg fyrir þá menn sem nú fara með
forystu í þeim merka flokki Sjálf-
stæðisflokknum. Menn geta ekki
skotið sér undan ábyrgð með þeim
hætti.
Sem betur fer hefur einhver
hluti sjálfstæðismanna áttað sig á
því hversu svívirðileg ákvörðun
ríkisstjórnarinnar er. Heimdallur,
félag ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, sendi semsagt frá sér
ályktun í gær um málið og ber að
fagna henni. Þar er ákvörðunin
hörmuð, það skjóti skökku við „að
í kjölfar fyrirhugaðra tekjuskatta-
lækkana grípi stjórnvöld til þess
ráðs að hækka neysluskatta í stað
sparnaðar í ríkisrekstrinum“.
Segir þar einnig að neyslustýr-
ingarskattar á borð við þessa
byggi á forsjárhyggju ríkisins
gagnvart þegnum sínum. Ríkið
eigi ekki að ákveða neyslu ein-
staklinga með skattlagningu held-
ur eigi þeir sjálfir að hafa frelsi til
að ákvarða eigin neyslu.
Það er vonandi að það unga fólk,
sem nú fer fyrir Heimdalli, verði
ekki búið að gleyma öllu þessu
þegar það er komið í áhrifastöður í
samfélaginu.
Alger
óhæfa
Ekki nóg með það, menn vilja líka ráða
því hvers konar áfengi við drekkum! En
hverjum kemur það eiginlega við? Af
hverju er Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra að skipta sér af því?
VIÐHORF
Eftir Davíð
Loga Sigurðs-
son
david@mbl.is
UNDANFARNAR vikur hefur
margt verið ritað um menntun, gildi
og stöðu áfengisráðgjafa á Íslandi og
langar mig að leggja orð í belg.
Þegar ég er stundum spurður að
því hvernig gangi að þurrka upp
„liðið“ á Vogi svara ég að það gangi
vel, stóri þurrkarinn sé stöðugt í
gangi og allar snúrur fullar. Ég
pirra mig á því hve fá-
ránlega er spurt og sný
mér að öðru. Það er
kannski ekki við því að
búast að allir viti hvað
það er sem ég geri í
vinnunni.
Áfengisráðgjöf er
ekki gömul starfsgrein
en hefur samt tekið
miklum breytingum á
undanförnum árum.
Fyrstu áfengisráðgjaf-
arnir voru nær und-
antekningalaust alkó-
hólistar sem höfðu
eigin reynslu af meðferð og sumir
„lentu“ í þessu því þeir vildu gefa til
baka það sem þeim hafði verið gefið.
Ekki var mikið hugsað um launin í
krónum og aurum heldur var það
eldmóðurinn sem rak þá áfram, oft í
mjög neikvæðu og fordómafullu um-
hverfi. Það varð íslenskum áfeng-
isráðgjöfum til happs að þeir voru í
mjög nánu og persónulegu sambandi
við starfsbræður sína í Bandaríkj-
unum og fengu tækifæri til að
mennta sig og auka færni sína með
heimsóknum á meðferðarstaði þar í
landi, oft á eigin kostnað og með
mikilli fyrirhöfn.
Ein af stærstu breytingum í vel-
ferðarmálum alkóhólista var tilkoma
AA-samtakanna árið 1935. Bill W.
og Dr. Bob, stofnendur samtakanna,
lögðu strax mikla áherslu á mik-
ilvægi þess að afla þekkingar á alkó-
hólisma og efla meðferðarstarf.
Þekking á viðfangsefninu er grund-
völlur þess að árangur náist og ekki
er nóg að sú þekking spretti upp af
sjálfri sér, hún þarf að þola vís-
indalega skoðun og samræmast vís-
indalegum vinnureglum. Þetta er
það sem áfengisráðgjöf
byggist á.
Áfengisráðgjafar eru
ekki einungis góðhjart-
aðir alkar sem vilja
hjálpa öðrum heldur
heilbrigðisstarfsmenn
sem byggja á vísinda-
legum grunni lækn-
isfræði, sálarfræði og
félagsfræði. Þessa
þekkingu þarf áfeng-
isráðgjafi að tileinka
sér, en samt er það svo
að ekki geta allir unnið
við áfengisráðgjöf
þrátt fyrir góða menntun. Grunn-
gildin eru þau sömu og hjá fyrstu
áfengisráðgjöfunum, að vilja láta
gott af sér leiða og virðing fyrir ein-
staklingnum og rétti hans til að taka
sjálfstæðar ákvarðanir. Þegar við
byrjum að vinna þurfum við að fara í
gegnum strangt þjálfunar- og skoð-
unarferli, þar sem við þurfum að
sýna að við getum lært, tileinkað
okkur þekkingu og fáum tækifæri að
máta okkur í starfið. Margir heltast
úr lestinni af ýmsum ástæðum,
stundum eru væntingar til starfsins
aðrar en í raun reynist eða vinnu-
álagið of mikið.
Margir halda að starf ráðgjafans
felist að mestu í því að gefa ráð eins
og nafnið bendir til en í starfinu felst
í raun margt annað. Starf ráðgjafans
er margþætt, allt frá fyrstuhjálp-
arsálgæslu til beinna afmarkaðra
ráðlegginga um ólíklegustu atriði
lífsins, en mestur tími ráðgjafans fer
í að veita upplýsingar og fræða. Oft
þurfa áfengisráðgjafar að hjálpa
fólki að taka ákvarðanir varðandi
framtíð sína og er það siðferðileg
skylda okkar að láta okkar eigin við-
horf og skoðanir ekki stýra því hvað
við ráðleggjum, heldur halda okkur
við vísindalega þekkingu og þær
siðareglur er við höfum sett okkur.
Áfengisráðgjafa má oft líkja við
fararstjóra nema hvað þessi far-
arstjóri þarf að sannfæra og hjálpa
samferðafólki sínu til að fara eftir
þeim kortum sem til eru en ekki
teikna upp sín eigin eftir því sem á
ferðina líður.
Að lokum vil ég benda þeim sem
vilja kynna sér hvað áfeng-
isráðgjafar gera á vefina www.far.is
og www.saa.is, en þar er að finna
margskonar fróðleik.
Hvað gerir áfengisráðgjafi?
Magnús Einarsson
skrifar um áfengisráðgjöf ’Þegar ég er stundumspurður að því hvernig
gangi að þurrka upp
„liðið“ á Vogi svara ég
að það gangi vel, stóri
þurrkarinn sé stöðugt í
gangi og allar snúrur
fullar. ‘
Magnús Einarsson
Höfundur er áfengisráðgjafi NCAC
og hefur starfað hjá SÁÁ í átta ár.
FLEST fögnum við því vænt-
anlega að kennaradeilan leystist um
síðir, svo fremi að kennarar sam-
þykki samninginn sem þeirra samn-
inganefnd skrifaði undir.
Ég er í hópi fjöl-
margra foreldra sem
voru og eru afskaplega
óánægðir með margt í
framkomu kenn-
arasamtakanna í þessu
máli. Mér finnst full
ástæða til að halda því
til haga, þó ekki væri
nema vegna nýrra
samninga sem á eftir
að gera, t.d. við leik-
skólakennara.
Því miður tel ég það
ekki ofsagt að náms-
efni barnanna okkar í
haust, sá boðskapur sem kennarar
fluttu með orðum sínum og gjörðum
meðan á verkfalli stóð, hafi verið
þessi:
1. Það er allt í lagi að brjóta lands-
lög ef manni líka þau ekki!
2. Réttur skólabarna er enginn við
aðstæður sem þarna sköpuðust.
3. Lífið snýst bara um peninga, er
einn allsherjar dans í kringum gull-
kálfinn. Öll önnur gildi skulu víkja
fyrir þeim dansi.
Sem foreldri veit ég mætavel að í
kennarastétt er mikið af hæfu fólki
sem vinnur starf sitt mjög vel og af
samviskusemi. Það gladdi mig t.d. að
sjá elskulega kennslukonu dóttur
minnar mætta til kennslu á öðrum
degi eftir að kennaraverkfallið hafði
verið blásið af með lagasetningu. Þá
sátu enn flestir kennarar sjúkir
heima.
Því miður fór það á stundum svo
að þeir fáu kennarar sem fylgdu lög-
unum og mættu til starfa í stað þess
að ljúga sig veika tóku á móti
skömmum foreldra. Það var leið-
inlegt og það hefðu foreldrar alls
ekki átt að gera því að þessir sömu
löghlýðnu kennarar fengu oft ónot
frá samstarfsfólki sínu um að rjúfa
hina mikilvægu samstöðu um lög-
brot!
Það var ekki gaman að horfa upp
á ráðalaus lítil börn
grátandi á skólalóðinni
vegna þess að þau vissu
ekki hvert þau áttu að
snúa sér. Foreldrar
höfðu skilið þau eftir í
þeirri trú að kennsla
væri en kennarar svo
sjúkir heima að sumir
þeirra sögðust þurfa á
áfallahjálp að halda eða
að þeim liði eins og þeir
hefðu misst náinn ætt-
ingja. Hvort tveggja
vægast sagt mjög óvið-
eigandi orðalag og mik-
il gengisfelling þessara orða.
Kennarar héldu einstaklega
klaufalega á sínum málstað og fengu
foreldra fljótt upp á móti sér með
mjög óviðeigandi uppákomum.
Söngur, klapp og dans þeirra, þegar
miðlunartillagan hafði verið felld af
þeim, fór afskaplega illa í okkur for-
eldra í þessu alvarlega máli. „Dán-
artilkynning“ kennaranna við skóla
einn á Akureyri vegna stöðunnar
sem þeir sögðust vera í var sem
blaut tuska framan í þá sem áttu um
sárt að binda um þessar mundir
vegna ástvinamissis. Þarna saknaði
maður þess að kirkjunnar menn létu
í sér heyra og andmæltu því að dán-
artilkynningaformið væri dregið nið-
ur í svaðið með þeim hætti sem raun
var á þarna.
Hálfgerð skrílslæti kennara fyrir
utan Alþingishúsið voru ekki heldur
til fyrirmyndar. Þeir sem í sumar
háðu gríðarlega baráttu með stjórn-
arskrána á lofti fyrir frelsi duglegra
viðskiptajöfra til að einoka fjölmiðla
landsins virtust ekki sjá neina
ástæðu til að huga að því hvort
stjórnarskráin verji rétt barna til
náms.
Stjórnarandstaðan virðist einfald-
lega standa með öllum og öllu því
sem kann að koma sér illa fyrir rík-
isstjórnina. Svo óábyrgir stjórn-
málamenn eru ekki líklegir banda-
menn foreldra sem vilja fá frið til að
sjá fyrir börnum sínum og annast
um þau í stað þess að hrópa
slagorð á Austurvelli og vera með
misheppnaðar uppákomur þar.
Börnin eru framtíð þjóðar okkar,
foreldrarnir gegna þar lykilhlut-
verki og heimilið er mikilvægasta
stofnun landsins. Alþingismönnum
ber skylda til að standa vörð um þau
gildi sem fjölskyldan stendur fyrir.
Nú fá menn sjálfkrafa skotleyfi á
okkur ef þeir eiga í vinnudeilu og
notfæra sér það leyfi út í æsar og
raunar út fyrir þau mörk sem lögleg
eru. Er ekki hægt að koma í veg fyr-
ir að svona lagað endurtaki sig? Ef
ekki þá er hætt við að foreldrar
landsins snúist til varnar þegar
öðrum leyfist að brjóta lög og það
eru alvarleg lögbrot þegar lög eru
brotin á börnum!
Ég er hugsi yfir nýafstöðnu verk-
falli eins og svo margir foreldrar.
Það finnst mér að alþingismenn
ættu líka að vera.
Lögbrot kennara og dans
kringum gullkálfinn – fáeinar
vangaveltur í kjölfar verkfalls
Eggert S.K. Jónsson fjallar um
nýafstaðið kennaraverkfall ’Sem foreldri veit égmætavel að í kenn-
arastétt er mikið af
hæfu fólki sem vinnur
starf sitt mjög vel og af
samviskusemi. ‘
Eggert S.K. Jónsson
Höfundur er foreldri fjögurra
barna í Grafarvogi á aldrinum
þriggja til ellefu ára.