Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 27 MENNING ÞAÐ ER ekki hægt annað en dást að þrautseigju Ragnars Axelssonar ljós- myndara við gerð bókarinnar Andlit norðursins, þrautseigju sem svo sannarlega skilar sér í einstöku og eftirminnilegu verki. Um tilurð bókarinnar segir Ragn- ar sjálfur í bókinni að hugmyndina hafi hann fengið þegar hann var að mynda Axel Thorarensen á Gjögri. Tilfinningin fyrir því að vera að fanga liðinn tíma, að verða vitni að lífs- háttum sem að öllum líkindum munu líða undir lok varð til þess að Ragnar réðst í þetta langtímaverkefni; að mynda líf fólks við harðneskjulegar aðstæður norðursins, á Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi. Ragnar einskorðar myndir sínar nokkuð við samspil manns og náttúru en einnig eru þó nokkrar myndir sem sýna byggð ból, fæstar þeirra þó nokkuð nútímalegra en rússneska ljósaperu. Fólkið á myndunum teng- ist umhverfi sínu á órjúfanlegan hátt, hvítt hár og skegg Guðjóns Þor- steinssonar ýfist rétt eins og brim- aldan að baki, í Færeyjum umbreyt- ist hey í skegg bóndakonu og svo mætti áfram telja. Flestir eru hér komnir á aldur en yngra fólk sýnir einnig að ef til vill eru lífshættir þeir sem hér er lýst ekki alveg við það að deyja út heldur hafa þeir bara fjarlægst okkur borgarbörnin. Við vitum öll að kinda er leitað á fjöllum að hausti en að sjá Kristin Guðna- son ríðandi úti í miðri á með kind í slefi færir þennan raunveruleika allt í einu áþreifanlega nálægt. Þessi hæfileiki er eitt aðalsmerkja Ragnars sem ljósmynd- ara, nærvera hans er hluti af myndunum, auga hans verður auga okkar og það er ekki fjarlægt og hlutlaust heldur tekur fullan þátt í og lifir sig inn í það sem það sér, þess vegna gerum við það líka. Æðruleysi það sem prýðir marga á myndum bókarinnar og Guðmundur Andri Thorsson gerir m.a. að umfjöll- unarefni í formála er ekki síður til staðar hjá Ragnari sjálfum og á sinn hlut í að skapa myndir sem lifa. Ragnar hefur mjög ákveðinn stíl á þessum myndum, hann velur skýj- aðan himin fram yfir heiðan, storm- inn fram yfir lognið. Skuggarnir eru fleiri en sólargeislarnir en þegar birt- an fellur á dúnmjúkan barnsvanga í Færeyjum er hún mild og mjúk. Sólin lætur líka sjá sig stundum þó það verði kannski til þess að fólk fær skyndilega ofbirtu í augun eins og börnin í boltaleiknum. Þetta eru þó alls ekki þunglyndislegar mynd- ir, áhorfandanum er ljóst að sólin skín líka í lífi þessa fólks þó hér sé valið að sýna oft erfiðar stundir og óblítt um- hverfið, dramað er dregið fram. Viðfangsefni Ragn- ars eru sígild, minna td. á árstíðamyndir Limbourg-bræðranna frá fimmtándu öld sem sýndu fólk við skyldustörf. Eða mál- verk Breughels. Myndir eftir Hring Jóhannesson koma einnig upp í hug- ann, td. þar sem spegill er notaður til að víkka út myndsviðið. Það er mikill skyldleiki með myndum Ragnars og málverkum, sérstaklega notkun hans á ljósi og skugga. Aðrir þættir eins og áferð og mynstur eru sérgrein ljós- myndarinnar og Ragnar notar þetta einnig á margvíslegan hátt. Það er ástæða til að óska Ragnari til hamingju með þessa bók. Hún á þátt í því að sýna okkur hver við erum og hvaðan við komum, hún er hvorki prédikun né áminning um að muna og varðveita heldur einfaldlega óður til lífsins við allar aðstæður. BÆKUR Ljósmyndir Eftir Ragnar Axelsson, Mál og menning 2004 Andlit norðursins Morgunblaðið/Ragnar AxelssonGjógv, Austurey, Færeyjum, 1987. Ragna Sigurðardóttir Ragnar Axelsson Óður til lífsins við allar aðstæður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.