Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÞÓTT fjölskylda Evelyn R. Sulliv- an sé ekki stór eru matarinnkaup hennar svolítið flókin. Evelyn er frá Jamaíku og þrátt fyrir að hafa búið hér á landi í sextán ár heldur hún í ýmsar matarhefðir frá heimalandinu. Eiginmaðurinn Júl- íus Sigurðsson og Aþena dóttir þeirra eru bæði fædd á Íslandi en eru líka með ólíkan matarsmekk. „Mæðgurnar eru báðar með svo- litlar sérþarfir, en ég borða allt,“ segir Júlíus og Evelyn segist öf- unda hann af því að geta það. Sjálf getur hún til dæmis ekki borðað lambakjöt. Hún veit ekki hvers vegna en það fer ekki vel í hana. Ekki einu sinni hangikjöt ofan á brauð. Evelyn og Júlíus búa á Akranesi og fóru í Nettó á Akranesi til að kaupa í matinn þennan dag. Annars versla þau einnig mikið í Reykjavík því þangað liggur leiðin oft til að fylgja dótturinni á sund- mót. En Evelyn segist ánægð með úrvalið í Nettó þótt ekki finni hún margt sem minnir á matinn á Ja- maíku þar frekar en í öðrum búð- um á Íslandi. Kjöt kaupa þau helst í Nóatúni. „Þegar ég kom fyrst til Íslands árið 1983 gat ég ekki borðað annað en Coca Cola og kex,“ segir hún. Þau Júlíus höfðu verið pennavinir frá árinu 1974 og hann hafði heim- sótt hana tvisvar. Fyrst til Jam- aíku og síðar til New York eftir að hún fluttist þangað. Þegar hún kom svo í heimsókn til hans ætlaði hann að sýna sínar bestu hliðar og bjóða henni út að borða í Hall- argarðinn, sem þá var í Húsi verslunarinnar. Hann endaði með að borða dýrindis máltíð sjálfur en Evelyn þorði ekki að smakka neitt nema ísinn. Tvenns konar kjötsúpur En hún hreifst af landi og þjóð og þegar hún kom í annað sinn ákváðu þau að það væri of dýrt að vera alltaf að heimsækja hvort annað um langan veg og ákváðu að gifta sig. Hún fluttist til Íslands fyrir sextán árum og líkar vel. „Mér finnst landið yndislegt og fólkið enn yndislegra,“ segir hún. Fjölskyldan skiptir vikunni nið- ur þannig að það er íslenskur mat- ur á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum og um helgar, en eitthvað framandi á mánudögum og miðvikudögum. Aðallega er keypt inn um helgar og því var matarkarfan alls ekki full þennan dag. Þau keyptu til dæmis léttmjólk, skyr og ávaxtasafa, lifrarpylsu, kex og morgunkorn. Einnig var keypt kjöt og grænmeti en þau nota mikið grænmeti með öllum mat, til dæmis gufusoðið með salt- fiski. Saltfiskur er mikið uppáhald á heimilinu. Þau kaupa þurrkaðan saltfisk og útvatna hann sjálf, ekki of mikið því þau vilja hafa hann nokkuð vel saltan. Síðan er hann eldaður ólíkt því sem Íslendingar eiga að venjast. „Stundum sakna ég reyndar gamla góða saltfisksins með tólg út á,“ segir Júlíus. „En ég fæ minn íslenska mat eins og ég vil. Til dæmis elda ég stundum íslenska kjötsúpu,“ segir hann. Evelyn segist líka elda kjötsúpu en með allt öðrum hætti. Hún býr til bragðmikla súpu úr nautakjöti og graskeri. Hamborgarhryggur á íslenska vísu besti maturinn Ofan í körfuna fer því hefðbund- inn matur á íslenska vísu en þegar meira er spurt kemur í ljós að þótt íslenskt hráefni sé notað er hægt að elda ýmislegt að hætti íbúa Jamaíku. Þá er notað viðeigandi krydd svo sem paprikuduft, hvít- laukur, pipar, salt og sítróunupip- ar. Einstaka sinnum áskotnast þeim niðursoðinn ackee-ávöxtur frá Jamaíku sem notaður er með saltfiski. Þar er spínat einnig not- að í saltfiskrétti og nú er alltaf hægt að fá ferskt spínat í búðum. Hvað skyldu þau svo borða á jól- unum? „Hamborgarhrygg á íslenska vísu með öllu tilheyrandi, brún- uðum kartöflum og öllu,“ segir Evelyn. „Þetta er uppáhalds- maturinn minn og einnig lax, sem ég kynntist fyrst hérna. Mér finnst það besti fiskurinn. Eins og áður segir notum við saltfisk mikið en mér finnst ýsa líka góð. Svo tek ég auðvitað lýsi.“  HVAÐ ER Í MATINN | Evelyn R. Sullivan Morgunblaðið/Ásdís Haralds Evelyn óskaði eftir pennavinum í Morgunblaðinu árið 1974 og Júlíus Sig- urðsson frá Akranesi svaraði. Evelyn hefur verið búsett á Íslandi í sextán ár. Framandi réttir úr íslensku hráefni Það er íslenskur matur á þriðjudögum, fimmtu- dögum og föstudögum og um helgar, en eitt- hvað framandi á mánu- dögum og miðvikudög- um. asdish@mbl.is BÓNUS Gildir 2.–5. des. verð nú verð áður mælie. verð Frosnir ýsubitar, roð- og beinlausir......... 499 799 499 kr. kg Kofareykt sveitabjúgu ........................... 299 499 299 kr. kg. Goða beikon/skinka ............................ 499 998 499 kr. kg Víking malt, 500 ml ............................. 49 79 98 kr. kg Skagfirskt hangilæri m/beini................. 999 1.399 999 kr. kg Kofareykt úrbeinað hangilæri ................ 1.599 1.999 1.599 kr. kg Kofareyktur hangiframp. með beini ........ 595 699 595 kr. kg Kofareyktur hangiframp, úrbeinaður ....... 1.199 1.599 1.199 kr. kg Bónus piparkökur, 500 g ...................... 199 259 398 kr. kg Bónus baquette brauð, 2 stk................. 99 nýtt 50 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 2.–4. des. verð nú verð áður mælie. verð 4 hamborgarar m/brauði...................... 299 399 75 kr. stk Fk bayonne-skinka ............................... 819 1.364 819 kr. kg Bacon frá Ferskum kjötvörum................ 699 998 699 kr. kg Ariel þvottaefni, 2.970 g ....................... 798 998 270 kr. kg Svínarifjasteik úr kjötborði .................... 299 499 299 kr. kg Svínalundir úr kjötborði ........................ 1.399 1.998 1.399 kr. kg Svínabuff 4 stk. í pk ............................. 199 299 50 kr. stk Hangiframpartur 1⁄1 sagaður í poka......... 659 998 659 kr. kg HAGKAUP Gildir 2.–5. des. verð nú verð áður mælie Nautalundir ......................................... 2.387 3.979 2.387 kr. kg Óðals hamborgarhryggur m/beini.......... 839 1.398 839 kr. kg Freschetta pepperoni pitsa, 400 g......... 293 489 733 kr. kg Freschetta royal, 400 g......................... 293 489 733 kr. kg Freschetta ostapitsa 400 g................... 293 489 733 kr. kg Paaske frönsk pylsubrauð, 6 stk. ........... 179 299 179 kr. stk. Anton Berg, 900 g ............................... 1.999 2.995 2.221 kr. kg Mackintosh, 3 kg ................................. 2.999 4.379 999 kr. kg KRÓNAN Gildir til 7. des. verð nú verð áður mælie.verð Hóla hangiframpartur úrbeinaður, 1 kg... 1.072 1.649 1.072 kr. kg Hóla hangikjöt úrbeinað læri, 1 kg......... 1.429 2.199 1.429 kr. kg Krónu hamborgarhryggur, 1 kg .............. 779 1.298 779 kr. kg Borgarnes helgarlamb m/kryddi, 1 kg.... 1.116 1.594 1.116 kr. kg Borgarnes helgargrís m/pestó, 1 kg....... 1.116 1.594 1.116 kr. kg Ali gúllas kryddað, 1 kg ........................ 909 1.398 909 kr. kg Ali Vínarsnitsel, raspað og kryddað ........ 909 1.398 909 kr. kg Náttúra hveiti, 2 kg .............................. 49 69 25 kr. kg Smjör, jólasmjör, 500 g ........................ 159 179 318 kr. kg Klementínur/mandarínur 1 kg............... 99 169 99 kr. kg NETTÓ Gildir til 8. des. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie.verð Grísahryggur m/puru............................ 749 998 749 kr. kg Grísabógur, 1⁄2 ...................................... 282 564 282 kr. kg Grísahnakki, beinlaus........................... 937 1.338 937 kr. kg Purusteik ............................................ 395 527 395 kr. kg Londonlamb........................................ 947 1.353 947 kr. kg Kalkúnn 1. fl., frosinn........................... 569 699 569 kr. kg Ísfuglskjúklingur, ferskur, 1⁄1 ................... 345 689 345 kr. kg Kjúklingabringur skinnlausar ................. 1.377 2.295 1.377 kr. kg Náttúra hveiti, 2 kg .............................. 49 71 25 kr. kg Mackintosh, 1,45 kg ............................ 999 1.199 689 kr. kg NÓATÚN Gildir 2.–8. des. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð Önd .................................................... 998 1.599 998 kr. kg Hangiframpartur m/beini...................... 589 999 589 kr. kg Bautabúrs bayonne-skinka ................... 741 1.481 741 kr. kg Nóatúns hangiframpartur, úrbeinaður .... 1.237 1.649 1.237 kr. kg Nóatúns hangilæri, úrbeinað................. 1.687 2.249 1.687 kr. stk Coke kippa, 4x2 ltr............................... 599 899 75 kr. ltr Egils jólaöl, 2,5 ltr................................ 398 489 159 kr. ltr Kjörís jólaís, 2 ltr.................................. 499 799 250 kr. ltr Johnson parketsápa............................. 349 499 349 kr. stk. Náttúra frosið smábrauð, 360 g ............ 145 289 402 kr. kg SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 2.–5. des. verð nú verð áður mælie. verð Sambands hangilæri úrbeinað .............. 1.434 2.049 1.434 kr. kg Sambands hangikjöt úrb. frampartur ..... 1.231 1.759 1.231 kr. kg Léttreyktur grísabógur, Bautabúrið ......... 399 626 399 kr. kg Ísfugl ferskar kjúklingabringur m/skinni . 1.198 1.998 1.198 kr. kg Klementínur ........................................ 99 179 99 kr. kg Rauð epli ............................................ 99 192 99 kr. kg Rauð vínber USA.................................. 299 498 299 kr. kg Lindu konfekt, 750 g............................ 1.498 1.889 1.997 kr. kg Lindu sælkeramolar 350 g.................... 599 799 1.711 kr. kg Cadbury Roses konfekt, 1,7 kg.............. 1.999 2.595 1.999 kr. kg Celebrations konfekt, 465 g .................. 699 899 1.503 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir til 6. des. verð nú verð áður Mælie. verð Nautahamborgarar, 10x80 g, frosið....... 499 963 50 kr. stk. Nautahamborgarar, 10x115 g, frosið..... 599 1.298 60 kr. stk. Nautahamborgarar, 5x140 g, frosið....... 398 789 80 kr. stk. Libero bleiur, tvöfaldur pakki ................. 875 1.298 875 kr. pk. Pampers bleiur, tvöfaldur pakki ............. 979 1.298 979 kr. pk. SCA wc pappír, 8 rúllur......................... 189 215 24 kr. stk. SCA eldhúsrúllur, 4 rúllur ...................... 189 215 47 kr. stk. Sunkist safi, 3x200 ml, 4 teg. ............... 119 139 198 kr. ltr. Piparkökur, 150 g. Annas ..................... 98 Nýtt 653 kr. kg. ÞÍN VERSLUN Gildir 2. – 8. des. verð nú verð áður mælie. verð Búrfells grillbuff, 4 stk. ......................... 191 239 191 kr. pk. Steiktar beikonbollur ............................ 303 379 303 kr. pk. Mjúkís, 1 ltr., vanillu ............................. 329 489 329 kr. ltr Viennetta ískaka, vanillu, 650 g ............ 389 489 552 kr. kg Toro sveppasósa .................................. 98 129 98 kr. pk. Toro grjónagrautur................................ 129 147 129 kr. pk. Pik-Nik kartöflustrá, 113 g.................... 159 198 1.399 kr. kg Konfekt, ís og hangikjöt  HELGARTILBOÐIN|Neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Saltfiskur að hætti Evelyn saltfiskur sellerí blaðlaukur paprika grænir bananar Saltfiskurinn er rétt látinn sjóða og potturinn tekinn af hellunni. Hann er síðan tekin sundur í flögur en ekki skorinn í bita. Grænmetið er gufusoðið. Grænu bananarnir eru soðnir eins og kartöflur og hafðir með. Annars segist Evelyn sjaldan nota uppskriftir því hún eldar matinn venjulega af fingrum fram. Oft hefur hún hrísgrjón með en þau gufusýður hún í litlu vatni með lauk og stundum öðru grænmeti. Júlíus segist ekki skilja hvernig hún fer að því að brenna þau ekki. Öðru nær, því þau séu mjög góð og létt í sér og klessist ekki sam- an.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.