Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 39 MINNINGAR sem þú barst til þeirra að í sumar þegar þú varst nýkominn á Bensinn og Gutti bað um að fá að prófa bílinn leist þú ekki upp úr blaðinu en sagðir að lyklarnir væru í jakkanum. Áki og Hilmir eru það ungir að þeir voru rétt að kynnast þér en þau fáu skipti sem þið höfðuð saman sóttu þeir mikið í þig og var gaman fylgjast með hversu auðvelt þú áttir með að nálgast litla krakka. Þú stundaðir alltaf líkamsrækt og í fyrsta skipti sem ég spilaði squash var ég einmitt með þér. Þú fékkst áhuga á maraþonhlaupum og stund- aðir þau í nokkur ár en í seinni tíð varstu meira í ræktinni að lyfta lóðum til að styrkja skrokkinn. Enda varstu grannur en stæltur. Það hafa örugglega ekki verið til- viljanir en þú varst með mér í þau skipti þegar mamma og pabbi féllu frá. Stuðningur þinn var ómissandi og öllum þeim spurningum sem vöknuðu svaraðir þú af yfirvegun og af þinni alkunnu rósemi sem hefur eflaust komið sér vel í þínu starfi. Lífið brosti við þér. Fróðleiksfús. Alltaf lesandi og oft með margar bækur í takinu í einu. Áttir fallega penthouse-íbúð sem þú hafðir keypt nýlega. Áhugasamur um framtíðina, fullur af lífsgleði og áttir þína drauma eins og við öll. Elsku Gísli. Þegar ég var að fljúga heim var ég að hugsa um þig og reyna að finna eitt orð sem lýsti þér best. FALLEGUR, að utan sem innan. Farnist þér vel á nýju tilverustigi. Sjáumst síðar. Elsku Helga, Þórir og fjölskylda. Megi Guð styrkja ykkur í ykkar mikla missi. Ingvi Kristján Guttormsson. Ég kynntist ungur að árum fjöl- skyldu Gísla Friðriks Þórissonar, enda alla tíð mikill samgangur milli afa hans og ömmu, þeirra Gísla Frið- riks Petersen og Sigríðar Guðlaugar Brynjólfsdóttur og foreldra minna, en Gísli Friðrik eldri var móðurbróðir föður míns, Magnúsar Ólafssonar læknis. Þau Gísli Friðrik eldri og Sig- ríður Guðlaug áttu sannkallað menn- ingarheimili á Oddagötu 16 í Reykja- vík, þar sem eldri sonurinn, Þórir, bjó í kjallaranum með Helgu, eiginkonu sinni, og tveimur elstu barnabörnun- um, sem nutu atlætis afa síns og ömmu. Gísli Friðrik yngri fæddist hins vegar eftir að þau Þórir og Helga fluttu í Kópavoginn, en þar hafði Helga alist upp, eins og fram kemur í bók hennar „Sveitin mín – Kópavog- ur“, sem kom út árið 2002. Börn Þóris og Helgu eru einu barnabörn Gísla Friðriks og Sigríðar Guðlaugar, því Áki bróðir Þóris var ókvæntur og barnlaus þegar hann lést fertugur að aldri árið 1986. Ég sá Gísla Friðrik yngri ekki oft á uppvaxtarárum hans en man að mér þótti afar vænt um það, þegar ég heyrði að hann hefði hafið nám í læknisfræði með góðum árangri, eins og afi hans og alnafni hafði gert 67 ár- um áður. Gísli Friðrik eldri og Ágústa amma mín áttu danskan föður, Aage Lauritz Petersen. Hann hafði kynnst verðandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Jónínu Gísladóttur, Stefánssonar frá Hlíðarhúsum í Vestmannaeyjum þeg- ar hún var á ferð í Danmörku árið 1902. Það var einmitt í tengslum við komu starfsbróður og frænda okkar frá Hjörring á Jótlandi á norrænt heimilislæknaþing í Reykjavík árið 1997, að við Gísli Friðrik yngri hitt- umst á heimili foreldra hans í Hraun- tungunni. Þennan sama mánuð lauk Gísli Friðrik læknanámi frá Háskóla Íslands. Gísli Friðrik kom mér þá fyr- ir sjónir sem fríður og snyrtilegur maður, grannvaxinn, meðalmaður á hæð, dökkur yfirlitum með þykkt og fallegt hár, hlédrægur í framkomu, en stutt í hlýju og góða kímni. Hann var léttur á fæti og hreyfingarnar lið- legar, enda var hann í góðri þjálfun og hljóp reglulega. Það var svo sex árum síðar að Gísli Friðrik kom til starfa á vinnustað minn, Heimilislæknastöðina í Kringl- unni. Þó að hann hefði þá um tveggja ára skeið ekki sinnt læknisstörfum vegna viðskiptafræðináms bjó hann að fjölþættri starfsreynslu sem lækn- ir og kunni vel til verka. Erfiðasta starfsþjálfunin var tvímælalaust árið í framhaldsnámi í lyflækningum í Iowa í Bandaríkjunum, þar sem vinnuálagið var gífurlegt. Hafði það áhrif á þá ákvörðun Gísla árið 2001 að endurskipuleggja náms- og starfsfer- il sinn og halda til Rotterdam í Hol- landi þar sem hann lauk mastersprófi í viðskiptafræðum í mars 2003. Eftir heimkomuna vann hann við hugbún- að fyrir tölvur á læknastöðvum og síð- ar við tölvuráðgjöf hjá Skýrr, en gegndi jafnframt læknisstörfum. Eft- ir að hann hafði unnið með okkur heimilislæknunum í Kringlunni um nokkurra mánaða skeið tók hann vaktir á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja í Keflavík og sinnti þar lækn- isstörfum síðasta æviárið. Gísli Friðrik lét ávallt gott af sér leiða og skilur eftir sig góðar minn- ingar hjá samferðamönnum sínum. Ég sendi foreldrum hans og systk- inum einlægar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Ólafur F. Magnússon. Gísli frændi, þótt við værum ekki frændur, varst þú alltaf frændi minn í mínum huga, elsku drengurinn minn. Nú hefur þú verið kallaður til verk- efna annars staðar en hér á jörðu. Það er nú oft þannig að þeir sem guðirnir elska fara á undan okkur hinum. Söknuðurinn er mikill og reiðin gríp- ur mig en ekki skilur maður allt í þessum heimi og maður á víst ekki heldur að skilja allt. Einhverjar mín- ar bestu minningar eru frá samveru- stundum okkar á Reykjabóli, þegar við vorum t.d. að smíða litla báta og sigldum þeim á læknum. Við skírðum þá nöfnum. Minn hét Bismark, þinn hét England. England, af hverju England? Þá kom öll sólarsagan af því, hvernig Bismark hafði fengið á sig tundurskeyti í stríðinu og tund- urspillirinn England hafði greitt Bis- mark náðarhöggið og sökk skipið ekki langt frá Íslandi. Gísli, þarna er þér rétt lýst, þú aðeins átta ára að fræða mig um atburði úr mannkyns- sögunni meðan jafnaldrar þínir voru að hugsa um playmo eða annað slíkt. Þessar upplýsingar og aðrar sem þú lést mér í té nýtti ég mér svo seinna þegar ég kom í skólann og kennarinn átti ekki orð um mína miklu vitneskju úr mannkynssögunni. Að sitja með þér inni á Reykjabóli í rigningu og lesa gömlu Vikurnar og bíða þangað til mamma þín væri búin að baka pönnukökurnar, fara síðan í Hrunalaug, það var eins og góður draumur. Ég er alltaf þakklátur þér fyrir að kynna mér og kenna mér borðtennis. Löngum stundum vorum við á Hrauntungunni í bílskúrnum heima hjá þér og spiluðum borðtennis dag eftir dag. Húmorinn var aldrei langt undan og stundum láum við beinlínis í hláturskasti á eftir. Margt fer um hugann þegar maður hugsar til baka. Músíkin sem þú kynntir mér, Bítlarnir, Cat Stevens, textarnir krufnir í þaula, alltaf eitt- hvað nýtt í hverju lagi. Skíðaferðirnar voru stórkostlegar sem við fórum með Þóri pabba þínum, hvort sem það var í Bláfjöll eða Skálafell, alltaf fór- um við á laugardagsmorgnum. Við töluðum oft um „fjallaferðina miklu“ sem við fórum með pabba mínum og pabba þínum, Geira og Jóni. Þá veiddum við silung í Markar- fljóti, klifruðum þverhnípt fjöll, fór- um yfir straumharðar og miklar ár og grilluðum svo á hverju kvöldi. Minningar um góðan dreng glatast aldrei, einu sinni besti vinur ætíð besti vinur. Seinustu árin sáumst við sjaldan en þegar við hittumst þá var glatt á hjalla. Við ætluðum alltaf að fara austur í Hrunamannahrepp og rifja upp gamlar minningar, það verð- ur aðeins að bíða. Gísli, við hittumst aftur. Allar mínar bestu samúðarkveðjur til þín, Helga mín og Þórir minn, Binni, Herdís og fjölskylda. Megi Guð blessa ykkur. All the times that I’ve cried, keeping all the things I knew inside, it’s hard, but it’s harder to ignore it! If they were right, I’d a-gree, but it́s them, they know, not me, now there’s a way, and I know that I have to go away; I know I have to go. (Cat Stevens, Father & son.) Þinn vinur Friðfinnur Hreinsson. Elsku Gísli minn, mikið getur lífið verið ósanngjarnt. Að þú sért tekinn í burtu svona ungur og í blóma lífsins. Margs er að minnast og erfitt er að þurfa að kveðja. Hjartans þakkir fyrir samveru- stundir okkar í þessu lífi. Guð gefi fjölskyldu þinni, Helgu, Þóri, Binna, Herdísi og öðrum ástvinum náð, hug- rekki og kraft til að halda áfram. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Þín vinkona Elín Anna. Gísli hefur verið kallaður burtu úr þessum heimi aðeins 35 ára gamall. Ástkær vinkona mín, móðir Gísla, faðir hans og systkini hafa orðið fyrir afar þungu höggi við fráfall Gísla, sem bar svo snöggt að, en hann lést úr hjartaáfalli eins og mörg önnur skyldmenni í ættinni hans hafa gert á undan honum. Þeir sem guðirnir elska deyja ung- ir, segir máltækið. Skyldi það vera einhver huggun á slíkri stundu? Mér er það til efs, en samt vil ég trúa því af öllum mínum lífs og sálar kröftum að Gísla bíði svo mikilvæg störf fyrir handan sem honum einum er treyst- andi fyrir að leysa, því hafi hann verið kallaður svo ungur héðan. Megi algóður Guð gefa foreldrum hans og systkinum frið og sátt og sefa dýpstu sorgina. Stundum segjum við mannanna börn að tíminn lækni sárin og þerri tárin, en ég óttast, að enginn tími sé nógu langur til þess að sárin grói að fullu, þótt ég biðji af öllu hjarta að svo megi verða. Á uppvaxtarárum Gísla bundust fjölskyldurnar okkar sterkum og órjúfanlegum böndum. Við Helgurn- ar erum æskuvinkonur úr skóla og mennirnir okkar urðu perluvinir, Þórir og hann Hreinn minn heitinn. Við ásamt krökkunum okkar ferðuð- umst um allar trissur, bæði utan lands og innan og allar góðu minning- arnar úr þeim ferðum ylja mér nú um hjartarætur. Minnisstæðastar eru þó þær fjölmörgu stundir sem við áttum saman á Reykjabóli í Hrunamanna- hreppi þar sem við Hreinn bjuggum á sumrin og vorum um helgar á vetr- um. Allir leikirnir í sundlauginni, könnunarleiðangrarnir og rannsókn- arferðirnar um hið yndislega og fjöl- breytta umhverfi, ferðirnar í Hruna- laug og ekki má gleyma kvöldvökunum. Á þeim las Helga upp fyrir krakkana og hún valdi nú ekki bókmenntirnar af lakara taginu. Seint gleymi ég því þegar hún las At- ómstöðina eftir Halldór Laxness nób- elsverðlaunaskáldið okkar, kvöld eftir kvöld og krakkarnir á aldrinum 6–16 ára hlustuðu opinmynnt á hana. Minningar mínar um Gísla frá þessum árum eru ljóslifandi í huga mér. Fallegur drengur með sérstök brún, spurul og skýr augu, ákaflega vel gáfum og hæfileikum gæddur. Einhvern veginn var hann alltaf að fræðast, las mikið, varð læs fjögurra ára gamall, pældi í hlutunum og vildi kryfja allt til mergjar. Hversu oft spurði hann mig ekki um eitthvað sem ég gat engan veginn svarað. Spurningar hans spönnuðu líka yfir svo vítt svið, og þær vöktu oft hjá mér alls konar hugmyndir um lífið og til- veruna og stundum komst ég ekki hjá því að leita mér svara í heimildarbók- um. Oft var erfitt að fá Gísla til þess að koma að borða. Hann mátti hreint ekki vera að því. Hann hafði alltaf svo mikið fyrir stafni og þannig sé ég hann fyrir mér allt hans stutta líf hér á jörðu. T.d. sagði mamma hans mér frá því þegar hann var að læra ítölsku áður en hann fór til Ítalíu til náms. Þá ákvað hann að læra visst mörg orð á dag, þetta mörg orð í baði, þetta mörg orð á meðan hann væri að klæða sig, þetta mörg orð þegar hann var að hátta sig o.s.frv. og það leið ekki á löngu áður en Gísli varð liðtækur í ítölskunni. Hver veit nema Gísli hafi e.t.v. ómeðvitað allt frá unga aldri, með öllu sínu námi og störfum verið að búa sig undir verkefnið stóra sem bíður hans nú handan móðunnar miklu? Vel verður tekið á móti Gísla af ættingj- um hans sem eru farnir á undan hon- um og eins veit ég að Hreinn minn tekur einnig vel á móti honum og bið ég Gísla Guðs blessunar á nýjum stað. Einnig bið ég algóðan Guð að vernda og hjálpa ástvinum Gísla, Helgu vin- konu minni, Þóri, Binna, Herdísi og fjölskyldu hennar í þeirra miklu sorg. Helga Friðfinnsdóttir. Það varð okkur öllum starfsmönn- um Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mikið áfall þegar við fréttum andlát Gísla F. Þórissonar. Gísli hafði starfað sem heilsu- gæslulæknir við stofnunina í eitt og hálft ár. Á þeim tíma mæddi mikið á læknum þar sem erfiðlega hafði gengið að manna heilsugæsluna. Gísli sinnti sínu starfi af alúð og dugnaði og bæði sjúklingum og starfsfólki þótti vænt um hann. Ég kynntist Gísla þegar ég kom til starfa sem yfirlækn- ir við heilsugæsluna í janúar síðast- liðnum. Við áttum oft gott spjall sam- an og var þá margt skeggrætt bæði um læknisstarfið og pólitík. Gísli var maður frelsisins og deildi ég með hon- um þeirri skoðun að þá farnaðist mönnum best þegar frelsið væri sem mest. Ég vil fyrir hönd starfsfólks Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja votta foreldrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og megi góður Guð styðja ykkur í sorginni. Jón B. G. Jónsson. Það var bjartur hópur sem útskrif- aðist frá Menntaskólanum í Kópavogi 9. júní 1989. Nú er sá fyrsti úr þeim hópi óvænt hrifinn frá okkur. Upp rifjast minningar úr menntaskóla um dagleg samskipti og samveru. Gísli var góður félagi, hann tranaði sér ekki fram en stóð fastur á sínu og vissi vel hvað hann vildi. Hann var kátur í góðum hópi og eru margar af bestu minningum úr menntaskóla tengdar útskriftarferðinni til Rhodos og því sem þar var brallað. Að loknu menntaskólanámi lærði Gísli til læknis og starfaði við það. Hann stundaði líkamsrækt og hlaup af krafti og tók þátt í fjölmörgum maraþonhlaupum. Ákveðni hans og stefnufesta nýttist honum vel í námi sínu og áhugamálum. Í huga okkar situr eftir minning um góðan dreng sem er tekinn héðan allt of fljótt. Ég veit að ég tala fyrir hönd samstúdenta Gísla er ég sendi fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Flosi Eiríksson. Við Gísli urðum fyrir tilviljun vinir þegar ég fluttist í Kópavog árið 1986. Hann bjó í næsta húsi og við héngum saman í æskuskotnum samlokustíl næstu árin. Gísli eignaðist fyrstur félaganna geislaspilara og hann var útjaskaður til að stúdera nýja hljómsveit sem hann fílaði í botn og hét R.E.M. Gísli eignaðist líka fyrstur félaganna bif- reið og sú var grimmilega notuð til að komast á unglingafyllirí þeirrar tíðar: Húsafell, Laugarvatn og víðar. Gísli þótti ofursvalur að eiga slíka dýrgripi. Okkur Gísla sinnaðist svo út af ein- hverju smáræði. Ég man vel hvað við vorum svakalega reiðir, en get engan veginn rifjað upp ástæðuna. Vinslitin voru þó staðreynd og við hittumst lít- ið næstu fimmtán árin. Grátbroslegt og dæmigert. Tilgangslaus vinslit eru allt of tíð og sorglegt að það rifjist sjaldnast upp fyrr en of seint að fólk eignast aldrei nýja æskuvini. En ég kynntist Gísla sem betur fer á nýjan leik fyrir tæplega ári eftir að Skýrr, þar sem ég starfa, festi kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Rhea sem hann hafði stofnað ásamt félögum sínum. Vel hefur gengið með hugbún- að félaganna og í síðustu viku var hann til dæmis kynntur við frábærar viðtökur í Þýskalandi. Frum- kvöðullinn Gísli á stóran þátt í vel- gengninni. Leifturskörp greindin og lúmskur húmorinn voru með bestu kostum Gísla, en tilkomumest var þó blíð- lyndið. Hann var svo yndismjúkur á köflum að fólk fylltist sjálfkrafa verndunarþörf. Mömmu hans blöskr- aði til dæmis stundum félagsskapur okkar og skrautleg uppátæki mín. Þótti ég sennilega alltof baldinn fyrir blíða drenginn sinn. Sem sjálfsagt var bæði satt og rétt. Michael Stipes úr R.E.M. kveður Gísla og huggar aðstandendur hans fyrir mína hönd: When the day is long and the night, the night is yours alone, When you’re sure you’ve had enough of this life, well hang on. Don’t let yourself go, everybody cries and everybody hurts sometimes. Sjáumst uppi, elsku karlinn. Ef ég kemst. Þú ert alla vega öruggur inn. Þinn vinur, Stefán Hrafn Hagalín. Góður vinur er nú fallinn frá okkur í blóma lífsins. Gísli sem hafði lagt mikið á sig á menntaveginum til að undirbúa sig undir hið jarðneska líf var kallaður á brott alltof ungur. Þegar ég kynntist Gísla þá dáðist ég að stefnufestu hans í lífinu varð- andi undirbúning hans fyrir lífið. Læknismenntunin var ekki nóg fyrir hann þannig að hann lagðist í frekara nám á sviði viðskipta og stjórnunar en þegar því námi var lokið varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að vinna með honum að verkefni fyrir heilbrigðisgeirann en á því sviði var hann ein alfræðibók og gaman að vinna með honum. Mikið var nú gaman að sjá hvernig hann byggði upp sitt heimili í Sól- túninu af mikilli smekkvísi, en alltaf var eitthvað nýtt sem hann hafði bætt við í hvert sinn sem ég kom í heim- sókn til hans hvort sem um var að ræða húsgögn, tæki eða tól en nú síð- ast var það grill sem hann hafði bætt við til að halda grillveislu handa okk- ur vinunum. Margar stundir áttum við saman við umræður um hin ýmsu málefni en síðustu vikurnar bar helst upp heim- ildarmyndir sem hann hafði mikinn hug á að gera. Hann hafði lagt mikla vinnu í að skipuleggja og finna út hvað og hvernig hann vildi sjá þær gerast en það var hans einkenni að hafa þaulhugsað hlutina og skipulagt þá áður en hann lagði í framkvæmdir. Heiðarleiki og háttvísi voru hans einkenni í einu og öllu þegar kom að samskiptum eða samvinnu. Margt var það sem við áttum eftir að gera og ræða en nú ertu horfinn á braut, kæri vinur, þannig að við verð- um að geraþað síðar. Hvíl í friði. Ég votta fjölskyldu og vinum mín- ar dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Hjörtur. Íslendingar í útlöndum halda hóp- inn. Og þannig lágu leiðir okkar Gísla saman þegar forlögin höguðu því þannig til að við vorum samtímis við nám í Iowa City. Gísli varð strax fjöl- skylduvinur og ómissandi í litla hópn- um okkar. Okkur eru ofarlega í huga þau mörgu kvöld sem við sátum og spjölluðum fram á nótt, oft yfir rauð- vínsglasi. Samræðuefnin skorti aldr- ei; stjórnmál, trú, ostar eða jafnvel eldflugur, allt kom til greina. Nú er hópurinn okkar orðinn fátækari, um- ræðan einsleitari og eitt sæti autt. Eftir standa minningarnar sem aldrei gleymast. Við vottum fjölskyldu Gísla okkar dýpstu samúð. Við erum þakklát fyrir allar góðu stundirnar og kveðjum með miklum trega ljúfan dreng. Elsa Yeoman og Karl Ægir Karlsson. Stöðugt erum við minnt á hverful- leika lífsins. Sjaldan átakanlegar en þegar ungt fólk í blóma lífsins er skyndilega og fyrirvaralaust hrifið á brott. Það var því mikið áfall að heyra að Gísli, 35 ára gamall læknir, hefði fengið hjartaáfall og látist samstund- is. Óbærileg sorg knýr dyra hjá nán- ustu ættingjum og vinum og allar spurningarnar sem vakna, hann sem lifði svo heilsusamlegu lífi, stundaði líkamsrækt, reykti aldrei en samt gaf hjartað sig. Engin svör fást. Ég kynntist Gísla fyrst sem nem- SJÁ SÍÐU 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.