Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMÞYKKTU VANTRAUST Úkraínska þingið samþykkti í gær vantraust á stjórn Viktors Janúkóv- ítsj forsætisráðherra. Líklegt þykir nú að efnt verði til nýrra kosninga í Úkraínu en stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnvöld um kosningasvik í forsetakosningunum sem haldnar voru 21. nóvember sl. Vann 42 milljónir Heppinn Íslendingur var með all- ar tölur réttar í Víkingalottóinu í gær. Hlaut hann rúmar 42 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðinn var seldur í söluturninum Rebba í Hamraborg í Kópavogi í gær. Barghuti í slaginn Marwan Barghuti kastaði í gær sprengju inn í palestínsk stjórnmál þegar hann tilkynnti að hann hygð- ist bjóða sig fram í forsetakosning- unum sem halda á 9. janúar nk. Barghuti, sem afplánar margfaldan lífstíðardóm í ísraelsku fangelsi, hafði áður tilkynnt að hann yrði ekki í framboði. Ísland rekur lestina Noregur er í fremstu röð Norð- urlanda hvað varðar fjölda kvenna við stjórnvölinn í atvinnufyr- irtækjum. Ísland rekur hins vegar lestina með hlutfallslega fæstar kon- ur í æðstu stjórnunarstöðum. Járnlítil börn Næstum þriðjungur tveggja ára íslenskra barna hefur litlar sem eng- ar járnbirgðir í líkamanum, sam- kvæmt nýlegri rannsókn. Járn- skortur hefur lengi verið tengdur mikilli neyslu kúamjólkur. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 37 Erlent 14/15 Forystugrein 32 Heima 16 Viðhorf 34 Höfuðborgin 18 Minningar 38/44 Akureyri 20 Dagbók 48/51 Austurland 21 Víkverji 48 Landið 21 Menning 51/61 Daglegt líf 22/23 Bíó 58/61 Neytendur 24/25 Ljósvakamiðlar 62 Listir 26/27 Veður 63 Umræðan 28/37 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #       $         %&' ( )***                   Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Apple IMC. Dæmdur í 45 daga fangelsi Stal kjötlæri og fimm oststykkjum FERTUGUR maður sem glímir við áfengisfíkn hefur verið dæmd- ur í 45 daga óskilorðsbundið fang- elsi fyrir að stela kjötlæri og fimm oststykkjum úr verslunum í Reykjavík. Samtals nam verðmæt- ið 4.580 krónum. Í dómnum kemur fram að mað- urinn hefur þrisvar sinnum geng- ist undir sátt vegna ölvunarakst- urs, annarra umferðarlagabrota og þjófnaðar, síðast 23. maí 2002. Átta sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ölvunarakstur og hegn- ingarlagabrot, árið 1988 fyrir föls- un, árið 1992 fyrir kynferðisbrot, árin 1996, 1999, 2000 og 2001 fyrir þjófnað, tilraun til þjófnaðar, brot gegn friðhelgi einkalífs og fölsun og síðast hlaut ákærði 60 daga fangelsisdóm 7. febrúar 2002, fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þjófnaðarbrotin voru minni háttar. Við ákvörðun refsingar var litið til skýlausrar játningar ákærða og þess að um lítil verðmæti var að ræða og til þess að hann hefur reynt að vinna bug á áfengisfíkn sinni, en einnig var horft til þess að hann hefur ítrekað framið þjófnað. Vegna sakarferils manns- ins taldi dómurinn ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna. Ingveldur Einarsdóttir, héraðs- dómari í Reykjavík, kvað upp dóminn. GENGI íslensku krónunnar hefur ekki verið jafnsterkt í fjögur ár og það er nú og ekki frá því horfið var frá fastgengisstefnunni snemma árs 2001 og Bandaríkjadalur hefur ekki verið jafnlágur gagnvart íslenskri krónu í níu ár. Gengi íslensku krónunnar hefur verið að styrkjast að undanförnu og gengisvísitala hennar endaði í 117,2 eftir viðskipti gærdagsins. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 3. nóvember árið 2000. Gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu var 64,47 kr. við lok markaða í gær og hefur ekki verið jafnlágt frá því í októbermánuði árið 1995, en það er fyrir tíma virks gjaldeyrismarkaðar hér á landi. Á þeim tíma var gengi krónunnar ákveðið af Seðlabanka Ís- lands einu sinni á dag. Sé litið á þró- un gengisins það sem af er þessu ári kemur í ljós að krónan er 9% sterkari gagnvart Bandaríkjadal en hún var um áramót og 4% sterkari gagnvart evru. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- banka Íslands, sagði að nefna mætti þrennt sem skýrði styrkingu krón- unnar síðustu dagana. Í fyrsta lagi væri gert ráð fyrir vaxtahækkun Seðlabankans í dag upp á 0,5–0,75% í tengslum við útgáfu Peningamála og það yki vaxtamun. Í öðru lagi hefðu í gær verið mikil viðskipti með verð- tryggð skuldabréf og væri líklegt að þarna væru erlendir aðilar á ferðinni sem væru að koma inn á markað hér og taka áhættu í krónunni. Í þriðja lagi virtist síðan hafa verið talsvert lánainnflæði síðustu daga og líklega hefði það einnig áhrif í þessum efn- um. Edda Rós sagðist aðspurð ekki hafa reiknað með að krónan yrði þetta sterk, en úr því sem komið væri gæti hún alveg átt eftir að styrkjast enn frekar tímabundið. Al- mennt talað væri gert ráð fyrir að krónan yrði sterk áfram allt næsta ár í megindráttum og myndi ekki fara að veikjast að nýju fyrr en í lok þess hagvaxtarskeiðs sem nú stæði yfir. Styrkist líklega ekki í bráð Edda Rós sagði spurð um geng- isþróun Bandaríkjadals að viðskipta- hallinn í Bandaríkjunum væri um 6% af landsframleiðslu þeirra, en fjár- hæðirnar væru slíkar að hann sogaði til sín 75% af öllum sparnaði í Kína, Japan og Þýskalandi. Það væri ekki útlit fyrir að Bandaríkjadalur styrkti sig í sessi í nánustu framtíð, en þó væri erfitt að meta hvenær þessi þróun snerist við. Gengið ekki sterkara í 4 ár Gengi Bandaríkjadals hefur ekki verið jafnlágt í níu ár                     !  " # $ % $ " " &  ! BISKUPINN yfir Íslandi, Karl Sig- urbjörnsson, afhenti Freyju Har- aldsdóttur fyrstu Kærleikskúlu árs- ins 2004 við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu í gær. Áður hafði biskup Íslands blessað kúluna. Kærleikskúlan kem- ur nú út í annað sinn og hefur Ólafur Elíasson hannað útlit kúlunnar og kallar verkið Augað. Um Kærleikskúluna 2004 segir Ólafur: „Færið jólatrénu auga til að sjá jólin ykkar – jólin eru sá tími sem við leggjum meiri áherslu en ella á að hafa það gott ásamt okkar nán- ustu. Þau eru sá tími þar sem við reynum að finna okkur stund til að íhuga hvernig okkur líður. Íhuga hvernig við verjum lífi okkar og hvað við getum gert til að aðstoða eða styðja aðra í þeirra lífsbaráttu. Það að rétta út hendina og miðla kærleika hefst með því að maður horfir í eigin barm til að meta hvern- ig maður hefur kosið að lifa sínu lífi. Einungis með því að breyta afstöðu sinni getur maður breytt sjón- arhólnum sem maður notar sem ramma viðmiða sinna. Þar sem augað er með marg- víslegum hætti uppspretta sjón- arhólsins, er það tækið sem gefur okkur færi á að endurmeta umhverfi okkar, og þá gestrisni og örlæti sem við sýnum heiminum. Augasteinninn hjálpar okkur ekki einungis til að sjá heiminn, heldur einnig að sjá hvern- ig við sjáum og þar með þá hugs- anlegu ábyrgð sem felst í því að vera hluti samfélags mannanna.“ Styrkja Reykjadal Markmiðið með sölu kúlunnar er, að sögn Evu Þengilsdóttur hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, að auðga líf fatlaðra barna og ung- menna, en allur ágóði rennur til efl- ingar starfsemi Reykjadals. Við at- höfnina í gær lék Bjöllukórinn nokkur jólalög undir stjórn Val- gerðar Jónsdóttur og Eiríkur Þor- láksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, fjallaði um Ólaf Elías- son og list hans. Kærleikskúlan verður til sölu dag- ana 5.–19. desember í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og í verslununum Home Art í Smáralind, Villery og Boch í Kringl- unni, Kokku á Laugavegi 47 og Val- rós á Akureyri. Augað hans Ólafs sér jólin Morgunblaðið/RAX Ólafur Elíasson og Eva Þengilsdóttir með Augað. Morgunblaðið/Golli Karl Sigurbjörnsson afhendir Freyju Haraldsdóttur Kærleikskúluna. Karl Sigurbjörnsson biskup afhenti fyrstu Kærleikskúluna 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.